Morgunblaðið - 04.04.1985, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 04.04.1985, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 4. APRÍL 1985 gestkvæmt á Neðri-Brunnastöð- um, maður fann það, hve maður var alltaf velkominn. Synir mínir voru þar miklir heimagangar eitt sumar og fyrir það skal nú þakkað af hjarta. Þetta var mannmargt heimili, systkinin voru 6, og þau voru miklar félagsverur eins og foreldrarnir, og þess vegna alltaf eitthvað að gerast í kringum þau. Börn Margrétar og Símonar voru þessi, talin í aldur0röð: Sig- urður Rúnar, hans kona Jóhanna Jóhannsdóttir. Eiga 3 börn. Jó- hann Sævar, hans kona Herdís Herjólfsdóttir. Eiga 5 börn. Þór- dís, hennar maður Stefán Stein- grímsson. Eiga 4 börn. Lovísa, hennar maður Ormar Jónsson. Eiga 2 börn. Grétar Ingi, hans kona Þórhildur Snæland. Eiga 3 börn. Magnea Sigrún, hennar maður Einar Guðnason. Eiga 1 barn. Það er ekki lítið starf sem eig- inkona og móðir 6 barna lætur eft- ir sig, eins og það var nú fyrr á árum, þegar ekki voru vélar til allra hluta. Lovísa móðir Margrét- ar var alltaf á heimili þeirra hjóna, og var ómetanleg hjálp á meðan börnin voru ung, því hún var eins og fyrr sagði mjög dugleg við alla hluti, þó fullorðin væri. En nú hefur sól brugðið sumri. Símon frændi minn sér á eftir sinni heilladís, sem hann var bú- inn að vera samvistum við á fimmta tug ára. Það er ekki lítill tími. Þau voru mjög samhent hjón, áttu svo margt sameiginlegt, þó ekki væri nema sönginn, að maður tali nú ekki um allan hóp- inn þeirra, börnin þeirra sex og barnabörnin átján. Það er stór hópur þegar allt kemur saman. Það er mikið fyrir að þakka að eiga þetta allt heilbrigt og vel af Guði gert. Við þökkum Guði fyrir það sem hann gaf, fyrir eiginkon- una, móðurina, tengdamóðurina og ömmuna og fyrir góðan vin. Hún hefir hafið þá ferð sem okkur öllum er fyrirhuguð. Samúðarkveðjur sendum við nú Símoni frænda mínum og hans stóru fjölskyldu, sömuleiðis Magneu móðursystur Margrétar, sem komin er um langan veg til að fylgja frænku sinni síðasta spöl- inn. Megi Guð gefa þeim styrk á erf- iðum stundum. Helga Bjargmundsdóttir Þriðjudaginn 26. mars sl. lést í Landakotsspítala Margrét J6- hannsdóttir frá Neðri-Brunna- stöðum á Vatnsleysuströnd. Mar- grét fæddist að Litla-Hrauni við Eyrarbakka þann 20. mars árið 1922. Hún var dóttir hjónanna Lovísu Brynjólfsdóttur og Jó- hanns Kristjánssonar, sem þar bjuggu. Ársgömul fluttist hún með for- eldrum sínum til Reykjavíkur. Ekki varð sá flutningur þeim að öllu leyti til gæfu, því að ári síðar fórst faðir Margrétar, er hann tók út af togara. Stóð því móðir henn- ar ein uppi með þrjú ung börn, sem þungbært og erfitt hefur ver- ið á þeim tímum. Sjö ára gömul flyst Margrét með móður sinni suður í Hafnarfjörð og þaðan tólf ára suður að Neðri-Brunnastöðum á Vatnsleysuströnd, þar sem móð- ir hennar réði sig sem ráðskonu. Þarna átti Margrét eftir að festa rætur. Þar kynntist hún eftirlif- andi eiginmanni sínum, Símoni Kristjánssyni frá Suðurkoti. Þau giftu sig árið 1941 og keyptu Neðri-Brunnastaði ári