Morgunblaðið - 04.04.1985, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 04.04.1985, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 4. APRÍL 1985 flfafgunlilftfriftí Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Aöstoöarritstjóri Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri hf. Árvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Bjarnason. Þorbjörn Guömundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aö- alstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Kringlan 1, sími 83033. Áskrift- argjald 330 kr. á mánuöi innanlands. f lausasölu 25 kr. eintakiö. Einstaklingur- inn heimur út af fyrir sig Föstudagurinn langi er ekki að kvöldi kominn í sögu mannkynsins. Sú grimmd og það ranglæti, sem dagurinn stendur fyrir, ræður víða ríkjum á líðandi stund. „Amnesty International" tal- ar um gengið ár, 1984, sem ár pyndarans. Þessi fjölþjóðlegu réttargæzlusamtök, til stuðn- ings þeim sem ofsóttir eru og rangindum sæta, segja pynd- ingar á fólki nánast daglegt brauð. „Frásagnir af langvinn- um húðstrýkingum, hörunds- brunum, raflostum og öðrum grimmdaraðförum að föngum hafa borizt frá einum sextíu löndum, a.m.k. þriðju hverri þjóð heims,“ segir í skýrslu sam- takanna um næstliðið ár. í skáldsögu Georges Orwell, 1984, skildi hugsanalögregla miðstýringar við einstaklinga, er þroskuðu með sér sjálfstæðan persónuleika, sem skjögrandi flök og vesalinga. Sá kafli mannkynssögunnar, sem þjóð- irnar skrifa með hegðan sinni á líðandi stund, gerir veruleikann skáldskapnum verri. Það er ekki einvörðungu í fangelsum og á geðveikrahælum Sovétríkjanna, sem hugsanalögregla flokks og þröngsýni krossfestir frumrétt- indi fólks, heldur í tugum ann- arra rikja: Afganistan, Chile, Póllandi, S-Afríku, Iran, Víet- Nam, Kambódíu o.s.frv. Það er margur föstudagurinn langur á píslargöngu mannkynsins. Við verðum að horfa framan í þann hluta veruleikans, sem við okkur blasir í skýrslum „Amn- esty International". Það eitt að loka augum breytir ekki heims- myndinni. Þekkja þarf sjúkdóm- inn, sem sigra verður, þó þekk- ingin ein dugi ekki til. Þar þarf kærleikurinn, sem kristindóm- urinn boðar, einnig til að koma. En það er rangt að horfa ein- vörðungu á hið illa í veröldinni. Þeir eru sem betur fer fleiri sól- skinsblettirnir en undirgangar illskunnar. Við skulum að vísu leggja vel við eyru þegar föstudagurinn langi talar til okkar, hvort held- ur er í heilögu orði ritningarinn- ar eða bláköldum veruleika samtímans. En ekki síður þegar páskadagurinn, upprisuhátíðin, kveður sér hljóðs. Hún er sólris vonar og vissu. Þá talar sá, sem er vegurinn, sannleikurinn og lífið. I þeim boðskap getum við náð vopnum okkar: vegvísi frá myrkri til ljóss. Kristin kirkja starfar í flest- um löndum heims. Hvarvetna er hlutverk hennar hið sama: að boða kærleika í samskiptum manna og þjóða. Það er engin tilviljun að í þeim ríkjum, sem kristindómur stendur dýpstum rótum í sögu þjóðar og hugum fólks, eru mannréttindi bezt virt. Þetta gildir ekki hvað sízt um V-Evrópu og N-Ameríku, þó kristnar vinjar séu um allan heim. Engu að síður eiga þjóðir þessa heimshluta drjúgan spöl ófarinn að settu marki kærleik- ans. Þær eiga mörg verk óunnin, bæði í hjálp við verr staddar þjóðir og hjálp við vegvillta heima fyrir. Hver manneskja er heimur út af fyrir sig, þó hún sé jafnframt hluti samfélags; á sama hátt og Jörðin, sem við gistum, er lítill depill í sköpunarverkinu. I þess- um sjálfstæða heimi hverrar persónu takast á hliðstæð