Morgunblaðið - 31.03.1985, Blaðsíða 26
26 B
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 31. MARZ 1985
Upplýsingar
um fermingu
f hverjum hópi fermingar-
barna og foreldra þeirra hljóta
ýmsar spurningar að vakna um
ferminguna, spurningar, sem
svo sem láta á sér kræla þótt
ekki sé fermt í eigin fjöl-
skyldu. Við skulum spyrja fá-
einna spurninga í dag og leita
við þeim svara. Spurningarnar
koma frá fólki á förnum vegi
en svörin úr ritgerð eftir dr.
Bjarna Sigurðsson, kennara í
guðfræðideild, og heitir hún
Upptök fermingar og fræðslu-
skyldu. Svörin byggjast því á
fornu áliti í kirkjunni, sem er
gagnlegt að þekkja og íhuga,
þótt margt hljóti að breytast
með breyttum tímum. Raunar
er einmitt gagnlegt og nauð-
synlegt að þekkja til upphafs-
ins af því að allt breytist, svo
að breytingar verði rökréttar.
Eða það held ég. Við þökkum
séra Bjarna kærlega fyrir svör-
in og sendum honum kveðjur
okkar.
Er fermingin jafn gömul f
kirkjunni og skírnin og sakra-
mentin?
f kaþólsku kirkjunni hefur
ferming tíðkazt frá ómunatíð,
er eitt af sakramentunum og
byggir á Post. 8.14—17. Þar eru
börn fermd 7—12 ára að jafn-
aði og fyrr á öldum var ekki
krafízt fræðslu undir fermingu
svo að heitið gæti. Voru þessar
helganir svo samtengdar að
hvorug mátti án annarrar vera
nema dauði skildi á milli.
Lúter hafnaði fermingunni
sem sakramenti. f stað ferm-
ingar kom fræðsla um megin-
þætti kristinnar trúar. Þess
vegna samdi hann Fræðin
minni en þau eru fyrst og
fremst ætluð heimilisfeðrum,
sem áttu að halda þeim að
heimafólki sínu. Fljótt þótti
siðbótarmönnum þó rétt að
taka upp fermingu og gerðu
svo á 16. öld. Þeir sóttu rök sín
fyrir fermingu og sérstakri
handayfirlagningu í sömu ritn-
ingarorð og kaþólskir. Með
heittrúarstefnunni á 17. öld
var enn meiri áherzla lögð á
fermingu í lúterskri kirkju til
þess að efla trúarlifið. Hinn 9.
júní 1741 var fermingin lög-
skipuð sem skylda á fslandi.
Er rétt að leggja megináherzlu
á að börnin læri ýmsar stað-
reyndir utanbókar eóa á að
leggja megináherzlu á tilfinning-
una fyrir trúnni?
í upphafi var fermingar-
fræðslan á íslandi nátengd
fræðslu almennings. Hún var
burðarás þeirrar fræðslu, sem
almenningur átti kost á. Lög-
festing fermingarinnar og
fermingarfræðslan er tvímæla-
laust einhver heilladrýgsti at-
burður 18. aldar með þjóðinni
og hún bjó lengi að því. Yfir-
heyrzla til að komast að kunn-
áttu fermingarbarna var full-
komin skylda, sem öll börn í
söfnuðinum skyldu óbrigðan-
lega til skyldast svo að ekkert
manngreinarálit orsakaði hina
minnstu misklið í söfnuðinum.
Börn skyldu nema Fræði
Lúters hin minni og barnalær-
dómskver fyrir fermingu.
Prestar skyldu lesa úr kverinu
af prédikunarstóli og gátu
spurt bæði börn og fullorðna út
úr kenningu sinni af prédikun-
arstóli eða spurt börn á kirkju-
gólfi eftir prédikun.
Börnin áttu einasta að fá
skilning á meiningunni, eftir
bókstafnum, i hinum nauðsyn-
legustu greinum trúarinnar,
heldur einnig að verða upp-
hvött til að ná þar af lifandi
þekkingu svo að þau uppvekt-
ust til að gefa sannleikanum
rúm og fengju andlega reynslu
til að fylgja honum eftir í líf-
erni og framferði. Ef kenni-
maður reynir að gerðri
ánægjanlegri uppfræðingu, að
þau eða þau börn eru eigi í þvi
ásigkomulagi, að hann megi
þau confirmera, þá byrjar hon-
um í allri ástsemi að setja þeim
og þeirra foreldrum það fyrir
sjónir, sannfæra þau þar um og
ráðleggja þeim að láta hvílíkt
heilagt verk biða næsta tíma
þar eftir.
Væri réttara að ferma börn
yngri en 14 ára eða kannski
eldri?
I konungsbréfi um ferming-
una frá 1744 er lögð áherzla á
að börn hafi a.m.k. náð þeim
þroska, að þau beri skynbragð
á hve veigamiklar athafnir
ferming og altarisganga séu.
Fundið var að því að börn væru
fermd 9, 10, 11 eða 12 ára og
líkast til hefur löggjafanum
ekki þótt æskilegt að börn
fermdust yngri en 13 ára, en öll
börn áttu að fermast áður en
þau yrðu 19 ára ef þau voru
hæf til að nema barnalærdóm-
inn. Á þessari öld hefur fram-
kvæmd orðið sú að börn eru
fermd á því almanaksári, sem
þau verða 14 ára. Samt kemur
fyrir að börn eru fermd ári
fyrr án þess að leyfis biskups
sé leitað ef sérstakíega stendur
á, svo sem að börn séu að flytj-
ast af landi brott, séu að fara
að heiman i skóla í öðru héraði
svo að þau geti ekki gengið til
prestsins heima á fermingarári
sínu. Og fleira kemur til.
