Morgunblaðið - 04.04.1985, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 04.04.1985, Blaðsíða 4
;m .IhlSA >HtlOAQUTMMH ,QiaAJaH0030M MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 4. APRÍL 1985 fi 4 Margeir fer til ísrael „Við ætlum að taka af skarið hjá Skáksambandinu og senda Margeir út til ísrael og aðstoðarmann sem verður Bragi Krist- jánsson," sagði Þorsteinn Þorsteinsson, forseti Skáksambands íslands, í samtali við Morgunblaðið, en eins og sagt hefur verið frá í fréttum hefur staðið um það deila hvar einvígi Margeirs Péturssonar og ísraelsmannsins Schvidlers um sæti á milli- svæðamótum eigi að fara fram og hver bera eigi kostnaðinn. Skáksambandið leggur til að einvígið hefjist 14. apríl í ísrael. Það þýðir að Margeir og Bragi fara út þann 12. Bjóst Þorsteinn við að frétta nánar frá ísraels- mönnum og frá svæðisforseta Norðurlanda, Finnanum Helme, í gærkvöldi, en Helme þessi lofaði Israelsmönnum í trássi við íslend- inga að einvígið færi fram þar í landi. Þessi ákvörðun var tekin á fundi í Skáksambandinu í gær- kveldi, þar sem það blasti við að það myndi bitna á þessum tveimur skákmönnum ef af einvíginu yrði ekki og réttur sigurvegarans til að tefla á millisvæðamótinu myndi niður falla. „Við erum að leggja út í heilmikinn kostnað, en það er ekki um annað að ræða, eins og málum er komið. Við munum taka þetta mál upp á næsta fundi Nor- ræna skáksambandsins, sem verð- ur haldinn í Noregi í júlímánuði í tengslum við Norðurlandamótið í skák. Þá munum við einnig ræða þetta mál á FIDE-þingi sem verð- ur í Austurríki í ágúst,“ sagði Þorsteinn að lokum. Kafað niður að flaki Bervíkur: Engar vísbendingar um afdrif skipverjanna í FYRRADAG var kafað niður að flaki vélbátsins Bervík SH 43 frá Ólafsvík sem fórst rétt utan við Rif í síðustu viku. Kafarar könnuðu allt flakið en urðu ekki varir við vísbend- ingar um afdrif skipverjanna Kirkjukvöld í Dómkirkjunni BRÆÐRAFÉLAG Dómkirkj- unnar í Reykjavík heldur kirkju- kvöld í kvöld, skírdag, klukkan 20.30. Tvær ræður verða fluttar. Kjartan Gunnarsson, fram- kvæmdastjóri, fjallar um trúna og nútímann og Árni Johnsen, alþingismaður, talar um íslenska stemmningu. Orgelleik annast Marteinn H. Friðriksson, dómorganisti. Ávarp flytur séra Hjalti Guð- mundsson, dómkirkjuprestur. Séra Þórir Stephensen, dóm- kirkjuprestur, flytur bæn. Karlakór Reykjavíkur syngur tvö lög undir stjórn Páls Pampichler Pálssonar. flmm sem saknað hefur verið frá því báturinn fórst. Kafarar Landhelgisgæslunn- ar og frá Köfunarstöðinni önn- uðust köfun. Flak bátsins reynd- ist illa farið, sérstaklega að inn- an. Annar af tveimur björgun- arbátum Bervíkur er í flakinu, en hinn fannst uppblásinn en mannlaus kvöldið sem slysið varð. í gær var leit haldið áfram, gengnar fjörur auk þess sem þyrla og flugvélar leituðu úr lofti. Leit verður haldið áfram. Nafn féll niður FALLIÐ hefur niður nafn ferm- ingarbarns í Langholtskirkju af lista, sem birtur er í blaðinu í dag. Þórhallur Skúlason, Eikjuvogi 29 verður fremdur í kirkjunni á ann- an dag páska klukkan 13.30. INNLENT Lyftir Jón Páll Grettis- taki í Stiklum á morgun? BJARGIÐ sem Jón Páll Sigmars- son, sterkasti maður heims, glímir hér við er hestasteinn