Morgunblaðið - 04.04.1985, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 04.04.1985, Blaðsíða 20
, JMQRGUNBLAÐIQ, FIMMTUDAfiUR 4. APRIL lj)85 í kveðjuflugi með Viktor Aðalsteinssyni flugstjóra Flugleiða: Viktor flugstjóri lendir fararskjóta sínum í síðasta sinn. Aðflugi að Keflavíkurflugvelli lokið og Boeing 727 skilar enn gestum sínum heilum á leiðarenda. Lenti í skothríð Nígeríu- manna í Biafra-stríðinu og leyfði Ólafi Thors að stýra DC-4 á leið til Lundúna „GÓÐIR FARÞEGAR. ÞetU er flug- stjórinn sem talar. Við erum að fara framhjá Fagurhólsmýri í Öræfum, í 33 þúsund feta hæð, sem er um 10 kflómetrar. Við sjáum hér ágætlega yfir Vatnajökul og Öræfajökul á vinstri hönd. Úti er 60 stiga frost á celsíus." Þetta voru upphafsorð í ávarpi Viktors Aðalsteinssonar, flug- stjóra hjá Flugleiðum, er hann ávarp- aði farþega sína í síðustu flugferð sinni sem flugstjóri. Viktor lauk ávarpi sínu á íslensku og ávarpaði síðan farþega sína á dönsku og ensku. Viktor kveður nú flugið sem atvinnumaður eftir 36 ára gifturíkan flugferil. Viktor flaug síðustu ferðina til Kaupmannahafnar og aftur heim sl. fostudag, og fengu Morgun- blaðsmenn að fylgja honum í þessu kveðjuflugi. Morgunblaðsmenn eru ekki þeir einu sem fylgja Viktor sérstaklega í þessu kveðjuflugi, því kona hans, Auður Hallgrímsdóttir, og sonur- inn, Viktor, eru einnig með í för- inni. Viktor er að læra flug, en eldri sonurinn Hallgrímur er nú þegar flugmaður hjá Flugleiðum. Af þessu er ljóst að flugbakterían er mjög sterk i ættinni. Auður seg- ir blaðamanni þó að dóttirin Helen, sem búsett er í London, hafi ekki heillast af fluginu á sama hátt og þeir feðgar. „Ertu að fara að fljúga með hon- um Viktor? Yndislegur maður, hann Viktor, en segðu honum ekki að ég hafi sagt þér það,“ sagði Matthías Jóhannessen ritstjóri er hann vissi hvað til stóð og auðvitað kom það á daginn að umsögn Matthíasar stóðst í hvívetna. „Finnst ég ekki vera eldri en ég vil vera“ Fyrsta spurningin eftir að blaða- maður fær grænt ljós á að heim- sækja Viktor í „cockpit" eftir flug- tak: — Hvað er þér efst í huga, þegar þú leggur í þína síðustu flug- ferð sem atvinnuflugmaður? „Ja, ég verð nú aðeins að fá að hugsa mig um áður en ég svara þessu,“ segir Viktor og lítur út um gluggann í flugstjórnarklefa Boeing-þotunnar, sem hann stýrir í þessu flugi með aðstoð þeirra Árna G. Sigurðssonar, aðstoðarflug- manns, og Einars Sigurvinssonar, flugvélstjóra. Heldur svo áfram: „Ég er búinn að vera í þessu starfi síðan 1949 og þegar ég nú hverf úr því er mér efst í huga, að ég hætti fullkomlega heilbrigður. Mér finnst ég reyndar ekkert vera eldri en ég vil vera.