Morgunblaðið - 31.03.1985, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 31. MARZ 1985
B 5
Hólmatindur (baktýn.
Aðalateinn Jónaaon útgaróarmaóur maó aonarayni
afnum og alnatna.
Garöurinn hennar
Arnheiöar Hali-
dóradóttur nyrat f
baanum vekur athygli
feröalanga, enda er
hann meó afbrigóum
akrautlegur. Arnheiö-
ur eyöir i þaö miklum
tíma á aumrin að
ganga á Ijöll í ná-
grenninu og leita
ajaldgæfra ateina,
aem hún aíðan raöar
anyrtilega i garðinum
aínum. Svo hefur hún
gert það sár og dótt-
urdóttur ainni, Öglu
Heiöi Haukadóttur, til
akemmtunar, aó
aetja nióur líkön af
gömlum torfbæjum
hér og þar i alakkan-
um.
Eakfirak fjöiakylda f apáaeitúr. Eirikur Ólafaaon meó dóttur ainni, Láru, Þvottur úti á anúru
og dótturdóttur. Tfkin Kiaaý fékk aó fylgja meó.
Börn eru
besta
myndefnið
Vilberg Guðnason Ijósmyndari tekinn tali
að er sagt að ljósmynd-
arar séu lélegar fyrir-
sætur, og lítið gefnir
fyrir að láta taka af sér
myndir. Við urðum því
ekkert sérlega hissa þegar Vilberg
Guðnason ljósmyndari tók erindi
okkar um myndatöku og spjall með
nokkrum semingi, þegar við bönk-
uðum upp á hjá honum á stofunni
snemma morguns.
„Ég veit ekki hvort ég hef nokk-
urn tíma í svona lagað,“ sagði hann
kurteislega. Það var ekki nokkur
hræða inni hjá honum, svo við tók-
um þessu eins og hverjum öðrum
fyrirslætti og knúðum frekar á.
Sem betur fer, því þegar til kastana
kom var Vilberg hinn viðræðubesti
og virtist hafa nægan tfma. Og það
sem meira er, hann reyndist vera
afbragðs fyrirsæta.
Vilberg er Eskfirðingur í húð og
hár, þar hefur hann búið allt sitt líf
og haft ljósmyndun að aðalstarfi sl.
40 ár. Það eru tíu ár sfðan hann fór
síðast til Reykjavík'-r og hann seg-
ist ekki vera á leiðinni þangað i
bráð, enda telur hann höfuðborg-
arbúa ekki vera í nógu góðum
tengslum við rökrétta hugsun:
„Mér sýnist að fólk á höfuðborg-
arsvæðinu sé orðið nokkuð spillt.
Það hugsar of mikið um peninga, og
svo er kappið og spanið svo mikið að
menn missa af upplögðum sénsum
þegar þeir gefast. Og þegar ég
heyrði um þetta eiturlyfjafargan
fór ég að hafa megnustu fyrirlitn-
ingu á þessu landsvæði."
— Ertu svartsýnn að eðlisfari?
„Já, yfirleitt er ég svartsýnn. Ég
óttast til dæmis að lýðveldið endist
ekki út öldina, við erum að tapa
sjálfstæðinu með erlendri skulda-
söfnun.“
En við ætluðum að ræða við Vil-
berg um ljósmyndun, en ekki þjóð-
málin. — Hvernig bar það til Vil-
berg að þú gerðist ljósmyndari?
„Það var hrein tilviljun reyndar.
Sveinn Guðnason, ljósmyndari
staðarins frá 1924, kom að máli við
mig 1940, minnir mig, en þá var ég
Vilberg Guónason Ijósmyndari ( vinnuharbargi sinu. Vilbsrg er af gamla
skólanum, blandar sinn framköllunarvökva sjálfur og hefur til þess allt
sem þarf, eins og sést á myndinni. Vilberg málar mikió ofan f svart-hvítar
Ijósmyndir og þarna heldur hann á einni slfkri.
„Þessi mynd hefur farió vföa og birst (ertendum blööum,“ segir Vilberg
um þessa skemmtilegu Ijósmynd sina af loönuskipinu Jóni Kjartanssyni,
sem hann tók fyrir mörgum árum.
ekki annað en óráðinn unglingur,
16—17 ára, og hann biður mig að
hjálpa mér á stofunni. Ég veit ekki
almennilega af hverju hann valdi
mig, en ég held að hann hafi frett
að ég væri nokkuð sleipur í teikn-
ingu, og talið að ég hlyti þá að hafa
gott auga. Sveinn kenndi mér tölu-
vert samhliða vinnunni og nokkrum
árum síðar tók ég próf í Iðnskólan-
um í Reykjavík. Sveinn flutti
seinna suður á iand og seldi mér þá
allt draslið og ég gerðist sjálfstæð-
ur ljósmyndari."
