Morgunblaðið - 31.03.1985, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 31. MARZ 1985
B 31
Flækjurnar komu frá Anthony en
Peter skrifaði. Sögurnar voru gefn-
ar út undir rithöfundarheitinu Pet-
er Anthony — „að hluta til vegna
þess að ég vissi að ég átti ekki eftir
að hafa atvinnu af að skrifa ieyni-
lögreglusögur."
Árið 1950 var Shaffer 24 ára og
enn óviss um hvað hann langaði að
verða. Hann festi ekki hugann leng-
ur í Bretlandi og hélt til Bandaríkj-
anna ári seinna. Hann hafði heyrt
að þar væri auðveldara að fá vinnu.
Og það var satt. Shaffer fékk strax
vinnu í Doubleday-bókabúðinni á
Grand Central-stöðinni. Það eru
hinar undarlegri óskir kúnnanna,
sem hann man helst eftir úr þeim
starfanum: „Einn daginn stormaði
inn kona og spurði hvort við ættum
eitthvað í rauðu. Þetta var svo und-
arleg spurning að ég hélt að mér
hefði misheyrst. En svo var ekki því
það kom í ljós að konan þurfti á
rauðum bókakiljum að halda til að
fylla upp í litasamsetninguna í
dagstofunni."
Shaffer tókst að sjá flest vinsæl-
ustu leikverkin á Broadway í þá
daga. „Ég hafði sérstakt dálæti á
söngleikjunum, Gæjutn og píum til
dæmis, og man ég að ég hugsaði að
slíkt gætum við í Bretlandi ekki
gert. En bandarísku „boðskapar"-
leikritin sem þá voru í tísku höfðu
aftur minni áhrif á mig. Mér fannst
það ekki vera hlutverk leikhússins
að sanna frjálslyndar kenningar,
sem flestir áhorfendur voru hvort
sem er hlynntir."
Á meðan hann bjó í New York
hóf Shaffer að skrifa leikrit sem
hann nefndi The Salt Land (Salt-
TOM HULCE
í hlutverki Mozart í myndinni.
iandið) og var um tvo innflytjendur,
bræður í hinu nýstofnaða ríki gyð-
inga, ísrael. Annar hugsjónamaður
en hinn tækifærissinni en ieikritið
fól í sér það sem nefnt er „leit-
motiv" og það átti eftir að bergmála
í flestum bestu leikritum Shaffers,
þ.e. „árekstur tveggja ólíkra teg-
unda réttmætis", eins og hann
sjálfur kallar það. Seinna átti það
eftir að koma fram á milli spænska
landvinningamannsins Pizzarro og
Inka, sólguösins Atahuallpa í Royal
Hunt of the Sun, á miili sálfræðings-
ins Dysart og ungmennisins Alan
Strang f Equus og á milli hins
jarðbundna og venjuiega tónskálds
Salieris og snillingsins Mozarts í
Amadeus.
LEIKRITASKÁLD
Shaffer sneri aftur til London ár-
ið 1954 og skömmu seinna var leik-
rit hans um bræðurna í ísraei keypt
af nýlega stofnaðri, óháðri sjón-
varpsstöð i Manchester. Hann fékk
það fyrir 350 pund sem var talsvert
fé í þá daga og það læddist að hon-
um sá grunur að hann gæti hugs-
anlega framfleytt sér á rithöfund-
arstörfum. Einn á báti í lítilli íbúð í
Kensington hóf Shaffer að skrifa
„fjölskyldu“-leikrit, það sjálfsæfi-
sögulegasta af hinum níu útgefnum
verkum hans. Five Finger Exercise
(Fimmfingra æfing) hét það og var
frumsýnt í leikhúsi í East End í
London í júlí 1958 við geysimiklar
vinsældir. Það gekk í meira en ár í
London en var þá flutt til New York
þar sem það vann til verðlauna leik-
listargagnrýnenda í borginni.
„Allt í einu breyttist líf mitt ger-
samlega. Ég veit að þetta gæti
hljómað barnalega vegna þess' að ég
var 32 ára þá, en þetta var í raun
nýr heimur fyrir mig, heimur vinnu
og frjálsræðis, léttúðar og von-
brigða, heimur leikhússins og hann
náði algerum tökum á mér.“
AMADEUS
Verkum Shaff^rs hefur nær und-
antekningarlaust verið vel tekið af
áhugasömum áhorfendum og aldrei
hafa undirtektirnar verið meiri eða
betri en á Amadeus. Shaffer sagði
um myndina: „Það má segja að
tónlistin sé meginefni hennar. Mér
hefur alltaf verið sagt að áhorfend-
um líki ekki „period“-myndir (tíma-
skeiðsmyndir) með klassíkri tónlist.
