Morgunblaðið - 31.03.1985, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 31. MARZ 1985
B 11
rrétUritara Mbl.
HAGSTÆÐAR ítta daga ferðir til
íslands f maí og byrjun júní eru
auglýstar í heilsíðuauglýsingum á
áberandi stað f öllum helstu dag-
blöðum Sviss í dag. Denner-verslun-
arkeðjan heldur upp á 125 ára af-
mæli sitt um þessar mundir og býður
upp á ýmsar utanlandsferðir af því
tilefni. íslandsferðirnar eru 11. til-
boð Denner í vor og Pronto Reisen,
ferðaskrifstofa í Zttrich, sér um sölu
farseðla. Flogið verður með Fhig-
leiðum frá Luxemborg. „Starfsmað-
ur Flugleiða í Ztirich átti hugmynd-
ina að þessum ferðum og skaut
henni að mér,“ sagði Peter Hediger,
forstjéri Pronto. „Það kom ekki til
greina að kanna aðra möguleika á
flugi til íslands."
Níu manns starfa á skrifstofu
Flugleiða í Zurich. 90% starfsem-
innar beinist að Bandaríkjaflugi
fyrirtækisins en 10% að fslands-
ferðum. Flugleiðir auglýsa mjög
stíft í Sviss og bjóða upp á ókeypis
lestarferðir fram og til baka til
Luxemborgar með flugmiðunum.
Auglýsing um íslandsferðir hékk
nýlega í öllum sporvögnum í Ziir-
ich og farþegar gátu tekið kort og
sent ókeypis eftir frekari upplýs-
ingum.
„Viðbrögð fólks voru mjög góð,“
sagði Richard Gugerli, svæðis-
stjóri Flugleiða í Sviss. „Við höf-
um þegar fengið 600 kort með
óskum um frekari upplýsingar."
Flugleiðir hafa einnig samið um
að fljúga frá Luxemborg með far-
þega Saga Reisen, sem ekki fara
með Balair frá Ziirich til íslands.
Saga Reisen selur meginþorra af
öllum íslandsferðum í Sviss og
skipti áður við Arnarflug.
Arnarflug hefur lendingarleyfi í
Zurich. Það flaug þangað yfir
skiðaferðatímann í vetur og
sumaráætlun hefst 9. júní. Gugerli
sagðist ekki hafa rekist á neina
auglýsingu nýlega um flug með
Arnarflugi frá Sviss til íslands í
sumar.
Skrifstofu Arnarflugs í Zúrich
var lokað 1. febrúar sl. en síma-
númerið er enn i sambandi og
Arnarflugsskrifstofan í Amster-
dam svarar. „Mest af okkar við-
skiptum voru í gegnum sima eða
póst,“ sagði Halldór Bjarnason,
svæðisstjóri Arnarflugs í Evrópu.
Hann starfaði áður á skrifstof-
unni i Zúrich, sem var opnuð með
pomp og prakt 7. júli 1982, en
flutti til Amsterdam í september i
fyrra. „Færri komu á skrifstofuna
en við höfðum vonast til,“ sagði
hann. „Við munum því prófa
áfram að svara fyrirspurnum héð-
an. Símtöl eru ekki færri en áður.
Það á eftir að koma í ljós hvað
verður með bókanir." Fyrirtækið
ber kostnaðinn af millilandasím-
tölunum frá Sviss.
Svissneska leiguflugfélagið
Balair hefur fengið leyfi til að
fljúga frá Zúrich til Keflavíkur í
sumar, í beinni samkeppni við
Arnarflug, eins og greint var frá í
Mbl. í gær. Svissneska flugmála-
stjórnin hefur ekki haft löglegan
umboðsmann Arnarflugs í Sviss á
skrá hjá sér síðan Zúrich-
skrifstofan lokaði. Það brýtur í
bága við reglugerðir um áætlunar-
flug. íslensk kona, Ragna Gunn-
arsdóttir Gould, tekur á móti far-
þegum Arnarflugs í Zúrich og að-
stoðar við flugafgreiðslu, sem
annars er i höndum Swissair,
móðurfyrirtækis Balair.
Meíra ber á Flugleiðum
en Amarflugi í Sviss
Zttrich, 29. mare. Frá önnu Bjarnadóttur,
í STÓRHAPPDRÆTTI HJALPARSVEITA SKATA
STORVMNGAR
Þú hefur allt að vinna í Stórhappdrætti hjálparsveita skáta - ekki
aðeins 95 STÓRVINNINGA heldur líka þann lang stærsta:Öryggi þitt
og þinna - vel búnar hjálparsveitir í viðbragðsstöðu, tilbúnar til
hjálpar, hvar sem er á landinu og hvenær sem þú þarft á þeim að
halda.
Starf hjálparsveita skáta er sjálfboðastarf og hjálparstarf kostar stórfé
á íslandi nútímans. Þess vegna efnum við til þessa leiks.Stórhapp-
drættis, þar sem þú hefur alla þessa stórvinnmga í sjónmáli og ávinn-
ing í hendi þinni.
SHABF R 6200
ÖBBYLGJUOFNARÁtt 17.600
FIATUN045S
Á KR. 280.000
SHARPVC 481
MYNDBANDSTÆK3 Á KE. 44.900