Morgunblaðið - 31.03.1985, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 31.03.1985, Blaðsíða 18
18 B MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 31. MARZ 1985 wvmé Frábær mynd- og tóngæði! Einstök ending! VHS:120,180 og 240 mínútna. Beta: 130 og 195 minútna. Kodak -merkið sem þú getur treyst! LYNGHÁLS11 SÍMI83233 Nýr heimur kínverskra kræsinga ÁShanghai ftamreiðum við fleira en steikt hrísgrjón og vorrúllur. Shanghai veitingastaðurinn í kjallaranum á Laugavegi 28. Stuðlið að aukinni mannúð og friði - gefíð æskunni fermingargjöf sem kemur að liði... MINNISPENINGUR RAUÐA KROSS ÍSLANDS ilsílé, iflöi Hv«r panmgur «r tðluMHur t rðndina Með mannúð til friðar Minnispeningur Rauða kross íslands faest í bönkum, hjá deildum Rauða krossins og hjá myntsölum. RENAULT11 457 VIÐ FYRSTU KYNNI Renautt 11 heflir fengið margar viðurkenningar fyrlr frábæra hönnun og flöðrunin er engu Hk. Rými og þægindi koma öilum í gott skap. Komdu og reyndu hann, það verður ást vlð fyrstu kynnl. Þú getur rettt þig á Renault Bygging tónlistarhúss: Askorun frá óperusöngv- urum í Félagi ísl. leikara MÁNUDAGINN 25. mars sl. var haldinn fundur í deild óperusöngv- ara í FÍL. Fundurinn samþykkti eft- irfarandi: Deild óperusöngvara í FÍL skor- ar eindregið á þá aðila, sem hafa með höndum undirbúning að byggingu tónlistarhúss, að gert verði ráð fyrir fullkomnu sviði til óperuflutnings. Ef það er látið mæta afgangi og biða eftir viðbyggingu hússins, er ekki einungis hætta á, heldur nokkurnveginn víst, að áratuga bið verður á því, að viðunandi að- stæður til óperuflutnings verði fyrir hendi. Eins og dæmin sanna, er til í landinu dugmikill hópur söngvara, sem hefur ekki ekki getað unnið við fullnægjandi aðstæður. Er ekki síður ástæða til að hlúa að þessari listgrein en öðrum, sem að undanförnu hafa öðlast styrk og viðurkenningu við það, að búið hefur verið sæmilega að þeim. ‘slendingar eru óperuaðdáend- , svo að reglubundnar sýningar iga fullan rétt á sér. Fyrirhuguð bygging hefur oft verið nefnd hús tónlistarinnar. Fundurinn ályktar að það rísi ekki undir nafni án aðstöðu til óperu- flutnings. Við núverandi aðstæður er ekki möguleiki á að flytja viðameiri verk þessarar listgreinar. Er því fyrirsjáanleg stöðnun og for- heimskun hjá ísiendingum gagn- vart þessum hluta heimsmenn- ingarinnar, verði ekki framsýni, tillitssemi og djörfung látin ráða. Útför Jóns Olafssonar Stykkishólmi Stykkixhólmi, 25. nura. Sl. laugardag var jarðsunginn frá Stykkishólmi Jón Ólafsson, sjómað- ur og vélstjóri í Stykkishólmi. Fjöl- menni var við útförina. Séra Gísli Kolbeins jarðsöng. Jón fæddist i Stykkishólmi 26. júlí 1902 og voru foreldrar hans Kristin Helga Jónsdóttir og ólaf- ur Jónsson. Þau áttu mörg börn og ólst Jón upp í glöðum hóp góðrar fjölskyldu. Jón átti alla tíð heima í Stykk- ishólmi, einn af hans mætu borg- urum, sjómaður og stundaði sjó á bæði smáum og stórum bátum, togurum einnig. Voru því öll veið- arfæri honum kunn. Eftir að hann fór í land var hann um árabil vél- stjóri við hraðfrystihús Sig. Ág- ústssonar. Jón var kvæntur Ragnheiði Hansen og lifir hún mann sinn ásamt 4 uppkomnum börnum. Árni Fræðafundur um sjórétt ÞRIÐJUDAGINN 16. apnl nk. verð- ur haldinn fræðslufundur í Hinu ís- lenska sjóréttarfélagi. Fundurinn verður haldinn í húsi Heimspeki- deildar Háskólans í stofu 201 og hefst kl. 17.00. Framsaga verður haldin um nýlegan dóm Bæjarþings Hafnar- fjarðar sem tengist sjálfstæðum rétti áhafnar til björgunarlauna. Fundurinn verður öllum opinn. Félagsmenn og aðrir áhugamenn um sjórétt og sjóvátryggingarétt eru hvattir til að koma, segir i frétt frá félaginu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.