Morgunblaðið - 31.03.1985, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 31.03.1985, Blaðsíða 44
44 B MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 31. MARZ 1985 Hún Keitir „ Hvernig d cxö lifa. Cif ekkjul Tfey ri ■" Ást er... W 4 ... að mynda hinafullkomnu tvennd. TM Reg. U.S. Pat. Off.—ail rtghts reserved • 1979 Los Angefee Tlmes Syndicate Réttu mér lakið þitt! HÖGNI HREKKVÍSI börnin ' Verum Afi skrifar: Friður og mannkærleikur eru dýrmætustu hornsteinar mann- legs lífs. Ef allir athuguðu það og lifðu lífinu út frá þeim forsendum þá væri hvergi stríð.hvergi hungur né önnur neyð, af manna völdum. Minnumst þess að tvisvar verður gamall maður barn, minnumst þess að koma fram við aðra eins og við viljum að komið sé fram við okkur. Börnin eru í umsjá og ábyrgð fullorðna fólksins, minnumst þess að seinna verðum við í umsjá þeirra, verðum gamalt fólk, með þörf fyrir nærgætni og góða um- sjón. Allt þetta er gott að hugleiða áður en við refsum börnunum, með hörku fyrir smá óvitaskap og yfirsjónir. Þessu til sönnunar nefni ég lítið dæmi frá í gær. Afi var einn heima með Sigga, dóttursoninn, tæplega þriggja ára. Hann er fjörmikill og þykir stund- um fyrirferðarmikill og verður því oft fyrir því að hann er skammað- góð við ur, hristur og jafnvel danglað í afturhlutann, sem verður raunar til að magna óþekkt og ergelsi. Við vorum einir inni í stofu og hann segir: „Afi viltu spila lag fyrir mig á plötuspilarann hennar ömmu?“ „Alveg sjálfsagt," segir afi. Rétt seinna kom amma og svo var dyrabjöllu hringt. Kom þar annað barnabarn, úr sveitinni, Reynir, tæplega sjö ára og móðir hans. Það varð fagnaðarfundur hjá þeim frændum og ekki laust við ærsla- læti. Við þau eldri erum í eldhúsinu þegar Reynir kemur allt í einu grátandi og heldur um munninn og segir að Siggi hafi slegið sig. Honum er stundum laus hendin, segist ráða við alla stráka og allt- af til i slag, reyndar allra dugleg- astur við að taka inn þorskalýsið. Ég gekk inn í stofu og sá hvar Siggi sat við plötuspilarann, graf- alvarlegur, vissi á sig skömmina og var trúlega að hugleiða „hvern- ig skyldi afi fara með mig“. Ég settist í sófann hjá honum og segi rólegur: „Finnst þér nú ekki, Siggi minn, eins og mér, voða leiðinlegt að vera svo vondur við gestina okkar sem er svo gaman að fá í heimsókn, að þeir fari að gráta?“ „Jú, en hann ætlaði að fikta í plötuspilaranum hennar ömmu.“ „Hann er nú svo stór, hann Reynir, að hann skemmir ekkert,“ segir afi og bætir við „mér fyndist þú ættir nú að biðja hann fyrirgefningar." Hann stendur grafalvarlegur á fætur, gengur til Reynis, tekur um háls hans, kyssir á kinnina, biður fyrirgefningar og býður honum að koma og skoða með sér dót. Þeir leiddust fram og voru hinir bestu vinir, sem enginn vissi meira af. Þetta litla dæmi sýnir okkur hvor aðferðin gefur betri raun. Hvesu gömul sem við verðum er- um við alltaf að læra af lífinu. öllu því sem er til bóta ber okkur að koma á framfæri við aðra, ef það gæti orðið til að bæta heim- inn, ekki veitir af. Enn af leigubflstjórum Kristinn Snæland leigubílstjóri (fyrrverandi Steindórsmaður) skrifar: