Morgunblaðið - 31.03.1985, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 31. MARZ1985
B 39
Hlaupagarpurinn Sebasti-
an Coe gekk með fremur
sjaldgæfan kirtlasjúkdóm
sem heitir toxoplasmosis í
næstum tvö ár áður en lækn-
ar gátu fundið út hvað amaði
að honum. Það var árið 1982
sem hann byrjaði að finna
fyrir sjúkdómnum og árið eft-
ir voru einkennin svo æpandi
eftir erfiða keppni, að sann-
leikurinn var dreginn fram í
dagsljósið. í tengslum við
sjúkdóminn hafði Coe stór-
skemmt hryggjarliði, en með
réttri meðferð, dugnaði, aga
og með góðra manna hjálp
tókst hlauparanum vinsæla
að yfirstíga erfiðleika sína og
vinna gullverðlaun á Ól-
ympíuleikunum í Los Angeles
í fyrra.
„Mánuðum saman harkaði
ég af mér í þeirri trú að ég
hefði ofreynt magavöðva eða
eitthvað þvíumlíkt. Læknar
fundu ekkert athugavert,
stungu jafnvel upp á því að ég
hefði fengið sprungu í
mjaðmagrindina. Þetta varð
svo slæmt að ég átti í stök-
ustu vandræðum með að kom-
ast inn í og út úr bíl mínum að
ganga og hvað þá að hlaupa.
Fljótlega fóru bakverkirnir að
herja á mig að auki og það
vita bakveikir menn að það er
hrikalegt að einfaldlega leggj-
ast niður. Ég svaf vart meira
en fjórar stundir á sólarhring,
samt var ég alltaf að sofna á
æfingum og smám saman
varð ég að minnka stórlega
við mig æfingar vegna kvala.
ÍSLENSKUR
í
MÓÐURÆTTINA:
Vann
gull- og
silf-
urverð-
laun á
Ólympíu-
leikum
Það var verulegt tilstand í bæn-
um Finspáng í Svíþjóð á liðnu
ári. Rauði dregillinn var tekinn
fram og burstaður, blómvendir
hafðir til reiðu, blaðamenn á
staðnum og fulltrúi bæjarstjórn-
arinnar mættur á svæðið.
En þegar að var gáð, þá var ekki
um að ræða þjóðhöfðingja eða
konungsborna persónu, jafnvel
ekki gest i venjulegum skilningi,
heldur var ungur piltur úr bænum
að koma heim úr sigurför, Gunnar
Nilsson, sem hafði unnið til bæði
gull- og silfurverðlauna á sundi á
Olympíuleikum fatlaðra í Stoke í
Mandeville. Það var vissulega
ástæða til fagnaðar í Fansp&ng,
því það er ekki á hverjum degi,
sem bærinn eignast ólympíu-
meistara.
Aðalástæðan fyrir því að við
birtum grein um þetta þó langt sé
um liðið frá því er atburðurinn
átti sér stað, er að drengurinn er
íslenskur í móðurættina, sonur
Hugrúnar Steinþórsdóttur sem er
dóttir Steinþórs heitins Helgason-
ar, fyrrum fisksala á Akureyri.
Hugrún hefur verið búsett í Sví-
þjóð undanfarin 20 ár og starfar
þar sem ljósmóðir.
Lét mér nægja að keppa og í
dag skil ég ekki einu sinni
hvernig ég fór af því, því um
leið og ég hljóp af stað, læsti
ógurlegur verkur sig um lík-
amann og vék ekki,“ segir Seb.
Það segir sig sjálft, að veik-
indin fóru að koma niður á
Seb í keppni, hann hríðléttist,
missti mátt og fann brátt að
hann var hættur að geta tekið
lokaspretti sem hafði ávallt
verið einn af hans sterkustu
punktum. Hann tapaði hvað
eftir annað, var jafnvel háð-
uglega leikinn á hlaupa-
brautinni og það leiddi af sér
hugsýki. Er Seb hafði lokið
800 metra hlaupinu í Gates-
head vorið 1983 varð hann
smeykari um sig en nokkru
sinni fyrr. Hann var burstað-
ur á vellinum og þegar hann
kom í mark var hann með
hitalumbru, ógleði og ofvaxna
kirtla á hálsi, í nára og undir
handleggjum. Hann dreif sig í
rannsókn og loks komust
læknar að meininu: toxopl-
asmosis.