síðar. Þar hafa þau síðan búið allan sinn búskap. Margrét og Símon voru ein- staklega samhent og samrýmd hjón á flestum sviðum. Þeim varð sex barna auðið, sem í dag eru öll uppkomin og einstakt dugnaðar- fólk. Ég kynntist þeim hjónum fyrst er ég fluttist í byggðarlagið sem skólastjóri haustið 1972. Símon var þá formaður skólanefndar og kom ég því oft á heimili þeirra í tengslum við starf mitt. Þá þegar var mér tekið opnum örmum og fann ég fljótt þann góða anda sem á því heimili ríkti. Upp úr þessum heimsóknum þróaðist síðan góður vinskapur sem ég hefi æt.íð metið mikils. Margrét starfaði sem húsvörður við skólann frá því í ársbyrjun 1973 og gegndi því starfi á meðan henni entist heilsa til. Starfi sínu sinnti hún ávallt af samviskusemi og með sóma eins og yfirleitt öllu því sem hún tók að sér. Hún var gædd einstakri prúðmennsku í allri umgengni og hafði ætíð lag á að gera gott úr þeim atvikum sem upp komu í hennar starfi. Nem- endur og starfslið skólans fundu þetta líka fljótt og kunnu að meta það. Margrét var formaður Kvenfé- lagsins Fjólu í 20 ár og starfaði að ýmsum félagsmálum á vegum þess íbúum byggðarlagsins til heilla. Hún var einnig mjög virkur félagi í kirkjukór Kálfatjarnarkirkju og starfaði auk þess í ýmsum nefnd- um á vegum sveitarfélagsins. Á síðastliðnu hausti var Mar- grét lögð inn i Landakotsspítala vegna veikinda. Fór hún þar í erf- iða læknismeðferð, en átti því miður ekki afturkvæmt þaðan. Ég mun minnast hennar eins og hún var á meðan hún var heilbrigð og allt lék í lyndi. Ég vona að hennar nánustu minnist hennar einnig frá þeim tíma, því ég veit að þeir eiga margar fagrar minn- ingar liðinna ára í hugarfylgsnum sínum. Ég votta Símoni og börnum þeirra hjóna innilega samúð mína vegna andláts hjartfólginnar eig- inkonu og móður. Þau sýndu öll einstaka hlýju og umhyggju í hennar garð I veikindum hennar og ég veit að sú umhyggja var henni mikils virði á erfiðum stundum. Vonast ég til þess, að sú vissa þeirra um st>rk og gleðistundir þær sem þau veittu henni, ásamt fögrum minningum liðinna ára, verði til að milda söknuð þeirra í framtíðinni. Hreinn Ásgrímsson Mig langar að skrifa nokkur orð um mágkonu mína, Margréti Jó- hannsdóttur, sem lést í Landa- kotsspítala 25. mars. Hún verður jarðsungin I Kálfatjarnarkirkju laugardaginn 6. apríl. Hún veiktist fyrir ári. Ekki heyrðist hún kvarta, það var ekki hennar eðli. Margrét Jóhannsdótt- ir fæddist 20. mars 1922 á Eyrar- bakka. Foreldrar hennar voru hjónin Lovísa Brynjólfsdóttir og Jóhann Gíslason. Margrét var að- eins tveggja ára þegar hún missti föður sinn. Tvo bræður átti hún, Jóhann sem lést um tvítugt og Einar sem lést á síðasta ári. Ég er sannfærð um að það var gæfuspor þegar þau gengu í hjónaband Símon og Margrét. Þau giftust 20. september 1941. Þau byrjuðu búskapinn í gamla húsinu að Neðri-Brunnastöðum. Þó þröngt væri í gamla bænum var hann alltaf vinalegur. Seinna byggðu þau nýtt hús við hliðina á gamla bænum. Þau áttu fallegt heimili og oft var gestkvæmt hjá þeim, enda vel tekið á móti öllum. Eignuðust þau 6 börn. Þau