Morgunblaðið - 31.03.1985, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 31.03.1985, Blaðsíða 6
6 B MORGUNBLADIÐ, SUNNUDAGUR 31. MARZ 1985 Stefánsblóm: Afskorin blóm og blómaskreytingar LIÐIN eru níu ár frá því að Stefán Hermanns byrjaði með blóma- verzlun sína Stefánsblóm við Bar- ónsstíg. Nú fyrir skömmu tók blóma- búðin stakkaskiptum er Stefán lét hanna nýjar innréttingar og endurbæta húsnæðið. Stefánsblóm verslar aðallega með afskorin blóm og leggur einnig áherzlu á hverskyns blómaskreytingar. Auk þess er hægt að fá þar pottablóm og ýmsa gjafavöru. Lárus Ingólfsson stærðfræðikennari leiðbeinir Sæmundi Tómassyni og Gunnari Björgvinssyni, nemendum úr 9. bekk Langholtsskóla, í ritvinnsiu. Langholtsskóli: Tölvukennsla í 9. bekk Morgunblaðið/Bjarni Stefán Hermanns, eigandi blómabúðarinnar Stefánsblóm, en nýlega var verzluninni breytt til muna. Langholtsskóli hefur á undanfornum þremur árum boðið nemendum 9. bekkjar tölvufræði sem valgrein. Kennslan fer fram hjá Tölvuskólanum Framsýn, en kennari þeirra þar er Lár- us Ingólfsson, stærðfræðikennari úr Langholtsskóla. „Það má segja að við höfum leitað á náðir einkaframtaksins meö tölvu- kennslu í Langholtsskóla og höfum við notið sérstakrar greiðasemi hjá Framsýn," sapði Lárus. „Nemendur geta fengið hér fullkomna tölvu- fræðslu. Þeir kynnast ritvinnslu og möguleikum hennar, skrárvinnslu og læra forritun í Basic. Það auðveldar kennsluna að allt námsefni, sem við þurfum, fáum við hér. Tölvan ein, án námsefnis eða skipulags á því sem á að framkvæma dugir skammt." Um helmingur nemenda 9. bekkj- ar hefur að jafnaði tekið tölvufræði sem valgrein. Námið gerir kröfur til þeirra og er þeim gerð grein fyrir því í upphafi að tölvuleikir eru ekki leyfðir. Þau skila verkefnum yfir veturinn og taka próf í annarlok. Nemendur eru þegar farnir að hagnýta sér ritvinnsluna og vinna ritgerðir sínar beint á tölvu. Tvö skólablöð hafa verið unnin í rit- vinnslu af nemendum og það þriðja er á leiðinni. TILBOÐ AF SKÁLDUM HALLDÓR LAXISIESS AF SKALDUM eftir Halldór Laxness Kr. 298,- Opiö kl. 13—18 BÓKAMARKAÐUR FÉL. ÍSL. BÓKAÚTGEFENDA í VÖRUMARKADNUM EIÐISTORGI

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.