Morgunblaðið - 31.03.1985, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 31.03.1985, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐID, SUNNUDAGUR 31. MARZ 1985 B 33 Gústaf F. Nilsson, vinnslustjóri í Kísilidjunni framan við glóandi þurrkofninn: nægur gúr í vatninu til að reka verksmiðjuna í 200 ár. „Alltaf verið spenna í þessari sveit“: „Járntjald“ skiptir Mývatnssveit í tvennt ÞEIR SEGJA við Mývatn að „járn- tjald“ skipti sveitinni í tvennt: norð- anmegin eru þéttbýlið við Reynihlíð og Kísiliðjan, sunnanmegin er sveit- in. Það hefur löngum verið tog- streita milli þessara tveggja hluta Skútustaðahrepps; það hefur kraumað undir eins og við Kröflu, og nú hefur spennan brotist fram með talsverðum krafti vegna deilna um framlengingu námavinnslu Kísiliðjunnar hf. við vatnið. íbúar sveitarinnar hafa sent stjórnvöld- um tvo undirskriftalista. Á þeim fyrri eru nöfn sextíu manna, sem mótmæla harðlega 15 ára fram- lengingu námaleyfisins og vara al- varlega við því að gúrtaka úr Syðri- -Flóa verði leyfð. Flóinn varinn hvað sem það kostar „Ef koma á til slíkra óhæfuverka munu af því hljótast mikil átök og ófriður, sem fleiri munu blanda sér í en aðeins þeir sem búa á Laxár- og Mývatnssvæðinu. Við, sem skrif- um nöfn okkar undir þetta bréf og áreiðanlega fjöldi annarra, munum verja Syðri-Flóa fyrir kísilgúr- námi, hvað sem það kostar," segir í undirskriftaskj alinu. Þessum lista var svarað með öðr- um, sem átti upptök sín í Kísil- iðjunni. Undir hann rituðu 202 Mý- vetningar, sem ekki vilja „útiloka kísilgúrnám úr Syðri-Flóa vatns- ins“. Þeir segja að ekki sé hægt að fella dóm um efnistökuna fyrr en visindalegar rannsóknir hafi farið fram. „Við teljum ástæðu til að hvetja Náttúruverndarráð og aðra, sem hafa látið þetta mál til sín taka, að fella ekki dóm um efnis- tökuna fyrirfram," segir í skjalinu. Breytt valdahlutfóll Járntjaldið er sagt vera dregið sunnan við strönd, þar sem skiptir í Ytri-Flóa í Syðri-Flóa, eða úr Neslandatanga í Landteiga. „Þar fyrir sunnan er einhver hiti í mönnum núna en það er svo sem ekkert nýtt. Það hefur alltaf verið spenna í þessari sveit,“ sagði Gúst- af F. Nilsson, vinnslustjóri í Kísil- iðjunni, i samtali við blm. Morgun- blaðsins í Mývatnssveit á dögun- um. „Eftir að fór að byggjast upp hér við Kísiliðjuna færðust til valdahlutföll í sveitinni. Það má segja að völdin hafi verið á Skútu- stöðum og fleiri bæjum þar suður- frá en eftir kosningar 1972 færðust þau að mestu leyti hingað í þéttbýl- iskjarnann. Nú eru einhverjir fáir menn, sem alltaf hafa verið á móti Kísiliðjunni, að ýfa upp gömul sár og væringar. Undirskriftalistar, sem skipta mönnum i tvo hópa í svona litlu samfélagi, held ég að hljóti að vera vondir. Og þó er listi 60-menninganna fyrir sunnan hálfu verri, hreinn árásarlisti." Gústaf og fleiri viðmælendur Morgunblaðsmanna sögðu jafnvel stefna í að klofningurinn í sveitinni gæti orðið viðvarandi. „Það ber strax á því, að góðir vinir eru hætt- ir að vera svo óskaplega góðir vinir. Menn, sem hafa komið hingað til okkar daglega, eru hættir að sjást,“ sagði hann. Allir sammála um verndun en ... Eysteinn Sigurðsson bóndi á Arnarvatni var einn þeirra, sem stóð að 60-manna listanum. Hann segist ekki telja „útilokað að þessi