Morgunblaðið - 31.03.1985, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 31.03.1985, Blaðsíða 20
20 B MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 31. MARZ 1985 Umsjón: KRISTÍN GESTSDÓTTIR Páskadagsmáltíð Pálmasunnudagur, síðasti sunnudagur fyrir páska. Þá minnast kristnir menn innreiðar Jesús í Jerúsalem. í katólskum kirkjum eru pálmaviðargreinar notaðar við guðsþjónustur þennan dag. Með pálmasunnudegi hefst dymbil- vika. Áður voru allar skemmtanir bannaðar í dymbilviku. Hljómur kirkju- klukkna þótti of glaðlegur og voru járnkólfar teknir úr klukkunum og trékólfar settir í staðinn (dumb bjalla) svo að hljómur klukknanna varð dapur. Af því er nafnið dregið. Dymbilvikunni lýkur síðan með páskunum, upprisuhátíð frelsarans. Kristnir menn um allan heim halda páskana heilaga og gyðingar héldu þá hátíðlega löngu fyrir Krists burð í minningu þess þegar Guð leiddi þá út úr Egyptalandi og heim í þeirra eigið land. Páskalambið er tengt þeirri hátíð gyðinga, en í katólskum löndum og víðar er lambakjöt borðað um páska. FORRÉTTUR Gggin í þessum rétti eru soðin skurnlaus í vatni. Kallast það að pochera egg. Að sjálfsögðu er þetta ekki íslenskt heiti á þess- ari matreiðsluaðferð, en poche er komið úr frönsku og þýðir vasi. Rauðan í eggjunum liggur í hvít- unum eins og vasa, en ekki finnst mér hægt að kalia þetta vasasoðin egg. Gaman væri að fá uppástungu um gott íslenskt orð yfir þetta. Þegar egg eru pocher- uð þurfa þau að vera ný, annars flýtur hvítan út og hleypur ekki jafnt saman og eggin verða ekki falleg í laginu. Gngin dagsetning er á eggjabökkunum og því óhægt um vik. Þegar egg eru pocheruð, ef vatn, edik og salt sett í djúpa pönnu eða grunnan pott. Þegar vatnið nær suðumarki, er eggið brotið í litla ausu eða stóra skeið, síðan er ausan/skeiðin með egginu látin ofan í vatnið og hvítan látin stirðna örlítið út við jaðrana, þter egginu hvolft ofan í vatnið og hvítunni ýtt vel að rauðunni. Vatnið má alls ekki bullsjóða. Gggið er síðan látið vera við suðumark í 5 mínútur og þeim snúið. Þá er það tekið varlega upp úr vatninu með stórri skeið og annað hvort borð- að strax eða látið kólna eins og gert er í uppskriftinni hér á eft- ir. Notið glæra smábikara úr plasti eða dósir undan jógurt undir forréttinn. Pocheruð egg í hlaupi Handa 5 Kínakál, u.þ.b. ‘k af höfði 5egg 1 lítri vatn 1 msk edik 1 tsk salt 1 pakki ('k lítri) ljóst soðhlaup (fæst tilbúið í pökkum) eða kjötsoð með matarlími, sem þið búið tit sjálf. Smábiti lítil gulrót Smábiti gúrka, græn paprika eða græn blöð af blaðlauk (púrru). 1. Pocherið eggin eins og sagt er hér á undan. Kælið. Látið liggja aðskilin á diski. 2. Farið eftir leiðbeiningum á soðhlaupspakkanum. Kælið soð- ið en látið ekki hlaupa saman strax. Setjið 1 msk af soði á botn bikaranna. Látið inn í kæliskáp til að stífna. 3. Skerið út 10 smárenninga úr ysta laginu á gúrku, papriku eða grænu blöðunum af blaðlauk. Skerið raufar á 5 stöðum eftir endilangri gulrótinni. Skerið síð- an 5 þunnar sneiðar af henni. 4. Raðið tveimum grænum smá- renningum og gulrótarsneiðinni ofan á hlaupið i bikarnum og lát- ið það mynda blóm. 5. Takið eggin í lófann og leggið varlega ofan á „blómin". 6. Setjið soðhlaupið í skeiðatali ofan á. Gf hellt er snögglega yfir, flýtur skreytingin upp. Geymið í kæliskáp í minnst 4—6 klst. 7. Klippið kínakálið þvert í þunnar ræmur. Setjið á fimm smádiska. 8. Skerið kringum hlaupið með heitum hníf. Dýfið síðan bikur- unum augnablik í heitt vatn og hvolfið ofan á kínakálið. GLÓÐARSTEIKT LAMBSLÆRI MEÐ STEINSEUU, BÖKUÐUM KART- ÖFLUM OG KRYDDSMJÖRI Handa 5 1 læri, u.