Morgunblaðið - 27.03.1985, Síða 30
30
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 27. MARZ 1985
Komu Rússar hler-
unarbúnaði í ritvél-
ar sendiráðsins?
Washington, 26. mars. AP.
BANDARÍSKA sjónvarpsstödin CBS
greindi frá því í fréttaskýringaþætti í
dag að sovéskir leyniþjónustumenn
hefóu komið fyrir fullkomnum hlust-
unarbúnaði í 12 ritvélum í banda-
ríska sendiráðinu í Moskvu ein-
hvern tímann á árinu 1982 og síðan
hlerað allt mögulegt í rúmlega ár
áður en sendiráðsmenn komust að
bragðinu. Sögðu fréttamenn CBS að
Sovétmenn hefðu náð ýmsum mik-
ilvægum upplýsingum með þessum
hætti. Var þetta haft eftir „ónafn-
greindum en traustum" heimilda-
Joseph Reap, talsmaður banda-
ríska utanríkisráðuneytisins,
sagði um mál þetta, að það væri
ekki vaninn að gefa út yfirlýs-
ingar um málefni sem fjölluðu um
öryggismál.
Fréttamenn CBS sögðu, að
hlustunartæki Sovétmanna hefðu
numið það sem slegið var á ritvél-
arnar og skilað því til hlustunar-
stöðva fyrir utan sendiráðsvegg-
ina um loftnet sem komið hafði
verið fyrir inni í vegg sendiráðs-
byggingarinnar.
monnum.
Geysileg sýrumeng-
un í nágrenni Osló
Methafi í megrun
Maureen Stirling, sem býr í Dunferline í Skotlandi, veigrar sér ekki lengur við því að teygja úr löngum
leggjunum á Piccadilly Circus í London enda ekkert að óttast nema aðdáun vegfarenda. Maureen er breskur
meistari í megrun og losaöi sig við um 40 kíló á einu ári. Þá var hún um 100 kfló en vegur nú rétt rúmlega 60.
Því til sönnunar heldur Maureen á mynd af sér, sem tekin var um þetta leyti í fyrra.
Ronald Reagan:
Líkir sandinista-stjórn
við stjórnarháttu Stalíns
Washington, 26. mars. AP.
Onéé, 26. nun. AP.
NORSK stofnun, sem hefur með
Noregur:
Ný lög um
fiskeldið
Ósló, 26. mars. Prá Ju Erík Laure,
fréttaritara MbL
SAMKVÆMT nýjum lögum um
flskeldi, sem ríkisstjórnin hyggst
leggja fram, verður enn um sinn
nauðsynlegt að fá leyfl tii að reka
hvers kyns flskeldisstöövar. Er það
hugmyndin, að ákveðinn verði viss
kvóti árlega fyrir nýjar silungs- og
laxeldisstöðvar.
Ekki á að verða neinum erfið-
leikum bundið að fá leyfi til að ala
upp skelfisk en allmiklar kröfur
eru hins vegar gerðar til þeirra,
sem vilja koma á fót silungs- og
laxeldisstöðvum. Er þá átt við, að
stöðvarnar sjálfar verða að vera í
samræmi við gildandi reglur og
ennfremur, að eignaraðildin verði
með ákveðnum hætti. Meirihluti
eigendanna verður að vera úr því
héraði, sem stöðin er, og er það
liður í byggðastefnu stjórnarinn-
höndum háloftarannsóknir, sendi
frá sér skýrslu í vikunni þar sem
fram kemur, að óvenjulega mikil
mengun hafl verið í Noregi á þessu
ári af völdum sýruregns. Það sem af
er vetri, hefur oft fallið grár snjór,
einkum í austurhluta Noregs.
í skýrslunni kom fram, að verst
sé sýrumengunin í Drammen og
nágrenni, sem er aðeins 40 kíló-
metra suðvestur af Osló. Segir að
sýrumagnið sé 3,4 ph þar sem
verst er. Sýrustigið mælist í 0 til
14 ph og þykja 3,4 vera mengun á
háu stigi.