klofningur í sveitinni gæti haft al- varlegar afleiðingar á samskipti manna hér. Það er óhætt að segja að það hefur ekki verið rætt um annað meira í þessari sveit að und- anförnu. Það hefur verið hiti í mönnum og ekki útséð um hvernig það verður,“ sagði hann í samtali við blm. Morgunblaðsins. Aðrir telja að öldurnar sé að lægja og að deilan muni lognast út af. Það hljóti að koma til einhver málamiðlun. „Menn eru að komast niður á jörðina," sagði Héðinn Flóinn skal varinn hvað sem það kostar SEXTÍU íbúar Mývatnssveitar segjast munu „verja Syðri-Flóa fyrir kísil- gúrnámi, hvað sem það kostar," eins og segir í bréfi þeirra til iðnaðarráð- herra. Sextíumenningarnir eru ákveðnir í að fylgja orðum sínum fast eftir — þeir hafa sett sig í samband við náttúruverndarsamtök erlendis, til dæmis Greenpeace, og vilja ekki hætta á neitt þegar kemur að lífríki Mývatns og Laxár. Ýmsar leiðir til að verja flóann „Leyfið stenst ekki fyrir lögum,“ sagði Ingólfur Jónasson, útibús- stjóri Sparisjóðs Mývetninga að Helluvaði, einn forgöngumanna lista sextíumenninganna á Mý- vatnsbökkum. Hann sagði mót- mæli 60-menninganna „andsvar við bréfi hreppsnefndar til Sverris Hermannssonar, þar sem óskað er eftir að námaleyfi Kísiliðjunnar verði framlengt um fimmtán ár. „Ég vona náttúrlega að þetta mál sjatni innan fárra daga en vissu- lega eru til ýmsar leiðir til að verja flóann,“ sagði hann. „Við getum litið til árangurs hvalfrið- unarmanna og ímyndaö okkur aö eins væri hægt að vinna að þessu máli. Mig grunar þó að niðurstað- an verði samkomulag lögfræðinga stjórnarráðsins og Náttúruvernd- arráðs. Frumskilyrði slíks samkomu- lags er auðvitað að Mývatni verði aldrei hætt. Svo hægt sé að veita leyfið þarf skýrara orðalag um að það sé Náttúruverndarráð og sér- fræðingar þess, sem túlki niður- stöður rannsókna. Ekki Kisiliðjan. Það er samdóma álit líffræðinga, að vatninu stafi hætta af kisil- gúrtöku í Syðri-Flóa. Ég tek mest mark á þeim mönnum, þeir byggja niðurstöður sínar á rækilegum at- hugunum. Leikmenn geta lítið um þetta sagt og eiga kannski ekki að fullyrða mikið. Rannsóknir verða að leiða þetta í ljós,“ sagði Ingólf- ur. Ekki strídsyfírlýsing „Það er ekki hlustað nema menn taki talsvert uppí sig,“ sagði Ey- steinn á Arnarvatni um harðan tón i mótmælabréfi sextíumenn- Eysteinn Sigurðsson bóndi á Helluvaði: Hægt að sprengja venjulegan Kjarna með því að hella í hann olíu! inganna. „Við þekkjum það af reynslunni. Þessi yfirlýsing virðist hafa farið eitthvað fyrir brjóstið á mönnum — margir túlkuðu hana sem stríðsyfirlýsingu. Það er ekki — en orð eru til alls fyrst.“ Hann hló þegar við minntumst á Laxárdeiluna og sprengingu Miðkvíslarstíflu, sem Eysteinn og tugir annarra Mývetninga voru dæmdir fyrir á sínum tíma. „Það þarf ekkert sprengiefni á Kísil- iðjuna,“ sagði hann. „Málið vekur athygli um allan heim og það get- ur verið ekki síður hættulegt en sprengiefni. Okkur tókst að vísu ekki að fá Greenpeace-fulltrúana á Norðurlandaráðsþingi til að koma hingað og ræða málin en það er engu að síður fylgst með Mývatni um allan heim. Islend- ingar eru aðilar að alþjóðlegum samningi um verndun Mývatns- svæðisins og við munum beita okkur af fullri hörku til að verja flóann.