Morgunblaðið - 04.04.1985, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 04.04.1985, Blaðsíða 43
MORÖÚNBLAÐÍÐ, FIMMftíÚAGtTR í.'ÁPRÍL 19te 43 Sextugur: Sr. Þorbergur Kristjánsson Sóknarprestur minn, séra Þor- bergur Kristjánsson, er sextugur í dag, skírdag. Ekki veit ég hvar Þorbergur er fæddur; sem sóknarbarn hans læt ég mig það varða að hann er trúfæddur, að hann er ekki emb- ættisprestur fyrst og fremst, held- ur köllunarprestur, að hann préd- ikar á stéttunum, eins og útvaldir ttuðsmenn hafa ætíð gert, og að hann prédikar með hjartanu, þótt nógir séu vitsmunirnir eða einmitt þess vegna. Tvennt hefur ríkulega hrifið mig í trúfari þessa prests: blessun hans og prédikun. Þegar séra Þorbergur blessar kirkjusöfnuð streyma blessunar- orðin ekki af vörum hans með vanabundnu ósjálfræði heldur út- breiða hendur hans þau, svo þau knýja hjörtun til móttöku, hverju og einu finnst þau eiga blessandi erindi við sig. Prédikun hans er kapítuli útaf fyrir sig: hún er hvorki deyfandi mælgi né leiðaraskrif í dag- blaðsstíl, hún er lifandi sannfær- ing reist á krossi, sem hvorki tíska né lýðdaður fá haggað. Það er sjaldan slegið úr og í, sem mörg- um þykir einkenna nútíma- mannaveiðara, þar er slegið á þann steng, sem hreinn og ósnort- inn hljómber orð guðs yfir himin- blind trúþök, boðar ofar blindletri þrætubóka, hvíslar í gegnum ær- andi styrjaldagný; hið eilífa guð- sorð sem eitt megnar að fullyrða: allt er harla gott. Séra Þorbergur nýtur þó ekki þeirrar náðargáfu að geta haldið uppi prédikun eingöngu á auðug- um tilbrigðum sama dýrðarstefs: Hann er. Þeirri viskufullu og heilögu einfeldni útdeildir Sigur- björn Einarsson biskup einn ís- lenskra kennimanna. Þar er préd- ikun orðin sakramenti. Séra Þor- bergur megnar yfirskyggður and- anum að leiðrétta tímanlegt og að- steðjandi trúarrugl. Engum sem blýðir á boðun hans blandast framar hugur um: að frelsi er ekki sama og frelsun, að ekkert sam- ansemmerki er á milli sáluhjálpar pg sósíalisma, né milli kommún- isma og kristindóms; að kristur var og er ekki fátæktarfulltrúi, skæurliði, félagsmálafulltrúi held- ur frelsari mannssálarinnar, að svokölluð vandamál eiga arf- bundnar rætur í vitund mannsins eða réttara sagt vitundarleysi og að raunhæf friðarumræða fcr að- eins fram í hjartanu. Með orðum drottins sjálfs: leitið heldur ríkis hans, og þá mun þetta veitast yður að auki; t.d. jafnrétti, friður, bræðralag. Trúaráhersla séra Þorbergs er á aðalatriðinu, orðinu, guðsorðinu, en ekki aukaatriðinu, borðinu, hringborðinu. Þannig prédikar séra Þorbergur; því ekk- ert mannlegt í tengslum við guð- legt er honum óviðkomandi. Áhersluvíxlun skipuleggjenda ^eitingahús^p LOKAÐ Skírdag. Föstudaginn langa. Laugardag. Páskadag. Annan í páskum. Eigendur og starfsfólk óskar öllum landsmönn- um Gleöilegra páska. kirkjunnar er á vondri leið með að gera hana að einskonar vanda- mála-kirkju í staðinn fyrir sálu- hjálpar-kirkju. f augum vímuráf- andi ungmenna, svo og margra annarra magnleysingja, verður hún því ein kerfisstofnunin enn, sem ríkir og rekur sjálfa sig, þing- ar um tæknivæðingu trúarinnar á sama tíma og trúarþurfandi mannssálir tortímast innan hand- bærrar seilingar eða ánetjast af trúarhungri sinu austrænni og guðlausri trúareigingirni, kenndri við jóga og alls staðar og ætíð er á boðstólum. Þetta eru mín orð, ekki séra Þorbergs. Svo mikið get ég þó full- yrt að kirkja séra Þorbergs ber enga hagvaxtarlega kerfisdrætti. Hún hefur eigi að heldur gengist undir andlitslyftingu, eins og sviðssjúkar leikkonur á fallandi frama fæti. í kirkju hans er iðkuð trúar-upplitning, sú himinspeglun holdsins, sem heldur því án ald- ursmarka, svo það megi í fyllingu tímans þangað upp rísa, til himna. Hið svokallaða nýja andlit kirkjunnar er aðeins tíðarfarði