Sjúkdómur þessi er sjaldan
greindur, en talinn algengari
en opinbert er vegna þess að
einkennin eru stundum væg.
Það er talið að hundar og
kettir séu helstu smitberarn-
ir, einnig skemmt kjöt og
mengað vatn. Ýmis fúkalyf
vinna á toxoplasmosis, en í
einstaka tilfellum getur dauði
hlotist af, ef sjúkdómurinn
nær til augna, lungna, eitla
eða heila.
Seb heldur áfram: „Fyrst
fór ég á 7 vikna lyfjakúr og
leið vítiskvalir allan tímann.
Mér leið miklu verr en nokkru
sinni meðan ég gekk með
sjúkdóminn. Svo fór þetta að
hjaðna og þá var að glíma við
hryggjarliðina, en nokkrir
voru hreinlega fastir. Cynthia
Tucker læknir sá um það og
án hennar hefði ég aldrei get-
að keppt á ólympíuleikunum í
Los Angeles. Cynthia er mjög
viljasterk og ákveðin. Með-
ferðin náði allt fram í síðustu
vikurnar fyrir leikana og
stundum efaðist ég um að
dæmið myndi ganga upp. En
Cynthia dreif mig áfram og ég
hafði gullverðlaun upp úr
krafsinu."
Seb Coe er nú orðinn heil-
brigður maður á ný, en hann
segist ekki ætla framar að
leggja jafn hart að sér í æf-
ingum og keppni. „Eftir það
sem ég hef gengið í gegnum
væri það óviturlegt," segir
hann. Hann ætlar að keppa
hér og þar út þetta ár og allt
það næsta, en svo ætlar hann
að leggja hlaupaskóna á hill-
una og hætta íceppni. Á næstu
ólympíuleika ætlar hann sér
ekki, nema kannski sem
áhorfandi...
COSPER
— Segðu Ríkharði Ijónshjarta að Hrói höttur þurfi að fara í bæinn með
mömmu sinni.
I kvöld kveðj- ^
um við hina KjjWf
stórkostlegu WL
blues-söng-
konu Beryl Kv* m
Bryden sem al- jPH
deilis hefur
slegið í gegn
hér á landi sem ^K//ysrj
og víðar.
Meöal annarra rétta mælum viö meö
eftirtöldum réttum:
Undur Naustsins, innbökuð fiskikæfa á mintsósu
eða
Pönnusteikt hörpuskei á tómatconcasse.
Gæsasúpa með Raviole
Fiskidúett aö hætti Naustsins.
Nýr lax og rauöspetta
eöa
Sjávarréttarúllur í kampavinssósu
Nautaportvinssteik aö hætti skipstjórans
eöa
Léttsteikt heiöargæs aö hætti brytans.
Marineraöir ávextir Ménage a trois
eöa
Heimalöguö súkkulaöimousse.
Boröapantanir
í síma 17759.
Miðvikudagur 3. apríl
STJÖRNUKVÓLD
OG
FERÐAKYNNING
Tvöföld skemmtun á einu
kvöldi. Kl. 21.00. Feröa-
skrifstofan Farandi, feröa-
þjónusta Suöurlands, kynna
einstæöa Vínarferö í vor.
Austurríkis stemmning í tón-
list og mat. Dásemdum Vin-
arborgar lýst í máli og mynd-
um. Tilhögun feröarinnar
kynnt, lýst möguleikum á ^0
skoðunarferðum og listviö-
buröir kynntir.
Hjördís Geirsdóttir skemmtir með söng við
undirleik Kaktusar á miðnætti.
Hjördís flytur gömlu topplögin af sinni al-
kunnu snilld. Stanslaust fjör til kl. 03.00.
Kaktus leikur fyrir dansi. Matur frameiddur
frá kl. 20.00. Borðapantanir í síma 99-1356.
Ótrúlegt en satt. Aðgangseyrir aðeins kr. 200,
Snyrtilegur klæönaöur. Verið velkomin.
oJnqlwlí
(? 'tr' Austurvegi 46, Selfossi.