Morgunblaðið - 04.04.1985, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 04.04.1985, Blaðsíða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 4. APRÍL 1985 Uggvænlegt ástand í Grlmsey: Dekkbátarnir hafa að mestu lokið við að veiða kvótann Grfwey, 1. ipríl. NÚ ER MARS á enda og þar með hafa dekkbátar Grímsey- inga lokið við að veiða það aflamagn sem þeim var úthlutað. Að vísu á einn báturinn eftir um 40 tonn sem stafar af því aö vél hans bilaði og hann var frá veiðum um tíma þess vegna. Hinir bátarnir skildu eftir smávegis til þess að hafa í matinn síðar á árinu. óneitanlega hlýtur maður að ur staðið að einstaka bátum sé velta fyrir sér hvernig á því get- úthlutað ákveðið aflamagn tvö ár í röð, án þess að tilraun sé gerð til að veiða, heldur prangað með fiskinn í sjónum og hann seldur hæstbjóðanda. Væri ekki skynsamlegra að sjávarút- vegsráðuneytið tæki þennan ónýtta afla til sín og ráðstafaði þangað sem þörf væri á. — AlfreÓ. Veislumatur iír íslenskum kartöfíum íslenskar kartöflur eru veislumatur. Bakaðar, fylltar, blandaðar, steiktar, heitar eða kaldar, - möguleikarnir eru ótæmandi, matreiðslan auðveld og þú kemur gestum þínum skemmtilega á óvart með ljúffengu og spennandi hráefni. Veislukartöflur____________________________ ____________________ _______ • 500 g kartöflur • 125 g hvítlaukssmurostur ð 1 dl rjómi • salt_____ Skrælið kartöflurnar og skerið þær í þunnar sneiðar._______________________ Smyrjið eldfast mót, raðið kartöflusneiðunum f mótið og saltið milli laga. Hrærið saman hvítlauksosti og rjóma, hellið þvf yfir kartöflurnar. Hafið lok á mótinu, steikt neðst f ofni við 200°C f 45 mfn. Sfðustu 10 mfn. er lokið tekið af mótinu svo rétturinn brúnist lítið eitt.________________________________ Borið fram með steiktum kjötréttum. Islenskar kartöflur eru auðugar af C-vítamíni, einkum ef þeirra er neytt með hýðinu. Þær innihalda etnnig B, og B2 vitamin, níasln, kalk, járn, eggjahvítuefni og trefjaefni. I 100 grömmum af fslenskum kartöflum eru aðeins 78 hitaeiningar. Til viðmiðunar má nefna að ( 100 g af soðinni ýsu eru 105 he, kotasælu 110, soðnum eggjum 163, kjúklingum 170, nauta- hakki 268 og í hrökkbrauði 307. Notaðu íslenskar kartöflur næst þegar boðið er til veislu Grœnmetisverslun I landbúnaðarins r Síðumúla 34 - Sími 81600 Ungfrú Vestmannaeyjar Halla Einarsdóttir Síðastliðinn fostudag var Halla Einarsdóttir kosin ungfrú Vestmannaeyj- ar. Með henni á myndinni eru frá vinstri Elva Ólafsdóttir, fulltrúi Vest- mannaeyja í fegurðarsamkeppni íslands í fyrra, Ragnheiður Borgþórs- dóttir, kosin Ijósmyndafyrirsæta Vestmannaeyja, Anna Lilja Antonsdótt- ir, Asta Báróardóttir, Harpa Hrönn Magnúsdóttir og Bryndís Bogadóttir. Tónabíó: Sér grefur gröf sem grefur Tónabíó hefur á næstunni sýn- ingar á myndinni „Sér grefur gröf Skoðanakönnun NT: Sjálfstæðisflokk- ur fengi % hluta atkvæða í borgar- stjórnarkosningum SJÁLFSTÆÐISFLOKKURINN fengi % hluta atkvæða ef borgarstjórnar- kosningar færu fram nú, samkvæmt skoðanakönnun sem NT hefur gert. Fengi Sjálfstæðisflokkurinn 66,5 %at- kvæða og 11 borgarfulltrúa kjörna af 15 fulltrúum. 231 aðili á kjörskrá í Reykjavík var spurður og svöruðu um 65%, en 35% voru óákveðnir. Af hinum flokkunum fengi Alþýðuflokkurinn 4,0% og engan mann kjörinn, Framsóknarflokkurinn, 8,5% og einn mann kjörinn, Bandalag jafn- aðarmanna 1,5% og engan mann kjörinn, Alþýðubandalag 12% og 2 menn kjörna og Kvennaframboð 6,5% og einn mann kjörinn. Djupivogur: Ljósmynda- sýning í bókasafninu Djúpavogi, 29. marz. NÚ STENDUR yfir í bókasafninu á Djúpavogi sýning á gömlum ljósmyndum frá Færeyjum. Eru það myndir frá millistríðsárunum og bera heitið Fiskafólk. Myndirn- ar eru komnar frá Þjóðminjasafn- inu í Þórshöfn. — Fréttaritari. Fréttirfráfvrstu hendi! sem grefur“, (Blood Simple), nýrri amerískri sakamálamynd í litum. Myndin hefur ekki verið sýnd áður utan Bandaríkjanna, en hún hefur hlotið afar góða dóma gagnrýnenda, m.a. í blöðunum New York Magazine, Vanity Fair og Playboy, sem hafa sagt hana vera í algjörum sérflokki. í „Sér grefur gröf..." segir af litlum bæ í Texas, sem einkenn- ist ekki beint af frjálslyndi, konu í óþolandi hjónabandi, afbrýði- sömum eiginmanni hennar og öðrum manni, sem kemst upp á milli þeirra. Fjórða aðalpersónan í sögunni er síðan einkaspæjari nokkur, sem endar sem leigu- morðingi og tvinnast örlaga- þræðir þessa ólánssama fólks saman með ógurlegum afleiðing- um. Leikstjóri myndarinnar er Joel Choen en með helstu hlutverk fara John Getz, Frances McDor- mand og Dan Hedaya. Skoðanakönnun DV: Ríkisstjórnin eykur fylgi sitt RÍKISSTJÓRNIN hefur aukiö fylgi sitt síðan í janúar sl. ef marka má skoðanakönnun DV um síðustu helgi. Samkvæmt könnuninni nýtur ríkisstjórnin nú stuðnings 51,4% þeirra, sem afstöðu tóku, en í janúar sl. var samsvarandi prósentutala 46,1%. Samkvæmt DV-könnuninni styðja 40% af heildinni stjórnina, 37,8% eru henni andvígir, 15,8% óákveðnir og 6,3% svöruðu ekki spurningunni. Þetta þýðir, að 51,4% þeirra sem taka afstöðu eru fylgjandi stjórninni en 48,6% eru henni andvígir. í október 1984 naut ríkisstjórnin fylgis 46,9% þeirra sem afstöðu tóku í skoðana- könnun DV og þá voru 53,1% henni andvígir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.