Morgunblaðið - 31.03.1985, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 31.03.1985, Blaðsíða 14
14 B MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 31. MARZ 1985 Skóverksmiðjan Iðunn á Akureyri Hefur ekki undan í framleiðslu á Act-, Puffins og Act-Addidas Rekstrarhagnaður í fyrsta sinn í áraraðir í árslok 1984 SKÓVERKSMIÐJAN Iðunn á Akureyri framleiðir í dag skó undir framleiðsluheitunum Act, Puffins og Act- Addidas, auk þess sem hún framleiðir sérhannaða skó fyrir lögregluþjóna landsins. Fyrirtækið hefur engan veginn annað eftirspurn síðasta hálfa annað árið að sögn framleiðslustjórans, Úlfars Gunnarssonar, og var rekstrarafgangur á niðurstöðureikningum ársins 1984 í fyrsta sinn um árabil. Framleidd eru um 60 þúsund pör af skóm á ári úr um 20 þúsund fermetrum af skinni og var veltan um 44 millj. kr. á sl. ári, en áætlað er að hún verði um 50 millj. á þessu ári. Dagsverk eru um 40 sem 45 starfsmenn inna af höndum. Skóverksmiðjan er sú eina á landinu í dag, en hún var stofnuð árið 1936. Á sjötta áratugnum voru aftur á móti fimm til sex skó- verksmiðjur á landinu. Blaðamaður og ljósmyndari Mbl. heimsóttu skóverksmiðjuna nýverið og ræddu fyrst við þá Úlf- ar Gunnarsson framleiðslustjóra, Kristin Bergsson hönnuð og Rich- ard Þórólfsson verksmiðjustjóra. Úlfar var þá nýkominn frá Fær- eyjum þar sem fimm íslenzk fram- leiðslufyrirtæki sýndu framleiðslu sína á vegum fslenzku útflut- ingsmiðstöðvarinnar og sagði hann viðtökur þar hafa verið mjög góðar. Aftur á móti væri markað- urinn þar smár og pantanir, þó margar væru, fáar í hverri tegund. Úlfar bætti því við, að innlendi markaðurinn nægði verksmiðj- unni fyllilega og hefði hún nú eng- an veginn undan að afgreiða pant- anir. Meðalnotkun íslendings 2V4—3 skópör á ári Talið er að hver íslendingur noti um 2'k til 3 pör af skóm á ári. ferðinni, jafnt erlendis, aðallega í Amsterdan, London og Kaup- mannahöfn, sem í Reykjavík til að fylgjast með nýjungum. Kristinn hönnuður fer með honum eins oft Morgunblaðið/Bjarni Úlfar Gunnarsson framleiðslustjóri lengst til vinstri, þá Richard Þórólfsson verksmiðjustjóri og Kristinn Bergsson hönnuður. Úlfar og Richard halda á sýnishornum af tízkuskóm fermingarbarnanna í vor. Að lokinni hönnun tekur við gerð „stanzhnífa“ í ýmsum stærðum. Til vinstri á myndinni er Stefán Pétursson verkstjóri í sal og við vinnuborðið Ingibjörn Steingríms- Við skinnaskurðinn starfa þær Sigfríð Ingólfsdóttir og Lilja Stefánsdóttir, en þar er mikilvægt að skinnin séu nýtt út á yztu kanta. Hér er Sigfríð að störfum. Ársinnflutningur nemur nú um 700 þúsund pörum, þar af eru um 300 þús. pör af stígvélum. Skó- verksmiðjan framleiðir um 60 þús. pör eins og fyrr segir, en íslend- ingar hafa um árabil keypt mikið af skóm á ferðalögum erlendis. Verksmiðjan er í u.þ.b. 640 fer- metra húsnæði á lóð Iðnaðardeild- ar Sambandsins. Þeir félagar sögðu að skófram- leiðsla væri mjög háð tízkusveifl- um bæði hvað varðar liti og snið. Um langt árabil, eða allt fram til ársins 1970, framleiddi verksmiðj- an að verulegu leyti úr hráefnum frá Skinnaverksmiðjunni Iðunni. Nú er stærstur hluti skinnanna fluttur inn. Stór hluti vélbúnaðar verksmiðjunnar hefur verið endurnýjaður og gerður fullkomn- ari en þrátt fyrir það fer hver skór um hendur fjölmargra starfs- manna og er saumaskapur stór liður í þeirri meðhöndlun. Þeir fé- lagar sögðu, að það tæki langan tíma að þjálfa fólk í skósaumi og að það væri alvarleg þróun, að ungt fólk virtist ekki vilja læra iðnina. Það mun nú nú vera til athugunar að hefja kennslu í hönnun og saumi fatnaðar og þá e.t.v. einnig skófatnaðar við Verk- menntaskólann á Akureyri. Svart ríkjandi — svart, hvítt og rautt í sumar Skódeildin hefur tekið tölvu í sína þjónustu og fylgir tölvuút- skrift nú hverjum skó í framleiðsl- unni, allt frá hönnun niður í skó- kassa, ef svo má að orði komast. Úlfar sagði mjög örar breytingar vera í skótízku þessa dagana. Hann segist sjálfur vera mikið á son. Magnús Sumarliðason festir á bindisóla. og honum er unnt og hannar síðan nýjar skótegundir og býr til snið, en þeir sögðu meginmálið vera að hafa nýjar skótegundir lands- manna tilbúnar með um hálfs árs fyrirvara, og eins það að vera fljótir að koma öllum nýjungum á markaðinn. Nú væru til dæmis hliðarsmellur það sem koma skyldi, en þeir sögðu íslendinga „praktískari" í litavali en gengur og gerist, líklegast vegna veður- fars. Svart og dökkt væri ríkjandi, svart allt að því 90% í vetur, en nk. sumar virtust litirnir svart, hvítt og rautt verða ráðandi. — Hvað gerist, ef skótízkan tekur aðra stefnu á þessu hálfs árs tíma- bili? „Þá breytum við bara tízk- unni og gerum okkar skó að tízku- skóm,“ sagði Úlfar og bætti við að skipulögð auglýsingaherferð fyrir- tækisins hefði gefið mjög góð raun. Þá eru haldnar sýningar fyrir skókaupmenn í Reykjavík tvisvar á ári, vor og haust. Númerið 43 í karlmannaskóm er algengast nú, en fyrir um 50 árum var meðalstærðin 42. Sambærileg stækkun hefur orðið á kven- ... Sumar gáfu sér þó tíma til að Ifta upp smástund. Tá- og hælkappar límdir á, — Ásta Bergsdóttir að störfum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.