Morgunblaðið - 31.03.1985, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 31.03.1985, Blaðsíða 32
32 B MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 31. MARZ 1985 ER MÝVA TN AÐ DEYJA? ÁKVÖRÐUN Sverris Hermannssonar iðnað- arráðherra um að veita Kísiliöjunni hf. við Mý- vatn leyfi til að stunda kísilgúrtöku úr vatninu fram yfir aldamót hefur verið mjög umdeild. Náttúruverndarráð telur að ráðherrann hafi ekki lagalega heimild til að framlengja námaleyfi verksmiðjunnar nema ráðið samþykki og er staðráðið í að láta reyna á það fyrir dómstólum ef þörf krefur. Mývetn- ingar skiptast mjög í tvo hópa þegar málið ber á Lokurnar í Mývatnsósum: Eiga þ*r sok á minnkandi fiskgengd? góma, eins og Morgun- blaðsmenn urðu áþreif- anlega varir við nyrðra á dögunum, þótt allir séu þeir sammála um nauð- syn á verndun vatnsins og lífríkis þess. En eins og fram kemur í eftirfar- andi frásögnum telja sumir þeirra að gúrtak- an úr vatninu muni ganga af því dauöu — aðrir telja að þessi perla íslenskrar náttúru sé þegar deyjandi og að að- eins gúrtakan geti bjarg- að því, eins og fram kemur í frásögnunum hér á eftir. „Mývatn á eftir að hverfa ef ekki verður dælt úr því“ - segir Armann bóndi Pétursson í Reynihlíð „MÝVATN á eftir að hverfa. Það veri hvorki fugl né fiskur hér lengur ef ekki hefði verið dælt úr því. Kísiliðjan er það eina sem getur bjargað vatninu," sagði Ármann Pétursson bóndi og jarðskjálftavörður í Reynihlíð. Hann hefur búið við Mývatn allt sitt líf og þekkir það gjörla, rétt eins og margir aðrir innfæddir og gegnumekta Mývetningar. Ingólfur Jónasson sparisjóðsstjóri á Helluvaði: Fáránleg kenning að vatnið sé að hverfa. Vatnið of grunnt fyrir físk Hann sagði að vatnið væri orðið of grunnt fyrir fisk, þess vegna væri veiðin dottin niður. „Ég get nefnt þér sem dæmi, að 1915 var vatnið dýpkað um tuttugu tomm- ur,“ sagði hann. „Þá jókst sil- ungsveiðin úr tíu upp í fjörutíu þúsund silunga á stuttum tíma og 1924 veiddust hér hundrað þúsund siiungar. Þá var stíflan fjarlægð og veiðin datt niður í þrjátíu þús- und. Um leið fór öndunum að fjölga. Nú sér maður marga nýja hólma i vatninu, ekki síst eftir landrisið hér að undanförnu. Fisk er ekki að finna hér iengur sem Einblínum á rannsóknir — Það hefur mælst aukið köfn- unarefni i vatninu og lindum skammt frá Kísiliðjunni. Er ekki líklegt að það stafi af námavinnsl- heitið getur — nema í Dauðahaf- inu, sem kísilgúrinn hefur verið tekinn úr. Þar hefur fiskgengd aukist stórlega — enda er nógu djúpt þar.“ Ármann var harðorður i garð náttúrufræðinga. „Þeir vilja horfa á vatnið breytast í leirur og mýri. Menn komast ekki lengur á bát í Slúttnes. í norðanátt í sumar leir- aði vatnið fram við Grímsstaði, nyrsta bæinn hér, þar sem var veitt mikið af silungi þegar ég var ungur maður hér. Nú er vatnið bæði of grunnt og heitt — það mæidist 14—16° í allt sumar,“ sagði hann. Skjótum álftina í nauðvörn Héðinn minntist á aðra ástæðu fyrir minnkandi fiskgengd, sem hann taldi mikilvæga. „Það er álft- in,“ sagði hann. „Nú eru hér Er verið að tala um sama vatnið? Aðkomumenn í Mývatnssveit eru ekki alltaf vissir um að heimamenn séu að tala um sama vatnið. Norð- anmenn og þeir í Kísiliðjunni segja að vatnið grynnist um að minnsta kosti metra á öld, náttúrufræð- ingar og sunnanmenn tala um 500—600 álftapör yfir sumarið en fyrir örfáum árum var sáralítið um hana. Ég heid að það sé mjög óheppilegt hve henni hefur fjölgað mikið, ég held að það væri nóg aö hafa hér tíu eða tuttugu pör. Álftin sækir í vakir á hrygningarsvæðinu og lepur upp hrognin. Náttúru- fræðingur, sem ég talaði við fyrir nokkrum árum, giskaði á að hún æti hrogn, sem að öðrum kosti 15—20 sentimetra. „Það sést á borkjörnum, sem hafa verið teknir úr botninum," sagði Eysteinn Sig- urðsson á Arnarvatni. „Það er öskulag úr gosi á fimmtándu öld á rúmiega metradýpi. Það sannar best að meir er gert úr grynnkun- inni en efni standa til. Rannsóknir munu sanna að það er ekki fimmt- hefðu orðið að tíu þúsund silungum og spiilti öðru eins. Við höfum mætt þessu,“ sagði Héðinn, „með því að skjóta hana á hrygningarstöðvunum. Það er okkar nauðvörn þótt okkur hafi verið synjað um leyfi til þess. Mannskepnan hér er hluti af nátt- úrunni. Við vinnum með náttúr- unni, tökum þátt í jafnvægi hennar og munum gera það áfram.