þ.b. 2% kg 1 tsk salt 'k tsk nýmalaður pipar margar greinar fersk steinselja 2 msk smjör Úrbeining á læri: I. Notið beittan hníf með mjóu blaði. Skerið upp með hækilbeininu og losið það frá lær leggnum. 2. Snúið lærinu við og skerið niður með rófú beininu að liðnum og losið það frá. S. Stingið hnífnum niöur með lærleggnum allt í kring og dragið hann út. 1. Úrbeinið lærið eins og sýnt er á meðfylgjandi mynd. 2. Þvoið steinseljuna, klippið smátt og setjið helminginn inn í lærið. Vefjið lærið þétt upp og vefjið sterkum bómullarþræði utan um það. 3. Nuddið salti og pipar í lærið að utan. 4. Hitið glóðarristina, stingið glóðarsteikingarteininum I gegnum lærið og látið lærið glóðast í 1 klst. Hafið skúffuna undir. 5. Bræðið smjörið, setjið afgang steinseljunnar saman við og penslið lærið meðan á steikingu stendur. Bakaóar kartöflur: 10 meðalstórar kartöflur 'k dl matarolía Burstið kartöflurnar vel, penslið þær síðan með olíu og steikið í bakarofninum. Gott er að hita ofninn hálftíma áður en kjötið er sett í hann, setja kart- öflurnar í hann. Síðan þegar þær hafa verið hálftíma í ofninum, eru þær settar á neðstu rim, en kjötið glóðað í ofninum um leið og kartöflurnar halda áfram að steikjast. Kryddsmjör: 200 gr smjör 2 tsk sítrónusafi væn grein fersk steinselja Hrærið smjörið með sítrónu- safa og klipptri steinselju. Mótið rúllu og setjið í álpappír og síðan í frysti. Það frýs á u.þ.b. 2 klst. Meðlæti: Hrásalat og alls konar soðið grænmeti. EFTIRRÉTTUR Handa 5 Kaka með ís og marengs: Þið getið búið til ísinn sjálf eða keypt ferkantaðan 1 kg pakka úr búð. Kökubotninn: 2 egg 75 g sykur 50 g hveiti 1. Þeytið eggin ásamt sykrinum þar til þetta er ljóst og létt. 2. Sigtið hveitið og hrærið sam- an við með sleikju. 3. Takið bökunarpappír, búið til úr honum ferkantað aflangt mót örlítið stærra en ísinn, brjótið upp á brúnirnar og stingið horn- unum niður. Setjið deigið í papp- irsmótið. Hitið bakarofninn í 200°C og bakið botninn í 10 mín- útur. ísinn: 3 eggjarauður 'k msk sykur 1 peli rjómi 2 msk sherry eða lk tsk vanillu- dropar. 4. Þeytið eggjarauðurnar með sykrinum þar til það er ljóst og létt. Þeytið rjómann. Blandið síðan rjóma og eggjarauðum saman með sleikju, setjið sherry eða vanilludropa út í og frystið í aflöngu móti sem er heldur minna en kökubotninn. Marengsinn: 3 eggjahvítur 1 'k dl sykur 5. Byrjið á að þeyta hvíturnar örlítið, bætið síðan sykrinum smám saman út í. Þeytið þar til þetta er alveg stíft. 6. Setjið ísinn ofan á kökubotn- inn, smyrjið síðan marengsinum yfir, látið hann hylja ísinn alveg. Setjið í frysti. 7. Hitið bakarofn í 220°C og bakið kökuna í 5 mínútur. Mar- engsinn á að taka lit, en á að vera linur. Skreytingin: 3kiwiávextir. 8. Afhýðið kiwiávextina og sker- ið í sneiðar. 9. Setjið kökuna á aflangt fat, raðið kiwisneiðunum utan með og berið strax á borð. LEIÐRÉTTING í síðasta þætti, 24. s.l. slædd- ust tvær prentvillur inn í text- ann. í uppskriftinni: Fyllt snittubrauð með rjómaosti, skinku og ananas stóð 1 ‘k pakki rjómaostur, en átti að vera 'k pakki. f uppskriftinni: Beikon- rúllur stóð 2 g feitur mjólkurost- ur, en átti að vera 200 g. Nýir bílar fyrir 2.526 dollara í Njarðvíkum Vopim, 27. mars. ÞAÐ vekur athygli vegfarenda á Reykjanesbrautinni, þegar ekið er um Fitjar í Njarðvíkum, að þar er auglýsingaskilti við bílasöluna. A auglýsingunni eru auglýstir nýir bílar til sölu fyrir 2.526 dollara. Við nánari athugun kom í Ijós að bílaumboð verður með bíla- sýningu 30.—31. mars við bíla- söluna, sem mun sérstaklega ætluð Bandaríkjamönnum á Keflavíkurflugvelli. E.G. Morgunblaðið/E.G.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.