Morgunblaðið - 31.03.1985, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 31.03.1985, Blaðsíða 30
30 B MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 31. MARZ 1985 m Jm leikskáldið og Óskarsverðlaunahafann Peter B J Shaffer og kvikmyndina AMADEUS, sem gerð J var eftir samnefndu leikriti hans og vann nýlega B J til átta Óskarsverðlauna. Shaffer hefur aldrei verið ánægöur með þær myndir sem gerðar hafa verið eftir leikritum hans. Það er annað með AMADEUS. Leikritaskáldið og Óskarsverðlauna- hafinn Peter Shaffer í Prag, þar sem Amadeus var tekin. AMADEUS OG SHAFFER Allt frá því að Peter Shaffer lét frá sér fara leikritið Ama- deus árið 1979 hefur það far- ið sigurför um heiminn og verið sýnt í öllum helstu borgum heims og þar á með- al í Reykjavík með Róbert Arnfínnssyni og Sigurði Sig- urjónssyni í aðalhlutverkum. Og eins og í Reykjavík hefur það hvarvetna fengið mikla aðsókn og verið lofað jafnt af gagnrýnendum sem al- menningi og kveikt áhuga fólks á tónlistarsnillingnum Amadeus Mozart og tónlist hans. Leikritið var svo fært í kvikmyndabúning af Shaffer sjálfum og tékkneska leik- stjóranum Milos Forman (sem starfar í Bandaríkjun- um) og kvikmyndin Amade- us hlaut eins og kunnugt er ein átta Óskarsverðlaun á mánudagskvöldið síðasta. Verðlaunin voru veitt fyrir eftirfarandi: Bestu myndina, bestu leikstjórnina, besta leik í aðalhlutverki, bestu handritsútfærsluna, bestu förðun, besta hljóð, bestu út- litshönnun og bestu bún ingateiknun. NÝGRÆÐINGUR í GERÐ KVIKMYNDAHANDRITA Þeir féllust strax á að Prag í Tékkóslóvakíu væri rétti staðurinn til að kvikmynda Amadeus. Þangað höfðu þeir fyrst komið í janúar árið 1982 til að athuga umhverfi og að- stæður til kvikmyndatöku og Búda- pest og Vín, sem einnig höfðu komið til álita, voru fljótlega strikaðar út af listanum. Mennirnir voru Peter Shaffer, Milos Forman og Saul Zaentz framleiðandi myndarinnar. Þeir Forman og Zaentz höfðu áður unnið saman að kvikmynd, One Flew Over tbe Cuckoo’s Nest (Gaukshreiðrið), og sópað að sér fimm umtalsverðum Oskarsverð- launum í leiðinni. Á mánudags- kvöldið síðasta slógu þeir sem sagt sitt eigið met. „Það, sem er svo gott við Prag,“ sagði Shaffer í viðtali, sem tekið var við hann á meðan á tökum stóð í Tékkóslóvakíu, „er að hún slapp óskemmd úr stríðinu og hefur verið hlift viö hinu vafasama ágæti nú- tímavæðingar. Þú getur snúið myndavélinni í 180 gráður án þess að sjá sjónvarpsloftnet eða neon- skilti. Hún er einhver fullkomnasta 18. aldar borg f Mið-Evrópu og í henni er sjálfsagt og eðlilegast að kvikmynda söguna.“ Shaffer dvaldi mestallan tfmann, sem tökur stóðu yfir, í Prag með kvikmyndaliðinu og fylgdist með starfi þeirra af áhuga. „Helsta ástæða fyrir því að ég er hér er að ég vil læra eitthvað um kvikmynda- gerð. Ég er nýgræðingur hvað snertir gerð kvikmyndahandrita. Það er gaman og fræðandi og eig- inlega ómetanlegt fyrir mig að fylgjast með starfi Milos. Ef ég á einhvern tímann eftir að læra að skrifa kvikmyndahandrit á frum- legan hátt, verð ég að læra að þekkja reglurnar. Eg held ég sé að læra inn á þær núna.