Morgunblaðið - 16.04.1985, Síða 6

Morgunblaðið - 16.04.1985, Síða 6
6 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 16. APRÍL 1985 Vorið kemur Skjótt skipast veður í lofti, vér dekurbðrn veðurguðanna orðin svo góðu vön að síðbúið páskahretið verður nánast einsog smá skemtiatriði sett á svið af náttúrunni svo okkur leiðist ekki hið eilífa blíðviðri. Náttúran er vafalaust minnug þeirra orða að á misjöfnu þrífast börnin best og þótt snjóbylur byrgi andartak sýn þá kitlar nú vitin þessi undarlegi ilmur, er ber með sér undrið mikla, sjálft vorið. Ekkert jafnast á við þetta undur náttúrunnar, er lyftir blómunum uppúr moldinni og fyllir loftið af fuglasöng. Og ekki nóg með að náttúran skríði úr híði og brosi framan í ljósgjafann mikla, heldur skiptir mannlífið um ham. Þannig sjáum við unga fólkið svífa um götur og torg, eins- og marglit fiðrildi á vængjum ást- arinnar, og í hugann smýgur hending úr Ijóði Axel Juel, Gleðin, hryggðin og hamingjan, endur- sköpuð af snillingnum Magnúsi Ásgeirssyni: Ljúfasta gleði allrar gleði / er gleði yfir því, sem er alls ekki neitt, / engu, sem manni er á valdi eða í vil, / gleði yfir engu og gleði yfir öllu, / gleðin: að vera til. Hvurskonar vor? Slík gleði fylgir vorinu, gleðin yfir því að finna lífið springa út hávaðalaust. En það er svo auðvelt að spilla gleðinni yfir því undri sem skapar okkur og hefur okkur uppúr moldinni til samfagnaðar með öllu er lífsanda dregur. Ný- lega las ég í bók er fjallar um sjónvarpsgláp barna í Bandaríkj- unum: Children and Television, eftir Gerard S. Lessing (Vintage Books, 1975) um rannsókn er leiddi í ljós þá athyglisverðu niðurstöðu að reyndar sveiflaðist sjónvarpsgláp barna nokkuð eftir árstíðum. Þannig var opið fyrir sjónvarp á heimilum forskóla- barna í að meðaltali 55 stundir á viku á haustin og í að meðaltali 46 stundir á vorin. Þessar niðurstöð- ur voru birtar í Neilsen Television Index 1967, og hef ég reyndar séð svipaðar tölur víðar. Það er nátt- úrulega mjög svo erfitt að mæla nákvæmlega sjónvarpsgláp yngri barna, en þó hlýtur það að fylgja nokkuð eftir þeim stundafjölda er sjónvarps nýtur við á heimili. Og raunar er í fyrrgreindri bók á blaðsíðu 19 að finna eftirfarandi tölfræðilega lýsingu á sjónvarps- glápi bandarískra barna: Við lok grunnskóla hefur venjulegur ein- staklingurinn horft á sjónvarp í 15.000 klukkustundir en á sama tíma hefir hann eytt 12.000 stund- um á skólabekk. Þetta þýðir að grunnskólanemar eyða meiri tíma fyrir framan sjónvarpið en nokk- ursstaðar annarsstaðar nema í rúminu, sofandi. Vorleysingar Það er næsta barnalegt að ætla sér að hefta fjölmiðlabyltinguna, hún mun steypast yfir oss rétt einsog árstíðasveiflur náttúrunn- ar. En við erum nú einu sinni manneskjur með sjálfstæðan vilja og verðum við ekki að ganga af dálítilli varfærni inní hið nýja vor er bíður barna okkar, til móts við þá nýju veröld er senn mætir þeim á skerminum? Síst af öllu viljum við að fjölmiðlabyltingin éti börn- in okkar, ekki satt? Ólafur M. Jóhannesson UTVARP / S JON VARP Heilsað upp á fólk ■■■■ Tólfti þáttur- 90 40 inn í þáttaröð- inni „Heilsað upp á fólk“ er á dagskrá sjónvarps í kvöld í umsjá Ingva Hrafns Jónssonar. I þessum þætti sækjr Ingvi Hrafn Stefán Á. Jónsson bónda og hrepp- stjóra á Kagaðarhóli í Torfulækjarhreppi í Austur-Húnavatnssýslu, heim. Þegar