Morgunblaðið - 04.04.1985, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 04.04.1985, Blaðsíða 18
MOROUNBLAÐÍÐ, FIMMTUÐAiGU® 4. AFRÍB<1965 e»8 Tvær stúlknanna eru reyndar giftar mönnum úr byggðarlag- inu og hafa búið að Búðum á vet- urnar við mikila einangrun, því oft hefur verið afar snjóþungt. En sem betur fer á eiginmaður annarrar volduga jarðýtu.og hefur hann „ýtt“ fólkinu út úr fásinninu. f vetur brá hinsvegar svo við að varla sást snjóföl á jörðinni. Og veðrið hefur verið með ein- dæmum fallegt og jökullinn skartað sínu fegursta að sögn heimamanna. Þetta hefur orðið til þess að ýtueigandinn hefur haft lítið að gera í vetur. Þannig stjórnar náttúran lífi manna að eigin geðþótta og spyr ekki, hvort að menn séu að byggja og vanti peninga. Það er reglulega vistlegt að Búðum. f matsalnum hefur verið komið fyrir gömlum húsgögnum og á veggjum hanga myndir eftir heimilisfólkið. Við rekum augun í sérkennilega myndskreytta matseðla á borðum. Flestir eru teiknaðir á kartonpappír en nokkrir á flauel. Hver á þetta handbragð spyrjum við. Það er kallað á listamanninn, sem heit- ir Örn Karlsson. Hann hefur haft þann starfa með höndum í 3 sumur að mynskreyta matseðl- ana en það er skipt um þá viku- lega. Örn á því orðið gott safn seðla og hyggst halda sýningu á þeim einhverntímann í framtíð- inni. Rýnum örlítið í sögu staðar- ins. Búðir voru snemma verstöð, því skipalægi var þar gott. Reis upp þorp þurrabúða og var þar oft búsett á annað hundrað manns. Sjást þar ennþá leifar af þessum gömlu vistarverum. Hef- ur komið upp sú hugmynd að reisa búðirnar við í upprunalegri mynd og leigja ferðamönnum, hvað svo sem síðar verður. Að Búðum er kirkja, sem reist var árið 1850, en byggð upp um seinustu aldamót og enn er verið að endurnýja kirkjuna. Það eru einkum íslendingar, sem koma að Búðum. Fólk skreppur úr Reykjavík og ná- grannabyggðarlögunum yfir helgi, til að borða góðan mat, njóta fallegrar náttúru. Fólkið í sveitinni kemur líka í kvöldmat um helgar og eftir að farið var að bjóða upp á bjórlíki í bjór- stofunni, sem fékk heitið Bárð- arbrunnur, þá koma gestir til að fá sér einn og einn “þykjustu" bjór. Þeir sem koma til að dvelja yfir helgi geta gert sér ýmislegt til dundurs fyrir utan náttúru- skoðun eins og að fara á sjó- stangaveiði og á silungsveiði í Lýsuvötnum. Þá er einnig hesta- leiga að Lýsuhóli og sundlaug með heitu ölkelduvatni. Já, það er gott að sækja Búðir heim, náttúran er fögur svo og allur viðurgjörningur. Matseðlarnir á Hótel Búðum eru afar skrautlegir og með fallegu handbragði. — Bankað upp á á Hótel Búðum Vorið er i nánd og aðstandendur Hótel Búða á Snæfellsncsi eru í óðaönn að lagfæra og undirbúa staðinn fyrir sumargestina. Það á að opna nú I. maí. Verið er að mála og setja nýja stétt fyrir framan húsið, sauma gardínur og dúka. Starfsemin í sumar á að vera með svipuðu sniði og undanfarin ár. Boðið er upp á gistingu í hrífandi umhverfi. Frá hótel- gluggunum má sjá Búðarhraun með gígnum Búðarkletti. Þaðan á sam- kvæmt þjóðsögunni að liggja neðanjarðargangur til Surtshellis í Borgar- firði og á að vera gullsandur á hellisbotninum. Hraunið er víða allúfið og í því skvompur og kvosir og þar má gróður á sumrin. En mannskepnan þarf fleira sér til fyllingar en náttúru- fegurðina eina saman. Það þarf líka að seðja magann. Hótel Búðir er fyrir löngu orðið víð- frægt fyrir ljúffenga sjávarrétti og heimabakað meðlæti. Og kemur fólk langt að til að fá sér að borða. Við spurðum heimilisfólkið, hvort það veiddi sjálft í soðið, þar eð við súm mótorbát lóna við bryggjuna með veiðarfærin til- búin. Var okkur sagt að það væri gert, þegar mætti missa inannskap á sjóinn. Þau kváðust líka veiða silung í Lýsuvötnum, sem eru skammt frá. Annars fá þau glænýjan fisk frá ólafsvík og Grundarfirði. sjá sérkennilegan og þroskamikinn Okkur var líka sagt að það hefði verið mikið að gera síðast- liðið sumar og oft hefði starfs- fólkið verið að 16 tíma á sólar- hring. Það hefði því komið fyrir þegar vini bar að garði að þeir voru drifnir inn í uppvaskið, því það vantaði mannskap. Þau eru sjö, sem reka hótelið að Búðum. Ungt og áhugasamt fólk, sem hefur þann metnað að gera alltaf betur hvert sumar. Og þó að reksturinn verði með svipuðu sniði nú og áður þá ætla þau að brydda upp á ýmsum nýj- ungum, en það kemur allt í ljós síðar. Það eru 3 ár síðan þau tóku við rekstri Hótel Búða. Þau koma öll úr sitt hvorri áttinni, einn er kennari á veturnar, annar sjúkraliði, þriðji kokkur o.s.frv. Flest fara þau til þessara starfa á veturnar en snúa svo aftur eins og farfuglarnir þegar tekur að vora. Og alltaf hlakka þau jafn mikið til. LisUmmóurinn Örn Cnrlason og matseðlarnir hans. í dagstofu Hótels Búða sitja nokkrir af aðstandendum hótels- ins, þau Sigríður Gísladóttir, Sigríður Auðunsdóttir, Guðbjörg Jónsdóttir og Hörður Þorbergsson. Á myndina vantar m.a. listakokkinn Rúnar Marvinsson. sveitina til að borða Verið var að mála Hótel Búðir að utan þegar okkur bar að garði. Stundum er fiskað f soðið á þessum stæðilega báti, þegar missa má mannskap á sjóinn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.