Morgunblaðið - 20.03.1985, Qupperneq 59
MORGUNBLAÐIÐ, MIDVIKUDAGUR 20. MARZ 1985
59
29
VELVAKANDI
SVARAR í SÍMA
10100 KL. 11-12
FRÁ MÁNUDEGI
TIL FÖSTUDAGS
Mjuyirnívr um -v LI
Gengið á rétt
leigubflstjóra
S.Sv. leigubílstjóri hjá BSR skrif-
ar:
1 öllum lýðræðislöndum kýs
fólkið sér fulltrúa til að setja lög
og síðan setja ráðherrar reglu-
gerðir. Sjálfsagt eru skiptar skoð-
anir um gildi og réttmæti margra
þessara laga sem hinir réttkjörnu
fulltrúar setja. Sem betur fer
virða þegnarnir yfirleitt þessi lög
og reglur þó alltaf séu nokkrar
undantekningar á því að svo sé
gjört. Til að settum lögum og regl-
um sé framfylgt höfum við lög-
reglu sem verndar þegnana fyrir
lögbrotum auk þess að veita þjón-
ustu og aðstoð á ýmsum sviðum.
Maður sefur betur vitandi af þeim.
Tilefni þessara skrifa er það að
nýlega var endurvakin gömul
sendibilastöð á rústum gömlu
Steindórsstöðvarinnar og nefnd
Sendibílar sf. Eftir að Stein-
dórsmenn höfðu tapað máli fyrir
hæstarétti sem snerist um það
hvort atvinnuleyfi sem þeir höfðu
keypt væru gild, flugu nær því all-
ir gömlu Steindórsmennirnir úr
hreiðrinu og þeir sem fengu at-
vinnuleyfi fóru á aðrar stöðvar.
Þeir herskáustu, sem eftir sátu,
voru ekki af baki dottnir, hafa
sjálfsagt talið sig eiga harma að
hefna. Með því að kaupa Sendibíla
hf. og fá stimpil lögreglu-
stjóraembættisins og Davíðs borg-
arstjóra voru þeir komnir með
leyfi fyrir svokallaða sendibíla-
greiðaþjónustu til reynslu í eitt ár.
Sá grunur vaknaði fljótt hjá
leigubílstjórum í Reykjavík, að
sendiferðabílstjórarnir ætluðu
líka að aka fólki gegn gjaldi, ekki
síst eftir að farið var að setja sæti
og bekki í bílana. Það kom líka á
daginn að þarna voru úlfar í sauö-
argæru. Sem sagt: margir bílstjór-
anna hundsuðu lög og reglur með
því að fara út fyrir sitt leyfilega
verksvið. Leigubílstjórar stóðu þá
hvað eftir annað að verki við að
aka fólki fyrir gjald og kölluðu á
lögreglu sem tók af þeim skýrslur.
En óðara voru þeir komnir á göt-
urnar á ný, bjóðandi þjónustu
sína.
Allir starfandi leigubílstjórar
hafa þurft að eyða fyrstu og bestu
árum sínum sem launþegar við
akstur til að öðlast atvinnuleyfi.
Einnig eru tugir eða jafnvel
hundruð karla og kvenna sem vilja
gera akstur leigubifreiða að at-
vinnu sinni en engum þeirra dett-
ur í hug að harka ólöglega, þau
bíða eftir að röðin komi að sér að
öðlast atvinnuleyfi eins og aðrir
hafa orðið að gera.
Það sem gerðist í málinu sem
eitt dagblaðanna kallaði „borgara-
styrjöld bílstjóra" var það að
réttlætiskennd leigubílstjóra i
Reykjavík var misboðið, þar sem
svo gróflega var gengið á rétt
þeirra og ekki virtist hægt að
stöðva þessa sjóræningjastarf-
semi. Það má segja að bæði leigu-
bílstjórum og lögreglu hafi verið
storkað hvað eftir annað. Það sem
kannski er alvarlegast þegar upp
koma mál eins og þetta, er þegar
lögreglan er hikandi og virðist
ekki vita hvað hún á að gera, þó
svo að um augljóst lögbrot sé að
ræða, enda hitnaði í kolunum þeg-
ar spurðist að yfirlögregluþjónn-
inn hefði sagt sínum mönnum að
skipta sér ekki af þessu máli! Þeg-
ar slík staða kemur upp, skapast
sú hætta að borgararnir sem á er
brotið, taki til sinna ráða. Má þar
búast við að tilfinningar og reiði,
frekar en skynsemi, stjórni gerð-
um manna. Samt er aldrei hægt
að rétttlæta ofbeldisaðgerðir.
Það, sem hellti olíu á þann eld
sem kviknað hafði, var að atvinnu-
leyfislaus bílstjóri var að aka fólki
fyrir gjald á einkabíl sínum, sem
merktur var bæði í bak og fyrir
Steindórsstöðinni og hafði sá
margsinnis verið staðinn að verki.
