Morgunblaðið - 31.03.1985, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 31.03.1985, Blaðsíða 2
2 B MORGUNBLADIÐ, SUNNUDAGUR 31. MARZ 1985 Svipmynd á sunnudegi/óskar Lafontaine Umdeildasti stjórnmála- maður Vestur-Þýzkalands Seilist eftir forystu í flokki jafnaðarmanna Sem verkamannssonur kann hann að tala það mál, sem námumennirnir skilja og sem háskólamenntaöur eðlisfræðingur á hann gott með að ná til menntamannanna. Han ræðir af mikilli nákvæmni um stýriflaugar og her- mál og sem fyrrverandi námssveinn í klausturskóla kann hann að flytja ra-ður, sem að trúarhita og mælsku taka hvaða guðsmanni fram. Óskar Lafontaine er vissulega maður nýrra nánast með ólíkindum. Þetta er sú lýsing sem stuðn- ingsmenn jafnt sem margir and- stæðingar hafa gefið óskari La- fontaine, en eftir stórsigur hans og jafnaðarmanna í fyíkisþing- kosningunum í Saar í Vestur- Þýskalandi um fyrri helgi, er hann tvímælalaust sá stjórnmálamað- ur, sem athyglin þar í landi bein- ist að nú. Þar sem hann er aðeins 41 árs að aldri, hefur hann tímann fyrir sér og með stórsigri sínum hefur hann vakið mikla hrifningu í jafnaðarmannaflokki landsins. Þar líta margir þegar á hann sem væntanlegan flokksleiðtoga. Samt eru skoðanir hans um margt mjög umdeildar og hann er því alls ekki líklegur til þess að skapa einingu í flokknum í framtíðinni. Margir álíta samt að Willy Brandt, formaður jafnaðarmanna- flokksins, sem sjálfur átti sinn þátt í því að ýta Helmut Schmidt til hliðar fyrir tveimur árum, muni mæla með Lafontaine sem næsta hugmyndafræðingi flokks- ins og hugsanlega næsta formanni hans. „Það er ekki unnt að horfa framhjá því, að Lafontaine og stefnu hans er svo fyrir að þakka, að við jafnaðarmenn höfum nú náð að leysa af hólmi fyrstu borg- tíma og áhrif hans á æskufólk eru aralegu stjórnina í einu af fylkj- um landsins, allt frá árinu 1966.“ Þetta kom fram í ræðu, sem einn af forystumönnum vestur-þýzkra jafnaðramanna flutti eftir kosn- ingarnar í Saar. Jafnframt benti hann á, að með sigri sínum hefði Lafontaine tekizt að koma á stjórnhæfum meirihluta til vinstri við miðju án stuðnings græningj- anna. Það er einkum þetta síðasta, sem hefur fundið svo mikinn hljómgrunn á meðal forystu- manna jafnaðarmanna. Lafon- taine tókst að ná til sín svo að segja öllu fylgi græningjanna í Sa- ar, þannig að flokkur þeirra stóð uppi með aðeins 2,5% atkvæða. Því segja margir þeirra nú, að með fordæmi sínu í Saar hafi Lafon- taine markað leiðina og sýnt fram á, hvernig vinna eigi aftur fylgi þeirra, sem snúið hafi baki við jafnaðarmönnum á undanförnum árum og gengið til liðs við græn- ingjana. Reyni þeir Brandt og Lafon- taine hins vegar að beina stefnu flokksins of langt til vinstri, er eins víst, að verkalýðssamböndin í landinu snúist gegn þeim. Margir forystumenn þar eru tortryggnir gagnvart þeirri stefnu Lafontain- Óskar Lafontaine. es, sem kölluð hefur verið „um- hverfisverndarsósíalismi*. Telja þeir, að þar sé tekið allt of mikið tillit til umhverfisverndar á kostnað atvinnuöryggis verka- manna. Þar að auki eru margir þeirra ekki reiðubúnir til þess að sinni að taka undir kröfur hans um efnahagsmálastefnu, þar sem gert er ráð fyrir þjóðnýtingu að verulegu leyti á iðnfyrirtækjum landsins. Það er samt afstaða Lafontain- es í utanríkismálum, sem valdið hefur mestu uppnámi jafnaðar- manna. Hann hefur lengi mælt með því, að Vestur-Þýskaland hætti þátttöku í hernaðarsam- vinnu NATO-ríkjanna. Með þeirri afstöðu kann vel að vera að honum takizt að höggva skörð lengra inn í raðir græningjanna. Því fer þó fjarri, að þeir sem eru í hægri armi jafnaðarmannaflokksins, séu reiðubúnir til þess. Þannig flýtti Hans Apel, sem er í hægri armi flokksins, sér að lýsa því yfir eftir