Morgunblaðið - 31.03.1985, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 31.03.1985, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 31. MARZ 1985 B 25 Ljóðræna hvers- dagsleikans Leiklist Jóhann hjálmarsson Þjóóleikhúsið: VALBORG OG BEKKURINN eftir Finn Methling. Þýðing: Þrándur Thoroddsen. Leikmynd: Stígur Steinþórsson. Leikstjóri: Borgar Garðarsson. Guðrún Þ. Stephensen hefur þá góðu eiginleika leikara að geta tjáð sig án mikils hávaða og bægslagangs. Með hljóðlátri og innilegri túlkun nær hún langt. Hlutverk Valborgar í Valborg og bekkurinn er líkt og búið til fyrir hana. Finn Methling er leikrita- höfundur sem gæðir hversdags- leikann áleitinni ljóðrænu. Guð- rún Þ. Stephensen kemur ljóð- rænu hans til skila og nýtur sín líka vel í söng. Valborg og bekkurinn getur ekki talist veigamikið verk. Það er ósköp venjulegt og látlaust. En hefur sína kosti. Gömul ekkja talar við bekk, segir honum frá ævi sinni, gleði og sorg. Hún tjáir bekknum að hún vilji lifa sínu lífi áfram þrátt fyrir aldurinn, ekki hætta að vera manneskja. í tali hennar er m.a. samfélagsgagnrýni, nokkur ádeila á valdhafa sem koma ekki nægilega vel til móts við hina gömlu, líta á þá sem afgreidda. Bekkurinn tekur á sig ýmis gervi og er að öllu leyti mjög atkvæðamikill bekkur. Gáskafullur leikur Karls Ág- ústs Úlfssonar sem leikur bekk- inn var á köflum í töluverðu mótvægi við hófsama túlkun Guðrúnar Þ. Stephensen. Karl Ágúst var að mínum dómi einum of ákaflyndur í túlkun sinni því að ljóst var að Borgar Garðars- son leikstjóri vildi halda öllu innan hóflegra marka og tókst það reyndar ágætlega. Sigurður Alfonsson harmon- ikkuleikari var á sínum stað og laðaði fram í senn angurværa og hressandi tóna. Reynir Jónasson mun einnig sjá um harmonikku- leikinn. Þrándur Thoroddsen er þýð- andi sem vekur jafnan athygli fyrir verk sín. Frægastur er hann fyrir þýðingu sína á texta Prúðu leikaranna í sjónvarpi. Þrándur er hinn mesti grallari í þýðingum sínum, orðhagur og fundvís á óvenjuleg orð og orða- tiltæki. Þýðing hans á Valborgu og bekknum er í anda verksins, en gæðir textann lit. Mjög dönsk var leikmynd Stígs Steinþórssonar, laglegt verk sem bendir til þess að hér sé efnilegur maður á ferð. Það má semsagt hafa af því gaman að ganga á fund Valborg- ar hinnar dönsku þótt hér sé lít- ið um leikræn átök og allra síst þann nýstárleika sem maður hélt að myndi einkenna Litla sviðið. Boðið var upp á góðan mat að dönskum hætti fyrir sýningu. Guðrún Þ. Stephensen og Karl Ágúst Úlfason (hhitverkum sínum. Ný verzlun í GrindtTfk. NÝLEGA var opnuð verslunin Paloma í Grindavík. Verslunin er í nýrri veral- unarmiðstöð við Víkurbraut 62. Eigendur verslunarinnar eru Erla B. Dalberts og Svava Gunnlaugsdóttir úr Grindavík. Grindavík Þær munu hafa fjölbreytt úrval tískufatnaðar á boðstólum, álna- vöru, prjónagarn, smávörur og spariskó á alla fjölskylduna. Nú þurfa Grindvíkingar ekki að sækja spariskó til annarra byggðarlaga. — Guðfinnur V orlitir meo hækkandl sól KARNABÆR BARNA- OG UNGLINGADEILD — AUSTURSTRÆTI22. Simi frá skiptiboröi 45800.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.