Morgunblaðið - 04.04.1985, Side 33

Morgunblaðið - 04.04.1985, Side 33
MORGUNBLAÐID;FIMMTUDSOUR 4. APRfL;t9B5 88 Ffladelfíusöfnuðuriiin f Reykjavík: Sænsk hjón tala á sam- komum um páskana Hjónin Áke og Barbro Wallin Morgunblaöið/Árni Sœberg Rifshafnarbátar: Verður kvótinn hundsaður? Hellissandi, 3. apríl. Valgerður Hauksdóttir við myndir sínar, sem sýndar eru í Gallerí Borg. Valgerður Hauksdóttir sýnir í Gallerí Borg HJÓNIN Áke og Barbro Wallin frá Svíþjóð eru komin hingað til lands á vegum Ffladelfíusafnaðarins í Reykjavík. Þau komu hér í fyrsta skiptið fyrir 18 árum og er þetta í þriðja sinn sem þau koma hingað til iands. „Ég vinn mikið í skólum í Sví- þjóð. Þar tala ég um hvernig líf eiturlyfjasjúklinga, áfengissjúkl- inga og glæpamanna er, enda þekki ég þetta af eigin reynslu. Ég hef oft verið í fangelsum og á 10 ára tímabili var ég laus úr fang- elsi í samtals 7 mánuði. Ég held að það sé rétt að vara ungt fólk við þeirri hættu sem get- ur beðið þeirra ef þau ánetjast áfengi eða fíkniefnum." Barbro sagði að þau ferðuðust mikið um heiminn. Þau hafa verið fimm sl. vetur á Kanaríeyjum, þar sem þau koma fram á samkomum hjá norrænu fólki sem þar býr. „Við erum heima í tvo til þrjá daga í einu og síðan höldum við aftur af stað,“ sagði hún. „En þetta er mjög skemmtilegt því við höfum kynnst svo mörgu fólki á þessum ferðalögum." Áke og Barbro sögðust vera sannfærð um það að fagnaðarer- indið væri besta félagslega hjálpin í heiminum í dag og væru þessi orð yfirskrift fyrirlestra Áke. Eins og áður segir tala þau Áke og Barbro á öllum samkomum hjá Fíladelfíu um páskana, en þær verða á hverju kvöldi kl. 20.00. En á laugardagskvöld verður Páska- vaka og byrjar hún kl. 22.00. MJÖG góður afli hefur verið hjá Rifshafnarbátum frá því í verkfalli. Alls komu 3117 lestir á land í mars í ár á móti 2700 tonnum á sama tíma í fyrra. Einnig hafa bátar undir 10 tonnum aflað vel í ár og er sá hæsti kominn með rúm 200 tonn frá ára- mótum. Menn eru uggandi vegna kvóta- fyrirkomulagsins. Hér hafa bátar þurft að kaupa kvóta á okurverði síðasta haust. En menn eru að hugsa um að hundsa aflakvótann í ár í þeirri trú að fá uppgefnar sak- ir líkt og kennararnir. Aflahæstu bátar hér eru mb. Rifnes með 591 tonn, mb. Saxham- ar með 534 tonn og mb. Hamar með 474 tonn. Fréttaritari VALGERÐUR Hauksdóttir sýnir um þessar mundir teikningar, sem gerð- ar eru með blandaðri tækni, ætingu og í steinþrykk, samtals 33 myndir. Sýningin er í Gallerí Borg og stend- ur til 16. aprfl. Sýningin er opin virka daga frá klukkan 12 til 18 og helgi- daga og um helgar frá kl. 14 til 18. Opið verður á fostudaginn langa og páskadagana. Valgerður Hauksdóttir hefur tekið þátt í samsýningum bæði heima og erlendis, víða í Banda- ríkjunum og 1983 og 1984 með fé- lögum í íslenskri grafík, Lista- safni ASf og nú í Gallerí Borg og er það einkasýning. Grafík flytur ný lög í Safarí Á ANNAÐ páskadagskvöld mun hljómsveitin Graffk leika í Safarí. Mun hljómsveitin leika bæði eldra og yngra efni sem og óút- komið efni, en væntanleg er ný plata frá Grafík með vori kom- anda. Tveir sérstakir gestir munu koma fram með Grafík þetU kvöld en það eru Abdou ásláttar- leikari frá Marokkó og Einar Bragi saxófón- og flautuleikari. ISLENSKUR HUSBUNAÐUR ISLENSKUR HUSBUNAÐUR VORUVALSNEFNO AXIS skáparnir eru sannkölluð heimilisprýði, fáanlegir í mörgum stærðum og gerðum. Fjölbreytt úrval innréttinga tryggir að þú finnur skáp sem hentar þér.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.