Morgunblaðið - 31.03.1985, Blaðsíða 38
38 B
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 31. MARZ 1985
fclk í
fréttum
HAROLD HOLSTEIN
FATAHÖNNUÐUR SELUR I UM 200
VERZLANIR í EVRÓPU:
Skipti á íslenskum
hesti og 200 skyrtum
margt sameiginlegt með
Skandinövum og Japönum í
hönnun yfirleitt, húsum, hús-
munum, klæðnaði o.s.frv."
— Attu þér uppáhaldshönn-
uð?
„Tvímælalaust Kenzo. Hann
áorkaði því að fá fólk til að
setja saman ótrúlegustu liti og
eyddi þannig ýmsum fordóm-
um. Hann er með „plain" fatn-
að en þó í ólíklegustu lita-
samsetningum og ég hef gam-
an af því.“
— Hvernig verða litirnir bæði
í sumar og haust?
„í sumar verða pastel- og
neonlitir gegnumgangandi. Ég
er einnig nýkominn af sýningu
fyrir haustfatnað í Danmörku
og þar virtust litirnir svart og
lilla vera yfirgnæfandi. Ég
aftur á móti hyggst stefna á
skærari liti eins og kína-blátt,
sterk-gulan lit og fleira í þeim
dúr. Annars er ég ekki búinn
að ákveða þetta endanlega, ég
er ævinlega svo seinn og ekki
að flýta mér!“
— Hvernig líst þér á þig
hérna?
„Vel, og mér finnst verzlan-
irnar hér vera mjög nýstár-
legar og skemmtilegar. Land-
inu hef ég haft lítið tækifæri
til að kyniiast, en áður en ég
fer af landi brott ætla ég að
komast á hestbak og reyndar á
ég íslenskan hest heima, sem
ég fékk fyrir 200 skyrtur.
Stfll Holsteins er
einfaldur en efnin
oft á tíðum
skrautleg og litrík.
Myndin var tekin
á tískusýningu frá
honum í Broadway
fyrir skömmu.
að er óhætt að segja að
íslendingar fylgist vel
með tískunni, sagði Harold
Holstein fatahönnuður, sem
staddur var hérlendis fyrir
nokkrum dögum. Hann kom
til landsins í þeim tilgangi að
kynna umboðsmanni sínum,
Fanny Jónmundsdóttur, eig-
anda verslunarinnar Fanny,
vor- og sumarlínuna í fatnaði
sínum, sem hann hannar und-
ir nafninu NoaNoa.
„Ég byrjaði á því að gera
teppi úr afgöngum. Þetta vatt
upp á sig og ég fór smám sam-
an út í fatahönnun. Ég byrjaði
á því að gera einfalda hvíta
bændaskyrtu og hélt svo
áfram. Það var ýmislegt sem
ég sá að vantaði í fatnaði og
mér fannst að vantaði og þá
tók ég mig til og hannaði það.“
Selurðu nú til margra landa
verk þín?
„Það eru um 200 verzlanir í
Evrópu sem verzla með mín
merki og þar af um 80 verzlan-
ir í Danmörku. Ég hef fyrir
reglu að það er einungis ein
verzlun í hverri borg sem sel-
ur NoaNoa og í Helsingör höf-
um við eina verzlun er einung-
is verzlar með þetta merki.“
Nú eru þessi föt einföld í
sniði. Er það stefnan?
„Já, stíllinn er „plain“ og
það virðist vera línan hjá
Skandinövum. Það er athygl-
isvert að frægu japönsku
tískuhönnuðurnir feta í þessi
fótspor einnig og í raun er
. -
Sjúkdómurinn sem
eyðilagði næstum
Sebastian Coe
Rod með tveimur barna sinna,
Sean litli er þarna kampakátur.
Sean litli fékk
tjónið ríkulega bætt
Sean Stewart, sonur Rods Stewart rokkgoðs, þarf ekki að hafa
áhyggjur af smávægilegum hlutum eins og að tína eignum
sínum, pabbi hans er ríkur og bætir allt slíkt tjón. Dæmi: Sean
var úti á báti með föður sínum nýverið og í ærslum og ógáti
missti hann af sér úrið og sökk það í grængolandi dýpið. Rod þótti
ekki árennilegt að synda eftir því svo hann ákvað að kaupa bara
nýtt úr handa stráksa. Ekkert vandamál.
Rod fór svo á stúfana fljótlega eftir bátsferðina, enda var
drengurinn hnugginn mjög og saknaði þess að geta ekki látið ljós
sitt skína með þvi að kunna á klukku, sem er einn af meiriháttar
áföngunum á þroskabrautinni. Rod ákvað að gefa ekki syni sínum
neitt drasl, vatt sér inn í dýra verslun og keypti „Cartier“-úr í
hæsta gæðaflokki og kostaði gripurinn um 120.000 íslenskar. Nýja
úrið hans Sean er bæði vatnsþétt og með öryggiskeðju.