Morgunblaðið - 04.04.1985, Blaðsíða 42
42
MORGUNBLADIÐ, FIMHTUDAGUS 4. APRÍL 1966
21. hefti
Nýr heimur kínverskra kræsinga
ÁShanghai framreiðum við fleira en steikt hrísgrjón og vorrúllur.
Shanghai veitingastaðurinn í kjallaranum á Laugavegi 28.
Skímu komið
SKÍMA, raálgagn móðurmálskenii-
ara, 21. hefti, 1. tölublaö 8. árgangs
er komið út. Heftid er helgað ís-
lenzkri málstefnu eða með öðrum
orðum vanda og vegsemd tungunnar
á líðandi stund. Tíu fræðimenn rita
um efnið, auk þess sem tveir Danir
kynna danska málstefnu.
Þeir, sem rita í Skímu að þessu
sinni eru Sölvi Sveinsson, sem rit-
ar greinina „íslensk málstefna",
en hann er ábyrgöarmaður ritsins.
Árni Böðvarsson ritar greinina
„Útvarp, sjónvarp, myndband og
málfar", Baldur Jónsson ritar
greinina „íslensk málstefna" og
Eiríkur Rögnvaldsson ritar grein,
sem hann nefnir: „Málstefnan í
nútíð og framtíð". Þá ritar Guð-
mundur B. Kristmundsson grein,
sem ber heitið „Málstefna —
menntastefna“, Höskuldur Þrá-
insson „Um málstefnu og mál-
vöndun", „Indriði Gíslason grein,
sem hann nefnir: „tslenskt mál í
grunnskóla", Jón Hilmar Jónsson
ritar „íslensk málstefna: lifandi
afl eða gömul dyggð?“, Matthías
Johannessen ritar greinina
„Menning og málbreytingar",
Ölafur Óddsson ritar grein, sem
ber yfirskriftina: „Um íslenska
málstefnu“ og Stefán Karlsson
ritar greinina „Lifandi tunga á
gamalli rót“. Loks rita tveir Dan-
ir, Michael Dal og Keld Jorgensen
grein, sem þeir nefna: „Hvilke
krav skal vi (stadig) stille til mod-
ersmálsundervisningen?".
Skíma er seld í bókabúð Sigfús-
ar Eymundssonar, bókabúð Máls
og menningar og í Bóksölu stúd-
enta við Hringbraut. Nýir áskrif-
endur geta snúið sér til Eiríks
Páls Eiríkssonar í síma 44236.
t framhaldi af útkomu þessa 21.
heftis Skímu var ætlunin að halda
ráðstefnu um efni þess. Nú hefur
verið ákveðið að fresta ráðstefn-
unni til hausts vegna þess hve
miklar annir eru í framhaldsskól-
um landsins, m.a. kennsla á laug-
ardögum.
Opið annan í páskum.
STEINULLARVERKSMIÐJAN HF.
ÓSKAR AÐ RÁÐA
EFIIRTALDA STARFSMENN
Starfsmann á hráefnalager
Starfssvið: Umsjón með hráefnalager.
Tilfærsla hráefna.
Skilyrði: Réttindi á ámoksturstæki.
Starfsmann í ofnhús
Starfssvið: Blöndun bindiefna, umsjón með
rafbræðsluofni og hráefnaflutningskerfi.
6 starfsmenn í pökkun (vaktavinna)
Starfssvið: Móttaka framleiðsluvara af framleiðslulínu.
Flutningur í vörugeymslu.
Skilyrði: Réttindi til að aka lyftara.
2 starfsmenn í vörugeymslu
Starfssvið: Afgreiðsla á pöntunum. Flutningar.
Skilyrði: Réttindi til að aka lyftara.
Umsóknareyðublöö afhendast á skrifstofu
Steinullarverksmiðjunnar hf. á Sauðárkróki, þar sem
umsóknum verður einnig veitt móttaka.
Þeir sem áður hafa sótt um störf hjá verksmiðjunni
eru beðnir að endurnýja umsóknir sínar.
Umsóknarfrestur er til 19. apríl n.k.
Störf hefjast 1. ágúst 1985.
Steinullarverksmiðjan hf. er hlutafélag í eigu innlendra e
og erlendra aðila. Steinullarverksmiðjan hf. mun hefja
rekstur verksmiðju á Sauðárkróki í ágúst n.k. Markmið
félagsins er að anna eftirspum á íslandi á einangrunar-
efnum til hita-, bmna- og hljóðeinangrunar í háum
gæðaflokki og á lágu verði.
Steinullarverksmiðjan á Sauðárkróki er liður í
nýsköpun í íslenskum atvinnuvegi.
Verksmiðjan mun nýta innlend hráefni og með tilkomu
hennar er vænst, að innflutningur tilbúinna erlendra
einangmnarefna og erlendra hráefna til einangmnar-
framleiðslu minnki.
STEINULLARVERKSMIÐJAN HF.,
550 Sauðárkróki. Sími: 95-5986
STEINULLARVERKSMIDJAN HF
Viltu losna við bakverkinn
og eymslin í hálsinum?
Þá skaltu reyna heilsudýnu og -kodda frá
Bay Jacobsen, viðurkennda framleiðslu sem skilar
ótrúlegum árangri.
Dýnan sér um að dreifa
þunga líkamans í svefninum,
þannig að blóðstreymi haldist
jafnt um allan skrokkinn, hún
heldur góðum hita á bakinu og
hefur notaleg nuddáhrif á
vöðvana.
Ummál: 70/80/90x190 cm.
Þykkt: Aðeins 3 cm og því
leggst hún ofan á dýnu sem
fyrir er.
Þyngd: 1,9 kg.
Verð: 3.260,- kr.
r~
Vinsamlegast sendid mér:
□ .....stk. heilsudýnu, breidd .
□ ....stk. kodda á kr. 1.390.-
Nafn;
Koddinn tryggir höfðinu
og hálsinum rétta hvíldarstöðu
og réttur þéttleiki ásamt
góðum hita gerir það að
verkum að þú vaknar með
slaka háls- og axlarvöðva eftir
góðan nætursvefn.
Ummál: 45x55 cm.
Þykkt: 9-11 cm.
Verð: 1.390.- kr.
cm x 190, á kr. 3.260,-
Slmanr.
Hómili:
Póstnr.:
Sveitarfél.
Klippið seðilinn út og sendið með pósti til: Bústoð Pósthólf 192 230 Keflavík
.J
Hvernig vœri að slá til strax í dag og senda okkur
útfylltan pöntunarseðilinn og við sendum þér vöruna
um hœl ípóstkröfu. 14 daga skilafrestur.
DREIFING
A ISLANDI.
TDTTQmr^T^ Sími: 923377
JDLJO JL \JU 230 Keflavík
—----------------------------
G()dan daginn!