sem förðunar-meistarar hennar hafa klínt á hana, til þess að reyna að gera hana gjaldgenga, eða rétt- ara sagt sjálfa sig, á markaðstorgi óseðjandi neytenda, hverja barist er um eins og þeir séu atkvæðis- bærir á eilífðarþingi. Að baki farðans er frelsarinn. Hin ósýni- lega og óumbreytanlega ásjóna Krists, opinberuð trúarsjónum: Kristsandlit kirkjunnar, hið raunverulega andlit hennar. Trúgróið andlit kirkjunnar hef- ur ekki önnur andlit, þarfnast ekki annars andlits: fjölmiðlunar- eða markaðsgrímu. Hið innantóma og illa þarfnast umbreytinga, ný and- lit og ný, svo það þekkist ekki og af því að það er forgengilegt. Kær- leikurinn er óumbreytanlegur og fellur aldrei úr gildi; það er kirkj- an einnig, óumbreytanleg í eðli sinu, eins og guð. Þrekmikil trúarrödd séra Þor- bergs hljómar í hvelfingum kirkju og á þingum, þar sem trúarum- ræða fer fram, svo og skipulagn- ing trúvæðingar. Rödd hans er einlægt skýr og afdráttarlaus. Enda engin nauðsyn að kristnir menn séu sammála. Þeim ber hins vegar að vera samsála. Hið fyrra lýtur að hinu dauðlega orði hið síðara lýtur hinu lifandi orði, guðsorði. Megi raust séra Þor- bergs hljóma sem lengst á meðal vor. Og Þorbergur Kristjánsson, hvernig er hann? Hann er trúsýnn en ekki hagsýnn. Ingimar Erlendur Sigurðsson Dómkirkjan: Ingibjörg Guðjónsdótt- ir syngur einsöng í MESSUNNI í Dómkirkjunni kl. II á föstudaginn langa syngur Ingibjörg Guðjónsdóttir einsöng. Hróður hennar hefur farið víða, síðan hún bar sigur úr býtum í söngkeppni sjónvarpsins. í messunni á langafrjádag ætlar hún að syngja „Friðarins Guð“ eftir Árna Thorsteinsson. Sr. Þórir Stephensen les lok písl- arsögunnar og flytur stutta hugleið- ingu, en að öðru leyti byggist mess- an á tónlistarflutningi. Dómkórinn syngur þar m.a. sálminn „Ég kveiki á kertum mínurn" við lag Páls Is- ólfssonar, „Ave verum corpus" eftir Mozart og „Faðir vor“ eftir Malotte. Að venju verða engin ljós í kirkj- unni þennan dag, hvorki á altari né annars staðar. Þannig ber messan öll sérstakan blæ til þess ætlaðan að leiða hugi okkar að hinni miklu kærleiksfórn Krists. Það er og hlut- verk föstudagsins langa. Þórir Stephensen Grimsby: Hæsta verð fyrir ís- aðan fisk í gámum HÆSTA heildarverð fyrir ísaðan fi.sk í gámum, sem fengizt hefur á fisk- mörkuðum í Bretlandi, fékkst í gær í Grimsby. Rúm ein milljón króna fyrir 17,3 lestir af kola. Fiskurinn var úr Freyju RE 38 og var að mestu koli. Aðalsteinn Finnsen, starfsmaður Fylkis í Grimsby, sem sá um sölu fisksins, sagði í samtali við Morg- unblaðið, að í gær hefði fyrirtækið selt fisk úr þremur gámum frá Is- landi og gott verð hefði fengist fyrir fiskinn úr þeim öllum. Meðal- verð á kolanum úr umræddum gám hefði verið 62,17 krónur á hvert kíló og heildarverð í pundum 21.449. Væri þetta hæsta verð, sem fengist hefði fyrir fisk úr einum gám á markaðnum. Aðalsteinn sagði, að undanfarið hefði verð fyrir gámafiskinn verið um 20% hærra en á síðasta ári. Því réði meðal annars eftirspurn eftir fiski vegna páskanna, léleg vertíð I Norðursjó og verkfallið I Danm- örku. Horfur á áframhaldandi góðu verði væru miklar, einkum vegna aflasamdráttar í Norðursjónum. r íiö PIOMŒER Vinsælustu bíltæki í heimi. Þetta er mest selda bíltækiö frá Pioneer á árinu sem leiö — og af því tilefni seljum viö þessa samstæöu meö 20% afslætti á meöan birgöir endast. Kr. 8.552,- KP3230 útvarps- og kassettutæki ★ Sjálfvirk endurspilun ★ Sjálfvirkt stopp ★ Hraðspilun i báöar áttir ★ Tónstillir ★ Innbyggður kveikjutruflana eyö- ir ★ FM stereo, MW, LW ★ .2x4,5w (RMS) TS 1020 hátalarar * Niöurfelldir 10 cm * Hámarks inngangsafl 30w * Tíönisvörun 50-17000 riö * Næmni 90 db/w/m HIJÐMBÆR HUOM*HEIMIllS*SKRIFSTOFUTÆKI HVERFISGÖTU 103 SÍMI 25999
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.