Morgunblaðið - 04.04.1985, Blaðsíða 54
54
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 4. APRÍL 1986
KA
Liö frá Akureyri, sigurvegari
í 2. deildinni í handknattleik
meö glæsibrag. Aftari röö
frá vinstri: Helgi Ragnars-
son, þjálfari, Anton Póturs-
son, Pétur Bjarnason, Jón
Kristjánsson, Erlingur
Kristjánsson, Friöjón Jóns-
son, Ragnar Gunnarsson oj>
Hermann Haraldsson, liós-
stjóri. Fremri röö: Hafþór
Heimisson, Þorvaldur
Jónsson, Þorleifur Ananías-
son, fyrirliói, Bergur Páls-
son, Logi Einarsson og Er-
lingur Hermannsson.
Morgunblaöíö/Júlíus
Rúmlega 100 manns
leika tennis reglulega
VEGNA HAGSTÆÐRA INNKAUPA
bjóðast hinar íallegu og vinsœlu KERÁION flísar á
mun lœgra verði en áður heíur þekkst.
Við minnum Á BUCHTAL-þjónustu okkar á vali á ílísum og hugmyndum
um hvernig fallegast er að leggja.
Sölumenn okkar hafa áralanga reynslu í flísalögnum.
Leitið ráðlegginga hjá þeim sem reynsluna hafa.
Það er ódýrara en þig grunar að ílísaleggja.
Fllsa- og hrelnlestlstaskjadeild
Hrlngbraut 120. S. 28430
RENNDU VIÐ EÐA HAFÐU SAMBAND.
mldas
Á sl. ári jókst iökun tennisleiks
hér á landi talsvert, en stööugur
vöxtur hefur veriö í þessari íþrótta-
grein undanfarin ár. Munaöi mestu
um tilkomu þriggja nýrra tennis-
valla viö hús TBR í Gnoöarvogi, en
áöur voru fyrir hendi tveir vellir í
Þrekmiöstööinni í Hafnarfirði og
aörir tveir vellir viö Vallargerði í
Kópavogi. Meistaramót islands í
tennis var haldiö í ágúst i fyrsta
skipti í rúm 30 ár, en tennis var
leikinn töluvert í Reykjavík á árun-
um 1925—1940 og eitthvaö eftir
þaö, en lagöist svo aiveg niöur
þegar vellirnir viö gamla Melavöll-
inn uröu ónýtir. Á þessum árum
voru tennisdeildir innan nokkurra
íþróttafélaga, svo sem ÍR, KR og
Ármanns og síöar var svo TBR
stofnaö. Nú eru tennisdeildir innan
ÍK og í TBR á Reykjavíkursvæðinu,
en einnig á Akureyri (TBA) og á
Ólafsfiröi, en á báöum þessum
stööum eru ágætir tennisvellir.
Á Reykjavíkursvæöinu eru nú 3
ágætir tennisvellir innandyra, þ.e. í
íþróttahúsi Seljaskóia í Breiöholti
og Digranesskóla í Kópavogi og í
Gerpluhúsinu í Kópavogi. Tennis-
leikarar hafa þó haft mjög tak-
markaöan aögang aö þessum hús-
um og er ekki leikiö aö staöaldri
yfir veturinn í neinu þeirra nema
því síöast talda. Er þaö mjög miö-
ur, þar sem skortur á aöstööu yfir
vetrarmánuöina háir mjög viö-
gangi og útbreiöslu íþróttarinnar.
Þaö er því mjög aökallandi verk-
efni aö reisa skemmu yfir 2—3
tennisvelli til aö gera fólki kleift
leika tennis árió um kring. Víöa er-
lendis eru til slíkar skemmur og
eru þær aö jafnaöi haföar einfaldar
og eru því ódýrari í byggingu en
önnur íþróttahús.