á hlaði Lauf- áss í Eyjafirði. Tilefni þessarar glímu kappans er Stikluþáttur Omars Ragnarssonar, sem er á dagskrá Sjónvarps kl. 20.50 annaö kvöld. „Ég valdi að gera honum eins erfitt fyrir og hægt var,“ sagði Ómar Ragnarsson, í samtali við blm. Mbl. í gær, um þessi átök Jóns Páls við steininn. „Við fór- um þarna norður í upphafi vik- unnar og það var 13 stiga gaddur og snjór í miðja kálfa þegar Jón Páll hóf átökin. Þó að reynt væri að sópa frá og af steininum, þá settist alltaf snjór í hann á nýjan leik. Ég er reyndar alveg hissa að hann skyldi taka i mál að reyna þetta, en eins og alþjóð veit þá er hann ekkert smeykur um sína stöðu. Jón Páll sagðist reyndar ekkert hafa á móti því að takast á við gamlar sögur.“ Ómar sagði að þessi steinn væri 270 kíló, en Kvíahellan á Húsafelli er 186 kíló. Henni hafa allnokkrir menn lyft, en Jón Páll er sá eini sem tekið hefur hana og gengið með hana upp á kvíahell- una og niður aftur. Þessi steinn fyrir norðan væri mun þyngri og erfiðari. „Þessi steinn verður því meira framtíðarverkefni fyrir aflraunamenn hér á landi,“ sagði ómar, en þegar hann var spurður um hvernig Jón Páli hefði tekist til í glímunni, sagðist ómar ekk- ert vilja upplýsa um það. Það kæmi bara í ljós í Stiklum annað kvöld. Blm. Mbl. hleraði það þó norðan úr Eyjafirði að eitthvað séu skiptar skoðanir um það hver árangur Jóns Páls hafi verið, en þó munu allir sammála um að hann hafi náð einhverjum ár- angri í glímunni. En úr þessu fæst endanlega skorið í Stiklum annað kvöld. Varaformaður Alþýðubandalagsins: Svavar og Asmundur geta ekki talað saman V ARAFORM AÐUR Alþýðubanda- lagsins, Vilborg Harðardóttir, lýsir því yfir í yfirheyrslu Helgarpóstsins, að vandi Alþýðubandalagsins sé m.a. fólginn í því að þeir Svavar Gestsson, formaður flokksins og Ásmundur Stefánsson, forseti ASÍ geti ekki tal- að saman. í yfirheyrslunni er m.a. vikið að þeim vandmálum sem Alþýðu- bandalagið á við að stríða, sem sumir hafa kallað kreppu. Vilborg staðfestir að þessi vandi sé fyrir hendi og segir að hann lýsi sér helst í því, að ekki hafi farið fram að undanförnu nauðsynleg umræða á milli þeirra, sem hafa verið kosn- ir til trúnaðarstarfa í verkalýðs- hreyfingunni og þeirra, sem hafa verið kosnir til trúnaðarstarfa í flokknum. Aðspurð um það, hvort forysta flokksins hafi brugðist í þessum efnum segir Vilborg „Ég er ekki endilega að segja, að forysta flokksins hafi brugðist í því frekar en þeir alþýðubandalagsmenn, sem eru í forystu i verkalýðshreyfing- unni. Ég er bara að segja það, að þessi umræða hafi ekki orðið sem skyldi." Varaformaðurinn segir ennfrem- ur að ekki hafi gengið sem skyldi, að koma á viðræðum milli þessarra aðila og spurningu þess efnis hvers vegna það hafi gengið illa svarar Vilborg: „Eigum við að segja, að það sé til þarna fólk, sem vill helst ekki tala saman." Vilborg var þá spurð hvort hún ætti við að for- maður flokksins, Svavar Gestsson, og forseti ASÍ, Ásmundur Stef- ánsson, geti ekki talað saman: „Já, ég held, að það sé svona visst bil, sem er óbrúað þar.