“ Hann hefur sjálfsagt stundað námið vel þvf Shaffer fékk einmitt einn Óskarinn fyrir gerð handrits. ÚR LEIKRITI í KVIKMYND Amadeus er sjötta leikrit Shaff- ers sem sett er á filmu. Engin hinna fyrri mynda hefur gert hann ánægðan — ekki einu sinni Equus þrátt fyrir að hann sjálfur hafi gert handritið að myndinni og viður- kenni að hún sé leikritinu trú. Raunar of trú. „Þess vegna skrifaði ég kvikmyndahandritið að Amade- us í náinni samvinnu við leikstjór- ann. Bæði Milos og ég vildum finna góða leið til að segja söguna í formi kvikmyndar. Leikritið er einfald- SIGURVEGARAR Frá vinstri: Milos Forman, F. Murray Abraham og Saul Zaentz með óskarana sína. lega upphafspunkturinn á þeirri leið en það hefur fengið nýja með- höndlun að mestu með nýjum per- sónum og nýjum kringumstæðum." Frumvinnan við að breyta leikrit- inu í kvikmynd fór fram í Warren, Connecticut, um 120 kílómetra norður af New York, þar sem For- man á sveitabýli. Shaffer bjó hjá honum í þá þrjá mánuði, sem það tók að setja fyrsta uppkastið á blað. Þeir unnu saman síðdegis hvern dag, ræddu atriðin og bjuggu til samtöl. Morguninn eftir fínpússaði svo Shaffer þau atriði, sem þeir höfðu komið sér saman um. Þegar hann lítur til baka getur Shaffer ómögulega sagt nákvæmlega hvað tilheyri honum og hvað leikstjóran- um í handritinu en bendir á ávöxt samvinnunnar. „Ég held að við höf- um tekið grunnhugmyndina, grunn- form sögunnar sem i leikritinu er og endursagt hana i gegnum þennan sérstaka miðil kvikmyndina. Sum- part er kvikmyndaútgáfan talsvert ólík leikritinu, sérstaklega i endinn, sem er, i þess orðs fyllstu merkingu, stórkostlegur hápunktur og rökrétt lok sögunnar. En ég var alltaf með það í huga að ég var að búa til fant- asíu byggða á mozartískum þemum SHAFFER Höfundur þessarar fantasiu fæddist fyrir einum fimmtfu og níu árum með tvíburabróður sinum Anthony (höf. Sleuth), inn í mið- stéttarfjölskyldu í Liverpool. For- eldrar hans voru og eru enn siða- fastir gyðingar en drengjunum var m.a. kennd hebreska. Þeir voru báð- ir látnir sækja píanótfma og Peter hreifst strax af tónlistinni en Anth- ony ekki. „Það, sem maður kemst fljótt að með tvfbura er að þeir þurfa ekki endilega að hafa sömu skoðanir eða tilfinningar. Tony dýrkar íþróttir. Ég fyrirlít þær. Og ég hef sterkar tilfinningar til tón- listar, sem hann hefur alls ekki. Ég var hjá hverjum píanókennaranum á fætur öðrum og náöi um sfðir þeim árangri að geta leikið sónötur Haydns og Mozarts og hin léttari verk Chopins á sæmilega viðunandi hátt.“ Árið 1944 varð Shaffer einn af hinum svokölluðu Bevin-strákum. Þeir voru nefndir eftir verkalýðs- málaráðherra Bretlands f striðinu, Ernest Bevin, og voru settir til vinnu í bresku kolanámunum i stað þess að vera kallaðir i herinn, án tillits til stéttarmismunar eða menntunar. Shaffer segir fátt i líf- inu hafa verið meira spennandi en að hafa verið einn af Bevin-strák- unum. Vinnan i kolanámunum reyndist honum þó um megn því eftir þrjú ár var hann lagður inn á spítala með blæðandi innvortis sár. Um haustið 1947 komst hann loks i Trinity College, Cambridge. „Sá Cambridge sem ég sótti var Cam- bridge Wittgensteins, E.M. Fosters, Bertrand Russells og G.M. Trevely- ans. Það voru stórkostlegir tfmar. En ég blandaði geði við fáa og ég komst aldrei i samband við neinn sem tengdur var leikhúsinu þótt Peter Hall og Peter Wood (sem áttu eftir að leikstýra leikritum Shaff- ers) væru þar báðir um þessar mundir. Ég fór mikið einförum qg í þá daga treysti ég aldrei sjálfum mér alveg og i sannleika sagt vissi ég ekki alveg hvað ég vildi verða. Mér fannst heilmargir Peter Shaffer-ar vera í einum Ifkama og ég finn fyrir því enn.“ í NEW YORK Hvað um það. Rithöfundurinn var að koma fram i Shaffer. Árið 1947 hafði hann skrifað útvarps- leikrit og honum til undrunar þáði BBC stykkið. Seinna, í Cambridge, skrifaði hann leynilögreglusögur ásamt bróður sínum Ánthony. I Jr uppfærslu Þjóðleikhússins í Amadeus eftir Peter Shaffer, en i myndinni sjást Sigurður Sigurjónsson í hlutverki Mozart og sá með grímuna er Róbert Arnfinnsson í hlutverki Salieri.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.