Morgunblaðið - 04.04.1985, Blaðsíða 44
44“
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 4. APRIL 1985
ViA fiskreiðar starfa um 5.600 manns og rúmlega 10.000 við fiskvinnslu.
Atvinnumál
Skýrsla forseta ASÍ til miðstjórnar sambandsins
Samantekt þessi fjallar um at-
vinnumál eins og yfirskriftin ber
með sér. Rakin eru meginatriði at-
vinnuþróunar, lagt mat á núver-
andi stöðu, fjallað um framtíðar-
horfur og loks farið nokkrum orð-
um um það er sem helst stendur i
vegi hagvaxtar á íslandi og hvern-
ig bæta megi úr.
IInngangur
íbúaþróun.
í megindráttum hefur mann-
fjöldi hér á landi fylgt svipuðum
ferli og mannfjöldi jarðarkringl-
unnar. Talið er að frá því að land-
ið byggðist og fram yfir aldamótin
1800 hafi mannfjöldi á íslandi
sveiflast á milli 40 og 70 þús. í
upphafi 19. aldar var íbúafjöldi
um 45 þús. Síðan hefur íbúum
landsins fjölgað hratt. Þeir eru nú
um 240 þús. og horfur á að þeir
verði um 300 þús. um næstu alda-
mót.
Umskipti í atvinnu og afkomu.
Samhliða aukningu mannfjölda
hefur atvinnulíf og atvinnuskipt-
ing þjóðarinnar gjörbreyst. Um
m'ðja síðustu öld störfuðu um
80% fólks í landbúnaði en aðeins
26% unnu í öðrum greinum. 1960
var hlutfall þeirra sem störfuðu
við landbúnað komið niður í 14%,
en þjónusta, iðnaður og bygg-
ingastarfsemi höfðu vaxið að
sama skapi. Jafnframt urðu hrein
umskipti í afkomu þjóðarinnar. Á
þessari öld er áætlað að þjóðar-
tekjur á mann hafi nífaldast.
Þessi umskipti koma m.a. fram í
því að árið 1910 bjó helmingur
þjóðarinnar enn í torfbæjum. Árið
1947 voru utanferðir innan við
4.000 á ári, 10.000 um 1960, 27.000
1970 og loks um 80.000 árið 1978.
Fjölmörg önnur dæmi mætti
nefna, t.d. um bifreiðaeign, eign á
ísskápum, sjónvarpstækjum o.fl.
Allt vitnar þetta um stórbættan
efnahag þjóðarinnar.
Stöðnun.
Eins og að framan er rakið hafa
orðið stórstígar efnahagsframfar-
ir á íslandi á öldinni. Síðustu 10
árin höfum við hins vegar ekki
þokast fram á við og því dregist
verulega aftur úr flestum nálæg-
um löndum. Þótt efnahagskreppan
hafi dregið úr hagvexti hefur
nágrannalöndunum flestum miðað
nokkuð á leið.
Atvinnuskipting þjóðarinnar.
Áður en lengra er haldið er rétt
að skoða hver atvinnuþróunin hef-
ur verið síðustu árin, en á síðustu
tuttugu árum hafa miklar breyt-
ingar orðið á mannafla í hinum
ýmsu atvinnugreinum.
■ Sá fjöldi fólks sem starfaði í
landbúnaði var um 14% alls
mannafla í landinu árið 1963. Árið
1981 var þetta hlutfall komið
niður í 6%.
■ f fiskveiðum hefur fólki einnig
fækkað hlutfallslega úr nærri 7%
alls starfandi fólks í 5% árið 1981.
■ Landbúnaður og fiskveiðar
voru sameiginlega með liðlega
20% alls mannafla árið 1963, en
aðeins rétt rúm 11% árið 1981.
■ Árið 1963 starfaði nærri 10.
hver maður i fiskiðnaði og 1981
var þetta hlutfall nánast óbreytt.
■ Árið 1963 störfuðu 18% mann-
aflans í öðrum iðnaði, en þetta
hlutfall var komið niður í 16,7%
árið 1981.
■ Starfsmenn hjá rafmagns- og
vatnsveitum voru mun fleiri árið
1981 en 1963, en fjöldinn var svo
lítill, að naumast skiptir máli.
■ Byggingarstarfsemi hélt svip-
uðum hluta mannafla frá 1963 til
1981, en sveiflur voru töluverðar.
■ Viðskipti og veitingastarfsemi
héldu svipuðu hlutfalli mannafla
frá 1963 til 1981, en þá störfuðu
um 14% mannaflans í þessum
greinum.
■ f samgöngustarfsemi lækkaði
hlutfallið úr nærri 10% árið 1963 í
rúm 7% árið 1981.