— Var alltaf nóg að gera á þess-
um árum?
„Já, það var meira en nóg að gera,
og hefur alltaf verið. A meðan
Sveinn var hér búsettur var annar
Ijósmyndari á Seyðisfirði, en lengst
af á mínum ferli hef ég verið eini
atvinnuljósmyndarinn á Austfjörð-
um og hef því þjónað fleirum en
Eskfirðingum."
— Þú hlýtur að hafa tekið marg-
ar dramatískar fréttamyndir á svo
löngum ferli?
„Auðvitað tók maður slíkar
myndir. En mér hefur alltaf þótt
leiðinlegt að þurfa taka myndir af
slysum. Ég hef gert það stundum
tilneyddur, en mér finnst það af-
skaplega erfitt."
— Hvert er þitt uppáhalds
myndefni?
„Börn. Það er alveg öruggt mál.
Enda hef ég gaman af börnum, þau
eru hrein og bein og það er ekki til í
þeim sviksemi. Það líkar mér vel
því ég er saklaus maður. En það
þarf alveg sérstakar aðferðir til að
mynda börn, maður verður að gefa
sér góðan tíma, leika við þau og fá
þau til að gleyma sér og hlæja. Það
er það skemmtilegasta sem ég geri.“
Eftirlætisvélar Vilbergs eru
Línhof og Zeiss Ikon. „Ég nota helst
ekki annað en Línhof núorðið," seg-
ir hann. „Mönnum finnst þær
kannski gamaldags, en þessar vélar
eru sérlega vandaðar og linsan
ótrúlega góð.“
Það má til sanns vegar færa að
Vilberg sé af gamla skólanum, ekki
aðeins hvað val á myndavélum
snertir, heldur líka í öllum vinnu-
brögðum sínum. Það er ekkert
skolvatn sem hann notar við fram-
köllun. Hann blandar sinn lög sjálf-
ur og hefur til þess öll nauðsynleg
efni í „apótekinu“ sfnu. Og hann
hefur handmálað ófáar myndirnar
um ævina, og það svo vel að varla
sést nokkur munur á þeim myndum
hans og hreinum litmyndum.
Spólurnar valdar
í rakarastólnum
hjá Trausta Reykdal hárskera og
myndbandakóngi
að er ekki víða í heimin-
um sem hægt er að láta
skera hár sitt og velja
myndbandsspólur á
sama tfma. Én það geta
menn á Eskifirði hjá Trausta
Reykdal hárskera og myndbanda-
kóngi. Hagræðingin af slíku er
kannski ekki sérlega mikil, og þó,
þegar sjómenn koma heim eftir
langt úthald geta þeir slegið tvær
flugur i einu höggi, valið spólu og
látið Trausta klippa toppinn svo
þeir sjái almennilega á skjáinn.
Annars segja gárungarnir að
Trausti klippi aldrei nema aðra
hliðina vegna anna f leigunni. Ekki
vildi Trausti viðurkenna það, en
sagði þó að umsvif leigunnar færð-
ust sífellt í vöxt og hann gæti varla
annað hvoru tveggja lengur, að
halda hárinu á Eskfirðingum i
skefjum og sjá þeim fyrir afþrey-
ingu á kvöldin. Enda væri hann að
ráða til sín aðstoðarstúlku. Og hús-
næði leigunnar er hann að hugsa
um að stækka í sumar.
„Það eru rúm fjögur ár siðan ég
fór af stað með leiguna, fystur
manna á Austurlandi," segir
Trausti. „Ég byrjaði smátt, en um-
svifin hafa aukist gffurlega eftir því
sem myndbandstækjum hefur
fjölgað á staðnum."
— Er myndbandstæki f hverju
húsi núna?
„Ég vil nú ekki ségja það, en þau
eru ansi víða. Ég gæti trúað því að
það væru um það bil 100 tæki á
Eskifirði."
— Þú ert með 800 titla, er það
nóg til að þjóna þessum 100 heimil-
um?
„Það er önnur leiga á staðnum
einnig og í sameiningu held ég að
við önnum eftirspurninni. Ég reyni
Trausti Reykdal aö störfum.
líka að hafa mikla hreyfingu á þeim
titlum sem hér eru á boðstólum,
skipti til dæmis mikið við leiguna á
Norðfirði og svo er ég einn af eig-
endum Vídeóbjarnarins íReykjavík
og fæ þaðan spólur.“
— Það er þá ekki mikil sam-
keppni á milli leiganna?
„Nei, ég held frekar að við séum i
samkeppni við bókabúðina."
— Hvað klippirðu marga á dag?
„Svona tfu til tólf manns.“