Morgunblaðið - 04.04.1985, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 04.04.1985, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 4. APRlL 1985 il Vildu þeir láta minna á sig? — eftir Jakob F. Asgeirsson Á Landsbókasafni á dögunum, þar sem ég blaðaði í gömlum Verði að hyggja að óskildu efni því sem hér um ræðir, rakst ég á 130 ára gamalt bréf Jóns Sig- urðssonar og það hitti mig í nú- tímanum sem eins konar innlegg Jóns í deilu sem varð á Norður- landaþingi um réttmæti íslensk- unnar á þeirri samkundu. Bréf þetta hafði Jón skrifað Gaimard, hinum franska ferða- bókarhöfundi, 24. nóvember 1856 og Kristján Albertsson, ritstjóri Varðar, hafði fundið bréfið hjá handritasala nokkrum í París, keypt það og birt síðan í blaði sfnu. Bréfið ritaði Jón á móðurmáli sínu og lauk því með þessum orð- um: „Að lyktum verð ég að biðja yður að forláta mér, að ég skrifa yður á íslensku, og þar með gjöri kannski of mikla kröfu til yðar umburðarlyndis, en ég treysti því, að ef liggur á þá er vinur minn Ólafur [Gunnlaugsson] hinn besti túlkur og þér vitið að öðru leyti, að vér fslendingar höfum mætur á máli voru flestu framar." En það var eins og fleiri gengnir menn vildu láta minna á sig í málinu! Á Bókamarkaðnum fann ég bók sem ég hafði ekki skoðað áð- ur, nokkrar ritgerðir Gríms Thomsen um „fslenskar bók- menntir og heimsskoðun". Þar er fyrst í röðinni ritgerð sem Grím- ur las upp á fundi í Skandinav- istafélaginu í Kaupmannahöfn 9. janúar 1846 og heitir „Um stöðu íslands í Skandinavíu — einkum með tilliti til bókmennta.“ Grím- ur sagði þar í upphafi máls síns (þýðing Ándrésar Björnssonar): „Háttvirtu herrar. Tilmæli þau sem við mig hafa verið borin fram af stjórn þessa félags að skýra yður nokkuð frá fslandi og stöðu þess í Skandinavíu, eink- um að því er bókmenntir varðar, hljóta að vísu að vera mér kær- komin af mörgum ástæðum, en þó er einn hængur á. Þessi til- mæli eru mér nefnilega gerð, vegna þess að eg er fslendingur, en á þessum stað get eg þó ekki komið fram sem slíkur. Til þess að geta flutt mál mitt í skandinavísku félagi sem íslend- ingur, yrði eg að flytja mál mitt á íslensku, eins og Svíinn hér heldur erindi sitt á sænsku, Daninn á dönsku o.s.frv. (auðk. hér). Það ætti ekki aðeins að vera mér kleift, heldur og nauð- synlegt í félagsskap sem þessum að koma fram sem fulltrúi eins af hinum skandinavísku hug- myndaafbrigðum, sem fulltrúi fyrir eitt markvert tilbrigði hinnar norrænu heildar, sem á sér verulega réttlætingu í því, sem afbrigðilegt er. En nú er svo sköpum skipt, að það tungumál, sem að fornu var hið sterka ein- ingarafl allra Norðurlanda, það mál, sem ýmist nefndist norræn tunga, dönsk tunga eða vor (þ.e. íslenzk) tunga, — þetta skand- inavíska meginmál er nú útlægt gert úr skandinavísku félagi, því að það hefur óskiljanlegan, framandi hreim. fslendingi er gert að skyldu að nota danskt mál á þessum stað, og eina sér- kennið sem hann getur sýnt skandinavískum félagsskap, er þannig hvorki annað né meira en framandi, íslenzkur mál- hreimur." Jakob F. Ásgeirsson „En nú er svo sköpum skipt, að það tungumál, sem að fornu var hið sterka einingarafl allra Norðurlanda ... er nú útlægt gert úr skand- inavísku félagi.