Morgunblaðið - 04.04.1985, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 04.04.1985, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 4. APRÍL 1985 49 Minning: Helga Jónsdóttir Kópareykjum Fædd 5. janúar 1892 Dáin 27. mars 1985 Það flýgur um hugann bernsku- minning. í eldhúsið hjá móður minni er kominn gestur. Gestur- inn er húsmóðirin á næsta bæ, Kópareykjum, Helga Jónsdóttir. Fyrir börn í sveit er gestakoma alltaf kærkominn viðburður, en þó fer það að sjálfsögðu eftir þvi hver gesturinn er, hversu skemmtileg hún getur orðið. Helga Jónsdóttir var einn af skemmtilegri gestunum sem ég minnist úr foreldrahúsum og koma hennar því alltaf veí þegin tilbreyting. Helga var sennilega ein af þeim síðustu sem lært hefur og kunnað þá frásagnarlist sem iðkuð var í baðstofum á sveitaheimilum lið- inna alda. • { heimsóknum hennar fengum við að njóta þessarar listar og kynnast henni. Frásögnin var lif- andi og sett fram með þeim hætti að ómögulegt var annað en leggja við hlustir og fylgjast með uns sögunni var lokið. Þegar hún kvaddi og hélt heim á leið upp brekkuna, horfðum við á eftir henni og var sem hún stækk- aði við hvert skref sem fjær dró. Nú eru mér sögurnar því miður flestar gleymdar nema kannski eitt og eitt brot. Minningin um frásögnina er ein eftir. Vonandi hefur einhver orðið til að skrá eitthvað af þessu niður, því að sögur Helgu og saga hennar sjálfrar, er saga þjóðarinnar í hnotskurn, frá örbirgð til alls- nægta, ánauð til sjálfstæðis og æviskeið hennar spannar mestu breytingar sem orðið hafa í at- vinnuháttum frá upphafi. Við hvert fráfall fólks af hennar kynslóð má búast við að eitthvað glatist af þekkingu og verkkunn- áttu fyrri tíma sem ein var til þess fallin að komast af í harðbýlu landi. Helga var kona hógvær, það sópaði ekki af henni eins og sagt er um suma, hún lét fara lítið fyrir sér en hélt þó fullri reisn sinni. Þessi heiðurskona verður kvödd frá sóknarkirkju sinni laugardag fyrir páska. Helga Jónsdóttir var borin og barnfædd í Reykholtsdalshreppi, nánar tiltekið að Litlakroppi í Flókadal 5. janúar 1892. Foreldrar hennar voru Jón Eyjólfsson bóndi þar og kona hans Sigríður Guð- mundsdóttir, síðar búandi á Kópa- reykjum. 1. september 1921 giftist Helga Sigurjóni Jónssyni sem var úr sömu sveit. Þau bjuggu allan sinn búskap á Kópareykjum. Sig- urjón lést 1972. Börnin urðu fjög- ur, dæturnar Margrét, Sigríður og Þuríður Fanney. Einkasonurinn Eyjólfur býr nú á Kópareykjum. Þuríður Fanney býr í Kópavogi gift Halldóri Karlssyni. Tvær af dætrum sínum missti Helga í blóma lífsins, Margréti tæplega þrítuga og Sigríði sem lést á besta aldri frá manni og sjö ungum börnum. Við andlát Helgu Jónsdóttur koma í huga mér minningarorð sem sr. Einar Guðnason mælti við útför Sigríðar dóttur Helgu á föstu fyrir 25 árum siðan, „það kemst enginn fram hjá Golgata. Hvort við lifum langa ævi eða skamma ræður guð einn.