“ MINNISBLAÐ LESENDA Morgunblaðið veitir lesendum sínum að venju upplýsingar um ýmsa þjónustu yfir bænadaga og páska. Slysadeild Slysadeild og sjúkravakt Borg- arspítalans er opin allan sólar- hringinn og er síminn þar 81200. Læknaþjónusta Helgarvakt lækna hófst kl. 17 f gær og stendur til kl. 8 á þriðju- dagsmorgun. Síminn er 21230. Heimilislæknaþjónusta er í gangi á Göngudeild Landspítal- ans í dag og 2. páskadag kl. 14—15. Síminn er 29000. Sjálfvirkur símsvari Læknafé- lags Reykjavíkur er 18888. Tannlæknavarsla Neyðarvakt tannlækna er alla dagana frá kl. 10 til 11 í Heilsu- verndarstöðinni við Barónsstíg. Síminn er 22417. Slökkvilið Slökkviliðið í Reykjavík hefur símann 11100, slökkviliðið í Hafnarfirði símann 51100 og slökkviliðið á Akureyri sfmann 99999 Lögregla Lögreglan í Reykjavík hefur símann 10200. Neyðarsími er 11166 og upplýsingasími er 11110. Lögreglan á Akureyri er í síma 23222, í Kópavogi 41200 og í Hafnarfirði 51166. Sjúkrabflar Sjúkrabilar í Reykjavík hafa símann 11100, í Hafnarfirði 51100 og á Akureyri 22222. Lyfjavarsla Apótek Austurbæjar er opið í dag og nótt til kl. 9 í fyrramálið. Föstudaginn langa, laugardag, páskadag og annan páskadag er næturvarsla í Háaleitisapóteki (varsla allan sólarhringinn) og á laugardag er Apótek Vesturbæj- ar opið frá kl. 9 til 22. Guðsþjónustur Tilkynningar um guðsþjónust- ur eru á bls. 58 B í blaðinu f dag og fermingar á bls. 42 og 43 B. Útvarp — sjónvarp Dagskrá útvarps og sjónvarps ásamt efnisútdráttum nokkurra dagskrárliða er að finna á bls. 1, 2, 3 og 4 C. Hvað er að gerast um helgina? Upplýsingar um menningar- viðburði helgarinnar birtast á bls. 32 og 33 B. Bilanir Hitaveitu- og vatnsveitubilanir tilkynnist til Vélamiðstöðvar Reykjavíkur í síma 27311. Síma- bilanir er hægt að tilkynna f síma 05 frá kl. 8 til 24 alla dagana. Viðgerðir fara þó ekki fram fyrr en eftir helgina. Söluturnar og verslanir Verslunum er heimilt að hafa opið kl. 9—16 á laugardag. Sölu- turnar verða opnir frá kl. 9—23.30 í dag, laugardag, og ann- an páskadag, en lokaðir á föstu- daginn langa og páskadag. Bensínafgreiðslur Bensfnafgreiðslur verða opnar frá kl. 9.30-11.30 og 13-16 í dag og annan páskadag. Föstudaginn langa og páskadag eru allar bens- ínafgreiðslur lokaðar en á laug- ardag opna þær kl. 7.30 og eru opnar til kl. 21.15. Bensinafgreiðsla á Umferð- armiðstöðinni er opin sem hér segir: í kvöld er opið kl. 20—24. Föstudaginn langa og páskadag er lokað. Á laugardagskvöld opnar afgreiðslan kl. 21 og er opin til miðnættis, en á annan páskadag opnar hún kl. 20 og er opin til kl. 01. Strætisvagnar Reykjavíkur, Hafnarfjarðar og Kópavogs í dag aka strætisvagnar sam- kvæmt sunnudagsáætlun. Föstu- daginn langa hefst akstur kl. 13 og er ekið skv. sunnudagsáætlun. Laugardaginn er akstur strætis- vagna eins og aðra laugardaga, en á páskadag hefst akstur kl. 13 og er ekið skv. sunnudagsáætlun. Annan páskadag er ekið skv. sunnudagsáætlun. Strætisvagnar Reykjavíkur aka ekki að Geit- hálsi á föstudaginn langa og á páskadag. Mosfellsleið í dag er ekið skv. sunnudags- áætlun. Föstudaginn langa og á páskadag er ekki ekið, á laugar- dag er ekið eins og á öðrum laug- ardögum og á annan páskadag er ekið skv. sunnudagsáætlun. Vegaeftirlit Vegaeftirlitið hefur upplýs- ingaþjónustu í síma 21000 og 21001.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.