“ Og síðar: „... eg hlýt að minna yður á það, sem liggur þó í hlutarins eðli, að þar sem mér er fyrirmunað að nota móðurmál mitt, þá megið þér ekki í því, sem hér fer á eftir, búast við ræðu, heldur aðeins upplestri." Ég vek athygli á þessum gömlu greinum aðeins vegna þessarar skemmtilegu tilvilju- nar, að ég skyldi rekast á þær rétt í þann mund sem umræðan var á döfinni um stöðu íslensk- unnar á þingum Norðurlandar- áðs. En óneitanlega eru það góðir menn að fylgja, Jón Sigurðsson og Grímur Thomsen. Jakob F. Ásgeirsson er rithötund- ur. Fréttaritar- ar Morgun- blaðsins stofna félag FRÉTTARITARAR Morgunblaðsins undirbúa nu stofnun félags. Stofn- fundur félagsins verður fostudaginn 12. aprfl nk. í V'eitingahúsinu Gauki á Stöng (uppi), Tryggvagötu 22, Reykjavík og hefst kl. 12 á hádegi. Megintilgangur félagsins verður að efla Morgunblaðið og gæta hagsmuna innlendra fréttaritara blaðsins. Gert er ráð fyrir að fé- lagið standi meðal annars fyrir 'fræðslustarfsemi fyrir fréttaritar- ana, e.t.v. í samvinnu við Mbl. Fundarboð, sem jafnframt er kynning á félagsstofnuninni, hef- ur verið sent til allra fréttaritara Mbl., sem eru á annað hundrað. Fundarboðendur hvetja alla þá fréttaritara sem því geta við kom- ið til að koma á stofnfundinn og taka þannig þátt í mótun félagsins strax í upphafi. (Frá fundarboðendum.) Rúm 1.000 tonn af alifuglakjöti framleidd í fyrra FRAMLEIDD voru 1.063 tonn af ali- fuglakjöti á sl. ári samkvsmt bráða- birgðaskýrslum sem Framleiðsluráð hefur tekið saman, en það er 2,9% aukning frá árinu 1983. Samkvæmt skýrslum framleiðendanna er salan svipuð og framleiðslan, a.m.k. gefa fæstir þeirra upp birgðatölur. Framleiðsla alifuglakjöts í fyrra samsvarar því að hvert mannsbarn á landinu borði um 4,4 kg af fugla- kjöti yfir árið. Ef framleiðslunni er skipt niður á sláturhús eru Hreiður hf. (ísfugl) í Mosfellssveit og Dímon hf. (Holtabúið) á Hellu stærstu framleiðendur alifuglakjöts, Hreið- ur slátraði 369 ton num og Dímon 352 tonnum. Síðan koma Miðfell i Árnessýslu með 153 tonn, Fjöregg á Svalbarðsströnd með 132 tonn, Mó- ar á Kjalarnesi með 47 tonn og loks Sigfús í Fossgerði með 10 tonn. raöauglýsingar — raöauglýsingar — raðauglýsingar Barnagæsla á landsfundi Athygli landsfundartulltnja Sjálfstæölsflokksins er vakln á því aö barnagæsla veröur f Laugardalshöll á meöan á landsfundlnum stend- ur fyrir þá sem þess óska. Nánari upplýsingar eru veittar á skrifstofu Sjálfstæöisflokksins i síma 82900. Mosfellssveit — Páskabingó veröur haidiö i Hlégaröi á sklrdag 4. aprfl kl. 16.00. Siélfstæðtsfélag Mostollinga Sjálfstæðismenn Hafnarfirði Sametginleg árshátiö sjálfstæöisfélaganna i Hafnarfiröi, Vorboöans, Þórs, Stefnis og Fram, veröur haktinn 27. aprll nk. i samkomuhúsinu GaröahoHi Sami staöur og i fyrra, saml matrelöslumeistari, sama danshljómsveit og án efa sama stórkostlega stemmningin og á árshátiöinnl I fyrra. Miöapantanir hjé Þórami I sima 83122 