“ án ára forði í Ytri-Flóa og verði leyfið framlengt um fimmtán ár verður farið í Syðri-Flóa. Það er rétt, að í Ytri-Flóa eru viss svæði, sem eru að fyllast. Mér hefur skil- ist á þeim, sem stunda veiðar i vatninu, að smásilungur gangi mikið í Ytri-Flóa á vissu ald- ursskeiði og að hann hafi þannig ákveðnu hlutverki að gegna í upp- eldi á silungi,“ sagði hann. „Það er ekki hægt að stefna öllu á síðasta dag, þegar of seint verður að snúa við — eins og gerðist með Laxár- virkjun." „Þarf aðra Kísiliðju til að viðhalda vatninu Héðinn Sverrisson bóndi og veiðimaður á Geiteyjarströnd sagðist ekki hafa miklar efasemdir um að grynnkunin hafi haft áhrif á fiskigengd í Mývatni. „Landrisið út af Grímsstöðum er 70—80 senti- metrar á ári, hvað sem Árni Einarsson hjá Náttúruverndarráði segir,“ sagði hann. „Og þar botn- frýs. Það er fyrst og fremst vanda- mál komandi kynslóða hvort vatnið þornar upp eða hvort það verður áfram nytjavatn. Ég held að það þyrfti aðra Kísiliðju til að halda því við — sem stendur eru ekki teknir nema átta millimetrar af botninum á ári (þá er miðað við meðalgrynnkun alls vatnsins, sem mælist 36 km að flatarmáli, innsk. blm.). Við sem leggjum net í þetta vatn,“ hélt Héðinn áfram, „finnum hve fljótt botninn tekur við sér eft- ir dælingu.“ Vilja láta okkur dæla meira Gústaf F. Nilsson, vinnslustjóri í Kísiliðjunni, sýndi blm. Morgun- blaðsins loftmynd af vatninu frá árinu 1981 þar sem sjá mátti far er lá út á dýpra vatn. „Þetta far er eftir bát bóndans á Grímsstöðum, sem fór út í þennan skurð eftir dæluprammann til að geta lagt sín net,“ sagði Gústaf. „Bændur norð- an við Slúttnes vilja endilega fá okkur til að dæla meiru þar svo þeir geti aftur farið að stunda veið- ar. Það fer ekkert á milli mála að í Mývatni er nægur kísilgúr til að reka verksmiðjuna í tvö hundruð ár. Eggert og Bjarni mældu vatnið 9 metra djúpt 1740, Þorvaldur Thoroddsen mældi það sex og hálf- an metra 1880 og nú er það hvergi dýpra en þrír og hálfur metri. Það grynnist um svona 12 millimetra á ári og því höfum við ekki undan aukningunni i vatninu jafnvel þótt við tækjum 6—7 miliimetra af öllu botnlaginu á hverju sumri.“ Ingólfur Jónasson á Helluvaði segist engar áhyggjur hafa af því að Mývatn sé að hverfa. „Það er fáránleg kenning og margt af þessu tagi haft uppi. Rannsóknir hafa sýnt okkur að undanfarin þrjú ár, að minnsta kosti, hefur vatnið grynnkað um tvo millimetra á ári,“ sagði hann. „Það er vitað og byggt á rækilegum athugunum." „Sáralítil veiði frá 1972 - segir Héðinn Sverrisson, bóndi og veiðimaður á Geiteyjarströnd ii „ÞAÐ ER augljóst að eitthvað er að. Það hefur varla veiðst nokkuð síðan 1972. Á árunum 1920—60 veiddust fjörutiu þúsund þúsund fiskar á ári en nú nuelist veiðin í örfáum þúsundum fiska," sagði Héðinn Sverrisson bóndi og veiðimaður á Geiteyjarströnd í samtali við blm. Morgunblaðsins á heimili sínu á dögunum. Hann telur ekki að Kísiliðjan og námuvinnslan í vatninu eigi sök á fiskileysinu. „Gúrinn er léttvæg- astur allmargra skýringa,“ sagði hann. „Rennslið úr vatninu hefur verið takmarkað og endurnýjun þess ekki eins ör og var áður. Það hefur verið brugðist rangt við — vatnið fær ekki að ryðja sig á vorin og er stíflað í mestu hitum á sumr- in. Svo varð náttúrlega grundvall- arbreyting þegar Laxárvirkjun setti lokur í Mývatnsósa. Síðan er rennsli á vetrum sáralítið og lok- urnar ekki hreyfðar nema við biðj- um sérstaklega um það. Virkjunin þarf ekki að framleiða meira raf- magn. Þetta hefur haft í för með sér súrefnisdauða í vatninu og eðl- isþyngingu þess.“ unni og hafi áhrif á fiskigengdina? „Það er rétt, köfnunarefni hefur aukist nokkuð, en ég hef ekki trú á að Kísiliðjan eigi þar hlut að máli. Það er miklu frekar minni hreyfing á vatninu." — Og hvernig á þá að auka fisk í Mývatni? „Ja, við einblínum á rannsóknir — eða öllu heldur fé til að vinna úr þeim gögnum öllum, sem til eru. Einhvernveginn verður að vera hægt að nytja vatnið betur — áður fyrr gaf veiðin allt að helming árs- tekna bónda hér á vatnsbakkanum. Nú eru menn hreint að drepast. Þeir vinna margir í verksmiðjunni og koma börnum sínum þar í vinnu — annars væru þeir líklega margir flosnaðir upp.“ Héðinn Sverrisson á Geiteyjarströnd með börnum sínum þremur, Tryggva, Ernu og Jóhannesi Pétri.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.