Ég heid aö það sé tómt kjaftæði.
Fólk elskar þessa hluti ef þeir eru
rétt bornir fram fyrir það. Amade-
us er fyrst og fremst skemmtun en
ég vona líka að hún eigi eftir að
verða til þess að fleiri taki að hlusta
á tónlist Mozarts." Þessi ósk Shaff-
ers hefur að líkindum ræst því það
kom fram við afhendingu Óskars-
verðlaunanna, að safnplata með
tónlist Mozarts hefur verið á met-
ABRAHAM
leikur Salieri ungan og gamlan.
sölulistum víða um heim og hefur
myndin að sjálfsögöu haft sitt að
segja i því.
En um hvað snúast leikritið og
myndin? Jú, um samskipti snill-
ingsins Mozarts og meðalmennisins
Salieris. Árið 1781 gengur Mozart
(sem leikinn er af Tom Hulce)
undrabarniö í tónlistinni í hirð
Habsborgarkeisarans Jósefs II. Þar
er maður andartaksins Antonio
Salieri (sem leikinn er af F. Murray
Abraham og fékk Óskarinn fyrir),
tónsmiður og pólitíkus og i uppá-
haldi hjá keisaranum og hátt yfir
aðra hafinn í tónlistarlífi Vínar-
borgar. Þannig hefst síðasti kaflinn
í lífi Mozarts sem endar með ótíma-
bærum dauða hans. Mozart lifir
villtu lífi, snilligáfan heltekur hann
eins og vírus og hann semur hvert
stórvirkið á fætur öðru en bak við
tjöldin vinnur Salieri að tortímingu
hans, af hreinni öfund.
Það er meiri tónlist í myndinni
en í leikritinu en um breytinguna á
verkinu úr leikriti í kvikmynd sagði
Shaffer í viðtali við Time: „Það er
eins og að eignast sama barnið
tvisvar." — ai
j
ÞU OG VID
Okkar hlutverk er að veita þér
þjónustu. Hér að neðan kynnistu
hvernig við förum að því.
Þjónusta.
Meðalstór fólksbíll er samansett-
ur úr allt að 10.000 hlutum. Það
gefur augaleið, að þessir hlutir
þurfa mismikið viðhald, t.d. er
oftar skipt um kerti en aftursæti.
Til þess að fylgjast með eftir-
spurn á einstökum varahlutum,
notum við tölvu, sem skráir sam-
stundis allar breytingar á birgðum,
svo sem sölu og innkaup.
Tölvan gerir vikulegar pantana-
tillögur, sem við förum yfir og
samræmum breytilegum þörfum
eftir árstíma. Á þennan hátt kapp-
kostum við að hafa ávallt fyrir-
liggjandi nægilegt magn þeirra
varahluta, sem löng reynsla hefur
kennt okkur að þörf er fyrir.
Ef við eigum ekki varahlutinn,
sem þig vantar, pöntum við hann
án nokkurs aukakostnaðar fyrir
þig-
Verð.
Við kappkostum að halda vöru-
verði í lágmarki án þess að slaka á
kröfum um gæði.
Til að lækka vöruverð, pöntum
við varahluti í miklu magni í einu
og flytjum til landsins á sem hag-
kvæmastan hátt. Síðan setjum við
vörurnar í tollvörugeymslu og af-
greiðum þær þaðan með stuttum
fyrirvara eftir þörfum hverju sinni.
Þannig lækkum við flutnings-
kostnað og innkaupsverð vörunnar.
Vörugæði.
Til að tryggja gæðin, verslum við
eingöngu með viðurkenndar vörur
með ársábyrgð gagnvart göllum.
Afgreiðsla.
í varahlutaverslun okkar eru sér-
hæfðir afgreiðslumenn ávallt reiðu-
búnir til aðstoðar, hvort sem þig
vantar varahluti eða upplýsingar
viðkomandi viðhaldi bílsins.
Landsbyggðin.
Ef þú býrð úti á landi, getur þú
snúið þér til umboðsmanns okkar
í þínu byggðarlagi eða hringt í
okkur í síma (91)13450, (91)21240
eða (91)26349 og við sendum vara-
hlutina samdægurs.
Okkar markmið er:
VÖRUGÆÐI, ÁBYRGÐ
og GÓD ÞJÓNUSTA.
Sættir þú þig við minna?