sjónvarpsmenn Stefán Á. Jónsson, bóndi og hreppstjóri. bar að garði í septem- bermánuði sl. voru þau hjónin við morgunmjalt- irnar. Ræðir Ingvi Hrafn við Stefán um búskapinn og stöðu bænda á íslandi. Stefán var einn af Ingvi Hrafn Jónsson, umsjónarmaður þáttarins „Heilsað upp á fólk“. helstu baráttumönnum fyrir Blönduvirkjun en sem kunnugt er voru á sínum tíma mikil átök í héraði varðandi hana. Berst talið lítillega að því í þættinum. Þjóðlagaþáttur: Irska hljómsveitin „Moving Hearts" kynnt ■■■■ Þjóðlagaþátt- 1 a oo urinn er á lU- dagskrá rásar 2 í dag kl. 16, stjórnandi er Kristján Sigurjónsson. I þessum þætti verður írska hljómsveitin „Mov- ing Hearts“ kynnt en hún leikur svokallað þjóðlaga- rokk. Kristján sagði í samtali við Morgunblaðið að hljómsveit þessi ætti miklum vinsældum að fagna í heimalandi sínu og kæmi næst á eftir írsku rokkhljómsveitinni kunnu U2, sem leikur af svo miklum krafti að tón- listin hefur jafnvel komið fram á jarðskjálftamæl- um! Forsprakki „Moving Hearts“ er Christy Moore Kristján Sigurjónsson og verður hann að teljast fremstur í flokki þeirra sem flytja irska þjóðlaga- tónlist. Hljómplötur hljómsveitarinnar, sem nú eru orðnar þrjár tals- ins, hafa allar átt miklum vinsældum að fagna í heimalandi hennar og víð- ar. „Moving Hearts" leika með hinum gamalreynda tónlistarmanni Van Morrison á nýjustu plötu hans og verður sú kynnt í þættinum. Morrison hefur staðið í eldlínunni í Bandarikjunum í 20 ár og er hann oft nefndur „besti hvíti soul-söngvarinn“. Á hljómplötu sinni sem kynnt verður í þættinum í dag, blandar hann með hjálp „Moving Hearts", þjóðlagatónlist saman við soul-tónlist sína. Spenn- andi verður að heyra hver útkoman er. Frístund ■■■■ Unglingaþátt- 1 H 00 urinn „Frí- 1 • “* stund" er á dagskrá rásar 2 í dag kl. 17. Stjórnandi er Eðvarð Ingólfsson en aðstoðar- þula Bryndís Jóhannes- dóttir. Sigtryggur Jónsson sál- fræðingur hjá Unglinga- ráðgjöf ríkisins hefur tvisvar verið gestur þátt- arins, nú síðast fyrir hálf- um mánuði. Svaraði hann þá ýmsum fyrirspurnum sem hlustendur víðsvegar af landinu höfðu sent hon- um. f þeim þætti var ákveðið að gefa hlustend- um enn kost á að senda inn fyrirspurnir og í þætt- inum í dag verður Sig- tryggur aftur gestur þátt- arins þar sem hann mun leitast við að svara sem flestu. Sagði Eðvarð í samtali við Morgunblaðið að mikill fjöldi fyrir- spurna hefði borist þætt- inum og því væri af nógu að taka. Undanfarna þrjá þætti hefur starfskynning verið fastur liður og í þættinum í dag verður fjallað um starf sjúkraþjálfara. í því sambandi verður starf- andi sjúkraliði fenginn í þáttinn þar sem hann seg- ir frá náminu og starfinu í stórum dráttum. Brekkubæjarskóli á Akranesi velur þrjú vin- sælustu lög vikunnar. Hringt verður í Jósep Grímsson, fulltrúa skól- ans sem fylgir lögunum úr hlaði með dálítilli um- fjöllun um lífið á Skagan- um. Tónlistarkynningin er ekki af verri endanum þar sem kynntur verður hinn kunni söngvari og laga- smiður David Bowie, sem gert hefur garðinn frægan í rúm 15 ár. Aðstoðarþul- an, Bryndís Jóhannesdótt- ir 15 ára, les kynninguna. Ekki má gleyma föstum liðum þáttarins, s.s. lestri bréfa sem hafa borist. Þá verður getraunin á sínum stað og leikin létt lög úr ýmsum áttum. Söngvarinn og lagasmiðurinn kunni, David Bowie, verður kvnntur í þættinum í dag. UTVARP ÞRIÐJUDAGUR 16. apn'l 7Ö0 Veöurfregnir. Fréttir. Bæn. A virkum degi. 7.20 Leikfimi. Tilkynningar. 