Morgunblaðið - 04.04.1985, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 04.04.1985, Blaðsíða 9
9 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 4. APRÍL 1985 HUGVEKJA Líkaini Krísts — eftir séra HEBVO STHNSSON „Hvíli eg nú síðast huga minn, herra Jesú, við legstað þinn; þegar ég gæti að greftran þín, gleðst sála mín, skelfing og ótti dauðans dvín.“ Þannig hefst lokaþáttur síðasta Passíusálms. Hinn stríði strengur kvalarinnar er hljóðnaður, bylgja átaka og örvæntingar hnigin til upphafs síns. Skáldið krýpur í sandinum við útfiri, og barns- munnur hörpunnar mælir speki, sem ekki verður um bætt. Undarlegt kann það að virðast, en þau spekimál eru með gleði- bragði. Undarlegt, ef það er haft í huga, að legstaður er tilnefni gleð- innar. Skiljanlegt, þegar hins er minnzt, að um er að ræða legstað Jesú. Erindin, sem á eftir fara, skýra þessa hugsun til fullrar hlít- ar, allt þar til hinn efsti tónn kveður við: „Dýrð, vald, virðing og vegsemd hæst ... “ Taktu fram Passíusálmana og íhugaðu þessi erindi, lesandi minn góður, oft og með athygli, í dag og næstu daga. Séra Hallgrímur á önnur orð í öðrum stað til enn frekari skýr- ingar þeirri gleði, er verður hlutskipti hans, þegar hann gætir að greftran Jesú. Þau er að finna í sálminum um dauöans óvissan tíma, sem sunginn er yfir moldum Islendinga: Ég veit, minn ljúfur lifir lausnarinn himnum á, hann ræður ðllu yfir, einn heitir Jesús sá, sigrarinn dauðans sanni sjálfur á krossi dó og mér svo aumum manni eilíft líf vist til bjó. Með sínum dauða hann deyddi dauðann og sigur vann, makt hans og afli eyddi ... “ Að jafnaði glitra tár á hvarmi, þegar þessi orð hljóma í húsi Guðs. En sálmurinn er fagnaðar- ljóð allt að einu, lofsöngur. Höfum hann yfir með það i huga. „Hryggð yðar mun snúast í fögnuð," segir Jesús Kristur. Þar er að finna fagnaðarerindið i hnotskurn: Hryggð kristins manns er ævin- lega upphaf fagnaðar. Fögnuð hans ber hvarvetna við myrkan næturhimin forgengileikans. En liðið er á nóttina og dagurinn í nánd. Guð gefi, að þeir, sem sárast syrgja í þessari kyrruviku, megi gleðjast við ljósið, sem á páska- dagsmorgun skín yfir gröf frelsar- ans. Upprisan ein? Enginn atburður veraldarsög- unnar hefur valdið mönnum við- líka heilabrotum og upprisa Krists. Þau álitamál komu raunar fram áður en tíðindin urðu: Æðstu prestarnir gjörðu út menn að gæta grafarinnar. Síðar var fé borið á varðmennina og þeir lustu þvi upp, að lærisveinar Jesú hefðu haft lík- ama hans á brott með sér. Sjálfir voru lærisveinarnir ekki trúaðir á fyrstu frásðgnina af upprisunni. Þeir litu á hana sem markleysu eina og hégómaþvaður. Æ siðan hefur upprisan orðið tilefni sundurleitustu útlegginga. Hafa menn tæpast látið nokkrum steini óvelt úr götu, ef verða mætti til að gjöra grein fyrir því, hvað átti sér stað að morgni hins fyrsta Drottinsdags. — Þetta er ekki að undra. Upprisan er dýrasti leynd- ardómur, sem hugsaður verður. Ráðgáta hans mun ögra viti born- um mönnum svo lengi sem þeir ganga um þessa jörð. Lærisveinarnir vísuðu tíðindun- um á bug, er þeir heyrðu þau ein og án samhengis að morgni páska- dags. Tveir þeirra voru enn á valdi harms síns, þegar degi tók að halla. A göngu frá Jerúsalem til nágrannaþorpsins Emmaus nálg- aðist hinn upprisni þá sjálfur og slóst í för með þeim. En þeir þekktu hann ekki. Hinn óþekkti samferðamaður tók til við að skýra fyrir þeim upprisuna. Hann setti viðburðinn inn í stærra sam- hengi, skaut máli sínu til spámannanna og skírskotaði til orða, sem Jesús sjálfur hafi látið ' falla fyrir dauða sinn. Að lyktum samneytti hann lærisveinunum tveimur að kvöldi dags. „Og svo bar við, er hann sat til borðs með þeim, að hann tók brauðið, braut það og fékk þeim. Þá opnuðust augu þeirra, og þeir þekktu hann.