Morgunblaðið - 31.03.1985, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 31.03.1985, Blaðsíða 16
16 B MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 31. MARZ 1985 Húsnýtingarstefna eða nýbyggingarste fna? Um fjárfestingu í íbúðarhúsnæði eftir Stefán Ingólfsson Árið 1944 var haldin ráðstefna um húsnæðismál í Reykjavík. Landssamband iðnaðarmanna og svonefnd Skipulagsnefnd atvinnu- mála boðuðu til ráðstefnunnar. Umræður og erindi á Bygg- ingarmálaráðstefnunni 1944, eins og hún nefndist, voru gefin út i bók, sem nýverið komst í hendur þess, er ritar þessar grein og vakti athygli hans. Ráðstefnan var hin fyrsta sinn- ar tegundar hér á landi. Á henni voru flutt mörg fróðleg og áhuga- verð erindi. Hefur áhrifa hennar örugglega gætt við myndun hús- næðisstefnu hér á landi næsta áratug á eftir. Nýbyggingarstefna Það vekur strax athygli við lest- ur erinda frá þessari ráðstefnu að flutningsmenn hafa haft mjög góða yfirsýn yfir húsnæðismálin. Marga þeirra, sem fjallað hafa um þennan málaflokk síðasta áratug- inn, hefur skort þá yfirsýn, sem menn virðast hafa haft á þessum árum. Framsögumenn sneru sér flestir beint að kjarna málsins i erindum sínum. Þeir settu fram yfirlit um hversu mikið húsnæði væri til, hvernig gæði þess væru og hvar endurnýjunarþörfin væri. Á þessum árum bjuggu íslend- ingar í húsnæði sem svaraði til 15—17 fermetra á hvern íbúa. Af því var þó meira en þriðji hluti svo lélegur að talið var að þyrfti að rífa þaö eða endurbyggja. Þá hafa verið eftir tæplega 10 fermetrar á manninn af húsnæði, sem upp- fyllti kröfur þess tíma. Fjölskyldustærð var 4,6 manns og í hverri íbúð bjuggu um 5 íbúar. Um það bil ellefta hver fjölskylda bjó því ekki í íbúð útaf fyrir sig. Á grundvelli þeirrar vitneskju, sem menn höfðu á þessum árum, var síðan mynduð stefna í hús- næðismálum. Hún miðaði að því að „útrýma hreysunum okkar“ eins og einn framsögumannanna, Arnór Sigurjónsson, komst að orði í erindi sínu. Þessi stefna var hin eina rétta á sínum tíma. Hana má nefna ný- byggingarstefnu. Henni hefur nú verið fylgt í fjóra áratugi og er orðin rótgróinn þáttur í umræðu um húsnæðismál hér á landi. Enn ræða margir þeirra, sem um þenn- an málaflokk fjalla, um vanda húsbyggjenda, sem hinn eina hús- næðisvanda. ótrúlega margir af stjórnmálamönnum okkar leggja eingöngu fram tillögur um lán til húsbyggjenda til lausnar á hús- næðismálum landsmanna. Á fjórum áratugum hafa að- stæður hins vegar breyst mjög mikið. Miðað við það ástand, sem nú er í húsnæðismálum er nýbygg- ingarstefnan hins vegar líkleg til þess að hafa þveröfug áhrif á við það, sem henni er ætlað. Húseignir í dag. í dag hefur hver íslendingur um 40 fermetra húsnæði fyrir sig. Þá er sameign í fjölbýlishúsum ekki talin með. Væri hún talin með væri gólfflöturinn enn stærri. 2,9 manns búa í hverri íbúð. f hverri fjölskyldu eru nú liðlega þrír ein- staklingar. í dag eru samkvæmt því fleiri íbúðir en nemur fjölda fjölskyldna á íslandi. Ætla má að á landinu séu nú tæplega 9,7 milljónir fermetra af gólffleti íbúðarhúsnæðis. Rétt tæplega 3 milljónir af þeim hafa verið byggðar síðustu þrettán ár. Það jafngildir því að frá árinu 1970 hafi íbúðarhúsnæði stækkað um 44%. Enn heldur íbúðarhúsnæði áfram að stækka. Árið 1983 bætt- ust 221 þúsund fermetrar við af nýju íbúðarhúsnæði. Það var 2,4% aukning á gólffleti frá fyrra ári. Á sama tíma fjölgaði þjóðinni um nálægt einu prósenti. Húsnæði stækkaði því það árið um 125 til 145 þúsund fermetra umfram