Morgunblaðið - 04.04.1985, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 04.04.1985, Blaðsíða 54
54 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 4. APRÍL 1986 KA Liö frá Akureyri, sigurvegari í 2. deildinni í handknattleik meö glæsibrag. Aftari röö frá vinstri: Helgi Ragnars- son, þjálfari, Anton Póturs- son, Pétur Bjarnason, Jón Kristjánsson, Erlingur Kristjánsson, Friöjón Jóns- son, Ragnar Gunnarsson oj> Hermann Haraldsson, liós- stjóri. Fremri röö: Hafþór Heimisson, Þorvaldur Jónsson, Þorleifur Ananías- son, fyrirliói, Bergur Páls- son, Logi Einarsson og Er- lingur Hermannsson. Morgunblaöíö/Júlíus Rúmlega 100 manns leika tennis reglulega VEGNA HAGSTÆÐRA INNKAUPA bjóðast hinar íallegu og vinsœlu KERÁION flísar á mun lœgra verði en áður heíur þekkst. Við minnum Á BUCHTAL-þjónustu okkar á vali á ílísum og hugmyndum um hvernig fallegast er að leggja. Sölumenn okkar hafa áralanga reynslu í flísalögnum. Leitið ráðlegginga hjá þeim sem reynsluna hafa. Það er ódýrara en þig grunar að ílísaleggja. Fllsa- og hrelnlestlstaskjadeild Hrlngbraut 120. S. 28430 RENNDU VIÐ EÐA HAFÐU SAMBAND. mldas Á sl. ári jókst iökun tennisleiks hér á landi talsvert, en stööugur vöxtur hefur veriö í þessari íþrótta- grein undanfarin ár. Munaöi mestu um tilkomu þriggja nýrra tennis- valla viö hús TBR í Gnoöarvogi, en áöur voru fyrir hendi tveir vellir í Þrekmiöstööinni í Hafnarfirði og aörir tveir vellir viö Vallargerði í Kópavogi. Meistaramót islands í tennis var haldiö í ágúst i fyrsta skipti í rúm 30 ár, en tennis var leikinn töluvert í Reykjavík á árun- um 1925—1940 og eitthvaö eftir þaö, en lagöist svo aiveg niöur þegar vellirnir viö gamla Melavöll- inn uröu ónýtir. Á þessum árum voru tennisdeildir innan nokkurra íþróttafélaga, svo sem ÍR, KR og Ármanns og síöar var svo TBR stofnaö. Nú eru tennisdeildir innan ÍK og í TBR á Reykjavíkursvæðinu, en einnig á Akureyri (TBA) og á Ólafsfiröi, en á báöum þessum stööum eru ágætir tennisvellir. Á Reykjavíkursvæöinu eru nú 3 ágætir tennisvellir innandyra, þ.e. í íþróttahúsi Seljaskóia í Breiöholti og Digranesskóla í Kópavogi og í Gerpluhúsinu í Kópavogi. Tennis- leikarar hafa þó haft mjög tak- markaöan aögang aö þessum hús- um og er ekki leikiö aö staöaldri yfir veturinn í neinu þeirra nema því síöast talda. Er þaö mjög miö- ur, þar sem skortur á aöstööu yfir vetrarmánuöina háir mjög viö- gangi og útbreiöslu íþróttarinnar. Þaö er því mjög aökallandi verk- efni aö reisa skemmu yfir 2—3 tennisvelli til aö gera fólki kleift leika tennis árió um kring. Víöa er- lendis eru til slíkar skemmur og eru þær aö jafnaöi haföar einfaldar og eru því ódýrari í byggingu en önnur íþróttahús. Nú munu rúmlega 100 manns ieika tennis reglulega yfir sumar- mánuöina og mun fleiri hafa komiö og leikið af og til. Námskeiö fyrir byrjendur hafa veriö haldin hjá TBR og í Þrekmiðstööinni og hefur þátttaka veriö mjög góö. Tennissamtökin eru óformleg samtök þeirra, sem áhuga hafa á tennis og er markmiö samtakanna aö stuóla aö vexti og viógangi íþróttarinnar. Á sl. ári var komið á fót tennisnefnd ÍSI og skai nefndin vera ráögefandi fyrir ÍSÍ um mál- efni íþróttarinnar auk þess sem hún hefur umsjón meö haldi ís- landsmótsins í tennis Gert er ráö fyrir stofnur sérsambands i tennis innan ÍSÍ innan tveggja ára. Fyrir- hugaó er aö gefa út tennisreglurn- • ar og leiöbeiningar um tennisleik fyrir byrjendur. Tennis á vafalítið eftir aö veröa vinsæl íþrótt hér á landi eins og erlendis, en taliö er aö tennis sé næstútbreiddasta íþrótt heims (á eftir knattspyrnunni) og stunda hana milljónir manna í nær öllum löndum heims. Opin keppnismót atvinnumanna eru haldin víöa og vekja aö jafnaöi mikla athygli al- mennings. Er þaö ekki sízt því aö þakka, hversu gott er aó fylgjast meó leiknum á sjónvarpsskermin- um og því hversu viöburöaríkur leikurinn er. Frægustu tennismót, sem haldin eru, eru þessi: Wimble- don (í London í lok júní), Franska meistaramótiö (í París um miöjan maí), U.S. open (í New York í ág- úst, Australian open (í nóvember) og Masters (meistarakeppni þeirra beztu í New York i janúar). Úrslita- leikjum þessara móta er sjónvarp- aö beint til margra landa heims og er þeirra jafnan beöiö meö mikilli eftirvæntingu. Árlega er einnig haldin keppni landsliöa í tennis (Davis cup), en keppnin er útslátt- arkeppni og eru leiknir 4 einliöa- leikir og 1 tvíliöaleikur í hverjum landsleik. Undanfarin ár hafa Bandaríkjamenn boriö höfuö og heröar yfir aðrar þjóöir í tennis, en Svíar, Tékkar og Ástralíumenn hafa einnig veriö sterkir. Svíar hafa mjög sótt i sig veðriö eftir aö Björn Borg varö heimsstjarna í tennis og sigruöu Svíar Bandaríkjamenn óvænt í úrslitaleik Davis cup í des- ember sl., þrátt fyrir þaö, að Bandaríkin hafi teflt fram tveimur sterkustu tennisleikurum heims, þeim John McEnroe og Jimmy Connors. Sá fyrrnefndi hefur veriö nær ósigrandi sl. 2 ár og er hann arftaki Björns Borg sem sterkasti tennisleikari heims, en hann hefur þó allt annan stíl því hann er sókndjarfur meö afbrigöum og mjög skapstór meöan Björn byggöi sitt spil á stööugleika og þolinmæöi og sást aldrei skipta skapi í leik hvort sem blés meö eöa á móti. Svíar eiga nú fjölda bráöungra og mjög efnilegra tenn- isleikara, sem flestir taka sér stíl Björn Borg til fyrirmyndar Eru nú fjórir Svíar meöal 10 beztu tennis- leikara heims, en sterkastur þeirra er hinn tvítugi Mats Wilander sem er nú talinn fjórði sterkasti tennis- leikari heims á eftir þeim John Mc- Enroe, tékkanum Ivan Lendi og Jimmy Connors. (Fréttatilkynning fré Tannisaamtökunum.)
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.