“ Það má fullyrða að Vikt- or vill alls ekki vera gamall, því hann lítur ekki út fyrir að vera deginum eldri en fimmtugur, en verður reyndar 63 ára á árinu, sem er ástæða þess að hann hættir að fljúga, þar sem lög kveða á um að atvinnuflugmenn megi ekki fljúga lengur en til 63 ára aldurs. — Það þarf ekki annað en ljósmynd af þér, svo fólk megi sannfærast um að þú berð árin þín 62 með glæsibrag. Ertu sáttur við að hætta þegar þú ert í fullu fjöri, með fulla starfsorku og fullkom- lega frískur? „Við hljótum náttúrlega að hlíta lögum og þetta eru bara lög sem eru í gildi. Menn hafa orðið að hætta á þessum aldri á undan mér, jafnvel i fullu fjöri. Hitt er svo annað mál, að ég álít að áður en langt um líður verði menn frekar látnir hætta af heilsufarsástæðum, en fyrir aldurs sakir. Mér finnst það miklu eðlilegra og reyndar var ég að lesa grein í bandarísku blaði um daginn, þar sem kemur fram að Bandaríkjamenn eru að breyta þessu hjá sér, þannig að það sé læknisskoðun sem sker úr um hvenær menn hætta í starfi. Ann- ars get ég vel við unað, að hafa fengið að starfa við þetta öll þessi ár og hafa haldið fullri heilsu. Það hafa ekki margir flugmenn hér á landi flogið þetta lengi og hætt fyrir aldurs sakir. Ég er sá fjórði í röðinni sem þetta gerir hjá Flug- leiðum, en aðrir hafa hætt áður en þeir hafa komist „á aldur", og þá af heilsufarsástæðum." Fyrsti nemandi flugskóla Akureyrar — Hvenær lærðir þú svo að fljúga og hvar? „Eg byrjaði að læra flug hjá Flugskóla Akureyrar, og var raun- ar fyrsti nemandi þess flugskóla. Þar tók ég einkaflugpróf 1946 og fór svo til Reykjavíkur 1948 og lærði þar hjá Flugskólanum Pegas- us og þar tók ég atvinnuflugmanns- próf vorið 1949, sem er reyndar sama árið og aðstoðarflugmaður- inn minn, hann Árni, fæddist. Ég hóf störf hjá Flugfélagi íslands á Akureyri í júlí sama ár, en flugfé- lagið rak þá Grumman-flugbát. Um áramótin 1949-50 fór ég svo til Englands og lærði við Air Service Training School í Southamton. Þaðan lauk ég blindflugsprófi um vorið. Ég vann síðan hjá Flugfélagi ís- lands á nýjan leik. Flaug á sumrin meira eða minna og var við af- greiðslu og önnur skyld störf hjá félaginu á Akureyri á veturna. Þannig gekk þetta fyrir sig til 1953, að ég flutti alfarinn til Reykjavík- ur. Þá flaug ég öllum þessum vélum sem félagið var með í gangi." — Hvenær varðstu svo flug- stjóri hjá Flugfélagi íslands og á hvaða vélum hefur þú verið flug- stjóri? „Það var 18. maí 1954, en þá varð ég flugstjóri á DC-3. Mína fyrstu ferð sem flugstjóri flaug ég til Ak- ureyrar og þaðan til Kópaskers og svo aftur til Reykjavíkur. Aðstoð- arflugmaður minn í þeirri ferð er núverandi yfirflugstjóri Flugleiða, Jón R. Steindórsson. Ég varð svo flugstjóri á DC-4 1. maí 1961 og á Vicker Viscount f júlí sama ár. 1964 varð ég flugstjóri á DC-6B og síðan 7. júlí 1970 hef ég verið flugstjóri á Boeing 727.“ í hóflnu sem Viktor og fjölskyldu var haldið við komuna til Keflavíkur. Fjölskyldan er hér vinstra megin á myndinni: Hallgrímur, sonur Viktors, kona hans, Ragnheiður Rögnvaldsdóttir, synir þeirra þeir Hrannar Þór og Kristján Hrannar, Viktor Viktorsson, Auður Hallgrímsdóttir og Viktor Aðalsteinsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.