á dagtnn og 53615 á kvöldin og um hetgar Stefnlr. Sjálfstæðiskvennafélagið Sókn í Keflavík heldur fund um neytendamál mánudaginn 15. apríl nk. kl. 20.30 í Kirkjulundi. Frummælendur Jón Magnússon fyrrv. formaöur neytendasamtakanna i Reykjavik, Jónas Ragnarsson kaupmaöur i Keflavík. Sesselja Ingimundardóttir, Arndis Tómasdóttir, dóttir. Almennar fyrirspurnlr og umræöur. Fundarstjóri: Helga Margrét Guömundsd. Kaffiveitingar og bingó. Allt sjálfstæöisfólk vel- komiö. Sigurlaug Kristins- Stjórnin Dagskrá á 26. landsfundi Sjálfstæðisflokksins 1985 11. apríl, fimmtudagur: LAUGAROALSHÖLL Kl. 13.00—17.30 Opiö hús í Laugardalshöll. Afhending gagna. Kl. 14.30—17J0 Kvartett Kristjáns Magnússonar leikur. KL 17J30 Fundarsetning í Laugardalshöll. .Bláu augun þín“ .. . tónlist Gunnars Þóröarsonar i 20 ár flutt af höfundi, hljómsveit og söngvurunum B|örgvlni Halldórssyni, Þuriöi Sigurðardóttur og Sverri Guöjónssyni. Formaður Sjálfstaaölsflokksins, Þorsteinn Pálsson alþingis- maöur, flytur ræöu. Blasarar úr skólahljómsveit Mosfellssveitar Aö loknum setningarfundl kl. 19.00 efnir Landssam- band sjálfstæölskvenna og Hvöt tll kvökJveröar fyrlr konur á landsfundi aö Hótel Esju. 2. hæö. Kl. 20.30 Fláöherrar Sjálfstæöisflokksins, Albert Guömundsson, Geir Hallgrímsson, Matthias Ðjarnason, Matthías A. Mathiesen, Ragnhildur Helgadóttir og Sverrir Hermannsson sltja fyrlr svörum. Kjör stjórnmálanefndar. 12. apríl, föstudagur: LAUGARDALSHÖLL KL 9.00—11.30 Starfsemi Sjálfstæöisflokksins: Skýrsla framkvæmdastjóra Sjálfstæöisflokksins, Kjartans Gunnarssonar. um fiokksstarflö Skipulagsmál Sjálfstæöisflokksins Umræöur. Viötalstími samræmingar i anddyri Laugardalshallar kl. 09.30—12.00. Tekiö viö breytingartillögum viö fyrirliggjandi drðg aö ályktunum. Fundur Sambands ungra sjálfstæöismanna meö ungu fólki á landsfundi i veitingahúsinu Hrafninum kl. 12.00. Fundur stjómar og formanna Landssambands sjálfstæöiskvenna aö Hótel Esju kl. 12.00. Kl. 1300—14.30 .Allir sem einn“ stutt erindl: Magnús Gústafsson, forstjóri: Atvinnutækifæri i matvælaþjón- ustu. Tómas I. Olrich, menntaskólakennari: í oröi og á boröl. Sigriöur Þóröardóttir, kennari: A árl æskunnar. Katrín Fjeldsted, lasknir: Fjölskyldan í nútimaþjóöfélagi. Margrét Bn- arsdóttir, sjukraliöi: Vefferö einstakllngsins tryggir velferö þjóöarínnar. Elnar Hákonarson. myndllstarmaöur: Menning og listlr. KL 1500 Framsaga um stjórnmálaályktun. Umræöur. KL 1800 Starfshópar starfa (sjá yfirlit bls. 5). 13. apríl, laugardagur: VALHÖLL KL 1000—1200 Starfshópar starfa (sjá yfirllt bls. 5). Kl. 1200—14.15 Kjðrdæmanefndir slarfa (sjá yflrllt bls. 5). LAUGARDALSHÖLL Kl. 1400—19.00 Afgreiösla ályktana 4—6 starfshópa. Umræöur. 14. apríl, sunnudagur: LAUGARDALSHÖLL KL 10.00—1200 Umræöur og afgreiösla ályktana. Kl. 1330—15.00 Afgreiösla stjórnmálaalyktunar KL 15.00—18.00 Kosningar. Kosning formanns. Kosning varaformanns. Kosnlng annarra miðstjórnarmanna Fundarslit. KL 19.00 Kvöldfagnaöur landsfundarfulltrúa i Broadway (sjá nánar á bls. 6).
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.