Morgunblaðið - 27.03.1985, Page 43
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 27. MARZ 1985
43
Opið bréf til Jóns Skúlason-
ar póst- og símamálastjóra
— frá nokkrum bréf-
berum í Reykjavík
Opið bréf til Jóns Skúlasonar,
póst- og símamálastjóra, frá
nokkrum bréfberum á R-l.
Liðið er hátt á aðra öld síðan
hinn mæti maður Ari landpóstur
Guðmundsson, fyrirrennari okkar
bréfbera, lagði upp frá Reykjar-
firði við ísafjarðardjúp í sína
fyrstu póstferð og jafnframt þá
fyrstu hér á landi. Téður merkis-
atburður átti sér stað hinn 10.
febrúar 1782 og má telja hann
fyrsta vísi að póstþjónustu hér-
lendis.
Síðan hefur mikið vatn runnið
til sjávar og mörg bréf verið borin
út. Umsvif póstþjónustunnar hafa
stóraukist og miklar endurbætur
verið gerðar á henni til að mæta
kröfum viðskiptavina hverju
sinni. Gn sjaldan er það að einskis
sé áfátt. Einn þáttur hinnar
ágætu þjónustu hefur að okkar
mati verið látinn sitja á hakanum,
þ.e.a.s. bréfaútburðurinn; sá þátt-
ur er rekur endahnútinn á alla al-
menna bréfadreifingu.
Okkur bréfberum leikur hugur á
að vita eftir hvaða reglum hafi
verið farið er útburðarhverfin
voru mæld út og ákvörðuð á sínum
tíma og ekki hvað síst hve sú
skipting sé gömul. Bersýnilegt er
að skiptingin er komin allmikið til
ára sinna, vægast sagt. Hún er
orðin það úrelt og úr sér gengin að
okkur bréfbera undrar að hún
skuli enn vera við lýði.
Við skorum á yður, háttvirtur
póst- og símamálastjóri, að sjá til
þess að gerð verði gangskör að því,
að útburðarhverfi bréfbera verði
mæld út á ný og ákvörðuð í sam-
ræmi við breyttan póstþunga
hverfanna og jöfnuð þannig inn-
byrðis, eins og frekast verði unnt.
Oft er þörf, en nú er nauðsyn.
Fleira er það sem okkur bréf-
berum þykir vera ábótavant í
okkar starfi. Til að mynda er það
áberandi hve hús eru illa merkt
hér í bæ. Það virðist sem fólki
veitist það erfitt að setja nöfn sín
á bréfarifur (ef þær eru til staðar
á annað borð) eða á hurðir íbúð-
arhúsa sinna, eins og það ætti nú
að vera og er í augum okkar bréf-
bera auðvelt verk í framkvæmd.
Eins og málum er háttað í dag má
telja þau hús til undantekninga
sem vel eru merkt. Ríkjandi
ástand hefur valdið og veldur
okkur bréfberum stöðugum og
miklum óþægindum, þar sem
okkur er ómögulegt að vita það
með vissu hverjir búa í þeim hús-
um, sem við berum út í. Þetta býð-
ur einnig hættunni heim; bréf geta
hafnað á röngum áfangastað, t.d.
vegna rangrar utanáskriftar eða
flutninga, og legið þar tímunum
saman í vanskilum og jafnvel á
þann hátt glatast í pósti.
1 reglugerð um póstþjónustu
sem sett var samkvæmt 26. grein
póstlaga nr. 31/1940 er að finna
reglur sem lúta að framangreind-
um atriðum. Okkur bréfberum
„Kíkjandi ástand hefur
valdiö og veldur okkur
bréfberum stöðugum og
miklum óþægindum,
þar sem okkur er
ómögulegt að vita með
vissu hverjir búa í þeim
húsum, sem við berum
út í.“
þykir fara vel á því að birta hér
nokkrar greinar úr hinni mætu
reglugerð:
10.2.2. Almennar bréfapóstsend-
ingar teljast löglega afhentar, er
bréfberi hefur fengið þær í hendur
viðtakanda sjálfum eða einhverj-
um á heimili hans, eða látið þær í
gegnum bréfarifu á íbúðarhurð
viðtakanda eða í bréfakassa ...
10.4.1. f þéttbýli og annars stað-
ar sem bréfaútburður fer fram, er
sett það skilyrði fyrir útburði, að
kassar eða bréfarifur séu á eða við
útidyrahurðir ein-, tví- og þríbýl-
ishúsa, en þar sem fleiri eða 3
íbúðir hafa sameiginlegan inn-
gang, skulu húseigendur setja upp
póstkassasamstæður.
10.4.4. Við hverja bréfarifu
og/eða á hverjum kassa skal vera
skilti eða gluggi fyrir nöfn, minnst
26 mmxlOO mm, þar sem tilgreint
er með stóru og skýru prentletri
fullt nafn húsráðanda og annarra
sem hjá honum búa ... Húsverðir
eða húsfélög í fjölbýlishúsum sjá
um, að kassarnir séu rétt merktir
á hverjum tíma og ber þeim einnig
að útvega íbúalista fyrir viðkom-
andi hús ...
10.4.7. Láti húseigendur undir
höfuð leggjast að setja upp bréfa-
rifu eða póstkassa skal póstmeist-
ari eða stöðvarstjóri tilkynna í
ábyrgðarbréfi tiltekinn frest til
uppsetningar.
