Morgunblaðið - 04.04.1985, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 04.04.1985, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐID;FIMMTUDSOUR 4. APRfL;t9B5 88 Ffladelfíusöfnuðuriiin f Reykjavík: Sænsk hjón tala á sam- komum um páskana Hjónin Áke og Barbro Wallin Morgunblaöið/Árni Sœberg Rifshafnarbátar: Verður kvótinn hundsaður? Hellissandi, 3. apríl. Valgerður Hauksdóttir við myndir sínar, sem sýndar eru í Gallerí Borg. Valgerður Hauksdóttir sýnir í Gallerí Borg HJÓNIN Áke og Barbro Wallin frá Svíþjóð eru komin hingað til lands á vegum Ffladelfíusafnaðarins í Reykjavík. Þau komu hér í fyrsta skiptið fyrir 18 árum og er þetta í þriðja sinn sem þau koma hingað til iands. „Ég vinn mikið í skólum í Sví- þjóð. Þar tala ég um hvernig líf eiturlyfjasjúklinga, áfengissjúkl- inga og glæpamanna er, enda þekki ég þetta af eigin reynslu. Ég hef oft verið í fangelsum og á 10 ára tímabili var ég laus úr fang- elsi í samtals 7 mánuði. Ég held að það sé rétt að vara ungt fólk við þeirri hættu sem get- ur beðið þeirra ef þau ánetjast áfengi eða fíkniefnum." Barbro sagði að þau ferðuðust mikið um heiminn. Þau hafa verið fimm sl. vetur á Kanaríeyjum, þar sem þau koma fram á samkomum hjá norrænu fólki sem þar býr. „Við erum heima í tvo til þrjá daga í einu og síðan höldum við aftur af stað,“ sagði hún. „En þetta er mjög skemmtilegt því við höfum kynnst svo mörgu fólki á þessum ferðalögum." Áke og Barbro sögðust vera sannfærð um það að fagnaðarer- indið væri besta félagslega hjálpin í heiminum í dag og væru þessi orð yfirskrift fyrirlestra Áke. Eins og áður segir tala þau Áke og Barbro á öllum samkomum hjá Fíladelfíu um páskana, en þær verða á hverju kvöldi kl. 20.00. En á laugardagskvöld verður Páska- vaka og byrjar hún kl. 22.00. MJÖG góður afli hefur verið hjá Rifshafnarbátum frá því í verkfalli. Alls komu 3117 lestir á land í mars í ár á móti 2700 tonnum á sama tíma í fyrra. Einnig hafa bátar undir 10 tonnum aflað vel í ár og er sá hæsti kominn með rúm 200 tonn frá ára- mótum. Menn eru uggandi vegna kvóta- fyrirkomulagsins. Hér hafa bátar þurft að kaupa kvóta á okurverði síðasta haust. En menn eru að hugsa um að hundsa aflakvótann í ár í þeirri trú að fá uppgefnar sak- ir líkt og kennararnir. Aflahæstu bátar hér eru mb. Rifnes með 591 tonn, mb. Saxham- ar með 534 tonn og mb. Hamar með 474 tonn. Fréttaritari VALGERÐUR Hauksdóttir sýnir um þessar mundir teikningar, sem gerð- ar eru með blandaðri tækni, ætingu og í steinþrykk, samtals 33 myndir. Sýningin er í Gallerí Borg og stend- ur til 16. aprfl. Sýningin er opin virka daga frá klukkan 12 til 18 og helgi- daga og um helgar frá kl. 14 til 18. Opið verður á fostudaginn langa og páskadagana. Valgerður Hauksdóttir hefur tekið þátt í samsýningum bæði heima og erlendis, víða í Banda- ríkjunum og 1983 og 1984 með fé- lögum í íslenskri grafík, Lista- safni ASf og nú í Gallerí Borg og er það einkasýning. Grafík flytur ný lög í Safarí Á ANNAÐ páskadagskvöld mun hljómsveitin Graffk leika í Safarí. Mun hljómsveitin leika bæði eldra og yngra efni sem og óút- komið efni, en væntanleg er ný plata frá Grafík með vori kom- anda. Tveir sérstakir gestir munu koma fram með Grafík þetU kvöld en það eru Abdou ásláttar- leikari frá Marokkó og Einar Bragi saxófón- og flautuleikari. ISLENSKUR HUSBUNAÐUR ISLENSKUR HUSBUNAÐUR VORUVALSNEFNO AXIS skáparnir eru sannkölluð heimilisprýði, fáanlegir í mörgum stærðum og gerðum. Fjölbreytt úrval innréttinga tryggir að þú finnur skáp sem hentar þér.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.