Sven Stray, utanríkisráðherra
Noregs, mun hitta Geoffrey Howe,
utanríkisráðherra Bretlands, um
helgina og það var í tilefni af því
sem stofnunin greindi frá þessum
mælinganiðurstöðum. Norðmenn
og fleiri aðilar á Norðurlöndum
telja mikið af mengaða regninu
koma frá Bretlandseyjum. Er eigi
talið útilokað að þeir Stray og
Howe komi inn á sýruregnsmeng-
un í viðræðunum. Bretar hafa ver-
ið stífir í öllum viðræðum um
sýruregn til þessa, m.a. neitað að
reyna að draga úr útblæstri
brennisteinsefna um 30 prósent
fyrir árið 1993 eins og forsætis-
ráðherrar Norðurlandanna höfðu
lagt að þeim að gera.
RONALD Reagan forseti Bandaríkj-
anna sagði í ræðu, sem hann flutti
fyrir um 160 manns frá Suður- og
Mið-Amerfku í dag, að stjórn sand-
inista í Nicaragua líktist I ýmsu
stjórnarfari Stalins í Sovétríkjunum
á sínum tíma. Tiltók hann „gúlag-
stefnu" Stalíns, sem var fólgin í því
að flytja stjórnarandstæðinga með
valdi til einangraðra staða.
Gúlögin voru keðja fangabúða
um öll Sovétríkin sem Stalín not-
aði ákaflega á stjórnarferli sínum
á árunum 1941 til 1953. Reagan
sagði í ræðunni, að sandinistar
væru að flytja tugþúsundir manna
frá bæjunum Jinotega og Murra,
skammt frá landamærum Nicar-
agua og Honduras, til þess að
„geta skotið óhindrað,“ eins og
hann komst að orði. „Og þessu
fólki er holað niður á einangruð-
um stöðum þar sem hægt er að
fylgjast með því. Höfum við ekki
séð slík vinnubrögð áður, í Úkra-
inu, Víetnam, Kambódíu, Afgan-
istan, Angólu, Eþíópíu, á Kúbu og
víðar?, bætti Reagan við og lét
þess getið að sandinistar væru
„brúður Sovétríkjanna" og
contra-skæruliðarnir væru „eina
von þjóðarinnar um alvöru lýð-
ræði“.
Sandinistar segja ástæðuna
fyrir fólksflutningunum vera þá,
að þeir geti ekki varið umrædda
bæi fyrir árásum contra-skæru-
liða og að Bandaríkjamenn sjálfir
hafi í samvinnu við Suður-Víet-
nama á sínum tíma gripið til
slíkra úrræða til þess að verja
bæði sjálfa sig og saklausa
þorpsbúa fyrir árásum Víetcong.
Scargill
til Moskvu
LuBdnaom, 26. min. AP.
ARTHUR Scargill, leiðtogi breskra
námamanna, fór í dag í tveggja
daga heimsókn til Sovétríkjanna.
Mun hann ræða við ýmsa hátt setta
embættismenn.
Scargill sagði i samtali við
fréttamenn við komuna til
Moskvu að tilefni heimsóknar-
innar væri að skipuleggja alþjóð-
lega ráðstefnu námamanna sem
haldin verður i Bretlandi á næsta
ári. Neitaði Scargill að svara
spurningum fréttamanna um
hvort hann ætlaði að semja um
styrki Sovétríkjanna til handa
námumönnum sem fóru fjár-
hagslega illa út úr verkfallinu
mikla sem nýlega lauk eftir að
hafa staðið yfir í 51 viku.
Sovéska sjónvarpið greindi
rækilega frá heimsókn Scargills
og sýndi meðal annars 20 mín-
útna langa fréttamynd um verk-
fallið. Bar myndin heitið: „350
dagar við verkfallsvörslu". Byrj-
aði myndin á mynd frá fjöl-
mennri kröfugöngu þar sem
Scargill sjálfur var í fararbroddi
sveiflandi krepptum hnefa.
RENAULT11
OST VID FYRSTU KYMHI
Renautt 11 hefUr fengið margar vfðurVennlngar fyrlr frábæra hðnnun og flöðrunin er engu hk. Rými og Þægindi koma öilum
I gott skap. Komdu og reyndu hann, það verður ást vlð fyrstu kynni. Pú getur rettt þig á Renault
KRISTINN GUÐNASON HF.
SUÐURLANDSBRAUT 20, SÍMI 686633