það, sem byggja hefði þurft vegna fólksfjölgunar. Á núgildandi verðlagi er hér um að ræða fjárfestingu, sem nemur 2,5 — 3,0 miljörðum króna. Það er mun meira en allt það fjármagn, sem kom í lán frá Húsnæðisstofn- un ríkisins í fyrra, 1984. Til þess að gefa lesendum hugmynd um hvernig þróunin hef- ur gengið má taka yfirlit um bygg- ingarframkvæmdir áranna 1979-1983: Hækkaðir raunvextir og verð- trygRÍng hækka byggingarkostnað og auka greiðslubyrði af lánum og hefðu samkvæmt því átt að draga úr stærð íbúða. Augljóst er að stærð nýbygg- inganna er ekki í samræmi við þarfir markaöarins. í stuttu máli má segja að byggður sé of stór gólfflötur og of fáar íbúðir. Vandamál okkar í húsnæðis- málum snúast samkvæmt þessu frekar um nýtingu þessa húsnæð- is, sem fyrir er, en magn nýbygg- inga. Sú skoðun hefur heyrst að þörf, sem er fyrir litlar íbúðir, megi fullnægja með byggingu stórra íbúða einkum einbýlishúsa og raðhúsa. Hér er um slysalegan misskilning að ræða. Þörf fyrir litlar íbúðir verður ekki leyst með byggingu einbýlis- húsa. Vöntun á litlum íbúðum verður að leysa með byggingu lítilla íbúða eða innréttinga þeirra í eldra hús- næði. TAFLA 1. BYGGING ÍBÍJÐARHÚSNÆÐIS 1979-1983 Stækkun íbúöa. Minnkandi fjölskyldustærð og almenn fólksfjölgun í landinu gera kröfur um fjölgun íbúða. Ef miðað er við fólksfjölgun undanfarinna ára og minnkandi fjölskyldustærð má ætla að útbúa þurfi 1600 íbúðir á hverju ári næsta áratug til að mæta þessum þörfum. Þar af eru þó einungis 700—800 vegna fólks- fjölgunar. Minnkandi fjölskyldustærð kallar á minni íbúðir. Þetta má mjög greinilega lesa úr fasteigna- viðskiptum á landinu. Tvær af hverjum þremur íbúðum, sem seldar eru, eru þriggja herbergja eða minni. Það er minna en 90 fer- metrar. Þessi þróun hefði átt að lýsa sér í minnkandi stærð nýbyggðra íbúða undanfarin ár. Á myndinni, sem hér fylgir á eftir, sést að þróunin hefur í raun verið í þver- öfuga átt. Á myndinni vekur sér- staka athygli, aö eftir 1980 stækka nýbyggðar íbúðir um 25%. umtalsverðu fjármagni í fjárfest- ingu í nýju íbúðarhúsnæöi. Hluti þessa fjár hefur farið til að byggja húsnæði til að mæta fólksfjölgun. Mestur hlutinn hefur þó farið til að auka húsnæði á hvern mann i landinu. TAFLA 2 Þessi þróun gengur þvert á það, sem telja hefði mátt eðlilegt. Árið 1980 hófst verðtrygging á flestöll- um lánum, sem fáanleg eru til húsnæðiskaupa og húsbygginga. hæðir hafi verið er í myndinni hér á eftir Sjá töflu 3. ( stuttu máli má segja að allt fé, sem veitt hefur verið úr hinu opin- bera lánskerfi síðustu ár, hefur ekki Stefán Ingólfsson Fjárfestingar Undanfarin ár höfum við eytt „Augljóst er aö stærð nýbygginganna er ekki í samræmi viö jiarfir markaðarins. I stuttu máii má segja að byggð- ur sé of stór gólfflötur og of fáar íbúðir. — Vandamál okkar í hús- næðismálum snúast samkvæmt þessu frekar um nýtingu þess hús- næðis, sem fyrir er, en magn nýbygginga.“ þeirra ibúða, sem seldar voru á þessum árum var hins vegar mun minni. Sennilega um 90 fermetrar. Þróunin endurspeglast einnig í herbergjafjölda í nýbyggðum eign- um. Þriðja hver íbúð, sem seld er í Reykjavík, hefur tvö herbergi eða færri. Aftur á móti er minna en fimmta hver íbúð, sem byggð er, af þessari stærð. Undanfarin ár hefur verið mikil eftirspurn eftir litlum íbúðum á fasteignamarkaði. Hún hefur ver- ið meiri en nemur framboði á þeim. Afleiðing þess er að söluverð litlu íbúðanna er hlutfallslega mun hærra en hinna stærri. Sem dæmi um þetta má nefna að