Morgunblaðið - 04.04.1985, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 04.04.1985, Blaðsíða 50
50 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 4. APRÍL 1985 Seltjarnarnes: Bæjarstjórnin hugleiðir að sækja um heimild til útvarpsreksturs Á FUNDI hæjarstjórnar Seltjarnarness hinn 27, mars sl. var lögð fram tillaga Júlíusar Sólnes um að baejarstjórnin leiti eftir heimild til útvarpsreksturs. í greinargerð með tillögunni segir, að með samþykkt nýrra útvarpslaga opnist nýr heimur fjölmiðlunar og upplýsingaþjónustu fyrir allan al- menning. Hluti af þessum upplýs- ingaheimi muni verða margvísleg þjónusta við bæjarbúa í formi upp- lýsinga um breiðbandskerfi, sem gera megi ráð fyrir að verði hluti af veitukerfi bæjarfélagsins í framtíð- inni. Hugsanlegt sé því að Seltjarn- arnesbær hafi frumkvæði að stofnun almenningshlutafélags á Seltjarn- arnesi, sem taki að sér rekstur slíkr- ar upplýsinga- eða boðveitu og ann- ist almenna upplýsingamiðlun og út- varpsrekstur. Er þá gert ráð fyrir að Seltjarnarnesbær verði aðalhluthafi í fyrirtækinu til að tryggja hags- muni bæjarbúa og bæjarfélagsins. Júlíus Sólnes sagði að fyrir nokkr- um árum hefði verið stofnuð nefnd á vegum bæjarstjórnar sem kallast hefði sjónvarpsnefnd. Komst nefnd- in að þeirri niðurstöðu að auðvelt væri að dreifa efni frá gervihnöttum ef slíkt yrði samþykkt af löggjafan- um. „Síðan hefur þetta mál legið niðri og við höfum beðið eftir ákvörðun löggjafans," sagði Júlíus. Qpið laugardag í MJÓDDINNI & STARMÝRI en til “14 i AUSTURSTRÆTI GOSMARKAÐUR ltr.Gos í MJÓDDINNI 29.80 • • Ol og Gosdrykkir CJ t /1 , .. _ i 1/1 kossum 10%AFSLATIUR CjSóiD AUSTURSTRÆT117 — STARMÝRI 2 — MJÓDDINNI Margrét Jóhanns- dóttir - Minning Fædd 20. mars 1922 Dáin 25. mars 1985 Ljósið eilíft lýsir nú dauðans nótt og dimmar grafir. Drottins miklu náðargjafir, sál mín auðmjúk þakka þú. Fagna, Guð þér frelsi gefur fyrir Drottin Jesú Krist og af náð þér heitið hefur himnaríkis dýrðarvist. Já, ljósið eilífa lýsir henni nú, á þeirri braut sem nú er hafin. Kristur var krossfestur á föstu- daginn langa og reis upp á páska- dagsmorgun, svo við mættum öðl- ast eilíft líf. Margrét Jóhanns- dóttir, húsmóðir frá Neðri- Brunnastöðum, andaðist í Landa- kotsspítala þ. 25. f.m. eftir nokk- urra mánaða erfiða baráttu við banvænan sjúkdóm. Margrét fæddist í Reykjavík, 20. mars 1922. Foreldrar hennar voru hjónin Lovísa Brynjólfsdóttir og Jóhann Gíslason. Föður sinn missti hún þegar hún var á öðru ári og stóð þá móðir hennar ein uppi með tvö lítil börn, á öðru og þriðja ári, og það þriðja ófætt. Það hefir verið þungt undir fæti hjá Lovísu þá, því þá voru ekki neins konar styrkir eða bætur, en hún lét ekki hugfallast. Elsta barninu, Einari, var kom- ið í fóstur hjá góðu fólki sem ól hann upp, en Margrét og Jóhann, en svo hét drengurinn sem fæddist eftir lát föður þeirra, voru með móður sinni. Lovísa vann og hlífði sér hvergi, því hún var með af- brigðum dugleg þessi smávaxna kona. Þær skildu ekki mæðgurnar, meðan báðar lifðu. Jóhann bróðir Margrétar andaðist um tvítugt, en Einar á síðastliðnu sumri. Margrét var Árnesingur. Móðir hennar var frá Syðra-Langholti í Hrunamannahreppi og faðir hennar frá Ási í Gnúpverjahreppi og það síðasta sem Margrét fór, áður en hún lagðist inn á Landa- kotsspitala, var við útför Einars Gestssonar á Hæli, frænda síns, en þau voru systkinabörn. Margrét giftist 20. september 1941 Símoni Kristjánssyni frá Suðurkoti, syni hjónanna þar, Þórdísar Símonardóttur og Krist- jáns Hannessonar. Þórdís lifir tengdadóttur sína í hárri elli. Margrét og Símon hafa allan sinn búskap búið á Neðri-Brunna- stöðum. Þar var fyrr á árum rek- inn sjávarútvegur og landbúskap- ur jöfnum höndum, en nú hefir þetta dregist saman, fólk stundar orðið hin ýmsu störf. Margrét var mörg undanfarin ár við gæslu og þrif í Stóru-Vogaskóla. Hún var mikil félagsvera, var um 20 ára skeið formaður kvenfé- lagsins Fjólu á Vatnsleysuströnd, og í fjölda ára var hún meðlimur kirkjukórsins og þau hjón bæði. Ég hugsa að það hafi ekki verið mörg skipti, sem þau hafi vantað á söngloftið i Kálfatjarnarkirkju, þegar þar var eitthvað um að vera, reyndar eru tvö af börnum þeirra einnig í kórnum. Það var oft Laufey Hermanns- dóttir - Kveðjuorð Útför vinkonu okkar Laufeyjar Hermannsdóttur hefur farið fram. Viljum við að leiðarlokum þakka henni fyrir einstaklega góð kynni öll þau ár sem við nutum vináttu hennar og samstarfs við hana. Minningar eins og t.d. úr eldhúsi er verið var að spá fyrir okkur í kaffibolla meðan Laufey bakaði pönnukökurnar og vöfflur. óla syni hennar og Rut systur hennar og dætrum sendum við samúð- arkveðjur. Við viljum einnig minnast Kristínar Sigþórsdóttur sem nýlega er látin. Minningarnar um samveruna við hana eru ljúf- ar. Aðstandendum hennar nær og fjær sendum við innilegar samúð- arkveðjur. Ja, vilt tú navn títt, Gud mín, skriva í mína sál, tín ognarlut, tá veit eg væl, at tað skal liva um aldur og ei stfikast út. og tá meg fellir deyðin sterki, og alt í gröv er dult og gloymt, gev, Gud, tú tá títt navnamerki í hjarta mínum finnur goymt. (Jóannes Patursson týddi. Sðngbók Föroya Fólks.) Tóna og ída T M Y N SUÐURLANDSBRAUT 2 S. 82219; I HÚSI HÖTEL ESJU Þú fylgist með litmyndum þlnum framkallast og kóplerast á 60 mlnútum. Framköllun sem ger- ist vart betri. Á eftir getur þú ráófært þig við okkur um útkomuna og hvernig þú getur tekið betri myndir. Opiö frá kl. 8 — 18.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.