Morgunblaðið - 20.03.1985, Page 53
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 20. MARZ 1985
Tíundi maðurinn eft- Graham
ir Graham Greene Greene
Erlendar
bækur
Jóhanna Kristjónsdóttir
Graham Greene: The Tenth Man
Útg. Bodley Head 1985
Auðvitað getur maður gleymt
öllu mögulegu, það er greinilegt.
Graham Greene steingleymdi því í
áratugi, að hann hefði skrifað Tí-
unda manninn og var minntur á
það rétt nýlega. Hann segir í
formáia, að hann hafi verið á
samningi við Metro Goldwyn May-
er á þessum tíma, rétt eftir stríð
og þá meðal annars gert handritið
á Þriðja manninum, sem frægur
varð. En svo fannst Tíundi maður-
inn einhvers staðar í dóti og auk
þess nokkrar aðrar smáskissur,
m.a. hugmynd að handriti sem um
ýmislegt minnir á Our Man in
Havana og nú hefur Bodley Head
sent þetta frá sér. Graham Greene
segist sjálfur hafa verið alveg
undrandi, þegar hann las yfir
handritið aftur og sá að þarna var
sum sé á ferðinni fullburða löng
smásaga.
Þrjátíu franskir andspyrnu-
menn sitja í fangelsi á stríðsárun-
um. í þorpinu er framið morð á
nazistavini og þess verða fangarn-
ir að gjalda, þeim er skipað að
velja þrjá menn sem verði skotnir
morguninn eftir. Mennirnir
ákveða að draga um hverjir hinir
þrír skuli verða. Louis Chavel sem
er herragarðseigandi með meiru
getur ekki sætt sig við það þegar
hann lendir í þriggja manna hópn-
um. Hann býður fram allar eigur
sínar í skiptum fyrir líf. Meðfangi
hans Janiveier felllst á að skipta
við hann og gengur svo frá málum,
að eignirnar renni til systur sinn-
ar og móður. Eftir stríðið er Louis
Chavel sem sagt lifandi, en hefur
tekið sér nýtt nafn Charlot, og
hann fær ekki ráðið við þá löngun
sína að sækja heim bernsku-
heimili sitt þar sem þær mæðgur
Graham
Greene
The
Tenth
Man
ráða nú ríkjum. Systirin hefur lif-
að með hatur í hjarta, hún fær
ekki afborið fyrirlitningarviðbjóð-
inn sem hún ber til Chavels fyrir
að hafa á þennan hátt ýtt bróð-
urnum í dauðann. Þótt hún búi nú
við góð kjör og rúman fjárhag
dreymir hana um þann dag að
Chavel komi og þá ætlar hún að
byrja á því að hrækja framan í
hann og síðan líklega að skjóta
hann.
Charlot — alias Chavel — bank-
ar upp á en gefur sig ekki fram
undir réttu nafni. Hann fær að
heyra sögu systurinnar og kynnist
hatrinu sem hún ber til Chavel og
hún hefur nærst á frá því bróðirin
dó. Charlot verður hrifinn af
stúlkunni, en í þessari sögu þar
sem fortíðin skiptir öllu máli fram
yfir nútíðina verður ekki um neinn
happy-end að ræða. Nema kannski
fyrir stúlkuna því að hatrið hefur
hreinsast út úr huga hennar, þótt
það gerist með öðrum hætti en
Charlot ætlaði.
Þetta er læsileg bók í hvívetna.
Myndræn frásögnin úr fangelsinu
ógleymanleg og Chavel verður
mjög átakanleg og aumkvunar-
verð persóna. Þegar hann kemur
til gamla heimilis síns er hann
ekki sjálfum sér líkur, hann verð-
ur eins konar skuggamynd í
fjarska. Aftur á móti er systirinni
lýst mjög svo skýrlega. Stemmn-
ingin er Greene, það er ekki að
tvíla. Hins vegar finnst mér að
þessi bók verði varla talin meðal
stórverka höfundarins, sérstak-
lega þegar haft er í huga hvaða
verk hann reit á þeim árum sém
hér um ræðir.
Tvær ur bresku bylgjunni
Myndbönd
Árni Þórarinsson
Breska nýbylgjan í kvik-
myndagerð hefur verið til með-
ferðar annað slagið í þessum
dálkum um myndbönd og kvik-
myndir. Endurreisnin í kvik-
myndagerð Breta er með
ánægjulegustu tíðindum seinni
ára. Með nýjum framleiðslu-
fyrirtækjum eins og Hand Made
Films, Palace Pictures og Virgin,
að ógleymdri starfsemi guðföður
þessarar endurreisnar David
Puttnam, hafa komið upp nöfn
afbragðs leikstjóra eins og Hugh
Hudson (Chariots of Fire, Grey-
stoke), Bill Forsyth (Gregory’s
Girl, Local Hero, Comfort and
Joy), Neil Jordan (Company of
Wolves), Pat O’Connor (Cal),
Michael Redford (1984) og Rol-
and Joffe (The Killing Fields),
auk þess sem þróttur hefur
hlaupið í eldri menn eins og
Jerzy Skolimowski, sem nú
starfar í Bretlandi og Stephen
Frears (The Hit). Margar af
fyrstu myndum þessarar upp-
sveiflu hafa enn ekki fengið sýn-
ingu í íslenskum bióum og fá það
varla úr þessu. En á mynd-
bandaleigunum má finna, ef vel
er að gáð, forvitnilega fulltrúa
nýlegrar enskrar kvikmynda-
gerðar.