öfl, góð og ill, og i þjóðfélaginu eða í samfélagi þjóðanna. I þessum sjálfstæða heimi mínum eða þínum búum við ein, aðeins með samvizku okkar. Það er ærið ævistarf hvers einstaklings að byggja upp sinn eigin innri heim; sinn innri mann; sitt eigið musteri; fága steina og fella saman; en taka þó fullt tillit til umhverfis, sam- ferðarfólks. Þetta musteri verð- um við að hanna sjálf. En víða má lesa sér til. Meðal annars og ekki sízt í orði kærleikans, eins og það er talað til okkar í bók bókanna. Einnig í fegurð um- hverfisins; þeirri upprisu í líf- rikinu, sem fram undan er i hringferð ársins. Jafnvel hið smæsta blóm talar til okkar hliðstætt mál og vetrarbrautir; vitnar um þann mikilleik, sem við erum hluti af. Fæst okkar skila listaverki við mótun eigin persónu. Flest stöndum við okkur að margri missmiðinni. En það eitt að vilja og reyna skiptir máli. Kærleik- urinn, sem skilur allt, umber allt og fyrirgefur allt, tekur vilj- ann fyrir verkið. Morgunblaðið óskar lesendum sínum og landsmönnum öllum gleðilegra páska. Þröng á þingi i höfninni og verksmiðjureykinn leggur yfir bæinn. Vestmannaeyjar: Ur mokfiskiríi í munað páskanna V eNtmannaeyjum, 3. aprfl. NETABATAR héðan hafa sótt góðan afla í kantinn í vetur en nú verða þeir að taka upp net sín í dag, úr mokfískiríi, og sigla til lands. Páska- stoppið tekur nefnilega gildi á mið- nætti. í gær komu margir netabátar að landi með rótarafla, Suðurey var með 52 tonn, Bjarnarey 41 tonn, Þórunn Sveinsdóttir 37 tonn, Gló- faxi 23 tonn og Ófeigur einnig með 23 tonn, aðrir voru með minni afla. Allan marsmánuð hefur verið hér hrotuástand þó svo hrotan nú rísi ekki eins hátt og hér á árum áður þegar páskahroturnar voru og hétu. Auk þess sem netabátarnir hafa afl- að afbragðsvel upp á síðkastið hefur afli trollbáta verið þokkalegur og togaraaflinn hefur glæðst verulega síðustu vikurnar. Það hefur því verið tarnavinna í öllum fiskvinnslufyrir- tækjum bæjarins, unnið hvern dag fram á kvöld og um allar helgar eins og vinnuverndarlöggjöf leyfir. Ekki er að efa að margir verða hvfldinni fegnir yfir páskana. Uppistaðan í afla netabátanna hefur verið góður þorskur, betri fiskur en undanfarin ár. Allir vona að þorskurinn gefi sig áfram eftir páskastoppið og áframhald verði á góðfiskiríinu. Allir eru í þörf fyrir góða vertíð. Afli vertíð- arbáta, stórra og smárra, og tog- ara í marsmánuði var 9.353,2 tonn og skiptist hann þannig að 22 netabátar lönduðu 5.557,6 tonnum, 17 trollbátar lönduðu 1.829,6 tonn- um, 2 dragnótabátar lönduðu 31,3 tonnum, 29 handfærabáta (trillur) voru með 122,3 tonn, loðnubátar lönduðu 25,7 tonnum af fiski og 7 togarar lönduðu 1.786,6 tonnum. Sama mánuð í fyrra var aflinn 9.449 tonn. Frá áramótum er ver- tíðarafli á land lagður í Vest- mannaeyjum 12.856,3 tonn og er þá loðnan ekki meðtalin en hún flæddi í verulegu magni í þrær loðnuverksmiðjunnar auk þess sem loðna var fryst og hrogna- kreist. Aflahæsti netabáturinn á ver- tíðinni var um mánaðamótin Suð- urey með 767 tonn. Skipstjóri á Suðurey er Sigurður Georgsson sem varð aflakóngur á síðustu ver- tíð. Annar í röðinni nú er Lýður Ægisson á Ófeigi með 554,7 tonn, þriðji Sveinn Valdimarsson á Valdimar Sveinssyni með 524,7 tonn og fjórði Sigurjón óskarsson á Þórunni Sveinsdóttur með 515,2 tonn. Aðrir höfðu ekki náð 500 tonna markinu en nokkrir voru mjög nærri því. Smáey var afla- hæst trollbáta með 237,9 tonn og aðrir sem voru komnir yfir 200 tonnin voru Helga Jóh. með 229,8 tonn og Sigurfari með 220,3 tonn. Af smábátunum, sem stundað hafa línu og handfæraveiðar I vet- ur, höfðu þrír aflað meira en 20 tonn um mánaðamótin: Kristbjörg Sveinsd. 