Morgunblaðið - 31.03.1985, Blaðsíða 22
22 B
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 31. MARZ 1985
en hann var búinn að vera í
kvintettinum síðan 1975. Charlie
spilaði mikið með Boston-ball-
ettinum og óperunni hér í Bost-
on og var líka meðlimur í Boston
Pops. Sam var á kafi í „free-
lance“-vinnu í New York, og
flaug reglulega upp til Boston til
æfinga og tónleikahalds með
kvintettinum. Þeir tóku því feg-
ins hendi boði umboðsskrifstof-
unnar Columbia Artists um að
sjá um bókanir fyrir þá og síðan
hefur kvintettinn verið þeirra
aðalstarf, fyrir utan Norman
Bolter sem ákvað að sitja áfram
í sinfóníunni.
Empire Brass hafa verið iðnir
við að panta ný verk frá tón-
skáldum og hafa Peter Maxwell
Davies, Earlkim, Leonard
Bernstein, Daniel Pinkham, Ira
Taxin og Gunther Schuller ný-
lokið við að skrifa konsert fyrir
kvintett og hljómsveit handa
þeim.
Columbia sendir þá nú vítt og
breitt um Norður-Ameríku árið
um kring. Þeir hafa einnig heim-
sótt Japan og ferðast um Evrópu
minnst einu sinni á ári, og nú
hefur ísland bæst á listann.
Hópurinn hefur verið með ís-
landsferð á bakvið eyrað nú um
nokkurt skeið og ekki síst eftir
að Rolf heimsótti móðurland sitt
vorið 1983 (móðir Rolfs, nú bú-
sett í Seattle Wash., er af ís-
lenskum ættum, en aðrir kunna
þó betur að rekja þær en ég).
Sam tjáði mér um daginn að þeir
félagar hlökkuðu mikið til að
koma til Islands.
Stundin er upprunnin og vona
ég að sem flestir sjái sér fært að
vitna þennan stórviðburð þegar
Empire Brass sækir ísland heim.
Boston, 21. mars 1985.
Oddur Björnsson.
EMPIRE BRASS til íslands
ÞAÐ VAR árið 1978 að ég heyrði
fyrst til þeirra félaga hér í Boston
og hef ég allar götur síðan fylgst
náið með Empire Brass Quintet,
en kvintettinn skipa þeir Rolf
Smedvig og Charles A. Lewis,
trompet, David Ohanian horn,
Scott Hartman básúna og Samuel
Pilafian túba.
Leonard Bernstein heyrði
fyrst til þessara ungu manna á
sumarheimili Boston-sinfóní-
unnar í Berkshire-fjöllunum, en
Dave var þá þegar orðinn með-
limur í Boston-sinfóníuhljóm-
sveitinni, en hinir voru þar við
nám. Sagan segir að Bernstein
hafi heyrt eitthvað í leik þeirra
allra sem hann taldi fara vel
saman ef þeir stofnuðu kvintett.
Boltinn var farinn af stað og
hefur síðan rúllað um alla
heimsbyggðina.
Árið 1976 var merkisár í sögu
þeirra. Það ár komu þeir fyrst
fram í Carnegie Hall, New York,
og fóru mánuði seinna í fyrstu
Evrópureisu sína. í lok þess árs
unnu þeir fyrstu verðlaun í
Naumberg-kammersveitakeppn-
inni í New York, fyrstir málm-
blásara. Það ár kom út fyrsta
hljómplata þeirra, en þær eru nú
hátt á annan tug.
Boston-háskólinn réð þá til sín
sem eina heild, 1977, og hefur
prógramm þeirra við skólann
stækkað og dafnað allar götur
síðan. Vetrarmánuðina níu
kenna þeir í einkatímum og
leiðbeina einnig nemendakvint-
ettum. Þá hafa þeir síðan 1979
haldið tveggja mánaða sumar-
námskeið í Tanglewood Berk-
shire á vegum Boston-háskólans.
þar sem afrakstur vikunnar var
opinberaður og hver kvintett
spilaði fyrir hina. Oft var nú
adrenalínið á fleygiferð því á
fremsta bekk sat Empire Brass.
Fyrir utan að njóta leiðbeininga
þeirra nánast allan daginn feng-
um við svo að vera viðstödd
þrjár til fjórar opnar æfingar
þeirra félaga í viku hverri. Þeir
hafa sannarlega komið upp
skemmtilegu prógrammi þarna í
Berkshire-fjöllunum.
Eftir því sem heimsreisunum
fjölgaði og konsertarnir urðu
fleiri heima fyrir, varð erfiðara
fyrir þá félaga að deila Empire
Brass með annarri vinnu. Árið
1980 er Rolf orðinn fyrsti tromp-
etleikari Boston-sinfóníu-
hljómsveitarinnar, en hann hóf
störf með hljómsveitinni 1973,
þá yngsti meðlimur hennar.
Dave var enn í hornaflokki
hljómsveitarinnar og Norman
Bolter annar básúnisti hennar,
Það var fyrst þá að ég kynntist
þeim persónulega er ég tók þátt í
slíku námskeiði sumarið 1983.
Það má segja að þar hafi Empire
Brass gefið okkur kvintett-
bókmenntirnar beint í æð. Fimm
daga vikunnar dreifðu átta nem-
endakvintettar sér út um holt og
hæðir og æfðu frá morgni til
kvölds á meðan félagar Empire
Brass gengu á milli og leið-
beindu okkur. í lok hverrar viku
voru svo óformlegir tónleikar
Víkingasteik 1 kg____________________________________296,00
Sveppasteik 1 kg_____________________________________279,00
Kjúklingar 1 kg______________________________________199,00
Fransman franskar kart. 1,5 kg________________________79,00
Fransman franskar kart. 700 g_________________________47,00
Coca cola 1 Itr. m/gleri______________________________39,00
Tab-Sprite-Fanta 1 Itr. m/gleri_______________________39,00
Bulgar jarðarber 1/i sós______________________________67,00
Union ferskjur 1/2 dós________________________________28,00
Kjörís 1 Itr. ________________________________________63,00
Kjörís - mjúkís 1 Itr---------------------------------76,70
Luxus - kaffi 500 g __________________________________68,90
Ekta - snack._________________________________________22,40
HA6EAUP