“ Helgu var gefin góð heils til hárrar elli, en nú hefur hún mætt sínu Golg- ata. Þar að baki er upprisan og eilífðin eins og kristin trú gefur fyrirheit um. Ævikvöld sitt dvaldi Helga að Kópareykjum í skjóli sonar síns Eyjólfs og konu hans Helgu Guð- ráðsdóttur frá Nesi í Reykholts- dal, sem reyndist tengdamóður sinni sem besta dóttir í elli henn- hrökkvi sprek í tvennt," orti skáldið Guðmundur Friðjónsson á sínum tíma, en að Helgu Jónsdótt- ur á Kópareykjum genginni þykir mér sem dráttur hafi breyst í landslagi sveitarinnar sem fóstr- aði mig ungan. Blessuð veri minning hennar Snorri Bjarnason •f Sigurvon endurbyggð Sudurcyri, 1. aprfl. Um miðjan október sl. fór Sigurvon fS 500 frá Suðureyri í allmikla endurbyggingu. Skipt var um yfirbyggingu, byggt yfir þilfarið, rafmagn var endurnýjað og settar í skipið tvær ljósavélar með riðstraumsrafölum. Breyt- ingarnar kostuðu 10,2 milljónir króna og var upphaflega áætlað að þeim yrði lokið um áramótin, en afhending skipsins dróst til 31. mars. Áætlað er að Sigurvon fari á veiðar eftir páska með dragnót. Fréturíuri t Þökkum innilega auösynda samúö og vinarhug við andlát og útför eiginmanns mins, fööur, tengdafööur og afa, EDVALDS B. MALMQUIST, yfirmatsmanns garöávaxta. Sérstakar þakkir færum viö iæknum og starfsfólki öllu á deild 11 G Landspitalanum. Ásta Th. Malmquist, Guömundur Malmquist, Sigrfður J. Malmquist. Jóhann Pétur Malmquist, Svana Friöriksdóttir, Þórdfs Ragnheiöur Malmquist, Ólafur Haraldsson, og barnabörn. t Innilegar þakkir fyrir auösýnda samúö og hlyhug viö andlát og útför móöur okkar, tengdamóöur og ömmu, JAKOBÍNU EBBU GUÐMUNDSDÓTTUR, fré Lask f Flóa. Sigrföur Siguröardóttir, Guöjón Jónsson, Svanhildur Siguróardóttir, Jón S. Hallprfmsson, Sverrir Guðjónsson, Elfn Edda Arnadóttir, og barnabörn. t Þökkum af alhug samúö og vinsemd viö andlát og útför eiginmanns mins, fööur okkar, tengdafööur og afa, VIGGÓS E. GÍSLASONAR vélstjóra, Mévahlfó 24. Marfa Benediktsdóttir, Hilmar Viggósson, Gfsli Viggósson, Björn Viggósson, Sigrún V. Viggósdóttir tengdabörn og barnabörn. t Þökkum innilega samúö viö andlát og jaröarför móöur okkar, tengdamóöir og ömmu, ÁSTU EINARSDÓTTUR, Skaftahlfö 6. Sigrföur Kristfn Ragnarsdóttir, Guómundur Viggósson, Hafdfs Ragnarsdóttir Critelli, Victor Anthony Critelli og barnabörn. t Þökkum sýnda samúö vegna andláts og jaröarfarar RANNVEIGAR V. GUDMUNDSDÓTTUR. Guömundur Sigurjónsson, Sigrföur Sigurjónsdóttir, Katrfn Sigurjónsdóttir, Kjartan Sigurjónsson, Ellen Bjarnadóttir, Friörik Guömundsson, Jón Magnússon, Bergljót Jónsdóttir, Unnur Bjarnadóttir, börn og barnabörn. t Þökkum öllum þeim sem sýndu samúö og hlýhug viö andlát og útför, ÓLAFÍU INGIBJARGAR DANÍELSDÓTTUR, Engihlfö 14. Sérstakar þakkir tærum viö öllu starfsfólki deildar 2A Landakots- spitala. Aóstandendur. t Þökkum af alhug auösýnda samúö og vinarhug vegna andláts og jaröarfarar móöur okkar, tengdamóöur og ömmu, JÓRUNNAR ÓLAFSDÓTTUR fré Hamrahól. Guö blessi ykkur öll. Guörún Tómasdóttir, Guöjón Tómasson, Magnús Saemundsson, Margrét Einarsdóttir og barnabörn. Legsteinar granít — marmari 'io/nii xf. Opéö aila daga, •Iftnig kvötd og heigar., Unnarbraut 19, Sattjamamasi, símar 620609 og 72818. LEGSTEINAR MOSAIK H.F. Hamarshöfóa 4 — Sími 81960 ar. „Um héraðsbrest ei getur þó t Innilegar þakkir til ykkar nær og fjær sem auösýnduö okkur samúö og vinarhug viö fráfall og jaröarför, JÓSEFS LILJENDALS SIGUROSSONAR Iré Torfufelli, og heiöruöuö minningu hans. Guö biessi ykkur. Synir, foreldrar, systkini, fjöiskyldur þeirra og aórir vandamenn. Kransar, kistuskreytingar BORGARBLÓMiÐ SKÍPHOLTÍ 35 SÍMÍ: 322I3
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.