30,5 tonn, Tvistur 23 tonn og Bensi 21,9. Sjö togarar eru gerðir út héðan og var afli þeirra um mánaðamótin þessi: Breki 1.000,7 tonn í 7 löndunum Sindri 621,6 tonn í 6 löndunum Vestmannaey 595,4 t. í 71. Bergey 581,9 tonn í 8 löndunum Halkion 310,5 tonn í 6 löndunum Gideon 266,6 tonn í 5 löndunum Klakkur 124,2 tonn i 2 löndunum — hkj. Si guli hirtur úr netunum. MORGUNBLAÐID, FIMMTUDAGUR 4. APRÍL 1985 29 Þaó er mikið að gera f lönduninni I aflahrotunni. Allgóð þorskveiði gefur gefið mikið af lifur og hér er hún brædd f lifrarsam- laginu. Landbúnaðarráðherra fari áfram með yfir- stjórn fiskeldismála Stofnað Fiskeldisráð, fiskeldissjóður og sett á fiskeldisgjald Drög að lögum um fiskeldi: Á VEGUM landbúnaðarráðuneytisins er nú unnið að samn- ingu frumvarps til laga um fiskeldi. í ráðuneytinu liggja nú drög að frumvarpi sem samið var fyrir ráðuneytið. Landbún- aðarráðherra hefur ætlað sér að leggja frumvarpið fram á yfírstandandi þingi en samkvæmt heimildum Morgunblaðs- ins hefur það tafíst vegna ágreinings á milli ráðuneyta land- búnaðar- og sjávarútvegsmála um ýmis atriði frumvarpsins, meðal annars gera bæði ráöuneytin tilkall til yfírstjórnar fískeldismála. I frumvarpsdrögunum er gert ráð fyrir að land- búnaðarráðherra fari með yfírstjórn fískeldismála, svo sem er í dag, en skal hafa samráð við sjávarútvegsráðuneytið í ein- staka tilvikum. I frumvarpsdrögunum er gert ráð fyrir að stofnað verði fiskeldisráð, sem fara á með stjórn fiskeldismála, annarra en varða fisksjúkdóma, undir yfirstjórn landbúnaðarráðu- neytisins. Fiskeldisráð á að taka við starfsemi Veiðimála- stofnunar í fiskeldismálum, á m.a. að koma upp aðstöðu til tilrauna og rannsókna á sviði fiskeldis, annast leiðbeiningar og taka við og annast rekstur á Laxeldisstöð ríkisins í Kolla- firði og skal sú stöð rekin sem tilraunastöð ríkisins í fiskeldi. í fiskeldisráð á að skipa sjö menn; frá landbúnaðarráðu- neytinu, sjávarútvegsráðuneyt- inu, fiskeldisstöðvum, veiðifé- lögum og rannsóknarstofnun- um. Ráðið á að vera ríkisstjórn- inni til ráðuneytis um fiskeld- ismál, hafa forgöngu um rann- sóknir og tilraunir, annast leiðbeiningar í fiskeldi, safna upplýsingum og skýrslum og vera til aðstoðar við sjúkdóma- varnir, heilbrigðiseftirlit og eftirlit með framleiðslu. Gert er ráð fyrir að sérstök ráðgjaf- arnefnd verði fiskeldisráði til ráðuneytis en hún verður skip- uð 23 mönnum eftir tilnefningu ýmissa félaga og stofnana. Meðal nýjunga sem frum- varpsdrögin gera ráð fyrir er innheimta á gjaldi, fiskeldis- gjaldi, sem nema á 0,5% af heildartekjum fiskeldisstöðva og renna á í fiskeldissjóð, til fisksjúkdómanefndar og til fiskeldisráðs. Hlutverk fiskeld- issjóðs á að vera að veita stofn- lán til fiskeldisstöðva og lán til tilrauna og rannsókna í þágu fiskeldis. Gert er ráð fyrir að tekjur hans verði, auk hluta fiskeldisgjaldsins, framlög úr ríkissjóði og fé sem opinberir sjóðir kunna að ráðstafa til fiskeldis. Jarðskjálfti á Siglufirði SIGLFIRÐINGAR fundu fyrir jarðskjálfta aðfaranótt gærdagsins, um kl. 2. Að sögn sérfræðinga Veður- stofu íslands var skjálftakippur þessi lítill, eða um 2,5 stig á Richters-kvarða. Upptök skjálft- ans voru í fjalllendinu vestur af Siglufirði. Skjálftar sem þessi koma á nokkurra ára fresti og eru flestir smáir. Ekki telja jarðskjálftamenn ástæðu til að óttast að