“ Upprisan verður fáum til skiln- ings eða nota, ef hún er skoðuð ein og sér. Rangt er að slíta hana út úr heimildarmynd trúarinnar á Jes- úm Krist. Upprisan er ekki kynd- ugur viðburður við ævilok hvers- dagsmanns. Upprisan sjálf er raunar alls ekki höfuðatriði þessa máls. Hinn upprisni er höfuðatrið- ið. Hann er hinn sami og sá, er við fögnum barni í jötu á jólum. Hann er ennfremur sá, sem gróf syndir mannanna niður í gröf með sér að kvöldi föstudagsins langa. Hinn upprisni er sonur Guðs, sendur inn í heiminn af almáttug- um föður. Eftir brottför hans birt- ist Guð mönnunum í enn annarri mynd: Á hvítasunnudag vitjar hann postulanna sem heilagur andi, er kveikir trú í hjörtum og skapar söfnuð manna, sem tilbiðja Drottin Jesúm Krist. Þetta heildarsamhengi verðum við að varðveita, ef upprisan á nokkru sinni að verða okkur annað Þegar kirkjan kemur saman í trú og tilbeiðslu, er hún lifandi líkami hins krossfesta og upprisna Drottins Jesú Krists á jörðu. Brauðið er brotið. Menn bergja á kaleiknum. Frelsarinn er mitt á meðal þeirra. Upprisan er staðreynd. Makt dauðans og afli hefur verið eytt. en kynjasaga aftan úr öldum, — raunar ein af mörgum. Síðast en ekki sízt er þess að minnast, að hinn upprisni birtist, þegar brauðið er brotið að undan- genginni þakkargjörð þeirri, sem Jesús sjálfur flutti kvöldið fyrir dauða sinn. Kirkjan: Lifandi líkami Krists Kristnir menn koma saman á Drottinsdögum í þvf að skyni að tilbiðja Guð. Endranær iöka þeir sömu tilbeiðslu við önnur tæki- færi. Bænarákall i einrúmi er einn af hyrningarsteinum þess atferlis. Tilbeiðsla er lykilorð. Án henn- ar verða dauði Krists og upprisa hverjum manni framandi. Þegar kurlin koma til grafar, er upprisan ekki álitamál til kappræðu, heldur lofgjörðarefni til bænar og dýpstu lotningar. Jesús Kristur segir: „Verið í mér, þá verð ég í yður. Eins og greinin getur ekki borið ávöxt af sjálfri sér, nema hún sé á vín- viðnum, eins getiö þér ekki heldur borið ávöxt, nema þér séuð í mér.“ Þessi ívist á sér stað, þegar kristinn maður í kristnum söfnuði lýtur Drottni sínum í skilmála- lausri trú. „Sjálfur lifi ég ekki framar, heldur lifir Kristur í mér,“ segir postulinn Páll. Sama máli gegnir um kirkju Krists I heild. Þegar kirkjan kemur saman i trú og tilbeiðslu, er hún lifandi lík- ami hins krossfesta og upprisna Drottins Jesú Krists á jörðu. Brauðið er brotið. Menn bergja á kaleiknum. Frelsarinn er mitt á meðal þeirra. Upprisan er stað- reynd. Makt dauðans og afli hefur verið eytt. Líf kristins safnaðar er veröld eigin tegundar og gjörðar. Sú ver- öld verður ekki mæld á annan kvarða en þann, sem hún sjálf set- ur. Náttúrulögmálin og stjórn- arskráin í þeim heimi heita verk Guðs og vilji. Hinar borgaralegu skyldur nefnast iðrun og þökk. Iðrun vegna minnar eigin syndar. Þökk fyrir það, að Kristur hefuT með blóði sínu friðþægt fyrir þá synd. Á þessum þungu undirtón- um rís að lyktum fagnaðarsöngur- inn andspænis honum, sem sigrað hefur forgengileikann og gefið söfnuði sínum eilíft líf. Ef einhver tekur sér stöðu utan við þessa veröld, vísar henni með- vitað á bug, verður sá hinn sami seint hlutgengur i árangursrikri umræðu um það, hvað gjörðist á þriðja degi eftir krossfestingu Jesú frá Nazaret. Þess vegna er þeim, sem njóta vilja páska og páskatrúar, ráðlegast að ganga hiklaust inn á þann leikvang niðurlægingar og upphafningar, er nefnist kirkja Krists. Samþjáning Sá kristni söfnuður, sem lifir í frelsara sínum, þjáist með honum á langafrjádag. Til er á íslenzku