Morgunblaðið - 04.04.1985, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 04.04.1985, Blaðsíða 56
KEILUSALURINN OPINN cUla fiáA&cuuz BTTKDRT AllSSttAAR FIMMTUDAGUR 4. APRÍL 1985 VERÐ í LAUSASÖLU 25 KR. HAFÍSINN KEMUR EKKI í ÁR Morgunblaðið/Rafn Ólafsson Hafís er óvenju lítill út af Vestfjörðum núna, miðað við árstíma. Að sögn Páls Bergþórssonar, veðurfræðings, var hafísinn um 60 sjómílur norð- norðvestur af Kögri, síðast þegar vitað var, en hafði færst eitthvað örlítið nær, samkvæmt kortum, sem Veðurstofunni bárust frá Bretlandi. Skýr- ingin á því er sú að undanfarið hefur verið kalt þar norður frá, en Páll sagði ísinn þó mjög meinlausan miðað við árstíma. Það eru því ekki horfur á að hafísinn ónáði okkur íslendinga í vor. Myndin var tekin af rannsóknarskipinu Bjarna Sæmundssyni út af Vestfjörðum í fyrra, en þá voru þar raiklir borgarísjakar. Fálkaþjófa- gæslumaöur við Mývatn EFTlRLrrSMAÐUR Náttúruverndar- ráðs með fálkavarpi á Mývatnssvæð- inu tekur væntanlega til starfa á næst- unni enda fer varptíminn að nálgast. Heimamaður var fenginn til að fylgj- ast með varpinu í fyrrasumar og verð- ur væntanlega aftur í ár. Sveitastjórnin í Skútustaða- hreppi telur æskilegt að fá einnig lögregluþjón til að fylgjast með fálkavarpinu og hugsanlegum fálkaeggjaþjófum. Sýslumaðurinn á Húsavík telur það „dýra og ómark- vissa“ lausn að hafa sérstakan lög- regluþjón við Mývatn, að því er hann sagði í samtali í gær. „Ef heimamenn sjá til grunsam- legra manna á ferð þar sem fálkar verpa geta þeir strax haft samband við lögregluna," sagði Sigurður Giz- urarson sýslumaður. „Það er stutt hér á milli — í fyrrasumar voru lögreglumenn komnir eftir 15 mín. í Laxárdal, þar sem sést hafði til fálkaþjófa. Ég held að eftirlitið verði pottþétt með góðri samvinnu okkar við heimamenn." Engu að síður verður „fálkaþjófa- gæslumaður" á vegum Náttúru- verndarráðs við vatnið í vor. Land- verðir á náttúruverndarsvæðinu byrja ekki svo snemma að vinna en hugmynd ráðsins er að í sveitinni sé einn maður, sem taki við boðum um grunsamlegar mannaferðir og að hann hafi síðan samband við lög- reglu. Nánari útfærsla á gæslunni er mótuð í samráði við ungan vís- indamann, sem um margra ára skeið hefur rannsakað fálka og varpstaði þeirra, skv. upplýsingum N áttúru verndarráðs. Ferðalög um páskana: Fjölmargir sækja í skíðalönd Akureyrar „ÞAÐ ER óvenju mikið um ferðir hjá okkur mióað við árstíma," sagði starfsstúlka hjá Bifreiðastöð Islands, er hún var innt eftir ferðalögum landsmanna um páskana. Að hennar sögn er straumur- inn fyrir páska mest frá Reykjavík og eru þar á ferðinni náms- menn og aðrir, sem heimsækja átthagana í fríinu. „I>að er einnig áberandi hve margir ætla sér í skíðaferðir með fjölskylduna og þá sérstaklega norður á Akureyri. Skýringu á því hve þessum ferða- löngum hefur fjölgað tel ég þá, að færð er óvenjugóð og því vandalaust að ferðast í bíl.