■ Samanlagt voru um 82% mann-
aflans í framantöldum greinum
1963, en átján árum síðar var
hlutfallið 68,7%. Aðrar greinar
höfðu þannig aukið sinn hlut úr
18% í 31,3%.
■ Banka- og tryggingastarfsemi
og þjónusta við atvinnurekstur
juku sinn hlut mjög mikið eða úr
3% mannafla í 6% 1981.
■ Þjónustustarfsemi, þ.e. opinber
stjórnsýsla, opinber þjónusta o.fl.,
tóku til sin rúm 15% mannaflans
1963, en 25,2% árið 1981.
■ Eins og fram kemur á með-
fylgjandi yfirliti var hvergi hlut-
fallsleg aukning mannafla nema í
þjónustugreinunum á þessu tutt-
ugu ára tímabili.
Ársverk í hverri grein.
Hlutfallstölur um mannafla í
hverri grein fela breytingar í bein-
um tölum. Þess vegna er rétt að
líta á hver raunverulegur fjöldi
ársverka hefur verið í hinum
ýmsu atvinnugreinum.
■ í landbúnaði voru árið 1963 tal-
in 9.254 ársverk. Þessi tala var
nær óbreytt 1973, en síðan hefur
fækkunin verið ör, þannig að á ár-
inu 1981 voru ársverk í landbúnaði
einungis talin 6.665. Fólki við
landbúnað hafði því fækkað um
þriðjung.
■ Við fiskveiðar störfuðu um
4.500 manns á árinu 1963. Fram til
1973 fjölgaði ársverkum fiski-
manna í 4.900. Árin 1973—1981
fjölgaði enn eða í 5.587 ársverk.
■ í fiskiðnaði voru tæplega 6.700
ársverk árið 1963 og hélst sá fjöldi
nær óbreyttur fram til 1973.
Tímabilið 1973—1981 varð hins
vegar veruleg fjölgun í fisk-
vinnslu, væntanlega fyrst og
fremst vegna aukins bolfiskafla og
aukinnar frystingar. í fiskvinnslu
voru rúm 10.000 ársverk á árinu
1981.
■ í iðnaði voru ársverk rúmlega
12.000 ári 1963, en áratuginn þar á
eftir var fjölgun veruleg og fjöldi
ársverka var orðinn 16.000 árið
1973. Síðan þá hefur ársverkum í
iðnaði fjölgað um 2.000 ef miðað er
við tölur ársins 1981. Síðustu ár
fer því ekki mikið fyrir mannafla-
aukningu í þeirri grein, sem flestir
telja að taka eigi við vaxandi
fjölda á næstu árum.
■ í byggingastarfsemi var all ör
aukning tímabilið 1963 til 1973.
Ársverkum fjölgaði úr rúmlega
7.000 í tæplega 11.000.
■ í verslun og veitingastarfsemi
hefur fjölgun verið nokkuð jöfn
síðustu tvo áratugina, úr rúmlega
9.000 ársverkum árið 1963 í tæp
15.000 árið 1981. Samgöngustarf-
semi jók mannafla sinn áru 6.400
ársverkum árið 1%3 í rúmlega
7.700 árið 1973, en síðan hefur
aukningin verið óveruleg.
■ Árið 1%3 voru 1.880 ársverk
talin í banka- og tryggingastarf-
semi og þjónustu við atvinnu-
rekstur. Tíu árum síðar hafði
fjöldi ársverka í þessari grein
meira en tvöfaldast og var orðinn
4.143. Fram til ársins 1981 varð
aftur stórt stökk, þannig að 1981
var fjöldi ársverka orðinn 6.666.
■ í þjónustugreinum störfuðu
10.000 manns 1963, en 1981 voru
27.552 ársverk í þessum greinum.
■ f landbúnaði, fiskveiðum, fisk-
iðnaði og öðrum iðnaði voru sam-
anlagt 32.437 mannár árið 1963, en
átján árum síðar 40.979. Fjöldi
ársverka hafði því aukist um
rúmlega 8.500. Heildarfjöldi árs-
verka jókst hins vegar á sama
tíma úr 67.517 í 109.457 eða um
41.940.
II Hvert stefnir?
Af reynslu liðinna ára verður
aldrei dregin einhlít ályktun um
framtíðina. Áveðnar vísbendingar
má þó fá ef forsendur einstakra
greina eru athugaðar.
Landbúnaður.