Nú munu rúmlega 100 manns
ieika tennis reglulega yfir sumar-
mánuöina og mun fleiri hafa komiö
og leikið af og til. Námskeiö fyrir
byrjendur hafa veriö haldin hjá
TBR og í Þrekmiðstööinni og hefur
þátttaka veriö mjög góö.
Tennissamtökin eru óformleg
samtök þeirra, sem áhuga hafa á
tennis og er markmiö samtakanna
aö stuóla aö vexti og viógangi
íþróttarinnar. Á sl. ári var komið á
fót tennisnefnd ÍSI og skai nefndin
vera ráögefandi fyrir ÍSÍ um mál-
efni íþróttarinnar auk þess sem
hún hefur umsjón meö haldi ís-
landsmótsins í tennis Gert er ráö
fyrir stofnur sérsambands i tennis
innan ÍSÍ innan tveggja ára. Fyrir-
hugaó er aö gefa út tennisreglurn- •
ar og leiöbeiningar um tennisleik
fyrir byrjendur.
Tennis á vafalítið eftir aö veröa
vinsæl íþrótt hér á landi eins og
erlendis, en taliö er aö tennis sé
næstútbreiddasta íþrótt heims (á
eftir knattspyrnunni) og stunda
hana milljónir manna í nær öllum
löndum heims. Opin keppnismót
atvinnumanna eru haldin víöa og
vekja aö jafnaöi mikla athygli al-
mennings. Er þaö ekki sízt því aö
þakka, hversu gott er aó fylgjast
meó leiknum á sjónvarpsskermin-
um og því hversu viöburöaríkur
leikurinn er. Frægustu tennismót,
sem haldin eru, eru þessi: Wimble-
don (í London í lok júní), Franska
meistaramótiö (í París um miöjan
maí), U.S. open (í New York í ág-
úst, Australian open (í nóvember)
og Masters (meistarakeppni þeirra
beztu í New York i janúar). Úrslita-
leikjum þessara móta er sjónvarp-
aö beint til margra landa heims og
er þeirra jafnan beöiö meö mikilli
eftirvæntingu. Árlega er einnig
haldin keppni landsliöa í tennis
(Davis cup), en keppnin er útslátt-
arkeppni og eru leiknir 4 einliöa-
leikir og 1 tvíliöaleikur í hverjum
landsleik. Undanfarin ár hafa
Bandaríkjamenn boriö höfuö og
heröar yfir aðrar þjóöir í tennis, en
Svíar, Tékkar og Ástralíumenn
hafa einnig veriö sterkir. Svíar hafa
mjög sótt i sig veðriö eftir aö Björn
Borg varö heimsstjarna í tennis og
sigruöu Svíar Bandaríkjamenn
óvænt í úrslitaleik Davis cup í des-
ember sl., þrátt fyrir þaö, að
Bandaríkin hafi teflt fram tveimur
sterkustu tennisleikurum heims,
þeim John McEnroe og Jimmy
Connors. Sá fyrrnefndi hefur veriö
nær ósigrandi sl. 2 ár og er hann
arftaki Björns Borg sem sterkasti
tennisleikari heims, en hann hefur
þó allt annan stíl því hann er
sókndjarfur meö afbrigöum og
mjög skapstór meöan Björn
byggöi sitt spil á stööugleika og
þolinmæöi og sást aldrei skipta
skapi í leik hvort sem blés meö
eöa á móti. Svíar eiga nú fjölda
bráöungra og mjög efnilegra tenn-
isleikara, sem flestir taka sér stíl
Björn Borg til fyrirmyndar Eru nú
fjórir Svíar meöal 10 beztu tennis-
leikara heims, en sterkastur þeirra
er hinn tvítugi Mats Wilander sem
er nú talinn fjórði sterkasti tennis-
leikari heims á eftir þeim John Mc-
Enroe, tékkanum Ivan Lendi og
Jimmy Connors.
(Fréttatilkynning fré Tannisaamtökunum.)