7.55 Daglegt mál. Endurt. þáttur Valdimars Gunnars- sonar frá kvöldinu áður. 8.00 Fréftir. Tilkynningar. Dagskrá. 8.15 Veðurfregnir. Morgunorð: — Ingimar Ey- dal talar. 9.00 Fréttir. 9.05 Morgunstund barnanna: „ Hollenski Jónas" eftir Gabriel Scott. Gyða Ragn- arsdóttir les þýðingu Sigrún- ar Guðjónsdóttur (2). 9.20 Leikfimi. 9.30 Tilkynn- ingar. Tónleikar. 9.45 Þing- fréttir. 10.00 Fréttir. 10.10 Veður- fregnir. Forustugr. dagbl. (útdr.). 10.45 „Man ég það sem löngu leið". Ragnheiður Viggós- dóttir sér um þáttinn. 11.15 Viö Pollinn. Umsjón: Ingi- mar Eydal (ROVAK). 12.00 Dagskrá. Tónleikar. Til- kynningar. 1220 Fréttir. 12.45 Veöur- fregnir. Tilkynningar. Tón- leikar. 1330 Barnagaman. Umsjón: Sólveig Pálsdóttir. 13.30 Jon Anderson, Vangelis og Pat Metheny Group syngja og leika. 14.00 „Eldraunin" eftir Jón Böðvarsson. Helgi Þoriaks- son les (16). 14.30 Miðdegistónleikar. Þættir úr „Images" eftir Claude De- bussy. Claude Savard leikur á plartó. 14.45 Upptaktur — Guðmund- ur Benediktsson. 15.30 Tilkynningar. Tónleikar. 16.00 Fréttir. Dagskrá. 16.15 Veðurfregnir. 16.20 Siðdegistónleikar a. „Tékknesk svita" eftir Antonln Dvorák. Sinfónlu- hljómsveitin I Detroit leikur: Antal Dorati stjórnar. b. „Taras Ðulba", hljóm- sveitarrapsódla eftir Leos Janácek. Filharmonlusveitin I Vinarborg leikur: Sir Charles McKerras stjórnar. 17.10 Slðdegisútvarp — 18.00 Fréttir á ensku. Tilkynningar 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Kvöldfréttir. Tilkynningar. 20.50 Daglegt mál. Sigurður G. Tómasson flytur þáttinn. 21.05 Islensk tónlist a. Tilbrigði eftir Pál Isólfsson um stef eftir Isólf Pálsson. Rögnvaldur Sigurðsson leik- ur á pianó. b. Hinsta kveðja", hljóm- sveitarverk op. 53 eftir Jón Leifs. Sinfónluhljómsveit Is- lands leikur; Karsten And- ersen stjórnar. 21.30 Útvarpssagan: „Folda" eftir Thor Vilhjálmsson. Höf- undur les (15). 22.00 Tónleikar. 22.15 Veðurfregnir. Fréttir. Dagskrá morgundagsins. Orð kvöldsins. 22J5 Kvöldtónleikar. Leikin verður tónlist eftir Karl SJÓNVARP 19.25 Hugi frændi á ferð Breskur teiknimyndaflokkur. Þýöandi Guðni Kolbeinsson. 19.50 Fréttaágrip á táknmáli 20.00 Fréttir og veður 20.30 Auglýsingar og dagskrá 20.40 Heilsað upp á fólk 12. Stefán A. Jónsson á Kagaðarhóli. Ingvi Hrafn ÞRIÐJUDAGUR 16. apríl Jónsson spjallar við Stefán A. Jónsson, bónda og hreppstjóra á Kagaöarhóli I Torfulækjarhreppi i Austur- Húnavatnssýslu. 21.25 Derrick Fjórtándi þáttur. Þýskur sakamálamyndaflokkur I sextán þáttum. Aöalhlut- verk: Horst Tappert og Fritz Wepper. Þýðandi Veturliði Guðnason. 22.25 Kastljós Þáttur um erlend málefni. Umsjónarmaður Ögmundur Jónasson. 23.00 Fréttir i dagskrárlok. Goldmark. Kynnir: Knútur R. Magnússon. 23.45 Fréttir. Dagskrárlok. ÞRIÐJUDAGUR 16. apríl 10.00—12.00 Morgunþáttur Stjórnandi: Páll Þorsteins- son. 14.00—15.00 Vagg og velta Stjórnandi: Glsli Sveinn Loftsson. 15.00—16.00 Með slnu lagi Lög leikin af Islenskum hljómplötum. Stjórnandi: Svavar Gests. 16.00—17.00 Þjóðlagaþáttur Stjórnandi: Kristján Sigur- jónsson. 17.00—18.00 Frlstund Unglingaþáftur. Stjórnandi: Eðvarð Ingólfs- son. Þriggja mlnútna fréttir sagð- ar klukkan 11.00, 15.00, 16.00 og 17.00.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.