Morgunblaðið - 27.03.1985, Blaðsíða 53
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 27. MARZ 1985
53
Systurnar
leikkonan og
rithöfundurinn
Rithöfundurinn
Jackie er ekki síö-
ur þekkt en leík-
konan Joan.
að er svipur með þeim og er
það engin tilviljun, þetta eru
systurnar Joan og Jackie Collins.
Það þarf ekki að tíunda afrek Joan
á hvíta tjaldinu eða skjánum, svo
fræg er hún. Jackie, sem er 43 ára,
er einnig fræg, þó kannski sé sú
frægð ekki eins viðamikil og frægð
stóru systur. Jackie er nefnilega
rithöfundur og hefur slegið í gegn
með bókum á borð við „The World
Is Full Of Married Men“, sem var
fyrsta bók hennar og „Hollywood
Wives", sem er sú síðasta sem hún
sendi frá sér. Kvikmyndir hafa
verið gerðar eftir báðum og margt
frægra leikara lagt þar hönd á
plóginn.
Umgjörð allra bóka Jackie hef-
ur verið hin sama, taumlaust
gleðilíf í Hollywood með tilheyr-
andi kynlífi, framhjáhaldi, ágirnd,
losta, græðgi og svo framvegis.
Einhver söguþráður rennur í
gegnum ritin í
fyrrgreindum ramma. En
lífið í Hollywood ber
marga ofurliði og fyrir
ekki svo mörgum árum
munaði minnstu að
Jackie yrði ein af hinum gæfu-
snauðu. Hún neytti áfengis og
lyfja í ríkum mæli og ægði öllu
saman. Sökk hún æ dýpra eins og
steinn og eftir því sem á leið, þeim
mun ólíklegra virtist það að hún
gæti tekið sig saman í andlitinu.
Hún gerði það þó að lokum, fór í
meðferð og allt sem því fylgir. Það
er erfitt svo sem alkunna er, en
ein var sú manneskja sem stóð
með henni í gegnum súrt og sætt,
vék aldrei frá henni og veitti
henni þann stuðning sem hún
þurfti. Það var engin önnur en
systir hennar Joan Collins, en
manngæska fólks hverfur oft í líki
þeirra persóna sem það túlkar
hverja vikuna af annarri. Hver
hefði til dæmis trúað því að Alexis
Carrington myndi nenna að
standa í því að hjálpa ánetjuðum
drykkju- og lyfjasjúklingi nema
að hún sæi sér hag í því? Þess
vegna kemur það mörgum á
óvart, að Joan eigi til góða
punkta og geti gert góðverk
eins og gengur og gerist...
COSPER
— Ég sagði þér að bíða við klukkuna á járnbrautarstöðinni.
Dóttirin,
hin tvítuga Joely.
Sjaldan
fellur
eplið
langt
frá
eikinni
Ung leikkona hefur vakið at-
hygli fyrir skil sín á hlut-
verki í kvikmyndinni „Weth-
erby“ undir leikstjórn Davids
Hare. Hún heitir Joely Rich-
ardson og hún leikur á móti
hinni margreyndu og frábæru
leikkonu Vanessu Redgrave.
Redgrave leikur skólastýru á
fertugsaldri, en í myndinni er
ávallt verið að sýna brot úr æsku
hennar til að skerpa samhengið.
Skólastýruna á unga aldri leikur
Joely Richardson og gerir það að
margra mati eftirminnilega. Og
það sem mest um vert; Joely er
sláandi lik Vanessu Redgrave,
sama Ijósa hárið, sömu fölbláu
augun og líkir andlitsdrættir.
Þeir sem þekkja til kemur
þetta auðvitað ekkert á óvart,
því Joely er önnur dóttir Van-
essu frá hjónabandi hennar og
Tony Richardson, og þetta er
hennar frumraun i kvikmynda-
„bransanum“. „Auðvitað skiptir
máli að við mamma erum líkar,
en það var sko ekki eina ástæðan
fyrir því að ég var valin í hlut-
verkið,“ segir hin tvítuga Joely i
varnartón. „Leikstjórinn talaði
við mjög marga leikara áður en
hann valdi mig, þvf hlutverkið er
mikilvægt. Fyrst var ég óð og
uppvæg, en þegar upptökur áttu
að hefjast, gat ég ekki hugsað
annað en: „Guð minn góður,
hvað er ég að gera, ég ræð ekki
við þetta. En svo beit ég á jaxl-
inn og þetta hefur verið mikil og
góð lífsreynsla,“ bætir hún við.
Joely segir jafnframt, að
lengst af hafi hún ekki ætlað sér
í leiklistina. „Það fer enginn í
skóna hennar mömmu, sist af
öllum dóttirin, þvi nafnið hvílir
á henni eins og kross. Eg ætlaði
að verða tennisleikari eða fim-
leikakona og æfði mikið. En með
tímanum fann ég að ég varð að
reyna leiklistina þótt það yrði ef
til vill eins og að lemja höfðinu
við stein. Nafn mitt og sambönd
hafa hjálpað mér að komast
„inn“, en héðan í frá fer fram-
haldið eftir því hvernig ég stend
mig,“ segir Joely ...
Módirin,
Vanessa Redgrave.
TILBOÐ
BÓKAMARKAÐUR
FÉL. ÍSL.
BÓKAÚTGEFENDA
í VÖRUMARKAÐNUM EIÐISTORGI
Ge'u°^'aCo^°:'>V
s't0—
r--------------:--------------------------1
■ | PONTUNARSEMLL
I Vinsamlegast sendið mér f póstkröfu . pakka I
I af Tl HU ó kr. 990,- hvern pakka.
I P
J Nafn: ................................ j
| Heimilisfang: ........................ |
j Póststöð: ............................ j
Póstval, pósthólf 9133,129 Reykjavík.
Hrikaleg trásögn frá Austur-Evrópu um vitfirringu síöari
heimsstyrjaldarinnar og mannlíf þar.
OPIÐ KL. 9—19.
Einstakt tilboð
kr. 198.-