kippur þessi boði eitthvað annað og meira, enda al- gengt hér á landi að slikir kippir finnist endrum og sinnum. * Samningur Fiskiræktar hf. og eigendur Isólfsstaða: Utan vatnstökusvæðis Hitaveitu Suðurnesja — segir Ingólfur Aðalsteinsson framkvæmdastjóri HS „SAMKVÆMT þeim upplýsingum sem ég hef fengið frá Orku- stofnun þá er þetta utan við vatnstökusvæðið sem við búum við hjá Hitaveitunni og þar með ætti okkur ekki að stafa hætta af vatnstöku þarna,“ sagði Ingólfur Aðalsteinsson, framkvæmda- stjóri Hitaveitu Suðurnesja, er hann var spurður, hvort vatnstaka fyrirtækisins Fiskirækt hf. í landi ísólfsskála á Reykjanesi, ef til kemur, geti haft sömu áhrif og forsvarsmenn Hitaveitu Suður- nesja hafa látið í Ijós ótta við vegna samnings íslandslax hf. við landbúnaðarráðuneytið um vatnstöku í landi Staðar við Grinda- vík. Fram hefur komið sú skoðun forsvarsmanna Hitaveitu Suður- nesja, að ferskvatn og varma- orka sé takmörkunum háð og því geti vatnstaka án eftirlits og stjórnar ábyrgs aðila sett hags- muni heildarinnar í hættu. Að- spurður um þessa yfirlýsingu hvað varðar vatnstöku í ísólfs- skálalandi sagði Ingólfur: „For- sendan fyrir því er fyrst og fremst sú, að það sé örugglega nóg vatn til fyrir þá sem þurfa að búa við hitaveituna, en ef þetta er utan við, þá kemur það því máli ekkert við.“ Ingólfur var í lokin spurður hvort Fiskirækt hf. gæti ekki, eins og til stóð að Islandslax gerði, keypt heitt vatn af Hita- veitu Suðurnesja. Hann svaraði: „Ég skal ekkert um það segja. Við erum tilbúnir til að athuga það mál, ef þeir fara fram á það. Það þyrfti þá að skoða málið nánar.“ Auðveldast að skera og skera — en hvað kostar það? — segir Jón Sveinsson í Lárósi um niðurskurdartillögur fisksjúkdómanefndar „STJÓRNIN hefur rætt þessi mál en ekki tekið afstöðu á form- legan hátt. Því er ekki að leyna að það eru skiptar skoðanir um þetta meðal fískeldismanna. Það er auðvitað auðveldast að skera og skera — en hvað kostar það í þessu tilviki og ekki síður í framtíðinni,“ sagði Jón Sveinsson, formaður Landssambands fískeldis- og hafbeitarstöðva, í samtali við Mbl. þegar hann var spurður hvað fískeldismenn legðu til vegna nýrnaveikinnar í Kollafjarðarstöðinni en físksjúkdómanefnd hefur lagt til að allur fiskur í stöðinni verði skorinn niður en verði ekki sleppt í sjóinn í hafbeit eins og sumir hafa viljað reyna. Sagði Jón mikilvægt að taka úrunni og aðrar þjóðir hefðu réttar ákvarðanir því framtíð allrar fiskeldis- og ekki síst haf- beitarstarfsemi í landinu gæti verið I veði ef skera þyrfti niður í hvert skipti sem sjúkdómar kæmu upp í stöðvunum. Sagði hann að nýrnaveikin væri í nátt- þurft að sætta sig við að búa við hana, en vinna gegn henni með þeim ráðstöfunum sem þekktar væru. Jón sagði mannlegt að fisk- sjúkdómanefndin gerði tillögur út frá þeirri ábyrgð sem á henni hvíldi, án tillits til fjárhagslegra sjónarmiða, en af þeirri ástæðu væri sú mynd sem þar væri dregin upp ekki endilega sú eina rétta. Þá yrði að hafa það í huga við val aðgerða að ef seiöunum yrði slátrað lokaðist fyrir frek- ari rannsóknir á seiðunum sem talin væru sýkt en væru alls ekki veik. Skilyrðislaus niðurskurður án bóta myndi vafalaust hræða þá aðila sem væru að huga að fiskeldi og einkum hafbeit frá áformum sfnum. Sagði Jón að í ljósi alls þessa vildu fiskeldis- menn að allar leiðir yrðu athug- aðar og síðan reynt að finna skynsamlegustu aðgerðina til að losna við nýrnaveikina.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.