orðið „samúð". Það er afslepp og yfirborðsleg þýðing á erlendu orði, sem í reynd merkir „samþjáning". Samþjáning er í því fólgin að taka þátt í kvölum annars manns, bera byrði þjáninganna með hon- um, láta hann skynja, að hann er ekki einn um þraut sína og mót- læti. Ævinlega þegar að marki syrtir I álinn I mannheimi, er svikalaus samþjáning dýrasta gjöfin, sem unnt er að láta í té. Þetta vill stundum gleymast nú á dögum. Eiginlega viðurkennum við ekki þjáninguna. Þegar ein- hver þjáist, eru allar hendur á lofti við að lina þjáningu hans. Þetta er gott og Guði þóknanlegt. En hitt skyldi ekki úr minni líða, að til er þjáning, sem ekki er unnt að létta af hinum þjáða. Andspæn- is þess konar ólinnandi þjáningu gefast menn löngum upp. Þeir snúa baki við hinum þjáöa, loka hann einhvers staðar inni og reyna að gleyma honum í stað þess aö bera þjáninguna með honum til enda. Þetta er ekki gott og þaðan af síður Guði þóknanlegt. Samþjáning er miklum mun þungbærari en samhjálp. Hún er langvinn og gleðisnauð. Samhjálp- in miðar að lausn. Öllum léttir, þegar dagur lausnarinnar rennur, hjálparmönnunum eigi síður en hinum þjáða. Samþjáningin er böl, sem ekki stendur til bóta. Kenni- orð hennar er þolinmæði, en ekki lausn. „Umþenking guðrækileg herr- ans Jesú pínu og dauða“ er sú sam- þjáning með Kristi, sem lærisvein- ar hans á öllum öldum hafa i frammi. Hún er gagnkvæm. Hverju sinni sem ólinnandi þján- ing er á þig lögð, kvelst hinn krossfesti að sínu leyti með þér. Hann axlar þína langvinnu og gleðisnauöu byrði. Þolinmæði hans eru engin takmörk sett. Og krafan um lausn er honum svo fjarri, að hann segir í þinn stað: „Guð minn, Guð minn, hví hefur þú yfirgefið mig?“ „Kristur er upprisinn“ Samþjáningin er gleðisnauð. Og þó „gleðst sála mín“ við legstað hins langreynda frelsara þjáðra manna. Hvergi birtist hin mikla þverstæða kristinnar trúar skýrar en hér: Gleðivana kvöl snýst 1 dýpstu og æðstu gleði. Sá fögnuður rekur rætur til upprisu Krists. Upprisan er ein- stæður viðburður og á sér enga hliöstæðu í sögu manna. Fögnuð- # urinn hljómar í páskakveðjunni fornu: „Kristur er upprisinn. Kristur er sannarlega upprisinn.“ Þar er saman dregin endanleg lausn allra þrauta og sérhverrar ráðgátu. Við göngum til móts við pásk- ana með þessa björtu kveðju á vörum og tungu. Samþjáningunni linnir ekki á jörðu, meöan veröld stendur. En í kvöl sinni samfagna börn jarðar hvert öðru, af því að Drottinn hefur sigrað dauðann. Þú, sem samneytir Kristi á skirdag og íhugar krossferil hans föstudaginn endilangan, þér er einnig gefið fyrirheit um hlutdeild i ævarandi upprisu hans. Kristur er upprisinn frá dauðum sem frumgróði þeirra, sem sofnaðir eru. Hann er brautryðjandinn og hefur lagt grundvöllinn að nýjum himni og nýrri jörð. Þú fylgir í fótspor hans í föruneyti annarra kristinna manna. Þú átt fyrirgefn- ingu synda þinna. Héðan í frá er líf þitt eilíft. Þú nýtur þessa alls, af því að sjálf ert þú hluti af líkama Krists. Trú safnaðarins og tilbeiðsla eru veruleiki, sem endurspeglar lif- andi mynd hins upprisna. Ur því að trúin lifir, er hann upprisinn. — Af því að hann er upprisinn, lifir trúin. Þessi er fagnaðarboðskapur páskanna. Hinn bitri broddur þjáningarinnar og dauðans, sem þú kennir alla ævidaga þína, er brotinn. Upprisusólin skín gegn- um rökkvuð ský, eyðir þeim skýj- um og rennur upp á himinhvolfið alskær, ósigrandi — en gengur aldrei til viðar. Gleðilega páska í Jesú nafni. Amen. 0PIÐIDAG1 Laugardag: 10-4 Mánud. 1-9 (síðastí dagur) BÓKAMARKAÐUR FÉL. ÍSL. BÓKAÚTGEFENDA í VÖRUMARKAÐNUM EIÐISTORGI SÍMI: 611177
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.