eru: Sigurður Rúnar, giftur Jóhönnu Jóhannsdóttur; Þórdis, gift Stef- áni Steingrímssyni; Lovísa, gift Ormari Jónssyni; Grétar Ingi, giftur Þórunni Snæland; Jóhann Sævar, giftur Herdísi Herjólfs- dóttur; Sigrún, gift Einari Guðna- syni. Barnabörnin eru orðin 19. Margrét starfaði mjög mikið I Kvenfélaginu Fjólu, var formaður þar í um 20 ár. Hún sagði mér einu sinni að þegar hún fór fyrst í Kvenfélagið kallaði þáverandi formaður, Guðríður frá Landa- koti, hana alltaf „litlu stelpuna". Hún var langyngst. Margrét var einnig í kór Kálfatjarnarkirkju í mörg ár. Það eru margar minningarnar allt frá því að ég var smástelpa þegar ég var að hlaupa til Möggu „niður í hús“ eins og við sögðum öll, með alls konar leyndarmál. Það var nefnilega alltaf hægt að segja henni Möggu allt. Það var öruggt að hún sagði engum frá. Árin liðu og vandamálin urðu stærri og alltaf leitaði ég til henn- ar. Og síðast þegar ég heimsótti hana kom þetta allt til tals hjá okkur, og líka þá var hún að gefa mér góð ráð. Hún Magga var stillt kona, gáfuð og fróð um marga hluti, það kom enginn að tómum kofonum sem spurði hana. Fyrir allt þetta langar mig að þakka. Símon minn, börn og tengdab- örn, þið hafið öll misst mikið en ykkur var líka mikið gefið að eiga svona indæla konu og móður. Guð blessi ykkur öll og styrki í sorg ykkar. Og minningar ykkar um hana munu lifa og það eru góðar minningar. Blessuð sé minning mágkonu minnar. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi. Hafðu þökk fyrir allt og allt. Hrefna Kristjánsdóttir, Vogum. Næstkomandi laugardag, 6. þ.m., fer fram frá Kálftjarnar- kirkju útför Margrétar Jóhanns- dóttur húsfreyju á Neðri-Brunna- stöðum á Vatnsleysuströnd. Hún fæddist 20. mars 1922. Foreldrar hennar voru Lovísa Brynjólfsdótt- ir frá Efra-Langholti I Hruna- mannahreppi og Jóhann Gíslason frá Ásum. Hófu þau búskap á Eyrarbakka en fluttust til Reykja- víkur. Eignuðust þau þrjú börn: Einar, sem dó 1984, Jóhann, sem dó árið 1945 og Margréti, sem nú kveður síðust. Þegar Margrét var 2ja ára fórst faðir hennar með togara. Þá voru hvorki styrkir eða tryggingar til að hjálpa ekkjum eða börnum. Nei, fólk varð að bjarga sér sjálft. Fyrstu árin vann Margrét í fisk- vinnu í Reykjavík eftir því sem hún féll til. Minntist Margrét þess oft með stolti vegna móður sinnar hve dugleg hún hafði verið að vinna fyrir heimili og börnum sín- um. Árið 1934 urðu þáttaskil í fjölskyldu Margrétar. Lovísa móð- ir hennar ræðst þá með börnin sín að Neðri-Brunnastöðum til Ingv- ars Helgasonar bónda þar. Upp frá þeim degi tel ég hamingjuna hafa brosað við henni. Þar ólst Margrét upp í hlýju og öryggi. Ár- ið 1941 reis sólin hæst á lofti í lífi Minning: Fædd 4. aprfl 1930 Dáin 6. marz 1985 Fimmtudaginn 14. marz síðast- liðinn var kvödd hinztu kveðju í Dómkirkjunni í Reykjavík Kristín María Sigþórsdóttir. Kristín var dóttir hjónanna Sigríðar Jóns- dóttur og Sigþórs Guðmundssonar sjómanns í Reykjavík. Þau hjón voru bæði ættuð af Snæfellsnesi. Sigþór lést á síðasta ári en Sigríð- ur lifir dóttur sína. Kristín, sem var