Morgunblaðið - 27.03.1985, Qupperneq 52

Morgunblaðið - 27.03.1985, Qupperneq 52
52 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 27. MARZ 1985 283 ár skáti? - það hljóta að vera margir skátar Hann óli K. Magnússon ljósmyndari tók þessa skemmtilegu mynd af þessum félögum á aðalfundi Verzlunarbankans sem haldinn var á Hótel Sögu sl. laugardag. Þetta eru talið frá vinstri: bræðurnir Þorsteinn Þorbjörnsson, Björgvin Þorbjörnsson og Sigurbjörn Þorbjörns- son. Þá má sjá Þórarin Björnsson og Daníel Gíslason. Þeir heiðursmenn, sem eru allir skátar og vinir frá barnæsku, eiga þegar ár þeirra eru lögð saman í skátunum alls 283 ár þar að baki. MorKunblaðid/ÓI.K.M. Samantha fær draumahlutverkið Breska leikkonan Samantha Fox, sem sést hefur oftar en einu sinni í fslenska sjónvarpinu í enskum leikritum og kvikm- yndum, er f skýjunum af gleði þessa dagana. Hún fékk hlutverk sem er það besta sem á fjörur hennar hefur rekið fyrr og síðar. „Þetta er hlutverkið sem mig hefur alla tíð dreymt um. Ég var ekki með þetta ákveðna hlutverk f huga, en þegar mér var boðið umrætt hlutverk sá ég strax að þetta var það sem ég hef beðið eftir,“ segir hún glaðhlakkaleg. Samantha á að leika hina lffs- glöðu 17. aldar konu, Moll Fland- ers, í samnefndri kvikmynd sem enginn annar en Ken Russel leikstýrir. Höfundur að Moll Flanders var Daniel Defoe sem var uppi frá 1660 til 1732. Saga hans um Moll vakti gífurlega at- hygli og var ákaflega umdeild á hans tíð. Heiódís Steinsdóttir, Viihjélmur Magnússon og sonurinn Edvin. MorBunbto«ö/FrK>»»óhir HEIÐDÍS STEINSDÓTTIR í fjórða sæti í fegurðarsamkeppni hjá andfætlingum etta var alveg frábært en ofsalega þreytandi, sagði Heiðdís Steinsdóttir sem ekki alls fyrir löngu lagði land undir fót og tók þátt í fegurðarsamkeppni í Syd- ney, Ástralíu. „Þetta var gífurleg lífsreynsla segi ég náttúrlega eins og allar hinar sem hafa reynt þetta og það var gaman að fá þetta tækifæri til að ferðast næstum því í kring- um hnöttinn, því það er hlutur sem maður myndi að öllum líkindum ekki hafa gert annars." — Hvernig kom það til að þú tókst þátt í þessari keppni? „Þannig var það að Heiðar Jónsson kom að máli við mig og vildi endilega að ég prófaði. Ég var nýkomin frá Þýskalandi og hann vantaði fimmtu stúlkuna til að velja síðan úr. Nú, ég sló til og það kom síðan kona frá London og rabbaði við okkur og skoðaði myndir sem við síðan sendum til Los Ang- eles, en þar völdu síðan úr aðilar frá fræg- um tímaritum eins og Vogue, Bazar, Cosmopolitan o.fl. Það kom á daginn að ég hafði orðið fyrir valinu og þarmeð var teningunum kastað." — Hver fjármagnaði keppnina fyrir þína hönd? „Þau fyrirtæki sem að keppninni stóðu en þau heita Dich Clark Institution og Lee Production. Það eina sem ég þurfti að sjá um voru föt til að vera í.“ — Hvað voru það mörg lönd sem áttu þarna fulltrúa? „21 þjóð var með þátttakanda og þessi keppni hefur einungis verið haldin einu sinni áður og þá var ekki fslenskur fulltrúi með.“ — Hvernig urðu svo úrslitin? „Ungfrú USA lenti í fyrsta sæti, þá ungfrú Suður-Ameríka, ungfrú París og svo ísland í fjórða sætinu." — Hvað tekur nú við að keppni lokinni? „Ég er búin að prófa fyrirsætustörfin erlendis og var í Þýskalandi um tíma en ákvað að hætta og koma heim. Þetta var virkilega gaman og nú veit ég að ég er ekki að missa af neinu. En það er svo margt fleira sem kallar. Ég á lítinn son sem þarfnast min og ég hefði ekki getað veitt honum það sem ég vil ef ég hefði farið utan í fyrirsætustörf þó ég hefði tekið hann með. Það hefðu þá orðið bamfóstrur sem hefðu séð um uppeldið. Nú, og svo er tilvonandi eiginmaður að sjá um þannig að þegar kom að því að velja var það auðvelt. Sem stendur vinn ég hjá Texta hf. og hyggst gera það eitthvað áfram auk þess sem ég sýni alltaf með Model ’79 af og til.“
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.