á nýliðnu ári kostaði hver fer- metri í tveggja herbergja íbúð í Reykjavík 20% meira en fermetr- inn í fjögurra herbergja íbúð. Fram til ársins 1983 voru ekki heimildir fyrir því að þessi munur færi upp fyrir 10% á heilum árs- fjórðungi og oftast munaði minna en 7%. Framboð af öðrum stærðum íbúða hefur verið meira en eftir- spurnin. Sérstaklega hefur það verið áberandi með einbýlishús og raðhús. Nú er mikið framboð af þessum íbúðum, jafnt fullloknum sem í byggingu. Þá hefur framboð á byggingar- lóðum á höfuðborgarsvæðinu ver- ið mjög mikið undanfarin ár. Þó að varla sé um offramboð að ræða er greinilegt að ekki má mikið út af bera til þess að svo verði. Þau áhrif, sem þessi þróun mun hafa, eru nú þegar farin að sjást. Líkleg áhrif Verði þeirri stefnu haldið til streitu að leggja aðaláherslu á byggingu stórra sérbýlisíbúða á höfuðborgarsvæðinu mun innan fárra ára verða um offramboð að ræða á þeim. Slíkt mun hafa sölu- tregðu og verðlækkun í för með sér. Sumir telja að jafnvel stefni í þetta ástand nú þegar. Fasteignaverð utan höfuðborg- arsvæðisins hefur undanfarin ár einkennst af minnkandi eftir- spurn eftir fasteignum. Þróunin er breytileg frá einu sveitarfélagi til annars. Þó má segja að á flestum TAFLA3 Miljarðar Þessi stækkun er einkum í stór- um einbýlishúsum. Árin 1979—1983 voru byggðir meira en 680 þúsund fermetrar af íbúðar- húsnæði, sem fóru til að auka hús- næði á mann ( landinu. Þá fjár- festingu, sem í þessu felst, má áætla liðlega 15 milljarða króna. Það eru liölega 3 milljarðar á hverju ári. Þessi fjárhæð er jafngild kostn- aðarverði tveggja þriðju hluta þeirra skuttogara, sem gerðir eru út hérlendis, svo samlíking sé tek- in úr sjávarútvegi. Fjárfesting í stækkun húsnæðis á mann hefur þó farið minnkandi undanfarin ár. Mjög varfærin áætlun um hverjar þessar upp- FJÁRFESnNG f STÆKKUN HÍISNÆÐIS Á MANN 1079—1983 Ar einu sinni dugað fyrir helmingi af stækkun húsnæðis á mann í landinu ar. Ef þessi þróun heldur áfram óbreytt mun stefna í einkennilega þversögn í húsnæðismálunum. Allt ráðstöfunarfé hinna opinberu húsnæðismálasjóða fer til að auka húsnæði á mann í landinu. Jafn- framt fer vöntun á þeim íbúðum, sem mest þörf er fýrir, vaxandi. Hvernig íbúðir vantar? Stærðardreifing íbúða er ekki í samræmi við fjölskyldustærðir í landinu. Einstaklingum og litlum fjölskyldum hefur fjölgað mjög samfara minnkandi fjölskyldu- stærð. Þessi þróun kallar á sífellt fleiri litlar íbúðir. Einkum vantar tveggja herbergja fbúðir og svonefndar einstaklingsíbúðir. Undanfarin ár hafa nýbyggðar íbúðir farið stækkandi. Þessi þróun kemur einkum til sökum þess að bygging fjölbýlishúsa hef- ur dregist saman. Meðalstærð allra íbúða, sem byggðar voru árin 1979 til 1983 var um 150 fermetrar. Meðalstærð stöðum utan Reykjavíkur og grannsveitarfélaga hennar hafi söluverð eigna farið lækkandi. Til þess að sýna hvaða áhrif aukið framboð og minnkandi eft- irspurn hefur almennt á fast- eignaverð má rekja verðþróun fasteigna á þessum stöðum síð- ustu ár. f myndinni hér á eftir má sjá hvernig söluverð íbúðarhúsnæðis í einum af stærstu þéttbýlisstöðum á landinu hefur breyst samanbor- ið við söluverð íbúðarhúsnæðis í Reykjavík. Miðað er við söluverð á hverjum fermetra og er verð í Reykjavík sett 100% öll árin. Sú þróun, sem myndin sýnir, er svipuð og sjá má SÖLUVERÐ ÍBÚÐARHÚSNÆÐIS í ÓNEFNDUM ÞÉTTBÝLISSTAÐ 70 60 50 % af veréi í Reykjavík l 1980 1981 1982 1983 1984

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.