Morgunblaðið - 16.04.1985, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 16. APRÍL 1985
3
Fjórða hver tönn í 12 ára
börnum er skemmd
ÁTTA TENNUR í hverju tólf ára barni hér á landi eru skemmdar,
tapaðar eda viðgeröar, en til samanburðar má benda á aö í Banda-
ríkjunum er þessi tala 2,7 tennur. Ef einstakir staðir landsins eru
athugaðir kemur í Ijós að önnur hver tönn í 12—14 ára börnum á
Akranesi er skemmd.
Þetta kemur fram í könnunum
sem tannlæknarnir Pálmi Möller
og Magnús Kristinsson gerðu. Þeir
rannsökuðu tennur barna á nokkr-
um stöðum landsins og kom í Ijós
að í Vestmannaeyjum voru börn á
aldrinum 12—14 ára að jafnaði
með 9,9 tennur skemmdar, tapað-
ar eða viðgerðar, á Seltjarnarnesi
8,32, í Kópavogi, Garðabæ og
Hafnarfirði var talan rúmar 12
tennur, en á Akranesi var ástand-
ið verst, eða rúmlega 13 tennur í
hverju barni. í Grimsnesi í Árn-
essýslu var ástandið skást, eða 6,7
tennur, sem þó er miklu hærra en
í nálægum löndum.
Magnús R. Gíslason, yfirtann-
læknir í heilbrigðisráðuneytir.u,
sagði meginástæðu þessarar út-
komu vera þá, að hér á landi væru
fyrirbyggjandi aðgerðir gegn
tannskemmdum litlar sem engar.
„í Danmörku er 60% fjármagns,
sem varið er til tannheilbrigðis-
mála, notað til fyrirbyggjandi að-
gerða, en hér á landi er næstum
100% fjármagnsins varið til við-
gerða. Það skortir allt skipulag á
fyrirbyggjandi aðgerðum hér og
ég held að þar ráði mestu að menn
óttast fjárútlát. Ég er þess þó full-
viss, að ef slíkar aðgerðir verða
auknar muni það skila sér aftur,
því þá verður að sjálfsögðu minna
um kostnaðarsamar viðgerðir síð-
ar meir."
Magnús sagði að nauðsyn væri á
skipulögðum skólatannlækning-
um, svo unnt væri að fylgjast með
börnum reglulega. „í Danmörku
hafa þeir slíkt kerfi og eru strang-
ir á að börn komi til eftirlits,"
sagði hann. „Ef barn kemur ekki í
eitt ár þurfa foreldrar þess að
greiða úr eigin vasa viðgerðir á
þeim tönnum sem kunna að hafa
skemmst á tímabilinu, því annars
eiga börnin þess ekki kost að koma
aftur inn í þetta ókeypis kerfi. Það
er einkennandi fyrir hin Norður-
löndin að þar eru fyrirbyggjandi
aðgerðir ákveðnar í lögum og al-
menningur er miklu meðvitaðri
um gildi tannhirðu en hér er.“
Það sem veldur mestum ugg
þeirra er láta sig þetta mál nokkru
skipta hér á landi er að fólk virðist
halda að núverandi ástand sé eðli-
legt og óbreytanlegt. „Það hefur
sannast hjá nágrannaþjóðum
okkar að svo er alls ekki og við
gætum lækkað hlutfall tann-
skemmda mjög mikið ef rétt er að
málum staðið," sagði Magnús R.
Gíslason.
Á þriðjudaginn í næstu viku er
sérstakur tannhirðudagur og
verður þá dreift bæklingi í
grunnskólum landsins þar sem
börnum er kennd notkun tann-
bursta, tannstönguls ög tannþráð-
ar. í janúar var gert svipað átak
en þá var áhersla lögð á svokallað
„laugardagssælgæti“, þ.e. að börn
fengju aðeins sælgæti einu sinni í
viku.
Sakadómur synjaði
um gæsluvarðhald
PILTURINN, sem stakk annan á hol nærri Hlemmi aðfaranótt laugardags-
ins, var látinn laus tæpum sólarhring eftir verknaðinn. Sakadómur Reykja-
víkur synjaði á laugardaginn kröfu Rannsóknarlögreglu ríkisins um að
pilturinn, sem verður 19 ára í þessum mánuði, yrði úrskurðaður í gæsluvarð-
hald allt til 1. maí næstkomandi.
Sá sem varð fyrir hnífsstung-
unni er enn alvarlega særður á
gjörgæsludeild Borgarspítalans en
er talinn úr lífshættu, eins og sagt
var frá í Mbl. á sunnudag. Hann
gekkst undir skurðaðgerð þegar
eftir komuna á spítalann laust eft-
ir miðnætti á föstudagskvöldið, þá
talinn í lífshættu. Aðgerðin mun
hafa heppnast vel og er hann á
batavegi.
Af hálfu Rannsóknarlögreglu
ríkisins var talin full ástæða til að
hefta för árásarmannsins og var
því gerð krafa um gæsluvarð-
haldsúrskurð yfir honum. Þeirri
kröfu synjaði Sakadómur Reykja-
vikur, taldi ekki nauðsynlegt
rannsóknarinnar vegna að piltur-
inn yrði úrskurðaður í gæslu-
varðhald, m.a. vegna þess að það
væri allsendis óvíst að refsing við
broti hans yrði tveggja ára fang-
elsi eða þyngri.
