Morgunblaðið - 16.04.1985, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 16.04.1985, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 16. APRÍL 1985 3 Fjórða hver tönn í 12 ára börnum er skemmd ÁTTA TENNUR í hverju tólf ára barni hér á landi eru skemmdar, tapaðar eda viðgeröar, en til samanburðar má benda á aö í Banda- ríkjunum er þessi tala 2,7 tennur. Ef einstakir staðir landsins eru athugaðir kemur í Ijós að önnur hver tönn í 12—14 ára börnum á Akranesi er skemmd. Þetta kemur fram í könnunum sem tannlæknarnir Pálmi Möller og Magnús Kristinsson gerðu. Þeir rannsökuðu tennur barna á nokkr- um stöðum landsins og kom í Ijós að í Vestmannaeyjum voru börn á aldrinum 12—14 ára að jafnaði með 9,9 tennur skemmdar, tapað- ar eða viðgerðar, á Seltjarnarnesi 8,32, í Kópavogi, Garðabæ og Hafnarfirði var talan rúmar 12 tennur, en á Akranesi var ástand- ið verst, eða rúmlega 13 tennur í hverju barni. í Grimsnesi í Árn- essýslu var ástandið skást, eða 6,7 tennur, sem þó er miklu hærra en í nálægum löndum. Magnús R. Gíslason, yfirtann- læknir í heilbrigðisráðuneytir.u, sagði meginástæðu þessarar út- komu vera þá, að hér á landi væru fyrirbyggjandi aðgerðir gegn tannskemmdum litlar sem engar. „í Danmörku er 60% fjármagns, sem varið er til tannheilbrigðis- mála, notað til fyrirbyggjandi að- gerða, en hér á landi er næstum 100% fjármagnsins varið til við- gerða. Það skortir allt skipulag á fyrirbyggjandi aðgerðum hér og ég held að þar ráði mestu að menn óttast fjárútlát. Ég er þess þó full- viss, að ef slíkar aðgerðir verða auknar muni það skila sér aftur, því þá verður að sjálfsögðu minna um kostnaðarsamar viðgerðir síð- ar meir." Magnús sagði að nauðsyn væri á skipulögðum skólatannlækning- um, svo unnt væri að fylgjast með börnum reglulega. „í Danmörku hafa þeir slíkt kerfi og eru strang- ir á að börn komi til eftirlits," sagði hann. „Ef barn kemur ekki í eitt ár þurfa foreldrar þess að greiða úr eigin vasa viðgerðir á þeim tönnum sem kunna að hafa skemmst á tímabilinu, því annars eiga börnin þess ekki kost að koma aftur inn í þetta ókeypis kerfi. Það er einkennandi fyrir hin Norður- löndin að þar eru fyrirbyggjandi aðgerðir ákveðnar í lögum og al- menningur er miklu meðvitaðri um gildi tannhirðu en hér er.“ Það sem veldur mestum ugg þeirra er láta sig þetta mál nokkru skipta hér á landi er að fólk virðist halda að núverandi ástand sé eðli- legt og óbreytanlegt. „Það hefur sannast hjá nágrannaþjóðum okkar að svo er alls ekki og við gætum lækkað hlutfall tann- skemmda mjög mikið ef rétt er að málum staðið," sagði Magnús R. Gíslason. Á þriðjudaginn í næstu viku er sérstakur tannhirðudagur og verður þá dreift bæklingi í grunnskólum landsins þar sem börnum er kennd notkun tann- bursta, tannstönguls ög tannþráð- ar. í janúar var gert svipað átak en þá var áhersla lögð á svokallað „laugardagssælgæti“, þ.e. að börn fengju aðeins sælgæti einu sinni í viku. Sakadómur synjaði um gæsluvarðhald PILTURINN, sem stakk annan á hol nærri Hlemmi aðfaranótt laugardags- ins, var látinn laus tæpum sólarhring eftir verknaðinn. Sakadómur Reykja- víkur synjaði á laugardaginn kröfu Rannsóknarlögreglu ríkisins um að pilturinn, sem verður 19 ára í þessum mánuði, yrði úrskurðaður í gæsluvarð- hald allt til 1. maí næstkomandi. Sá sem varð fyrir hnífsstung- unni er enn alvarlega særður á gjörgæsludeild Borgarspítalans en er talinn úr lífshættu, eins og sagt var frá í Mbl. á sunnudag. Hann gekkst undir skurðaðgerð þegar eftir komuna á spítalann laust eft- ir miðnætti á föstudagskvöldið, þá talinn í lífshættu. Aðgerðin mun hafa heppnast vel og er hann á batavegi. Af hálfu Rannsóknarlögreglu ríkisins var talin full ástæða til að hefta för árásarmannsins og var því gerð krafa um gæsluvarð- haldsúrskurð yfir honum. Þeirri kröfu synjaði Sakadómur Reykja- vikur, taldi ekki nauðsynlegt rannsóknarinnar vegna að piltur- inn yrði úrskurðaður í gæslu- varðhald, m.a. vegna þess að það væri allsendis óvíst að refsing við broti hans