Nöldur um nöldur
Presturinn situr og geispar í miðjum hópi fermingarbarnanna, prest-
urinn, sem á að vera lífið og sálin í fermingarfræðslunni. Hvort sem
prestar viðurkenna það eða ekki þola þeir ekki nema vissan skammt
af áhugaleysi og nöldri. Söfnuðurinn þarf að uppörva þá eins og þeir
eiga að uppörva söfnuðinn.
Fjarskalega er ég orðin
leið á nöldrinu um ferming-
una. Ár hvert upphefst það
með nær sömu blæbrigðum
og árið áður. Það er nöldrað
um falsið, fyrirhöfnina og
fermingargjafirnar. Allt er
þetta svo ómögulegt að það
ætti að leggja ferminguna
niður, segja nöldrararnir. Ég
held raunar að þetta nöldur
hafi stuðlað að því að ferm-
ingar hafa lagzt niður í sum-
um fjölskyldum. Oftast hygg
ég að það séu börnin sjálf,
sem taka þá af skarið, en
stundum foreldrarnir. Frá
mínum bæjardyrum horfir
það til bóta þegar fólk fer
frekar eftir sannfæringu
sinni en hefðum, sem það
skilur ekki og hafa ekki hið
minnsta innihald fyrir því. Á
hinn bóginn er það spurning
hvort það stafar raunveru-
lega af sannfæringu, sem
börn og foreldrar ákveða að
ekki skuli fermt í húsi þeirra,
eða hvort það eru frekar
áhrif hinna neikvæðu orða
um ferminguna. Þau áhrif
geta nefnilega líka orðið
hefð. Og fólk getur fylgt
þeirri hefð jafnt blindandi og
án eigin athugunar og upp-
gjörs eins og aðrir fylgja
hefðinni og láta ferma sig
eða sína.
Ég hygg að svo hljóti að
vera að sum börn og foreldr-
ar líti á ferminguna sem
hefð, sem þau skilja í raun-
inni ekki en vilja samt
fylgja. í kirkjunni er fjöldi
manns, sem er þar bara af
hefð en hugleiðir boðskap
hennar sjaldan og þá lítið í
einu. Fjöldi fólks lætur skíra
börn sín án þess að kæra sig
um upplýsingar um það hvað
skírnin er. Fjöldi fólks kem-
ur í kirkju á stórhátíðum án
þess að leita eftir nánari
upplýsingum um boðskap
kirkjunnar. Eg held að mál
sé til komið að hætta nú að
nöldra yfir þessu. Þetta er
staðreynd, sem er löngu orð-
in ljós. Ef á að bregðast við
henni á að bregðast við henni
með öðru en leiðinlegum
nöldursöng.
Við gætum spurt nokkurra
spurninga um viðbrögð, sem
hægt væri að hafa í frammi:
Á að neita að skíra börn ef
foreldrar geta ekki borið
fram persónulega trúarjátn-
ingu? Á að neita að ferma
börn ef þau játa að þau ferm-
ist helzt til að gleðja pabba
sinn eða ömmu sína? Á að
afhenda fólki stimpilkort á
jólamessum og meina því
inngöngu í næstu jólamessu
ef það hefur ekki látið
stimpla sig í eina einustu
messu á árinu? Ég held ekki
að margir fylgir þessu.
Ég hygg að í þessu sem
öðru sé sóknin bezt. Ég held
að hið rétta svar sé trúboð,
boðun hinnar heilnæmu
kristnu trúar. Þetta trúboð
fer fram í kirkjunni allan
ársins hring. En við þurfum
sífellt að vaka yfir boðun-
inni, leita eftir gömlu götun-
um, eins og segir hjá Jere-
mía, og leita nýrra leiða til
að beina hvert öðru inn á
þær götur. Það er áreiðan-
lega boðun Orðsins, sem
sannfærir börn og foreldra
um innihald skírnarinnar og
fermingarinnar. Hver söfn-
uður og allir söfnuðirnir
saman bera ábyrgð á boðun-
inni. En við berum hvert og
eitt ábyrgð á sjálfum okkur
og okkar fólki.
Mér finnst að við ættum
nú að taka höndum saman og
taka sjálf okkur alvarlegar í
afstöðu okkar og umfjöllun
um kirkjuna, sem til tilheyr-
um.
Pálmasunn udagur
Fólkið breiddi fötin sín á götuna
og hrópaði til Jesú:
Blessaður sé sá sem kemur, í nafni Drottins.
En nokkrum dögum síðar
heimtaði það að hann yrði krossfestur.
Hvað skyldi ég hafa hrópað
ef ég hefði verið þarna ?
Ef Jesús kæmi núna
í bæinn eða sveitina okkar
skyldi hann koma í opnum bíl
eða kannski gangandi?
Skyldi hann halda fund á torginu
við búðina og í kirkjunni
koma fram í helgistundinni og
fréttunum og Kastljósi?
Ég veit ekki hvernig það myndi verða.
En fólk myndi kannski safna undirskriftum
með og móti Jesú.
Undir hvorn listann ætli ég myndi skrifa?