elst fjögurra systra, fæddist í Reykjavík og ól þar allan sinn aldur. Hún giftist ung Sigurjóni Jónassyni og eign- uðust þau tvo syni, Hörð, sem er yfirþjónn á veigingastaðnum Broadway, og Sigþór, sem er að- stoðarframkvæmdastjóri Hótel Sögu. Hörður er kvæntur Rann- veigu Ingvarsdóttur hárgreiðslu- konu og eiga þau tvö börn. Sigþór er kvæntur Kristínu Sophusdóttur hjúkrunarfræðingi og eiga þau einnig tvö börn. Þau Kristín og Sigurjón stofn- uðu heimili sitt í húsi foreldra hans á Vatnsstíg 9 og bjuggu þar í nokkur ár, eða þar til þau keyptu sér íbúð í Skipasundi 19. Leiðir þeirra skildu svo fáum árum síðar. Ó1 hún drengi sína upp og hélt þeim heimili þar til þeir urðu full- orðnir og kvæntust. Árið 1963 hennar, en þá giftist hún eftirlif- andi eiginmanni sínum, Símoni Kristjánssyni frá Suðurkoti á Vatnsleysuströnd. Eignuðust þau 6 börn, sem öll hafa lánast vel og eiga sín heimili og búnast vel. En Margrét og Símon hafa stutt við bakið á börnum sínum eftir bestu getu og eiga sinn hlut að hamingju barna sinna. Margrét og Símon voru félags- lynd og söngelsk hjón og samhent um að heimilisbragurinn væri með gleðilegu yfirbragði, enda var oft sungið á Neðri-Brunnastöðum á afmælunj og við önnur hátíðleg tækifæri á heimilinu. Sem dæmi um ánægju Margrétar af félagslífi má geta þess að hún lagði fram sinn skref til margra framfara- mála hér í hreppnum. Hún var t.d. ein af stofnendum kirkjukórs Kálfatjarnarsóknar og starfaði í kórnum til dauðadags. KirkjuJ sinni unni hún og lagði fram sinn skref við endurbyggingu hennar. í Kvenfélaginu Fjólu starfaði hún mikið og vel og var t.d. formaður félagsins í 20 ár. Var hún glæsi- legur og góður fulltrúi okkar Fjólu-kvenna hvar sem hún þurfti að koma fyrir félag okkar. Vil ég fyrir hönd okkar kvennanna í fé- laginu þakka Margréti af heilum hug störf hennar öll í þágu félags- ins. Fyrir rúmu ári kenndi hún lasleika, sem nú hefur bundið enda á líf hennar. Hún lá í fimm mánuði á Landakotsspítala. Hún lést þar 25. mars. Aldrei heyrðist æðruorð af hennar vörum, þó henni væri vel Ijóst hvert stefndi. Sýndi hún mikla sálarró og and- legan styrk. Ég og fjölskylda mín vottum eiginmanni Margrétar innilega samúð svo og fjölskyldunni allri. Katrín Sigrún Ágústsdóttir, Smiratúni, Vatnsleysuströnd. „Að glæða og ala önn fyrir, að framleiða en safna ekki auði, að starfa en heimta ekki, að mega sín mikils án þess að láta til sína taka — það er æðsta dyggðin”. (Lao-Tse) ræðst Kristín í að kaupa sér íbúð á Kleppsvegi 38 og þar stóð heimili hennar síðan til dauðadags. Eftir að þau Sigurjón slitu sam- vistir, fór hún að vinna á Gilda- skálanum í Aðalstræti og vann þar lengst af við framreiðslustörf. Þar vann hún í mörg ár og átti gott samstarf við vinnuveitendur sína og samstarfsfólk. Þetta starf hentaði henni mjög vel vegna meðfæddrar prúðmennsku og lip- urðar. Síðari eiginmaður Kristínar var Sigurður Jörundur Sigurðsson, ættaður frá ísafirði. Sigurður er framreiðslumaður í Reykjavík og störfuðu þau saman í mörg ár í veitingahúsinu Glæsibæ. Heimili þeirra var alltaf sérlega