Morgunblaðið - 31.03.1985, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 31.03.1985, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 31. MARZ 1985 B 3 StálfyrirUekið Arbed Saaratehl í Saar. Fyrirtækið er einn sUersti vinnuveit- andi fylkisins. Hnignun þess á undanförnum árum hefur þó haldizt í hendur við hnignun stáliðnaðarins og námuvinnslunnar í Saar. Lafontaine hyggst rétta við hag þessara atvinnugreina með því að þjóðnýta fyrirtækin, en sætir þar verulegri andstöðu, einnig á meðal jafnaðarmanna. mitt í Vestur-Þýzkalandi. Af þeim sökum er mikil tortryggni fyrir hendi gagnvart þjoðnýtingar- áformum Lafontaines og það ekki bara á meðal stjórnmálaandstæð- inga hans. Með því að hasla sér völl svo langt til vinstri, hefur Lafontaine einmitt vakið upp mikla andstöðu í hægri armi jafn- aðarmannaflokksins. Háværar raddir heyrast nú þegar um hætt- una á klofningi í flokknum, verði Lafontaine of áhrifamikill um stefnu hans, hvað þá heldur ef hann verður gerður að flokksleið- toga. Að sinni nýtur Lafontaine hins vegar nýfengins sigurs, sem er vissulega meiri en nokkur annar stjórnmálamaður í Sambandslýð- veldinu hefur unnið um árabil. Með þessum sigri er Lafontaine orðinn að stórstjörnu á himni vestur-þýzkra stjórnmála og þar hann vafalítið eftir að láta mjög að sér kveða á næstu árum. (Heimildir: Frukfurter Allgemeiiw Zeilang og Der SpiegeL) Sannfær- andi sveins- stykki Tánlist Siguröur Sverrisson Autograph Sign in please RCA/Skífan Ég hef margoft í undangengn- um plötudómum um þessa teg- und tónlistar lýst uppgangi hennar í Bandaríkjunum og Kanada og fer þvi ekki að eyða frekari orðum á þá þróun, en Autograph er hins vegar enn einn flokkurinn, sem rennur undan rifjum þungarokksbylgj- unnar vestanhafs. Þeir, sem sáu Skonrokk fyrir nokkru, hafa vafalítið veitt Autograph athygli, þar sem hún flptti lagið „Turn up the Radio". Ágætasta lag í hvívegna, en hræddur er ég um að ímynd sveitarinnar hafi fælt væntan- lega aðdáendur frá. Menn ættu hins vegar að gleyma útliti með- limanna hið fyrsta því umrætt lag er nokkuð táknrænt fyrir þá tónlist, sem Autograph leikur, og hún er ef nokkuð betri en margt af því sem komið hefur á markað úr þessum herbúðum undanfarna mánuði. Lögin eru gegnumgangandi lýrísk og sum hver skemmtilega byggð upp en á hæfilega einfaldan hátt, þann- ig að auðvelt er að meðtaka þau. Autograph er ung sveit, til þess að gera, en hefur náð ótrú- lega langt á skömmum tíma. Má vafalítið þakka frama hennar þeirri gífurlegu uppsveiflu, sem verið hefur í þungarokki vestan- hafs undanfarið, en nú keppast plötufyrirtækin um að „sæna“ til sín sveitir, sem hafa þungarokk á stefnuskránni. Það er það, sem selst þar vestra í dag. Vafalítið hefur það einnig skipt miklu máli fyrir Autograph að sveitin fékk að fylgja Van Halen á 3 mánaða tónleikaferðalagi um Bandaríkin í fyrra sem „upphit- unarsveit". Slíkt hefur óneitan- lega mikið gildi og sparar hljómsveitum að þræða alla klúbba landsins í leit að að- dáendum. Sitthvað að leika fyrir 2—300 manns á kvöldi eða 12.—15.000 eins og á tónleikum Van Halen. Þessi fyrsta plata Autograph finnst mér lofa góðu að flestu leyti og greinilegt er að forráða- menn RCA-steypunna hafa tröllatrú á fyrirtækinu. Kynn- ingarherferðin virðist smám saman vera að skila sér og nú er bara gamla spurningin: Er Auto- graph það sem þeir á enskunni nefna „eins dags undur" eða eitthvað varanlegra. Allir muna hvernig fór fyrir Quiet Riot, en ég held að Autograph hafi alla burði til að gera miklu betur en sá kvartett. Sign in please er sannfærandi sveinsstykki. VfSA HEIMILIS- OG RAFTÆKJADEILD Verö kr. 9.880 HF LAUGAVEGI 170-172 SIMAR 11687 ■ 21240 oeót/ tt ENWOOD FRUMSÝNING á stórmyndinni „Vígvellir” í Háskólabíói Myndin er sannsöguleg og byggir á atburðum sem áttu sér stað í Víetnam, Kambódíu og Thailandi um það leyti er syrta tók í álinn hjá herjum Suður-Vietnams og Bandaríkjanna og uppgangur Rauðu Khmeranna var að hefjast í Kambódíu. Rakin er saga Dith Prah sem vegna styrjaldarinnar verður að afneita uppruna sínum, yfirgefa heimili sitt í Kambódíu og fara huldu höfði, en kemst að lokum í flóttamannabúðir í Thailandi við landamæri Kambódíu. Mynd þessi hefur hlotið mikið lof gagnrýnenda, var útnefnd til 7 Óskarsverðlauna og hlaut þrenn verðlaun: Besta kvikmyndatakan, besti teikari í aukahlutverki, og besta hljóðupptaka Einnig veitti breska kvikmyndaakademían myndinni fjölmörg verðlaun, þ.á.m. titilinn Besta kvikmynd ársins 1984. Rauði krossinn reisti flóttamannabúðir á landamærum Thailands og Kambódíu og þangað streymdu hundruð þúsunda flóttamanna. Rauði kross íslands tók virkan þátt í þessu starfi og hafa 16 íslendingar verið þar við störf frá upphafi. Hver miði á frumsýninguna kostar 200 krónur sem er hærra verð en á almennum sýningum - en allur ágóði af frumsýningunni rennur óskiptur til hjálparstarfs Rauða krossins Forsala aðgöngumiða er í Háskólabíói sunnudaginn 31. marsfrá kl. 14°° ogmánudaginn 1. apríl frá kl. 1600 Styrkið gott málefni! Rauði kross íslands (afc)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.