Flest bendir til þess að ársverk-
um í landbúnaði muni áfram fara
fækkandi. Nú er veruleg umfram
framleiðsla á kindakjöti og mjólk
svo óhjákvæmilegt er að draga úr
framleiðslu. Söluverð erlendis
greiðir aðeins lítinn hluta fram-
leiðslukostnaðar. Naumast er rétt-
lætanlegt að viðhalda útflutn-
ingsbótum til lengdar. Einnig er
ljóst að neysla á þessum vörum fer
minnkandi með breyttum neyslu-
venjum og afköst á hvern mann
fara vaxandi, eða gætu farið vax-
andi, væri framleiðendum ekki
skammtaður kvóti.
Mikið er rætt um nýjar auka-
búgreinar, einkum loðdýrarækt og
fiskeldi. Mjög erfitt er að dæma
um hve miklir möguleikar eru
fyrir þessar greinar sem auka-
búgreinar. Fiskirækt og fiskeldi í
smáum stíl kann að hafa ein-
hverja möguleika. Fyrst og fremst
virðist fiskeldi þó vera stóriðnað-
ur í þeim skilningi, að fjárfesta
þarf í stórum eldisstöðvum, þar
sem alfarið er notað framleitt fóð-
ur og jarðhiti nýttur til þess að
örva vöxt. Slíkur rekstur verður
naumast aukabúgrein hjá bænd-
um.
Loðdýrarækt hefur á undan-
förnum árum verið í örum vexti og
reynslan virðist benda til þess að
tiltölulega lítil bú geti skilað
þokkalegri afkomu. Með skipu-
legri uppbyggingu, tækniþjónustu,
fóðurmiðlun o.fl., getur slíkur
rekstur átt verulega framtíð fyrir
sér á bújörðum. Hins vegar er
mjög ólíklegt að nýjar aukabú-
greinar geti vegið upp þann sam-
drátt framleiðslu sem fyrirsjáan-
legur er á næstu árum í hefð-
bundnum greinum. Því er óhjá-
kvæmilegt að bændum fækki og
valið stendur aðeins um hvort
byggðin verði grisjuð vítt og breitt
eða hún þrengd þannig, að byggð
leggist af á afmörkuðum svæðum.
í þessu sambandi er rétt að hafa i
huga, að ekkert bendir til þess að
forsendur fyrir útflutning búvara
breytist okkur í hag á næstu ár-
um. Sá hluti heimsbyggðarinnar
sem hefur efni á að borga hefur
nægan mat. Hinir sem ekki hafa
efni á að borga verða væntanlega
fyrr færir um að framleiða til eig-
in þarfa en að kaupa af okkur bú-
vörur á verði sem viðunandi væri
fyrir alla aðila.
Sjávarútvegur og fiskiðnaður.
í fiskveiðum má búast við svip-
uðum mannafla næstu árin. 1 dag
býr sjávarútvegurinn við veiði-
skömmtun. Kvótakerfið er hins
vegar ekki orsök, heldur afleiðing
takmarkaðra fiskistofna við land-
ið. Þótt afli aukist á næstu árum,
er ekki líklegt að veiðar verði
hömlulausar. Það má einnig telja
fullvíst, að núverandi skipastóll og
mannafli geti annað auknum veið-
um.
Sjávarafurðir námu á síðasta
ári 68,7% af heildarverðmæti
vöruútflutnings þrátt fyrir afla-
samdrátt síðustu þrjú ár. Vegna
mikilvægis sjávarafurða í heildar-
útflutningi er ljóst, að öflug fram-
sókn í öflun erlends gjaldeyris
getur vart orðið nema með auknu
verðmæti útfluttra sjávarafurða.
10% aukning á þeim 30% sem aðr-
ar útflutningsgreinar skila leiðir
aðeins til 3% aukningar á útflutn-
ingsverðmæti í heild.
Helsta forsenda aukinnar verð-
mætasköpunar sjávarútvegs-
greina er að það takist að auka
gæði afurðanna. Bætt meðferð og
vitlegt skipulagt veiða og vinnslu
getur skilað miklu í þessu efni.
Einnig er unnt að auka útflutn-
ingsverðmæti með breyttri
vinnslu, með því að fullvinna af-
urðir í meiri mæli en nú er gert,
með því að vinna nýjar afurðir og
þá kannski fremur með breyttum
vinnsluaðferðum en með því að
vinna nýjar tegundir. í framtíð-
inni hlýtur að verða að leita nýrra
markaða og laga sig að þeim kröf-
um sem þar eru hvort sem um er
að ræða ferskan fisk, saltaðan eða
frystan ellegar fisk verkaðan með
öðrum hætti.
Markmiðið er að fá aukið verð-
mæti úr sama magni. Tímabundin
aukning gæti þá orðið á mannafla
í fiskiðnaði. Innan áratugs kann
ný tækni hins vegar að leiða til
breyttra aðstæðna og fækkunar
starfsfólks.