10.4.8. Hlýði húseigendur ekki
fyrirmælum þessum innan hins
tiltekna frests og færi hann ekki
fram gildar ástæður fyrir því, tek-
ur póst- og símamálastofnunin
ákvörðun um hvort útburði til
hússins skuli hætt eða hvort
ákvæðum skv. 22. gr. póstlaga
skuli beitt, þ.e. viðtakandi tekinn
úr póstsambandi.
Þér getið nú rétt ímyndað yður,
háttvirtur póst- og símamála-
stjóri, að ef téðum reglum væri
framfylgt, hve öll almenn bréfa-
dreifing yrði okkur bréfberum
þægilep-i, jafnframt því sem hún
yrði viðskiptavinum öruggari og
skjótari en hún er þann dag í dag.
Yður hlýtur að vera ljóst og hafa
verið það fullljóst lengi að al-
Sjávarútvegsráðuneytið:
Reglugerð um stöðvun veiða
Sjávarútvegsráðuneytið hefur gefið
út reglugerð um stöðvun veiða smá-
báta, bann við þorsknetaveiðum um
páska og um sérstaka línu- og neta-
veiði.
Samkvæmt reglugerðinni eru
allar veiðar báta minni en 10 brl.
aðrar en grásleppuveiðar bannaðar
frá og með 27. mars til klukkan
12.00 á hádegi 9. apríl næstkom-
andi. Þá eru allar þorsknetaveiðar
bannaðar frá klukkan 22.00 2. apríl
til klukkan 12.00 á hádegi 9. apríl.
Einnig eru togveiðar bannaðar frá
og með sama degi til og með 15.
mennar bréfapóstssendingar eru í
flestum tilfellum afhentar ólög-
lega; afhentar án þess að tryggt
hafi verið að þær lendi í höndum
þess viðtakanda, er utanáskriftin
segir til um. Póst- og símamála-
stjóri, yður sem ber að stjórna
stofnuninni í „samræmi við þá
stefnumörkun, sem felst í lögum,
reglum og fyrirmælum æðri
stjórnvalda", hví látið þér slík
brot gegn póstlögum viðgangast?
Hví hafið þér eigi tekið í taum-
ana? Okkur er spurn. Til þess eru
lög að boðorð séu haldin. Við
hvetjum yður því til að aðhafast
eitthvað í málinu og það skjótt.
Ef óbreytt ástand helst öllu
lengur og ekkert verður aðhafst til
að færa það til betri vegar, þá
neyðumst við bréfberar til þess,
samvisku okkar vegna, að grípa til
örþrifaráða: Almennar póstsend-
ingar til þeirra sem eigi hafa séð
sóma sinn í að setja upp vel
merkta bréfarifu eða bréfakassa
og eigi er unnt að ná til er afhend-
ing er reynd verður litið á sem
óskilasendingar, því okkur er eigi
unnt að afhenda þær löglega nema
að framangreindu sé fullnægt. Svo
einfalt er það nú. Við hljótum að
hafa fullan rétt til þessa, því vart
hvetur háttvirtur póst- og síma-
málastjóri okkur bréfbera til að
brjóta póstlög.
Litlir púkar luma á hljóðum.
Virðingarfyllst, fyrir hönd
„Bréfberaleikhússins dúfunnar",
Daníel Ingi Pétursson
„Bréfberaleikhúsið dúhn“ er sam-
tök nokkurra bréfbera í Reykjavík,
útibúi R-l.
ffl
m
m
m
m
m
m
m
m
m
m
m
m
m
m
mm
rn CATERPILLAR
SALA S tUÚÍSJUSTA
CaMrptllw. Cal ogCBaru MtráaMt oðrumartil
Til sölu
notaðar Caterpillar vinnuvélar
JARÐYTUR
Árg. Verö ca.
D7G 1981 vökvaskipt 5.500.000
D6D 1978 vökvaskipt 3.000.000
D6D 1974 vökvaskipt 1.8—2.00.000
D6C 1971 vökvaskipt 1.500.000
D6C 1967 vökvaskipt 950.000
D4D 1971 vökvaskipt 1.500.000
HJOLASKOFLUR:
996C 1981 vökvaskipt 4.500.000
966C 1978 vökvaskipt 3.500.000
980B 1975 vökvaskipt 4.0—4.500.000
HEKUVHF
i T70-172 SJmi 21240
mimimimimimimim
SIG
maí á eftirgreindum svæðum:
A. Norðan línu sem dregin er
réttvisandi 270 frá Stafnesvita í
punkt 63°58’3 N, 23°40’5 V og það-
an í eftirgreinda punkta:
1. 64°04’9 N 23°45’0
2. 64°04’9 N 23°42’0
3. 64°20’0 N 23°42’0 og þaðan í
90° réttvísandi.
B. Á svæði sem markast af linum
sem dregnar eru milli eftirgreindra
punkta:
1. 63°10’0 N 22°10’0 V
2. 63°25’3 N 22°00’0 V
3. 63°33’7 N 23°03’0 V
e. °° em-M
>Bltgöab°K 1 Gagnagt^nnUl flar SÍQ ■ Wsmgat
,ató og bny--_ # skY«lua
• OMnM,u BOS UPPW"**'
T..1 AdðiAn
E3QE3QQQQQE3QE3E3QBE3E3E3