“ Hjá Flugleiðum varð Sæ- mundur Guðvinsson fyrir svör- um. Hann kvað mjög mikið vera að gera í innanlandsflug- inu um páskana, líkt og alltaf væri á þeirri hátíð. „Mesta um- ferðin byrjaði um síðustu helgi, en þá fóru námsmenn að flykkjast frá Reykjavík til Milt veður næstu daga VEÐUR Á morgun og á laugardag verður milt um allt land og horfur eru á austlægri átt. Rigning verður með köflum við suður- og austurströnd landsins og á annesjum norðanlands verður sums staðar éljagangur. Annars staðar verður úrkomulítið. Allar horfur eru á því að lands- menn geti nýtt páskafríið til úti- vistar, ef þeim býður svo hugur. sinna heimabyggða," sagði hann. „í gær voru 23 ferðir frá Reykjavík, þar af tvær þotu- ferðir til Akureyrar, sem er vinsæll staður heim að sækja hjá skíðafólki. Því miður hefur verið ófært til ísafjarðar og Vestmannaeyja, en reynt verð- ur að fljúga þangað í dag. í þessari viku og fram á þriðju- dag er gert ráð fyrir að við flytjum um 7.000 farþega í inn- anlandsflugi." Sæmundur kvað umferðina í utanlandsfluginu dreifast meira og hefði páskahrotan þar í raun byrjað undanfarna daga eða vikur. Margir farþeg- ar færu í skíðaferðir um pásk- ana og einnig væri algengt að farþegar færu til Luxemborgar eða London og ferðuðust á eig- in spýtur áfram. Flestir námsmenn, sem á annað borð kæmu heim um páskana, væru frá Norðurlöndum. Á skrifstofu Herjólfs í Vest- mannaeyjum var sagt, að nær fullbókað væri í allar ferðir um páskana. Margir kæmu til eyj- anna til að vera viðstaddir fermingar ættingja og náms- menn væru einnig á ferðinni. Engar aukaferðir eru áætlaðar um páskana, en að vanda verða ferðir Herjólfs tíðari frá og með 1. maí. Um borð í Drífu fundust 650 lítrar af 96 % spíra. “ownblaMð/Arni s«b«rg Hald lagt á 650 lítra af spíra í bát í Hafnarfirði TOLLVERÐIR úr Reykjavík lögðu hald á 650 lítra af %% spíra í 25 lítra brúsum þegar smábáturinn Drífa lagðist að bryggju í Hafnarfirði um tvö- leytið í gær. Tveir menn voru um borð og var lögreglan í Hafnarfirði kvödd á vettvang. Að beiðni Tollgæzlustjóra, hóf Rannsóknarlögregla ríkisins rannsókn málsins og hófust yfirheyrslur yfir mönnunum tveimur í gær. Grunur leikur á, að mennirnir hafi sótt áfengið um borð í togarann Arin- björn RE út á Faxaflóa þegar togarinn var að koma úr söluferð frá V -1>yzka landi. Þegar Arinbjörn RE kom á ytri höfnina í Reykjavík í gærmorgun fóru tollverðir út í togarann og hófu leit, en smyglvarningur fannst ekki um borð. Rannsókn RLR var enn á frumstigi í gær- kvöldi. Ekki er ljóst hverjir eru eigendur að góssinu, en 650 lítrar af 96% spíra svara til um 16—1800 flöskum af vodka, þann- ig að verðmæti áfengisins er á aðra milljón króna hér á landi. ið gatslitið „GÖTUR nú eru mjög slæmar eftir veturinn og mikið slitnar," sagði Ingi Ú. Magnússon, gatnamálastjóri í samtali við Morgunblaðið er borið var undir hann ástand slitlags á göt- um í Reykjavík eftir veturinn. Sagði Ingi að endurnýja þyrfti malbik á mest eknu götunum ann- að hvert ár nú orðið, en þó hefði það það nokkuð verið mismunandi frá ári til árs. „Það eru auðvitað margir orsakavaldar fyrir þessu. Fyrst og fremst er það auðvitað umferðin og hvað hún hefur auk- ist hröðum skrefum og svo eru það auðvitað naglarnir. Yfir 90% bif- reiða voru á nagladekkjum nú í febrúar, nánar tiltekið 93% og það hefur aldrei verið jafn mikið áður, en við höfum fylgst með fjölda ökutækja á nagladekkjum á höf- uðborgarsvæðinu undanfarin ár. Svo spilar veðurfarið einnig stóra rullu, og fer mikið eftir því hvern- ig það er hverju sinni, hvað mikið þarf að gera við,“ sagði Ingi Ú. Magnússon ennfremur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.