Morgunblaðið - 20.03.1985, Side 61
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 20. MARZ 1985
61
Um ÍSÍ, lyfjanefnd þess
og um krafHyftingar
EKKI eru mörg ár síöan íþrótta-
samband íslands setti sérstaka
reglugerö um eftirlit meö notkun
örvunarefna og skipaöi nefnd til
að sjá um framkvæmd hennar.
Störf þeirrar nefndar hafa frá
upphafi veriö meö þeim eindæm-
um, að lengi hefur veriö ástæöa
til aö fjalla um þau á opinberum
vettvangi.
Nefndin hefur í marggang
brugöist hlutverki sínu og sáö
sundurþykkju og tortryggni í kring-
um síg, sem ekki síst hefur bitnaö
á íslenskri íþróttaæsku. Grun-
semdir er þaö orð sem liggur
fremst á tungu nefndarmanna, ef
ekki er brugðist skjótt viö fyrir-
mælum þeirra. Þaö þótti grun-
samlegt 1982, er stjórn LSÍ mót-
mælti fyrirvaralausu lyfjaprófi á fs-
landsmeistaramóti í lyftingum þaö
ár, reglugerðin mælti þó fyrir um
samráö viö sérsambönd. Þaö þótti
grunsamlegt í fyrra er 3 lyftinga-
menn úr KR hættu viö þátttöku á
Sweden Cup, sem átti aö lyfja-
prófa, tveir voru þó hættir æfing-
um og einn meiddur. í ár þykir
grunsamlegt, aö sérsamband utan
ISI vill ekki senda íþróttamann til
lyfjaprófs. Sennilega er þó grun-
samlegast af öllu, aö menn hér á
landi skuli hafa vööva, þeir einir
sér vekja grunsemdir. (Ostaöfest
er aö Egill Skallagrímsson og
Gunnar á Hlíöarenda hafi haft
vöðva.)
Skyldu nú vera ástæöur til allra
þessara grunsemda? Aldrei hefur
neinn íþróttamaöur, er æfir íþrótt
sína hérlendis, veriö staöinn aö
lyfjaneyslu, og ég og aörir þeir for-
ustumenn ísienskra íþróttamála,
sém eru í tengslum viö íþrótta-
mennina sjálfa, vita mæta vel, aö
• Ólafur Sigurgeirsson formaður
Kraftlyftingasambands íslands.
engin lyf eru notuö hérlendis í
íþróttum.
islenskir kraftlyftingamenn gáfu
á síöasta ári þvagsýni á 4 alþjóö-
legum mótum og hef ég skjöl, er
sanna hreinleika þeirra. Kraftlyft-
ingamaöurinn Hjalti Árnason baö
lyfjanefndina sérstaklega um aö
lyfjaprófa sig sumarið 1983 svo
hann gæti sett heimsmet, nefndin
brást. Alþjóða kraftlyftingasam-
bandiö er meö eitt öflugasta lyfja-
eftirlit sem þekkist og þess má
geta, aö þeir viöurkenna ekki þá
rannsóknastofu, sem fSi notar,
vegna ónákvæmni hennar.
Nei, íþróttasambönd eru ekki
stofnuö til aö komast hjá lyfjaeftir-
liti, þau eru stofnuö svo vinna megi
íþróttum gagn. Vekti þaö eitt fyrir
kraftlyftingamönnum aö komast
hjá því hafa þeir næg ráð. T.d. eft-
irfarandi:
1. Þaö á ekki stoö í reglugerö iSf
um eftirlit meö notkun örvunar-
efna, aö boöa iþróttamann til lyfja-
Falcao aftur
til Ítalíu
BRASILÍSKI knattspyrnumaöur-
inn Paulo Roberto Falcao sam
leikur meö Roma í 1. deildinni á
Ítalíu, sneri aftur til ftalfu á laug-
ardag, eftir uppskurö á vinstra
hnó.
Falcao var spuröur um hvenær
ÍBÍU
úrvalsdeild
KEFLVÍKINGAR tryggöu sór sæti
f úrvalsdeildinni í körfuknattleik á
næsta keppnistímabili, er þeir
sigruöu Reyni, Sandgeröi,
103—70. Staðan í hálfleik var
47—37 fyrir ÍBK.
Keflvíkingar voru mun betri í
þessum leik og voru meö yfirhönd-
ina frá upphafi til enda.
Flest stig ÍBK geröu Jón Kr.
Gíslason 38, Guöjón Skúlason 23
og Hrannar Hólm 16.
Flest stig Reynis aeröu Slguröur
Guömundsson 16, Arni Erlingsson
14 og Sturla örlygsson 13.
Fyrirtækjakeppni í
knattspyrnu 1985
Fyrirtækjakeppni Fram í innanhússknattspyrnu
1985 veröur haldin í íþróttahúsinu viö Safamýri
laugardaginn 30. mars og sunnudaginn 31. mars.
Úrslitakeppni efstu liöa fer svo fram á sama staö
miövikudaginn 3. apríl.