fylkisþingkosningarnar, að úrslit þeirra breyttu í engu viðhorfi jafnaðarmannaflokksins til NATO. Stefna flokksins byggðist eftir sem áður á aðild Vestur- Þýzkalands að NATO og á full- kominni samstöðu í framtíðinni með öðrum aðildarríkjum banda- lagsins. Lafontaine hefur vissulega tek- izt að vekja athygli á sjálfum sér með afstöðu sinni og yfirlýsingum um utanríkismál. Það er hins veg- ar eins víst, að það verði nærtæk- ari og áþreifanlegri vandamál, sem hann stendur frammi fyrir á næstunni og pólitískt gengi hans í framtíðinni mun að verulegu leyti ráðast af því, hvernig til tekst með lausn þeirra. Hvergi í Vestur- Þýzkalandi er efnahagsástandið jafn slæmt og í Saar. Þetta er minnsta fylki landsins, en hlut- fallslega er þó atvinnuleysi mest þar eða um 14%. Kolanám og stál- iðnaðar stóð þarna um langt skeið I með miklum blóma, en nú er báð- um þessum atvinnugreinum hald- ið gangandi með milljarða styrkj- um frá hinu opinbera. Stærsti vin- nuveitandi fylkisins, Arbed Sahr- stahl, sem jafnframt er á meðal stærstu stálframleiðenda Vestur- Þýzkalands, hefur neyðzt til að fækka starfsmönnum sínum úr 30.000 í 14.000 á síðustu 10 árum. Óskar Lafontaine hefur ekki bent á nein önnur ráð til þess að draga úr atvinnuleysinu í Saar en þjóðnýtingu kolanámanna og stálfyrirtækjanna. Sú reynsla, sem fengizt hefur af slíkum úr- ræðum í Vestur-Þýzkalandi og öðrum ríkjum Vestur-Evrópu, gef- ur ekki tilefni til bjartsýni. Þar mun koma, að krafan um raun- hæfan árangur verður yfirsterkari hástemmdum yfirlýsingum hans um með hvaða hætti unnt sé að binda enda á atvinnuleysið í Saar. Hið frjálsa markaðskerfi hefur óvíða skilað meiri árangri en ein- Vandad og fjölbreytt Bókmenntir Erlendur Jónsson Ætli höfuðborgarbúar ímyndi sér ekki, sumir að minnsta kosti, að þjóðlegra sé að eiga heima fyrir norðan, þar standi íslensk menn- ing dýpri rótum en hér á Faxa- flóasvæðinu, þar séu tengslin við fortíðina bæði sterkari og nánari. Ef ritið Heima er best (útg. Bóka- forl. Odds Björnssonar á Akur- eyri) er borið saman við tímarit, sem út eru gefin hér syðra, kann sú skoðun að styrkjast. Heima er best byggir á þjóðlegum grunni. Þar er auðvitað blandað efni eins og í öllum tímaritum af svipuðu tagi, en rammíslenski þátturinn er áberandi. Ritstjóri er Steindór Steindórs- son frá Hlöðum. Eftir langa starfsævi sem kennari og skóla- Nicaragua: Kirkjan vill miðla málum Maugiu. 28. mara. AP. KAWILSKA kirkjan í Nicaragua hefur hoóist til að hafa milligöngu um samningaviðræður milli skeru- liða og sandinistastjórnarinnar. Kom tilboð þetta fram í máli Bosco Vivas, biskups í Managua, eftir að hann hafði átt fund með biskupum landsins. meistari tók hann að sinna rit- störfum og hefur verið mikilvirk- ur á þeim vettvangi síðan. Hann hefur skapað ritinu vinsældir og langlífi. Geri ég mér í hugarlund að lesendahópurinn sé að verulegu leyti annar en sá sem að staðaldri les tímarit þau sem gefin eru út í Reykjavík. Hitt hef ég þó fyrir satt að Heima er best sé talsvert útbreitt á Suðurlandi ekki síður en fyrir norðan. Heima er best hefst jafnan á ritstjórnargrein. í síðasta heftinu ræðir Steindór Steindórsson um skólamál — og ekki ófyrirsynju nú, þegar skólakerfið íslenska er komið í upplausn og menningar- legt og fjárhagslegt gjaldþrot blasir við. Ádrepur Steindórs eru ekki bornar fram með stóryrðum. Þó fer ekki á milli mála að honum þykir sitthvað ábótavant, t.d. sú meðalmennskuaðferð að láta alla fylgjast að, ár frá ári, gegnum allt skólakerfið, hvort sem þeir eru fljótir eða seinir í námi. Það dreg- ur kjark úr hinum seinu en dug úr hinum skörpu. Þá kann svo að fara, þegar ofar dregur, að búið sé »að drepa áhugann með of lítilli vinnu þegar fyrstu árin. «Enn- fremur ræðir Steindór um ein- kunnir: »Annað sem miðar í átt til meðalmennskunnar er að ein- kunnir eru sniðnar eftir einhverj- um meðaltölum en ekki afköstum einstaklingsins.