“ Hægt aö sprengja venju- legan kjarnaáburð — Þarf að fara að líta í kring- um sig eftir sprengiefni? „Menn eru alltaf með sprengi- efni, það þarf í sveitum. Svo má líka sprengja venjulegan kjarna- áburð — mér skilst að það dugi að hella i hann olíu og þá megi sprengja hann! En það var nú svo með Miðkvíslarstíflu, að hún var mjög vafasamt fyrirbæri enda hefur aldrei komið til tals að byggja hana upp eftir að við sprengdum hana. Það hefur sýnt sig síðan, þótt menn hafi ekki vilj- að hlusta á það þá, að stíflan skipti virkjunina engu máli, svo það gerði ekkert til fyrirtækisins vegna þótt hún færi, — en það gerist ekki nú. Ég veit ekki um það mannvirki við Kísiliðjuna, sem ekki myndi valda fyrirtækinu tjóni ef það yrði fjarlægt. Það er ekki það sem fyrir okkur vakir,“ sagði Eysteinn Sigurðsson. Texti: ÓMAR VALDIMARSSON Myndir: FRIÐÞJÓFUR HELGASON Sýnishorn af framleiöslu Kísiliðj- unnar á korti af Ytri-Flóa. „Járn- tjaldslínan“ er dregin milli Nes- landatanga og Landteiga. Þar fyrir sunnan er Syðri-Flói, sem sunnan- menn hyggjast verja „hvað sem það kostar". Sverrisson bóndi og veiðimaður á Geiteyjarströnd. Hann var ekki heima þegar undirskriftalistarnir gengu en segir fráleitt að hann hefði skrifað á 60-manna listann. „Fyrir neðan allar hellur,“ sagði hann og tók undir að hluti deilunn- ar ætti vafalaust rætur í breyttum valdahlutföllum í sveitinni. „Menn eru sammála um að vernda Mývatn og lífríki vatnsins,“ sagði hann. „Það er deilt um leiðir og hvort á að taka áhættu. Vatnið grynnist mjög hratt en það hefur öfgahóp- urinn ekki viljað viðurkenna ... “ Hætta á klofningi í AlþýÖu- bandalagsfélaginu Deilurnar í sveitinni fara ekki eftir flokkspólitískum linum. „Sfð- ur en svo,“ sagði Alþýðubandalags- maðurinn Eysteinn á Arnarvatni kiminn. „Ætli sé ekki frekar hætta á að Alþýðubandalagsfélagið hér klofnaði út af þessu! Það hefur allt- af verið togstreita í þessari sveit, eins og reyndar víðar. En það er langt i frá að við sextiu höfum talið að við næðum einhverjum auknum völdum hér þótt Kisiliðjan leggðist af. Við viljum einfaldlega vernda vatnið og lifriki þess. Og við bænd- ur höfum ekki fundið fyrir auknum tekjum sveitarfélagsins af verk- smiðjunni og fólksfjölguninni. Framkvæmdaféð hefur farið i þéttbýlið." Deilan ekki öll til ills Sveitarígurinn er ekkert nýtt í Mývatnssveit. Arnaldur Bjarnason sveitarstjóri Skútustaðahrepps benti á að landfræðilegar aðstæður réðu nokkru um röskun valdahlut- falla í sveitinni: „Menn fóru á bát- um milli Skútustaða og Reykjahlíð- ar allt fram til 1955 og það voru ekki vel grciðar samgöngur hér á milli fyrr en 1977. Svo hafði stofn- setning Kísiliðjunnar 1966 mikil áhrif, félagsleg og atvinnuleg. Sumir hafa jafnvel fengið svolitið sjokk — það gæti tekið áratugi fyrir samfélagið að jafna sig. Stað- reyndin er sú, að Kisiliðjan skiptir gifurlegu máli fyrir sveitarfélagið og þjóðfélagið i heild. Þéttbýlið og sveitin hljóta að styðja hvort ann- að og vissulega hefur sveitin notið góðs af þéttbýlinu. Ungt fólk er þar til dæmis í vinnu í stórum stíl. En ég held að þessi deila núna sé ekki öll til ills,“ sagði Arnaldur. „Margir hafa farið að meta vægi Kísiliðj- unnar í sveitarfélaginu, það er ver- ið að taka stefnu á framtíðina."

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.