Þátttökutilkynningar þurfa aö berast fyrir 28.
mars til Jóhanns í síma 34792 milli 13 og 14.
prófs. 2. gr. reglugeröarinnar
heimiiar nefndinni einungis aö taka
lyfjapróf fyrirvaralaust á íþróttaæf-
ingum og í keppni. Aö hundsa slíkt
boð getur því ekki leitt til viöur-
laga.
2. Allir kraftlyftingamenn á Reykja-
víkursvæöinu æfa íþrótt sína í
einkafyrirtækjum, sem oþin eru al-
menningi, þar sem öll íþróttayfir-
völd hafa brugöist þeim. Þaö
hvarflar ekki aö mér eina sekúndu
aö eigendur slíkra staöa leyfi lyfja-
eftirlit á sínum kúnnum. Nefndin
fengi einfaldlega ekki inngöngu.
Ekki er þaö neitun íþróttamanns.
3. Þegar reglugerðinni um lyfjaeft-
irlit var breytt á sambandsstjórn-
arfundi 1984, var gefin út reglu-
gerö, sem ekki á lagastoö. Um
slíkar reglugeröir er sagt á 1. ári í
lagadeild, aö þær standist ekki og
veröi ekki beitt, nema aö þvi leyti
sem þær eigi stoö í lögum.
Iþróttasamband Islands er
stjórnvald, er heyrir undir mennta-
máiaráöuneyti og sem slíkt getur
þaö sett reglur, sem iög heimila
því. 2. mgr. 20. gr. íþróttalaga nr.
49/1956, veitir iSÍ vald til aö setia
reglur um alla opinbera íþrótta-
keppni, sem þýöir ekkert annaö en
þaö, aö ÍSÍ getur ekki sett neinar
reglur um æfingar eöa líferni meö-
lima ÍSI milli móta. Veröi íþrótta-
maöur settur í bann vegna lög-
lausra ákvæöa í reglugerö, eöa
rangra vinnubragöa lyfjanefndar,
er réttasta leiöin aö áfrýja málinu
til iþróttadómstóls ÍSÍ. Þar sitja í
dómi lögfræöingar, sem kunna
beitingu laga og er ég ekki í vafa
um meöferö þeirra á slíku máli.
Engin vegsemd væri þaö fyrir ÍSÍ,
aö hafa staöiö aö slíkum málatil-
búnaöi.
Ég tel aö þaö sé kominn tími til
aö gera úttekt á störfum íþrótta-
sambandsins alls og því fjárbruöli,
sem þar viögengst meðan allt
íþróttastarf í landinu er í fjársvelti.
Ef kraftlyftingamenn heföu ekki
fengiö nema brot af því fé, sem
variö hefur veriö til utanferöa Al-
freös Þorsteinssonar á sl. 2 árum,
heföu þeir getaö skilaö landinu 5
heimsmeistaratitlum.
Ólafur Sigurgeirsson,
formaöur Kraftlyftinga-
sambanda islands.
• Gunnar Ó. Kvaran, fyrirliöi.
Myndabrengl
leiörétt
Myndabrengl varö í blaöinu í gær,
meö frásögn af úrslitakeppni 2.
flokks karla ( handknattleik.
Róttu nöfnin meö myndum eru
hór fyrir ofan. Beöist er velvirö-
ingar á þessum mistökum.
hann gæti byrjaö aö leika meö
Roma. „Þetta tímabil er ónýtt fyrlr
mig, ég get ekki byrjaö aö æfa fyrr
en í fyrsta lagi eftir tvo mánuöi,"
sagöi Falcao.
Falcao er miöjuleikmaöur og
hefur hann stjórnaö Roma til sig-
urs í ítölsku 1. deildinni í fyrsta
sinn í 40 ár er þeir uröu deildar-
meistarar á síöasta ári. Liöið
komst einnig í úrslit í Evrópu-
keppni bikarhafa á síöasta árl.
7
«t«»
Meistaramót í
kraftlyftingum
MEISTARAMÓT íslands í kraft-
lyftingum veröur haldiö laugar-
daginn 30. mars nk. Mótiö fer
fram (Garöaskóla, Garöabæ.
Þátttökutilkynningar þurfa aö
hafa borist til Óskars Sigurpáls-
sonar ( Orkubót, Grensásvegi 7
eöa ( slma 91—39488 fyrir mánu-
daginn 25. mars nk.
(FrélUtilkynnnig.)
FEMUND
Hottofilfyttmg
+25°C - + S°C
Pyngd: 1.800 <jr.
Verð: 3.330.-
IGLOO
HoCfoftí fyUing
+ 2S°C - -i- 15°C
Þyngé 1.900 gr.
Verð: 3.860.-
ATLANTIS
Quallofil fyíling
+ 25°C - 5- 5°C
Þyngd: 1.350 gr.
Verð: 4J70.-
LYNX 3
62 Ktrur
Þyngd: 1.210 gr
Verð: 2.170.-
JAGUAR 33
56 íítrar
Þyngd: 1.550 gr.
Verð: 2.830.-
CONDOR 65
65 (ítror
Þyngd: 2.200 gr.
Verð: 3.740.-
SKATABUCHN
SERVERSLUN
FYRIR
FJALLA- OG
FERÐAMENN.
SNORRABRAUT 58 SÍMI 12045 Rekin af w) Hjálparsveit Skáta Reykjavík