fallegt og smekklega búið fallegum hlutum, sem þau höfðu bæði yndi af. Kynni okkar Kristínar hófust á vinnustað í Reykjavík þegar við vorum innan við tvítugt, og héld- ust á meðan hún lifði. Hún var laus við allt fals og illmælgi um aðra, tranaði sér ekki fram, var gáfuð í framkomu og fremur hlé- dræg. Kristín var fríð sýnum og góðum gáfum gædd en aðstæður leifðu fáum nema barnaskóianám á þeim tíma, er hún var að alast upp. Kristín var trúuð og við rædd- um oft um lífið eftir dauðann. 51 Ofanskráð orð, og fleiri úr sömu góðu bók, komu mér oft í hug þeg- ar ég heimsótti vini mína, hjónin á Neðri-Brunnastöðum. Samhent og einhuga lifðu þau annasömu lífi, hógvær og glöð í nánum tengslum við land og haf, menn og málleysingja, búin hinni æðstu dyggð. En nú er skarð fyrir skildi. Æskuvinkona mín Margrét Jó- hannsdóttir er horfin af sjónar- sviðinu, sárt saknað af ástvinum, ættingjum, vinum og sveitungum. Margrét var athafnasöm kona og margt til lista lagt. Ásamt því að annast stórt heimili og ala upp sex mannvænleg börn tók hún virkan þátt í félagslífi sveitarinn- ar, var m.a. formaður kvenfélags- ins í tæpa tvo áratugi. Um skeið hafði hún á hendi handavinnu- kennslu í barnaskólanum og varð síðar umsjónarmaður skólans til æviloka. í kirkjukórnum söng hún ásamt manni sínum og börnum strax og þau höfðu aldur til, því fjölskyldan var söngelsk og radd- irnar góðar. Hver heimsókn á hennar glaða, góða heimili var mér hvíld og endurnæring. Margrét var greind og fróð, hógvær í orði, hæglát í fasi, hlý í viðmóti og prúð. Orð Bjarna Thorarensen geta eins vel átt við hana og Rannveigu Filipp- usdóttur: Ei þó upp hún fæddist í öðlinga höllum, látasnilld lipur var henni sem lofðunga frúvum. Kurteisin kom að innan, — sú kurteisin sanna. siðdekri öllu æðri af öðrum sem lærist. í hálfa öld hef ég notið fölskva- lausrar vináttu Margrétar Jó- hannsdóttur og manns hennar Símonar Kristjánssonar. Hjá þeim sannreyndi ég að „hin vitri starfar án strits og kennir án orða“ (Lao-Tse). Ég flyt ykkur þakkir fyrir ótald- ar ánægjustundir og bið ykkur öll- um blessunar. Af heilum hug sendi ég ástvin- um Margrétar æskuvinkonu minn- ar innilegar samúðarkveðjur frá mér, börnum mínum og systrum. Rannveig Löve Hún var viss um tilveru Guðs og Jesú Krists og um eilíft líf á himn- um. Hún bað einnig fyrir sér og sínum og fann mikinn styrk í því. Haustið 1982 veiktist Kristín af krabbameini, sem leiddi til erfiðr- ar geisla- og lyfjameðferðar og síðan til mikillar skurðaðgerðar haustið 1983. Hún komst heim af sjúkrahúsinu en átti við mikla vanheilsu að stríða þar til hún lézt. 1 þessu langa veikindastriði reyndust synir hennar og tengda- dætur henni mjög vel og studdu hana af fremsta megni til hins síðasta. Á þessari stundu er mér efst í huga þakklæti fyrir okkar löngu og góðu kynni. Ég er þess fullviss að hún hefur nú öðlast langþráða hvíld hjá frelsara sínum á himn- um. Ég vil að lokum votta að- standendum hennar innilega hluttekningu mína. Vinkona Krístín María Sigþórsdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.