« Ráðamönnum væri hollt að lesa þennan pistil hins aldna skóla- manns. Steindór Steindórsson hefur mikið ritað um byggðir og bú við Eyjafjörð á fyrri hluta þessarar aldar. í einu þeirra hefta, sem ég hef fyrir framan mig, ritar hann þátt um Kristján Jónsson í Glæsi- bæ. Glæsibæjarheimilið einkenndi »annars vegar rótgróin gömul bændamenning, sem stóð þar föst- um fótum, en hins vegar úrval ný- menningarinnar, sem var að byrja að berast út um landið.* Steindór getur þess að lítið hafi verið gert til að halda á loft minn- ingu Kristjáns og spyr: »Skyldi það vera svo, að vér við Eyjafjörð séum minna fyrir að á lofti sé haldið minningu merkisfólks en gert er í öðrum héröðum?* Vafalaust er hægt að svara þessu játandi og kunna að liggja til þess ýmsar hefðir og orsakir, og ekki allar augljósar. Páll Kolka taldi Eyfirðinga friðsamasta allra Norðlendinga. Varla skapar þaö söguefni. Æsiefnin lifa lengst. Færri sögur fara af mönnum eins og Kristjáni í Glæsibæ sem skar- aði fram úr i nytsömum athöfn- um! Steindór Steindórsson drepur á kynslóðabilið — gjána sem unnt sé að brúa ef ungir og gamlir legg- ist á eitt. Með ritinu er leitast við að gefa fordæmi í þá áttina. ólaf- ur H. Torfason skrifar mikið í Heima er best ásamt Steindóri og má líta svo á að hann skírskoti til yngri kynslóðarinnar. Steindór fjallar um bækur svo dæmi sé tek- ið, ólafur um kvikmyndir. Athygl- Steindór Steindórsson frá Hlöóum isverður er þáttur sem hann ritar undir fyrirsögninni: Sú fyrsta sinn- ar tegundar — um Kúreka norð- ursins. Þar segir hann meðal ann- ars um Friðrik Þór Friðriksson sem gerði myndina: »Hann velur ekki stystu leið að markinu, held- ur reynir á þanþol listformsins. Slíkir menn eru oftar en ekki mikilvægastir listgrein sinni á hverjum tíma, taka af hinum ómak eða spjótalög, standa í fyrir- rúmi.« Ólafur víkur að viðtökum þeim sem kvikmyndin hlaut; og niður- sallandi gagnrýni: »Ýmsir hafa gert því skóna, að Islenska kvik- myndasamsteypan reyni allt hvað af tekur að hafa Hallbjörn, Johnny King (Jón Víkingsson á Húsavík) og félaga að fíflum,* segir Ólafur. Um sannleiksgildi þessara orða er ég ekki dómbær en tel að af þeim megi ráða að Heima er best ætli sér meðal annars þann hlut að vera í forsvari fyrir Norðlend- inga þegar þeir etja kappi við höf- uðstaðarbúa i rodeo listarinnar. Þar er á brattann að sækja. Skemmtilegt er viðtal sem ólaf- ur hefur skráð við Jón Helgason í Kaupmannahöfn — hálfníræðan! Jón Helgason þótti löngum mein- legur í tilsvörum. Hann viður- kennir að hafa stundum verið »andstyggilegur« þegar hann þurfti að hafa starfsfrið og verjast ásókn forvitinna. ólafur spyr hann líka um skáldskapinn: »Ég er löngu hættur að yrkja og á ekkert. Ég orti í þessu þunglyndi sem sækir á mann upp úr þrítugu, þeg- ar lífið virðist búið.« Jafnaldrar Jóns Helgasonar eru nú mjög teknir að týna tölunni. Hann stendur enn réttur. Og hef- ur engu týnt í tilsvörum! Heima er best er svo ræktarlegt við gamla tímann að birta fram- haldssögu. Sú var tíðin að ekkert rit — ekki einu sinni dagblöðin — lifði stundinni lengur framhalds- sögulaust. Með vaxandi streitu en þverrandi samhengi i daglegu lífi hvarf framhaldsefni að miklu leyti af síðum blaðanna. Fram- haldssagan í Heima er best gefur því hvort tveggja til kynna: Hverj- ir muni helst lesa ritið. Og hvernig það sé lesið. — Sá, sem hefur minni, tíma og þolinmæði til að bíða viku eða mánuð eftir hverjum nýjum kafla í skemmtilegri sögu, hefur hvorki týnt sjálfsvitund sinni né sambandinu við sína liðnu daga.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.