Morgunblaðið - 31.03.1985, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 31.03.1985, Blaðsíða 28
28 B MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 31. MARZ 1985 Islandsmeistara- keppni í gömlum dönsum Islandsmeistarakeppni í gömlum dönsum fór fram á Hótel Sögu sl. sunnudag. Þaö er þrlöja keppnin sem er haldin og fjölmennasta, en 127 pör tóku þátt í keppninni. f flokki 8 ára og yngri uröu Aróra Kristín Guömundsdóttir og Þyrí Halla Steingrímsdóttir Kópavogi islands- meistarar, en í ööru sæti uröu Úmar örn Siguröarson og Valdís Anna Garöarsdóttir Reykjavík og í þriöja sæti María Birgisdóttir og Þuríöur Ósk Sigjónsdóttir Reykjavík. I flokki 9—10 ára uröu Haukur Garöarsson og Elín Hrönn Sigur- jónsdóttir Reykjavík fslandsmeistarar, í ööru sæti uröu Rakel Ýr fsaksdóttir og Edgar Konráö Gapunay Kópavogi og í þriöja sæti uröu Jón Helgason og Jóna Einarsdóttir Vogum. f flokki 11 — 13 ára uröu Ragnar Sverrisson og Hildur Ýr Arnardóttir Kópavogi fslandsmeistarar, en í ööru sæti uröu Fjóla Rún Þorleifsdóttir og Víöir Stefánsson Hafnarfiröi, en í þriöja sæti Svavar Björgvinsson og Sigríöur R. Þrastardóttir Kópavogi. f flokki 14—15 ára uröu Þröstur Jó- hannsson og Sóley Þórarinsdóttir Kópavogi íslandsmeistarar, í ööru sæti uröu Nikulás S. Óskarsson og Heiörún S. Níelsdóttir Hafnarfiröi, og í þriöja sæti Árni Jón Eggertsson og María Einarsdóttir Kópavogi. f flokki 16—34 ára uröu fslands- meistarar Guömundur Hjörtur Einars- son og Kristín Skjaldardóttir Vogum og í þriöja sæti Jón Þór Antonsson og Ester Inga Níelsdóttir Hafnarfiröi. f flokki 35 ára og eldrl uröu fs- landsmeistarar Þorbjörn Jónsson og Magdalena Axelsdóttir Reykjavík, f ööru sæti uröu Ragnar Hauksson og Eygió Alexandersdóttir Njarðvíkum og í þriöja sætí uröu Ragnar Svavarsson og Stella Magnúsdóttir Reykjavfk. Þaö voru Nýi dansskólinn og Þjóö- dansafélag Reykjavíkur sem héidu keppnina. EG Empire Brass Quintet: Tvennir tónleikar hér á landi Tónlistarfélagið í Reykjavík gengst fyrir tónleikum með Empire Brass Quintet í Austurbæjarbíói þriðjudagskvöldið 2. apríl og hefjast þeir kL 21. Kvintettinn skipa þeir Rolf Thorstein Smedvig trompetleik- ari, Charles Lewis trompetleikari, John Ohanian, sem leikur á horn, Scott Harman básúnuleikari og James Pilafian túbuleikari. í fréttatilkynningu sem Mbl. hefur borist frá aðstandendum tónleikanna kemur m.a. fram að einn meðlimur kvintettsins, Rolf Thorstein Smedvig, er af íslensk- um ættum, en móðir hans er Kristín Jónsdóttir, sem einnig er tónlistarmaður. Á efnisskránni á þriðjudag eru verk frá endurreisnar- og barokk- tímanum, rómantísk verk og nú- timaverk eftir bandaríska höf- unda. Þá flytur kvintettinn einnig svítu úr „West Side Story" eftir Leonard Bernstein. Empire Brass Quintet verður síðan með tónleika í Menntaskól- anum í Hamrahlíð á miðviku- dagskvöld og verður efnisskráin þar aðallega sniðin fyrir ungt fólk, vinsæl tónlist frá 17.—20. aldar. Miðar á tónleikana á þriðju- dagskvöld eru seldir f ístóni Freyjugötu 1, Bókaverslun Lárus- ar Blöndal og Bókaverslun Sigfús- ar Eymundssonar, en miðar á tónleikana á miðvikudagskvöld verða seldir við innganginn. Empire Brass Quintet, blásarakvartettinn frí Bandarfkjunum sem heldur tónleika f Austurbæjarbíói i þriðjudagskvöld og f MH i miðvikudagskvöld.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.