Morgunblaðið - 04.04.1985, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 04.04.1985, Blaðsíða 48
48 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 4. APRÍL 1985 Minning: Björn Guðmundsson frá Reynihólum Fæddur 23. febrúar 1885 Diinn 24. mars 1985 Skjótt hefur sól brugðið sumri. Fyrir rúmum mánuði komum við ættingjar og vinir Björns Guð- mundssonar saman og fögnuðum ásamt honum í tilefni af hundrað ára afmæli hans. Þar sat hann glaður og virðulegur í öndvegi og verður þessi hátíðarstund nú dýrmæt minning eftirlifenda hans. En Björn andaðist þann 24. mars sl. á sjúkrahúsinu á Hvammstanga eftir stutta legu. Hann var fæddur 23. febrúar 1885 að Þverá í Núpsdal. Foreldrar hans voru hjónin Guðmundur Jó- hannesson og Þorbjörg Jónasdótt- ir. Með þeim flyst hann að Reyn- hólum í Miðfirði en þau höfðu þá búið á tveimur bæjum öðrum í Miðfirði, áður en þau flytja að Reynhólum, en við Reynhóla hefur Björn jafnan verið kenndur. Hann fer ungur að vinna fyrir sér, er í vinnumennsku nokkur ár. Á þessum árum átti ungt fólk ekki margra kosta völ, en Björn sem var fróðleiksfús hafði alið með sér draum, en það var að leita sér ein- hverrar menntunar, og sá draum- ur rættist því 23 ára er hann var orðinn nemandi í Flensborg í Hafnarfirði. Þar fékk hann svalað að einhverju leyti menntunarþrá sinni og yfir námsdvölinni í Flensborg var sérstakur ljómi í minningunni. Um tíma var hann starfandi lögreglumaður í Hafn- arfirði. Að þessum tíma liðnum fer hann aftur norður og vinnur á ýmsum stöðum þar til hann festir ráð sitt og gengur að eiga Ingi- björgu Jónsdóttur frá Huppahlíð árið 1916. Þau bjuggu fyrstu árin sem leiguliðar á nokkrum jörðum en árið 1933 kaupir Björn Reyn- hóla og bjó þar góðu búi til ársins 1966, en þá tók einn sona hans við búinu. Eftir að þau Björn og Ingi- björg koma að Reynhólum fara þau að sjá bjartari daga eftir erf- iðleika frumbýlingsáranna. Þau eignuðust sjö börn. Þau eru: Hólmfríður húsmóðir, Jóhanna bóndi, Guðmundur bóndi, Björg- vin verslunarmaður, ólöf húsmóð- Látin er + MARGRÉT HALLDÓRSDÓTTIR frá ísafirði. Útför hennar fer fram frá Fossvogskirkju mánudaginn 15. april kl. 15.00. Fyrir hönd aöstandenda. Fjóla Sigmarsdóttir. t Eiginmaöur minn, faöir okkar, tengdafaöir og afi, HARALDUR ÍSLEIFSSON fyrrverandi fiskmatsmaöur, Skólastíg 28, Stykkishólmi, sem andaöist sunnudaginn 31. mars i St. Fransiskussjúkrahúsinu Stykkishólmi, veröur jarösunginn frá Stykkishólmskirkju þriöju- daginn 9. april kl. 14.00. Blóm og kransar afþakkaöir, en þeir sem vildu minnast hins látna láti Stykkishólmskirkju njóta þesss. Kriatfn Cecelsdóttir, börn tengdabörn og barnabörn. + Eiginmaöur minn, faöir, tengdafaöir og afi, Henning Busk, verkstjóri, i Baröaströnd 17, sem andaöist 28. mars sl., veröur jarösunginn frá Dómkirkjunni miövikudaginn 10. april kl. 13.30. Jarösett veröur i Gufuneskirkju- garöi. Anna Busk, Eyjólfur Busk, Ursula Busk, Henning Busk, Jens Busk, Alexander Busk. + Kveöjuathöfn um móöir okkar, KRISTÍNU PÁLMADÓTTUR, Fellsmúla 2, Reykjavfk, fyrrum húsfreyju Hnausum, Húnavatnssýslu, fer fram i Fossvogskapellu þriöjudaginn 9. april kl. 15.00. Jarösett veröur á Þingeyrum laugardaginn 13. aprii kl. 14.00. Börn og tengdabörn. + MARGRÉT JÓHANNSDÓTTIR frá Neöri-Brunnastööum veröur jarösungin frá Kálfatjarnarkirkju laugardaginn 6. april kl. 13.30. Blóm og kransar vinsamlegast afbeðin, en þeim sem vildu minnast hinnar látnu er bent á aö láta Orgelsjóö Kálfatjarnarkirkju njóta þess. Fyrir hönd aöstandenda, Slmon Kristjánsson, Magnea Magnús. + HELGA JÓNSDÓTTIR, Kópareykjum, sem lést i sjúkrahúsi Akraness 27. mars sl., verður jarösungin frá Reykholtskirkju iaugardaginn 6. april nk. kl. 14.00. Börn tengdabörn og barnabörn. + BJÖRN GUÐMUNDSSON, Reynhólum, sem lést i sjúkrahúsinu á Hvammstanga aöfaranótt 24. mars verður jarösunginn laugardaginn 6. april kl. 13.00. Jarösett veröur frá Staöabakkakirkju. Börn og tengdabörn. + Útför ömmu okkar, JÓRUNNARS. MAGNÚSDÓTTUR frá Brœöraborg, Hellu, fer fram frá Stórólfshvolskirkju laugardaginn 6. april kt. 14.00. Árni Sigurjónsson, Gunnar