Það er vítavert ábyrgðarleysi hjá
ráðamönnum Sendibíla hf. að ota
hinum misvitru starfsmönnum
sínum fram líkt og leiksoppum til
lögbrota í stað þess að sjá til þess
að þeir fari ekki út fyrir sitt verk-
svið.
Að lokum þetta: Það gefur auga-
leið að ekki er hægt að plata heila
stétt manna (570 manns) sem
vinnur við að aka fólki um borg-
ina. Þeir vita hvað er að gerast í
kringum sig og vilja skiljanlega
ekki horfa upp á það að gengið sé
gróflega á rétt þeirra. Enginn
stéttarsamtök myndu líða það að
farið væri inn á verksvið þeirra
eins og raun ber vitni í þessu leið-
indamáli.
Söluturn
Til sölu er einn af betri söluturnum í Reykjavik. Staðsett-
ur i austurhluta borgarinnar. Mikil velta. Langur leigu-
samningur. Góð aðstaða fyrir videóleigu i húsnæðinu.
Aöeins fjársterkir kaupendur koma til greina. Tilboð
leggist inn á afgreiöslu Mbl. fyrir 26. mars merkt:
„Söluturn 3246“.
Garðbæingar athugið
Leitið ekki langt yfir skammt, vorum að opna nýja
glæsilega og fullkomna sólbaðstofu aö lönbúö 8.
Bjóðum aðeins það sem er á toppnum í dag, hina
margþekktu og viðurkenndu MA-atvinnubekki,
einnig eingöngu MA-andlitsljós.
Opiö alla daga frá kl. 8.00 —23.30, nema sunnu-
daga frá kl. 14.00—20.00.
Hittumst hress í Garðasól — Sjón er sögu ríkari.
Verið ávallt velkomin. Sími 641260.
Heildsölubirgðir:
Agnar Ludvigsaon hl.
Nýlendugötu 21,
simi 12134.
Þessir hringdu . . .
Svar til beitn-
ingamanns
Bárður Jensson, formaður
verkalýðsfélagsins Jökuls á
Ólafsvík hringdi:
I sambandi við fyrirspurn frá
Konráði Björgúlfssyni um rétt
beitningamanna vil ég koma eft-
irfarandi á framfæri. Verka-
lýðsfélögin fjögur á Snæfellsnesi
undirrituðu samning við Ot-
vegsmannafélag Snæfellsness
21. marz 1981 og er hann nú bú-
inn að vera laus í tvö ár. Þaraf-
leiðandi höfum við frestað verk-
falli þar til að búið er að endur-
skoða þennan samning við út-
vegsmenn. Ég vil vitna í 3. grein
þessa samnings: „Kauptaxtar
fyrir veiðarfæravinnu skulu vera
skv. kaupskrá frá 1. marz 1981
og taka þeim breytingum sem á
kaupgjaldsvísitölu verða.
Greiðslur til lífeyrissjóðs skulu
miðast við 8. taxta verkalýðsfé-
laganna (sem er sennilega 15.
taxti í dag, innsk. Bárðar) og
orlofsfé, 8,33%, sem greiðist á
alla kauptaxta (eru 10,17% í dag,
innsk. Bárðar).
Launagreiðendur skuldbinda
sig til að halda eftir af kaupi,
félags- og atvinnuréttindagjöld-
um launþega viðkomandi verka-
lýðsfélags. Kaup f veikinda- og
slysatilfellum skal vera eins og á
er kveðið um í almennum kjara-
samningum verkafólks. Allt fólk
er vinnur við veiðarfæravinnu
skal vera slysatryggt. Beitn-
ingamenn skulu eiga kost á
vinnuvettlingum á heildsölu-
verði.“
4. gr. „Menn sem vinna við við-
gerð og uppsetningu á netum í
tímavinnu skulu fá greitt fyrir
þá vinnu skv. 13. taxta hinna al-
mennu verkalýðsfélaga (senni-
lega 17. taxti í dag, innsk. Bárð-
ar).“
Tókum húsið
strax úr sölu
S.A. hringdi:
Það er skrýtið með fasteigna-
sala hér í borg, þeir virðast
lækka verðið á fasteignum niður
úr öllu valdi til þess eins að
losna við þær í stað þess að telja
upp kosti þeirra og selja þær á
réttu verði.
Við settum húsið okkar á sölu
um daginn, það er ekki alveg
fullbúið, en pláss er fyrir gufu-
bað o.fl. og pott í garðinum.
Fasteignasaíinn telur ekkert af
þessu upp í auglýsingu sinni
heldur segir hann að í húsinu sé
mikið geymslurými! Af auglýs-
ingunni að dæma er húsið okkar
í hans augum vöruskemma. Við
vorum skiljanlega óhress með
þetta og tókum húsið strax úr
sölu.
Bladburöarfólk
óskast!
Austurbær
Lindargata 6—39
jMttgmiÞIfifeife