Gert er ráð fyrir að í dag verði
tekin um það ákvörðun af hálfu
ríkissaksóknara hvort úrskurður
Sakadóms verður kærður til
Hæstaréttar.
Feðgarnir Arnór Karlsson og Stefán Arnórsson um borð í Nakk.
Djúpivogun
Nakkur, elzta skip
flotans á rækju
DjépaTojn, 29. mare.
TVEIR VÉLBÁTAR, Nakkur og Glaður, hafa stundað rækjuveiðar í Berufirði
í vetur eins og undanfarin ár og oft fengið sæmilegan afla. Þess má geta að
Nakkur mun vera elsta fiskiskip í íslenska flotanum sem enn er gert út. Hann
var smíðaður í Færeyjum árið 1912. Feðgarnir Arnór Karlsson og Stefán
Arnórsson eiga bátinn og gera hann ÚL Stefán er mjólkurbússtjóri á Djúpa-
vogi að aðalstarfi. Hann notar flestar sínar frtstundir til að skjótast á sjó,
annaðhvort á rækju eða með línu og handfæri. Arnór verður 72 ára í nóvember
og hefur stundað sjó frá unga aldri.
I færeyska tímaritinu „Möndul“
er að nokkru rakin saga Nakks frá
því hann var byggður í Færeyjum
og varö eign íslendinga. Þar segir,
að Lias í Rættará i Þórshöfn hafi
lokið smíði Nakks snemma ársins
1912, en menn í Kuney hefðu út-
vegað sér þennan þilfarsbát, sem
var um 6 lestir að stærð. Notuðu
þeir hann til útróðra á Várgrunn-
inum og Norðurhafinu. Einn út-
róðrardaganna 1920 urðu þeir fyrir
vélarbilun. Veður var slæmt og þar
sem ekki tókst að koma vélinni í
gang, yfirgáfu þeir bátinn og kom-
ust allir heilu og höldnu til lands.
Daginn eftir rak Nakk suður i
gegnum Kalseyjarfjörð og tókst að
ná honum inn á Klakksvík.
Seinna keypti Hermann Thor-
steinsson, sem æUaður var af ls-
landi en kvæntur i Klakksvík, bát-
inn og bjó hann til veiða viö ísland.
Áður en þangað var haldið, var
sett á hann stýrishús og stýri kom-
ið fyrir þar inni. í maímánuði 1929
var haldið á Nakk til íslands og
hcfur hann ílenzt þar. Báturinn
hefur alla tið borið sama nafnið en
verið í eigu ýmissa manna og oft
verið breytt og endurgerður. Hann
er fyrst skráður í Sjómannaalman-
akið 1942 og þá í eigu Stefáns Jón-
assonar og Arna Jónssonar á Seyð-
isfirði. Núverandi eigendur keyptu
Nakk árið 1964, en fram til þess
tíma hafði hann meðal annars ver-
ið notaður i póstflutninga milli
Loðmundarfjarðar og Seyðisfjarð-
ar. Einn eigenda bátsins, Ernst
Pettersen á Seyðisfirði, hugðist
eitt sinn breyta nafni skipsins, en
það fréttu dætur Stefáns Jónass-
onar og báðu hann að breyta ekki
nafninu, því mikil gæfa fylgdi
Nakksnafninu. Hann varð vio
þeirri ósk og sagði núverandi eig-
endum söguna, sem breyttu nafn-
inu ekki heldur.
Fréttarítarí.
DORINT
SUMWIUSA
Nýjasti áfangastaður Flugleiða og fjölskyldufólks á leið I sumarfrí er Dorint-sumarhúsaþorpið í nágrenni
Winterberg í Þýskalandi. Þetta eru söguslóðir Grimmsævintýranna. Sumarfrí ( skógivöxnu og hæðóttu
umhverfi Winterberg er einnig ævintýri líkast. (grenndinni er Rínardalurinn og fjölmargar spennandi
borgir: Marburg, Kassel, Dusseldorf, Köln, Bonn, Koblenz, Mainz og Frankfurt. I Dorint-sumar-
húsaþorpinu eru í boði 4 stærðir íbúða og sumarhúsa. A svæðinu eru góð veitingahús, krá,
verslun, barnaheimili, sundlaug, sauna, Ijósaböð, tennisvellir, minigolf og keiluspil. Far-
þegar á leið í Dorint-sumarhúsaþorpið í Winterberg geta valið um að fljúga með Flugleið-
um\i\ Frankfurt eða Luxemborgar. Frankfurt: Rútuferðir til Winterberg. Aðeins
160 km akstursleið. Bílaleigubílar í boði, en þeir fást einnig afhentir í Winterberg.
Luxemborg: Þar eru bílaleigubílar til reiðu. Leiðin til Winterberg er fjöl-
breytt og skemmtileg. Dæmi um verð: Heildarverð fyrir 4 manna fjöl-
skyldu í 2 vikur (flug, íbúð og rútuferðir frá og til Frankf) er kr. 72.608.-
en þá á eftir að draga frá afslátt vegna 2 barna (2-11 ára)
kr. 12.800,- Verðið samtals er kr. 59.808,-, eða kr. 14.952,-
á mann. Flugvallar-
skattur er ekki
innifalinn.
Fjölskyldustemmning
dsögnslóðum
Grimnmvintým
Frekari
uppiýsingar
um Dorint-
sumarhúsaþorpia
i Wlnterberg veita
söluskrítstofur
Fluglei&a,
umboðsmenn og
ferðaskrHstoturnar