Einn slíkur er An Unsuitable
l’aul Freeman og Pippa Scott í
sérkennilegri einkaspæjaramynd,
An llnsuitable Job for a Woman.
Job for a Woman gerð 1984 af
leikstjóranum Chris Petit. Þetta
mun vera önnur mynd Petit í
fullri lengd. Sú fyrsta, Radio On
var sýnd hér á Kvikmyndahátíð-
inni í Reykjavík fyrir nokkrum
árum, og sú nýjasta, Chinese
Boxes verður frumsýnd I Bret-
landi nú í vor. Petit var lengi
kvikmyndagagnrýnandi við
vikublaðið Time Out og myndir
hans bera vitni yfirgripsmikilli
þekkingu hans á sögu og frá-
sagnartækni kvikmynda. Þær
eru dálítið snúnar og erfiðar.
Þannig er An Unsuitable Job for
a Woman í eðli sínu leynilög-
Stephen Rea er framúrskarandi
sem saxófónleikarinn í Angel.
reglusaga en Petit gerir púslusp-
il sögunnar flóknara með form-
rænum tilraunum. Myndin er
byggð á sakamálasögu eins
kunnasta höfundar Breta á því
sviði, P.D. James, og hið „óvið-
eigandi starf fyrir konu“, sem
hún heitir eftir, er leynilög-
reglustarfið. Pippa Guard leikur
einkaspæjara sem er frekar
langt niðri vegna föðurmissis, og
lendir í rannsókn máls sem felur
í sér morð og sjálfsmorð í enskri
sveitasælu. Það er rík tómleika-
tilfinning í myndinni, bæði {
samböndum persóna við sjálfar
sig, aðra og umhverfið. Og þótt
tómleikatilfinningin nái því mið-
ur, einnig til sambands áhorf-
anda við myndina er An Unsuit-
able Job for a Woman vel þess
virði að skoða.
Það á enn frekar við Angel,
fyrri mynd Neil Jordan, höfund-
ar The Company of Wolves sem
Regnboginn sýndi fyrir skömmu,
stórkostlega vel gerðs súrreal-
ísks hryllingsævintýris um
vaknandi kynhvöt unglings-
stúlku. Angel (1982) er allt ann-
ars eðlis. Hún gerist í miðri
hringiðu ofbeldis og upplausnar
í heimalandi höfundar, írlandi
og segir frá ungum saxófón-
leikara, Danny Boy, sem verður
vitni að voðalegu morði og kemst
að raun um að upp frá því að
ekki verður snúið í heim frið-
samlegs kæruleysis. Angel er
sérlega ljóðræn og yfirveguð
mynd, máluð í tilbrigðum af gló-
andi rauðum og bláum litum af
einum fremsta tökumanni Breta,
Chris Menges, full af spennu og
sársauka. Angel er markaðssett
hér á landi á spólum undir nafn-
inu Angel of Vengeance (Refsi-
engillinn) og vara ég fólk ein-
dregið við að rugla henni saman
við samnefnda bandaríska B-
mynd sem ég skrifaði um hér í
blaðið um daginn, eins konar of-
beldisþriller fyrir kvenréttinda-
félög. Það er sko allt önnur Ella.
Stjörnugjöf:
An UnsuiUble Job for a Woman * *
Angel (of Vengeance) ★ ★ ★
53
COMBI CAMP
202
4---- 450 cm ------►
Verö frá kr. 95.500,-
Til afgreiðslu strax
COMBI CAMP
404
Verð frá kr.
112.306,-
4------- 370 cm ----------------»
T|
ru
o
3
4---- 334 cm ....>
Til afgreiöslu strax
BENCO
Bolholti 4,105 Reykjavík.
S. 91-21945.
Wterkurog
kJ hagkvæmur
auglýsingamióill!
Nýborg c§d
NÚ LÍKA AÐ SKÚTUVOGI4
í glæsilegu
húsnæöi:
Ný ítölsk
húsgögn
Gallerí myndir
Arinofnar
Spegilflísar
Hillukerfi
Innihurðir
Bílskúrshurðir
Milli Miklagarös og Húsasmiðjunnar