yrði tveggja ára fang- elsi eða þyngri. Gert er ráð fyrir að í dag verði tekin um það ákvörðun af hálfu ríkissaksóknara hvort úrskurður Sakadóms verður kærður til Hæstaréttar. Feðgarnir Arnór Karlsson og Stefán Arnórsson um borð í Nakk. Djúpivogun Nakkur, elzta skip flotans á rækju DjépaTojn, 29. mare. TVEIR VÉLBÁTAR, Nakkur og Glaður, hafa stundað rækjuveiðar í Berufirði í vetur eins og undanfarin ár og oft fengið sæmilegan afla. Þess má geta að Nakkur mun vera elsta fiskiskip í íslenska flotanum sem enn er gert út. Hann var smíðaður í Færeyjum árið 1912. Feðgarnir Arnór Karlsson og Stefán Arnórsson eiga bátinn og gera hann ÚL Stefán er mjólkurbússtjóri á Djúpa- vogi að aðalstarfi. Hann notar flestar sínar frtstundir til að skjótast á sjó, annaðhvort á rækju eða með línu og handfæri. Arnór verður 72 ára í nóvember og hefur stundað sjó frá unga aldri. I færeyska tímaritinu „Möndul“ er að nokkru rakin saga Nakks frá því hann var byggður í Færeyjum og varö eign íslendinga. Þar segir, að Lias í Rættará i Þórshöfn hafi lokið smíði Nakks snemma ársins 1912, en menn í Kuney hefðu út- vegað sér þennan þilfarsbát, sem var um 6 lestir að stærð. Notuðu þeir hann til útróðra á Várgrunn- inum og Norðurhafinu. Einn út- róðrardaganna 1920 urðu þeir fyrir vélarbilun. Veður var slæmt og þar sem ekki tókst að koma vélinni í gang, yfirgáfu þeir bátinn og kom- ust allir heilu og höldnu til lands. Daginn eftir rak Nakk suður i gegnum Kalseyjarfjörð og tókst að ná honum inn á Klakksvík. Seinna keypti Hermann Thor- steinsson, sem æUaður var af ls- landi en kvæntur i Klakksvík, bát- inn og bjó hann til veiða viö ísland. Áður en þangað var haldið, var sett á hann stýrishús og stýri kom- ið fyrir þar inni. í maímánuði 1929 var haldið á Nakk til íslands og hcfur hann ílenzt þar. Báturinn hefur alla tið borið sama nafnið en verið í eigu ýmissa manna og oft verið breytt og endurgerður. Hann er fyrst skráður í Sjómannaalman- akið 1942 og þá í eigu Stefáns Jón- assonar og Arna Jónssonar á Seyð- isfirði. Núverandi eigendur keyptu Nakk árið 1964, en fram til þess tíma hafði hann meðal annars ver- ið notaður i póstflutninga milli Loðmundarfjarðar og Seyðisfjarð- ar. Einn eigenda bátsins, Ernst Pettersen á Seyðisfirði, hugðist eitt sinn breyta nafni skipsins, en það fréttu dætur Stefáns Jónass- onar og báðu hann að breyta ekki nafninu, því mikil gæfa fylgdi Nakksnafninu. Hann varð vio þeirri ósk og sagði núverandi eig- endum söguna, sem breyttu nafn- inu ekki heldur. Fréttarítarí. DORINT SUMWIUSA Nýjasti áfangastaður Flugleiða og fjölskyldufólks á leið I sumarfrí er Dorint-sumarhúsaþorpið í nágrenni Winterberg í Þýskalandi. Þetta eru söguslóðir Grimmsævintýranna. Sumarfrí ( skógivöxnu og hæðóttu umhverfi Winterberg er einnig ævintýri líkast. (grenndinni er Rínardalurinn og fjölmargar spennandi borgir: Marburg, Kassel, Dusseldorf, Köln, Bonn, Koblenz, Mainz og Frankfurt. I Dorint-sumar- húsaþorpinu eru í boði 4 stærðir íbúða og sumarhúsa. A svæðinu eru góð veitingahús, krá, verslun, barnaheimili, sundlaug, sauna, Ijósaböð, tennisvellir, minigolf og keiluspil. Far- þegar á leið í Dorint-sumarhúsaþorpið í Winterberg geta valið um að fljúga með Flugleið- um\i\ Frankfurt eða Luxemborgar. Frankfurt: Rútuferðir til Winterberg. Aðeins 160 km akstursleið. Bílaleigubílar í boði, en þeir fást einnig afhentir í Winterberg. Luxemborg: Þar eru bílaleigubílar til reiðu. Leiðin til Winterberg er fjöl- breytt og skemmtileg. Dæmi um verð: Heildarverð fyrir 4 manna fjöl- skyldu í 2 vikur (flug, íbúð og rútuferðir frá og til Frankf) er kr. 72.608.- en þá á eftir að draga frá afslátt vegna 2 barna (2-11 ára) kr. 12.800,- Verðið samtals er kr. 59.808,-, eða kr. 14.952,- á mann. Flugvallar- skattur er ekki innifalinn. Fjölskyldustemmning dsögnslóðum Grimnmvintým Frekari uppiýsingar um Dorint- sumarhúsaþorpia i Wlnterberg veita söluskrítstofur Fluglei&a, umboðsmenn og ferðaskrHstoturnar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.