Sigurjónsson, Jórunn Sigurjónsdóttir. Konan mln, móölr, tengdamóöir og amma, GUDRÚN SIGURÐARDÓTTIR, Ljósheimum 6, Reykjavlk, fyrrum húsfreyja á Þóroddsstööum í Ólafsfiröi, lést á heimili sinu 28. mars sl. Kveöjuathöfn fer fram i Langholtskirkju þriöjudaginn 9. april kl. 13.30. Jarösett verður frá Ólafsfjaröarkirkju miövikudag- inn 10. apríl kl. 14.00. Jón Þóröarson, Siguröur H. Þórðarson, Ármann Þóröarson, Sigríöur Þóröardóttir, Eysteinn G. Þóröarson, Svanberg Þóröarson, Þóröur Jónsson, Jóhanna Sveinsdóttir, Guörún Tómasdóttir, Þórgunnur Rögnvaldsdóttir, Pamela Þóröarson, Anna Halldórsdóttir, og barnabörn. + THEODÓR FRIDRIKSSON (THJÁI), sjómaður, veröur jarösunginn frá Fossvogskirkju þriöjudaginn 9. april kl. 10.30 fh. Fyrir hönd annarra vandamanna. Helga Þorsteinadóttir, Helga Margrót Söebech, Elfnborg Guöjónsdóttir, Adolf Theodórsson. + Þökkum innilega þeim er sýndu okkur samúö og vináttu viö andlát og jaröarför fööur okkar, tengdafööur, afa og langafa, DAVÍDS ÓSKARS GRÍMSSONAR húsgagnasmiöameistara, Bergstaöastrœti 25. Sigrföur K. Davfösdóttir, Grfmur Davfösson, Jóhann Þ. Davfösson, Hjördfs Davfösdóttir, Ósk Davfösdóttir, Hólmfrföur Davfösdóttir, barnabörn og Gylfi T raustason, Svanhildur Sigurfinnsdóttir, Laufey Ósk Guömundsdóttir, Rúnar Guömundsson, Guömundur I. Kristofersson, Sigurður Eirfksson, barnabarnabörn. + Þökkum innilega samúöarkveöjur vegna andláts systur okkar, ÖNNU KONRÁDSDÓTTUR kennara. Margrét S. Konráösdóttir, Björn Konráösson. ir, Jóhannes hreppstjóri og Elís vélamaður. Auk þeirra ólu þau upp dótturbörn sín, Björn bif- reiðastjóra og Kristínu Rut ritara. Afkomendur þeirra hjóna eru um 80 talsins. Konu sína missti Björn árið 1974. Með henni sá hann á bak traustum og góðum lífsföru- naut, því Ingibjörg var einstök gæðakona, hlý og mild og glöð í sinni. Hann minntist hennar með virðingu og þakklæti. Björn átti góða elli, naut góðrar heilsu og hélt andlegri og líkam- legri reisn. Hann unni hverskonar fróðleik og vísna- og ljóðagerð. Sjálfur lagði hann töluvert af mörkum í þeim efnum og reifaði hugsanir sinar í bundið mál til síðasta dags. Návist þessa glaða og vel gefna manns gaf lífinu auk- ið gildi. örstuttar heimsóknir til hans á dvalarheimili aldraðra á Hvammstanga, þar sem hann dvaldi hin siðari ár, voru bæði skemmtilegar og uppbyggjandi. Ég hef verið þeirrar gæfu aðnjót- andi að geta talið Björn til minna allra bestu vina auk þess að vera tengd honum fjölskylduböndum. Ég þakka að leiðarlokum traust og góð kynni. Ástvinum hans sendi ég innilegar samúðarkveðjur. Guð blessi minningu hans. Kristín Jóhannesdóttir Næstkomandi laugardag verður kvaddur og til moldar borinn Björn Guðmundsson fyrrum bóndi á Reynhólum. Hinn 23. febrúar síðastliðinn var samankominn fjöidi fólks í fé- lagsheimilinu Ásbyrgi, ættmenn og vinir, til að heiðra hann á 100 ára afmælinu. Það var honum mikil ánægjustund. öll skynjun og sálarþrek var óskert. I tilefni af afmælinu var hans minnst hér í Morgunblaðinu og því ekki farið út í æviatriði hans nú. Réttum mánuði síðar, 23. mars, andaðist Björn í sjúkrahúsinu á Hvammstanga og fékk rólegt and- lát. Langri ævi var lokið.Takmarki náð og hann ekki að neinu leyti vanbúinn til að hefja nýjan áfanga. Þakklæti fyrir samveruna og hlýjar óskir fylgja honum út yfir landamærin. Benedikt Guðmundsson Birting afmœlis- og minningar- greina ATHYGLI skal vakin á því, að afmælis- og minningargreinar verða að berast blaðinu með góð- um fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í miðviku- dagsblaði, að berast í síðasta lagi fyrir hádegi á mánudag og hlið- stætt með greinar aðra daga. í minningargreinum skal hinn látni ekki ávarpaður. Þess skal einnig getið, af marggefnu til- efni, að frumort Ijóð um hinn látna eru ekki birt á minningar- orðasíðum Morgunblaðsins. Handrit þurfa að vera vélrituð og með góðu línubili. Blömastofa Friöfinm Suöurtandsbraut 10 108 Reykjavtk. Sími 31099 Opið öll kvöld tll kl. 22,- einnig um helgar. Skreytingar við öli tilefni. Gjafavörur. WS ** 1 Jr Ö.W 1f ■
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.