Morgunblaðið - 31.03.1985, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 31.03.1985, Blaðsíða 46
46 B MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 31. MARZ 1985 WE HEIMI rVirMyNDANN/i Ástralir í Ameríku Á áttunda áratugnum voru þaö breskir leikstjórar eins og Alan Parker og Ridley Scott, sem héldu til Hollywood í leit aö frssgö og frama. En núna eru það andfætlingar þeirra, Ástralir, sem hertekið hafa kvikmyndaborgina. Þrír fremstu leikstjórar Ástralíu munu senda frá sér amerískar stórmyndir á þessu herrans ári 1985. Enn sem komið er hefur Gillian Armstrong (My Britliant Career) gert Mrs. Soffel ( Ameríku meö þeim Di- ane Keaton og Ástralanum Mel Gib- son, en það er mynd byggð á sönnum atburöum er varöa ástar- samband eiginkonu fangavaröar og moröingja. Gagnrýnendur hafa hælt myndlnni á hvert reipi en áhorfend- ur hafa látiö sig vanta. Á hinn bóginn hefur mynd Peter Weir (Gallipoli, The Year of Living Dangerously), Vitnió, sem minnst var á í siöustu viku, með Harrison Ford í aöalhlutverki slegiö í gegn svo um munar. Og svo er þaö Bruce Beresford og myndin hans, sem hann gerir einnig í Ameríkunni. Hún hefur ekki enn séö dagsins Ijós eins og hinar tvær, en heitir Davíö konungur og veröur víst eins og nafniö gefur til kynna epískt stórvirki byggt á Biblí- unni. Beresford hyggst segja „alla söguna" fyrir um 15 milljónir dollara en aöalhlutverkiö veröur i höndum (og haldiö ykkur nú) Richards Gere af öllum. Afstaöa þessarra þriggja ástr- ölsku kvikmyndagerðarmanna til reynslu sinnar Hollywood er eins ólík og myndir þeirra. Armstrong segir: „Það er dásamlegt aö hafa Ijóniö (MGM) fremst í myndinni. Þaö gefur manni tilfinningu fyrir kvik- myndasögunni, sem hver og einn myndi finna. En mitt helsta markmiö er aö gera þær myndir sem mig langar til aö gera og ég held aö þaö séu ekki margar slíkar geröar í Hollywood." Beresford segir: „Þaö er ekki eins og maöur sé flóttamaöur austan frá Evrópu, sem getur ekki snúiö til baka. i áströlskum dagblööum fær maöur þau tíöindi aö maöur „geti ekki snúiö aftur", sem er ekki satt. Ég vildi helst fara fram og til baka á milli Ástralíu og Hollywood." Peter Weir segir: „Þetta er stór- kostleg reynsla og ég vildi helst gera nokkrar myndir hér af og til.“ — ai. Frú Sellers fer í mál Peter Sellers heföi ekki verið skemmt á síóustu myndinni um líf Ciouseau leynilögreglumanns var hmstaréttardómara sagt í réttinum fyrir skömmu þegar tekiö var fyrir mál ekkju Sellers gegn framleió- endum myndarinnar, Trail of the Pink Panther, eöa Á slóöum Bleika paradusíns. Hinir einstöku leik- hæfileikar Peters Seller geróu nafn Clouseau hins franska frægt um allan heim en þessi mynd, sem gerö var eftir dauóa leikarans árið 1980, var „hræöileg og fyrir neöan hans viröingu sem leikara", sagöi lögmaöur ekkjunnar, Colin Ross- Munro. Ekkjan, Lynne Frederick, og for- ráöamenn dánarbús Sellers hafa sem sagt höföaö mál gegn United Artist kvikmyndafyrirtækinu og framleiöendum myndarinnar, Blake Edwards, leikstjóra, og fyrirtæki hans, Blakeline Productions, vegna myndarinnar. Sækjendur málsins vilja aö United Artist og Edwards og fyrirtæki hans, sem hann á meö konu sinni, Julie Andrews, veröi meinaö að nota nafn, rödd eöa persónusköpun Sellers úr fyrri Pardusmyndum, í tengslum viö myndir á borö viö „Á slóðum Bleika pardusins". Verjendurnir segjast eiga fullan höfundarrétt aö öllum Pardusmyndunum og aö þeir geti leyft sér aö nota þær aö vild. Máliö er nefnilega það, eftir þvf sem lögmaöurinn, Ross-Munro, sagöi dómaranum, aö ástæöan fyrir gerö myndarinnar var „ósiöleg og mestanpart græögi framleiöands“. Fjörutíu prósent myndarinnar (sem sýnd var á sínum tíma í Tónabíói) fela i sér atriöi úr fyrri Paradus- myndum, sem klippt voru út, eöa atriöi, sem höföu veriö í hinum fyrri myndum. Edwards vildi alltaf gera þessa síöustu Pardusmynd á meðan Sellers var enn á lífi, en leikarinn neitaöi ætíö aö þaö yröi leyft. „Peter Sellers leitaöi alltaf aö full- komnun í leik sfnum og sum atriðin sem klippt voru úr myndunum þóttu honum ekki fyndin, eöa ekki hæfi- Ekkja gamanleikarans Patars Sellers, Lynna Frederick, ar akki ánægó meö hvarnig nafn manns- ins hennar fyrrverandi hefur verió misnotaö. leikum hans samboöin," sagöi lög- maöurinn. Myndin var gerö þrátt fyrir kröftug mótmæli ekkjunnar og forráöamanna dánarbúsins og flest- ir myndu segja að þessi mynd hafi veriö hræðileg og enga aösókn