Guðmundur R. Ásmundsson, framkvæmdastjóri á Sendibílum hf., Steindórsplaninu, fer hamför- um í fjölmiðlum helgina 23. til 24. mars sl. Tvær klausur („viðtöl“) er hann með í DV, eina nafnlausa klausu í Tímanum og svo litla klausu í Velvakanda þann 24. mars. í fljótu bragði mætti ætla að lítið væri að gera hjá Sendibíl- um hf. en hið rétta er að Guð- mundur er afkastamaður, en eins og oft gerist með slíka, eru vinnu- brögðin ekki alltaf að sama skapi vönduð og afköstin eru mikil. Hinsvegar er ekki hægt annað en dást að því hve duglegur Guð- mundur er að verja slæman málstað, það þarf sterk bein til. Málstaðinn, sem Guðmundur er að verja, má kalla, ef orð Guð- mundar væru notuð, frelsisbar- áttu Sendibíla hf. á Steindórsplan- inu gegn vondum einokunarsinn- um hjá Bifreiðastöð Reykjavíkur, Hreyfli og Bæjarleiðum. Þessi „frelsisbarátta" gengur út á það að heimilað verði að litlir sendibíl- ar á lágum taxta megi flytja far- þega gegn gjaldi. Það er að segja, að Guðmundi og félögum verði heimilað að flytja farþega í svo veigalitum bílum, að þeir eru í háðungarskyni kallaðir „bitabox". Framsætisfarþegi í slíkum bílum er lítið betur varinn í árekstri en farþegi sem sæti framan á sendi- ferðareiðhjóli af gömlu gerðinni. Vitanlega vilja Sendibílar hf. á Steindórsplaninu einnig taka í notkun þriggja manna skellinöðr- ur til þess að flytja farþega ódýrt. Ódýrast væri vitanlega ef Sendi- bílar hf. fengju Jón Pál eða aðra slíka til þess að hlaupa með einn og einn mann spotta og spotta og að þvi hljóta þeir félagar að stefna ef þeim er alvara með að koma á ódýrum farþegaflutningum. Ég játa að mér þætti gaman að sjá starfsfólk neytendasamtakanna á fullri ferð um borgina á bakinu á Jóni Páli, sem ég bið hér með af- sökunar á að blanda í þetta mál. Staðreynd nr. 1 er sú að íslend- ingar vilja og þurfa tiltölulega stóra og duglega bíla sem leigu- bíla, nr. 2 þeir vilja örugga og vandaða bíla, nr. 3 þeir vilja hreina bíla og bílstjóra (sem mis- brestur gæti orðið á ef sendibílar yrðu notaðir til fólksflutninga) þó jafnframt sé viðurkennt að þjón- usta sendibílastöðvanna, sem fyrir eru, sé til fyrirmyndar um hrein- læti og góða bíla. Staðreynd nr. 4 er að taxta núverandi sendi- og leigubíla er svo í hóf stillt að naumast er hægt að hugsa sér lækkun taxta nema á kostnað ör- yggis og viðhalds. Minni bílar og ódýrari til smápakkaflutninga var og er góð hugmynd en því miður er Guðmundur R. Ásmundsson fram- kvæmdastjóri á Sendibílum hf. á Steindórsplaninu að ganga af þeirri hugmynd dauðri með fram- komu sinni og óhróðri um aðra ökumenn. Að lokum þetta. í sárindum sín- um af því að vera að kikna undan kaupunum á Steindórsstöðinni grípa Guðmundur og félagar til óhróðurs gegn öllum öðrum öku- mönnum. Málum sinum bjarga Guðmundur og félagar ekki með slíkum vinnubrögðum, hinsvegar gætu þeir hugsanlega bjargað miklu með því að skipta um ráðu- nauta. Kaupin á Steindórsstöðinni hljóta að teljast stórkostleg mis- tök, hver svo sem ábyrgðina ber. Steindórsmenn ættu að reyna að bera þau mistök sem menn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.