Morgunblaðið - 31.03.1985, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 31.03.1985, Blaðsíða 24
24 B MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 31. MARZ 1985 Fundur hestamanna og Skógræktarfélags Reykjavfkur: Hestamenn þurfa að bæta umgengnina í Heiðmörk Morgunblaðið/Bjarni Hestamenn í útreiðartúr í Heiðmörk. Langflestir virða umgengnisreglur Heið- merkur, en þeir sem ekki gera það koma óorði á alla hestamenn. Á næstu vikum, þegar frost fer úr jörðu, má búast við að gróður taki strax að lifna. Jörðin verður blaut og gljúp og þess vegna er hætta á að gróður skemmist verði hann fyrir átroðningi. Það er einmitt á þessum árstíma, sem reiðhestar eru margir hverjir komnir í ágæta þjálfun og þá huga hestamenn að því að fara í lengri ferðir á hestum sínum. Ásókn hestamanna í Heiðmörk er skiljanieg, enda uppfyllir hún öll skilyrði um fallegar og góðar reiðleiðir. Einnig eru hesthúsa- byggðir á Reykjavíkursvæðinu þannig í sveit settar, að það hent- ar vel að skreppa í lengri eða skemmri reiðtúra um Heiðmörk- ina. Því miður hefur umgengni hestamanna ekki verið nógu góð á þessu svæði og til að ræða þessi mál efndu fulltrúar hestamanna- félaganna á Stór-Reykjavíkur- svæðinu ásamt fulltrúa Skógrækt- arfélags Reykjavíkur til fundar í síðustu viku. Það voru þeir ólafur G.E. Sæ- mundsen skógræktarfræðingur frá Skógræktarfélagi Reykjavík- ur, örn Ingólfsson framkvæmda- stjóri Fáks, ólafur Schram full- trúi Andvara og Guðmundur Jóns- son framkvæmdastjóri Gusts sem sátu fundinn. Á fundinum kom fram sam- staða um að brýna þyrfti fyrir hestamönnum að ganga vel um Heiðmörk. Yfirleitt væri þarna um örfáa einstaklinga að ræða, sem ekki virtu umgengnisreglurn- ar. Þetta kæmi síðan niður á öll- um hestamönnum. ólafur G.E. Sæmundsen sagði að það væri í raun og veru aðeins fyrst á vorin, sem gróður væri mjög viðkvæmur. Þegar líða tekur á vorið og þorna fer um, væri allt í lagi að fara um á hestum svo framarlega sem trjágróður fengi að vera í friði. Víða í Heiðmörkinni eru vegir lagðir yfir móhellu, sem verður eitt svað þegar frost er að fara úr jörðu. Þessir vegir eru lokaðir með slám, þar til óhætt er talið að opna þá fyrir umferð hesta og bíla. Einhverjir hestamenn hafa ekki tekið tillit til þessara lokanna og farið framhjá slánum og þar hefur myndast moldarsvað. Ólafur G.E. Sæmundsen sagði að einnig hefði borið á því að hestamenn færu inn á svokallað Jaðarsvæði. Þar eru þeir komnir inn á bannsvæði, því þarna eru vatnsból Reykjavíkur. Þetta er að vonum mikið áhyggjuefni því mik- il hætta er á að vatn mengist við þessa umferð. Einnig hefur á und- anförnum árum aukist umferð austan við Myllulækjartjörn, en þar er um sömu mengunarhættu að ræða. Þegar líða tekur fram á vor og þorna fer um, kemur annað alvar- legt vandamál upp í Heiðmörk. Það er hættan á sinueldum. ólaf- ur lagði ríka áherslu á að hesta- menn gættu mjög vel að því að skilja ekki eftir logandi eldspýtur eða vindlinga. Heiðmerkursvæðið er ákaflega fallegt og vinsælt útivistarsvæði og sagði Ölafur að það væri eðli- legt að þeir sem stunduðu útivist sæktu í það. Hann sagði að hesta- menn yrðu að gera sér grein fyrir því að ef hestar færu yfir gróður- lendi á þessum viðkvæmasta tima, væri mikil hætta á skemmdum bæði á grasi og trjágróðri Hann sagði að því miður yrði að útiloka hestamenn frá svæðinu ef um- gengni þeirra batnaði ekki. Við allar inngönguleiðir í Heiðmörk eru eftirfarandi um- gengnisreglur, svo auðvelt ætti að vera fyrir fólk að kynna sér þær. Þar segir: Um leið og Skógræktar- félag Reykjavíkur býður alla vel- komna til Heiðmerkur er þess ósk- að að eftirfarandi reglur verði hafðar að leiðarljósi: 1. Sýnið tillitsemi í umferð. Ak- ið ekki utan vega. 2. Hlífið trjá- og blómgróðri. 3. Kveikið ekki eld. 4. Klifrið ekki yfir girðingar. Notið heldur stigana (prílurnar). 5. Notið ruslatunnurnar. 6. óheimilt er að tjalda án leyf- is. 7. öll notkun skotvopna er bönnuð og allar veiðar á dýrum eru óheimilar. 8. Hestamenn skulu sýna öllum gróðri tillitssemi. Sleppið ekki hestum lausum. 9. Á tímabilinu 1. apríl til 1. september er óheimilt að sleppa hundum lausum á svæðinu af til- litssemi við fólk og fuglalíf. 10. Umferð vélsleða og vélknú- inna torfærutækja er óheimil. 11. Skemmið ekki sérstæðar jarðmyndanir eða aðrar minjar og hlaðið ekki vörður að óþörfu. 12. Spillið ekki vatni. Forsvarsmenn hestamannafé- laganna töldu brýnt að leggja áherslu á betri umgengni hesta- manna í Heiðmörk. Þeir voru sammála um að það væri mjög alvarlegt mál ef hestamenn yrðu útilokaðir frá svæðinu. Þeir töldu einnig brýnt að bætt yrði úr að- stöðu fyrir hestamenn á svæðinu, m.a. með lagningu varanlegra reiðvega. Ef til vill mætti einnig setja upp gerði á nokkrum stöðum, svo engin hætta væri á að gróður yrði eyðilagður á áningarstöðum. Fundarmenn lýstu yfir áhuga á samstarfi hestamannafélaganna og Skógræktarfélagsins um að bæta aðstöðu hestamanna og um- gengni þeirra í Heiðmörk. Þessi vatnsveitustokkur var geröur fyrir nokkrum árum. Eins og sjá má á myndinni er ágætis reióvegur við hliöina á honum. Samt sem áöur er greinilegt að einhverjir hestamenn hafa ekki getað látið það vera að fara ríðandi eftir stokknum. Myndimar tala sínu máli KARNABÆR P Austurstræti 22, Laugavegi 30, Laugavegi 66, t-A „isíntiLmrAi AKann Giæsibæ. Sími frá skiptiborði 45800.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.