fékk hún. Þær fimm myndir um leynilög- reglumanninn, sem Sellers lók í á fimm árum, frá 1962 til 1977, gáfu aftur mikiö í aöra hönd, sagöi lög- maöurinn. — ai. Á þessari mynd eru samankomnar allar þær persónur sem láta aitt- hvað aö sór kveöa í Lögregluskólanum. Austurbæjarbíó: Lögregluskólinn Austurbæjarbíó hóf sýningar á grínmyndinni „Lögregluskólinn" (Police Academy) síóastliöinn þriójudag. Myndin varó óskaplega vinsæl í landinu, þar sem hún var gerð, raunar er hún eins bandarisk og hugsast getur. En vinsældir myndarinnar eru ekki bundnar vió Ameríku; hún sló rækilega í gegn í Bretlandi, Noregi, Japan og víóar. Myndin er samsafn af gamal- kunnum persónum: þarna er sæti gæinn sem er sama um allt, sadíski yfirmaöurinn, byssuglaöa hörkutól- iö, eftirherman snjalla, kvennagulliö sem heillar meö lygum, sæta skvís- an, og feiti nýliöinn sem allir hafa gaman af aö stríöa. Eitt er þaö sem einkennir banda- ríska kvikmyndageröarmenn meir en nokkuö annaö: ef myndir þeirra njóta vinsælda eru engir gjarnari á aö gera framhald en einmitt þeir. Þetta á viö Hugh Wilson, leíkstjóra Lögregluskólans og handritshöfund, ekki síður en mjaltakonurnar Spiel- berg og Lucas. Lögregluskólinn II er tilbúin til sýninga, en meöan viö bíö- um eftir þeirri mynd getum viö horft á og hlegið aö nýgræöingunum í lögum og reglu í Austurbæjarbíói. Kvikmyndahátíð ’85: Tvöfaldur verðlaunahafi frá Montreal Júgóslavneski leikstjórinn Sijan verður kynntur á kvikmyndaháttó í vor Á KVIKMYNDAHÁTÍÐ sem haldin veröur 18.—28. maí í vor veröa kynntar tvær myndir eftir júgó- slavneska leikstjórann Slobodan Sijan sem vakiö hefur mikla at- hygli utan heimalands síns á síð- ustu þrem árum. Sijan var svo til algerlega óþekktur á vesturlönd- um, þegar mynd hans „Who is Singing Over There“ fókk fyrstu verólaun á The World Film Festi- val í Montreal 1981. Og árió eftír (1982) fókk einníg mynd eftir Itann þessi eftirsóttu verölaun og er þaö einsdæmi að sami leik- stjóri hafi unnið þar til verölauna tvö ár í röö. Þaö var fyrir myndina „Maraþonfjölskyldan“ (The Mara- thon Family) sem hann hlaut verölaunin en hún veröur sýnd hér á kvikmyndahátíó, ásamt nýrri mynd eftir hann, „Hvernig ég var kerfisbundiö lagöur í rúst af fíflum“, (How I was Systemat- ically Destroyed by Idiots) sem hefur einnig hlotið frábæra dóma og unnið til fjölda verólauna. Sijan er 37 ára aö aldri, fæddur 1946. Stíll hans er satírískur og oft dálítiö absúrd, þótt yrkisefnin séu sótt beint i jógóslavneskan hversdagsleika. Þannig minnir hann stundum á leiksáld absúrd- ismans i efnistökum, enda skrifar hann myndir sínar sjálfur eöa í samvinnu viö aöra. Maraþonfjölskyldan, sem sýnd veröur hór á kvikmyndahátíö, eins og áöur segir, gerist á millistríösár- unum. Myndin segir frá fimm ætt- liöum Topalovic fjölskyldunnar sem allir eru á lífi, sá elsti er 120 ára sá yngsti 25 ára. Sijan leikur sér þannig aö kyn- slóöabilinu meö því aö búa til fimm kynslóöabil. Átökin í myndinni hefjast þegar Mirko fulltrúi yngstu kynslóöarinnar neitar aö hefja störf viö útfararfyrirtækiö sem fjöl- skyldan hefur rekiö ættliö eftir ættliö. Þessi afstaöa Mirko veldur miklum vonbrigðum, vegna þess aö í nútímanum skilar líkkistu- framleiösla og útfararekstur æ meiri gróöa, bæöi vegna þess aö meö tilkomu tækninýjunga eru jaröarfarir fljótlegri og meö bálför- um, sem eru aö komast í tísku, mé afgreiöa hina dauöu á mun hag- kvæmari hátt. Mirko ætlar sér aö leita fegurra mannlífs meö kærustunni sinni Denjku, en þegar hún og faöir hennar fá ávæning af þeim gróöa sem Mirko á í vændum, taki hann viö útfararekstrinum vilja þau fá sinn hluta af kökunni. Meö tilstilli Mirko hyggjast þau leggja undir sig bissness Maraþonfjölskyld- unnar. Mirko er á milli tveggja elda, en þegar hann áttar sig á því aö kær- astan er ööru fremur á eftir pen- ingum fjölskyldunnar og svífst einskis, og situr á svikráöum viö hann til aö ná sínu fram, snýr hann frá henni og tekur nú viö stjórn fjölskyldunnar. En Mirko hefur fengiö fyrrverandi tengdafööur sinn upp á móti sér og hefst nú hatröm barátta þeirra á milli. í þeirri baráttu er beitt öllum þeim meöölum sem viö þekkjum úr am- erískum glæpamyndum, og ekkert til sparaö. Húmorinn er oft svartur og týpurnar ýktar. Hér er á feröinni mynd sem fer óvenjulegar slóðir í frásögn og persónugerð og hefur vakið mikla forvitni og jafnt aö-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.