Morgunblaðið - 16.04.1985, Síða 18
18
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 16. APRÍL 1985
Er hægt að samræma
tónleika- og óperuflutn-
ing í sama húsi
Ópenisöngvarar í Félagi ísl. leikara hafa skorað á þá aðila,
sem hafa með höndum undirbúning að byggingu tónlistarhúss,
að gert verði ráð fyrir fullkomnu sviði til óperuflutnings í húsinu.
Tilefni áskorunarinnar er ágreiningur innan nefndarinnar, sem
sér um undirbúning að frumhönnun tónlistarhússins. Meiri-
hluti nefndarinnar vill ekki gera ráð fyrir fullkominni aðstöðu
til óperuflutnings í húsinu, strax í fyrsta áfanga. Mbl. leitaði álits
nokkurra óperusöngvara á niðurstöðu meirihluta nefndar-
manna og fara svör þeirra hér á eftir.
„Okkur dreymir
um stærri sal
og stærra svið“
„Meirihluti nefndarmanna segir
að það muni tefja fyrir byggingu
hússins, ef tekið er tillit til þarfa
óperunnar," sagði Ólöf K. Harð-
ardóttir, óperusöngkona. „Þetta
sjónarmið er vissulega skiljanlegt.
Þá þarf stærra hús og svið og ef
aðeins er gert ráð fyrir einum sal í
húsinu þá gengur þetta ekki. Sin-
fóníuhljómsveitin og óperan verða
að hafa minni sali til æfinga svo
að æfingatími þeirra rekist ekki á.
En auðvitað finnst okkur söngvur-
um að það eigi að byggja nægilega
stórt svo að óperan fái góða að-
stöðu í nýju tónlistarhúsi. Mikil-
um meirihluta fólks finnst ekki
rétt farið af stað ef ekki er gert
ráð fyrir óperunni líka.
Óperan berst fyrir lífi sínu í dag
en með góðum vilja styrktarfélaga
og opinberum styrkjum tekst
okkur að halda fyrirtækinu gang-
andi. Okkur dreymir um að gera
aðstöðuna í húsinu sem fullkomn-
asta með stærri sal og betra
leiksviði fyrir óperuflutning. Að
ekki sé minnst á bætta aðstöðu
starfsfólksins baksviðs. Og þó að
einhvertíma í framtíðinni komi
tónlistarhús með fullkominni
óperuaðstöðu, þá leggjum við ekki
upp laupana heldur höldum áfram
að berjast fyrir bættri aðstöðu
fyrir óperuna.
Það hefur verið deilt á okkur
sem stóðum í eldlínunni og kom-
um upp íslensku óperunni og sagt
að við sýnum ekki nýja tónlistar-
húsinu áhuga. Um þetta vil ég
segja að við berjumst ekki fyrir
nema einu húsi í einu en við erum
sannarlega fylgjandi því að hér
rísi tónlistarhús til allrar tónlista-
iðkunar."
„Spurning um að glata
ekki tækifærinu“
„Okkur söngvurum finnst verið
að misnota stórt tækifæri ef ekki
verður byggt fullkomið óperusvið í
tónlistahúsinu strax í fyrsta
áfanga“, sagði Már Magnússon,
formaður óperudeildar innan Fé-
lags íslenskra leikara. „Það er
spurningin um að glata ekki tæki-
færinu til að fá að vinna almenni-
lega að þessari listgrein. Margar
helstu óperur hafa aldrei verið
fluttar hér á landi vegna þess að
hvergi er hægt að setja þær upp,
en það þýðir að við hjökkum alltaf
í sama farinu. Þjóðin kynnist
aldrei helstu óperuverkum meist-
aranna þrátt fyrir að við höfum
söngfólk, sem getur flutt þessi
verk. Á þessu verður ekki ráðin
bót nema með bættri aðstöðu. Hér
á landi eru öll svið ófullkomin til
óperuflutnings og erfitt að setja
þær upp. Það er auðvitað dýrara
að gera ráð fyrir óperunni en ég
held að kostnaðaraukinn sé ekki
svo ýkja mikill ef miðað er við
byggingarkostnaðinn í heild.
Sem svar við þeim fullyrðingum
að ekki sé hægt að sameina hljóm-
burð til tónleika- og óperuflutn-
ings vil ég benda á mörg dæmi um
ný hús erlendis þar sem þessi
starfsemi er sameinuð. Má í því
sambandi minnast orða Elísabet-
ar Söderström í viðtali við sjón-
varpið að loknum styrktartónleik-
unum í London. Þar beindi hún
þeim tilmælum til þeirra sem
kæmu til með að taka ákvörðun
um hvernig húsið ætti að vera, að
þeir kynntu sér sérstaklega nýtt
tónlistarhús í Minneapolis. í því
húsi er einmitt gert ráð fyrir tón-
leika- og óperuflutningi. Það hlýt-
ur að vera kostur ef hægt er að
sameina reksturinn og nýta hús-
næðið betur. Ég hef fulla ástæðu
til að ætla að ekki mundi koma til
árekstra við starfsemi Sinfóníu-
hljómsveitarinnar þó að óperan
verði starfrækt í sama húsi.
Vissulega er æskilegast að hafa
sérstakt tónleikahús og annað
óperuhús, en fyrir okkar stærðar-
hlutföll er slíkt vart framkvæm-
anlegt."
„Komandi kynslóðir
munu ekki fyrir-
gefa okkur“
„Mér finnst að það verði að gera
ráð fyrir aðstöðu til óperuflutn-
ings í nýja tónlistarhúsinu," sagði
Anna Júlíanna Sveinsdóttir,
óperusöngkona. „Við fáum annars
aldrei hús fyrir óperuna, ef við
fáum það ekki núna. Víða um
heim hafa verið byggð sameigin-
leg hús fyrir óperu- og tónleika-
flutning með mjög góðum árangri.
í húsinu verður að sjálfsögðu að
gera ráð fyrir æfingasölum og
ætti að vera hægt að skipuleggja
það ef viljinn er fyrir hendi. Þess
ber að minnast, að hér á landi er
engin viðunandi aðstaða til óperu-
flutnings á veigamiklum óperum.
Það hafa verið byggð hér leikhús
með of lítili hljómsveitargryfju og
er það í rauninni alveg ótrúleg
skammsýni ef þessi mistök endur-
taki sig aftur og aftur í þessu litla
landi. Staðreyndin er sú að með
því að hafa óperustarfsemi í hús-
inu nýtist það á allan hátt betur,
sérstaklega um helgar. Þetta
fyrirkomulag verður auk þess hag-
stæðara þegar tímar líða þó að í
augnarblikinu verði að setja meiri
fjármuni í byggingu hússins. Ég
er sannfærð um að komandi
Ólöf K. Harðardóttir, óperusöng
kona.
kynslóðir munu ekki fyrirgefa
okkur ef við gerum ekki ráð fyrir
óperuflutningi í tónlistarhúsinu."
„Sem allra mestum upp-
lýsingum verði safnað“
„Það eru skiptar skoðanir um
hvort hægt sé að samræma tón-
leika- og óperuflutning í einu
húsi,“ sagði Halldór Vilhelmsson,
óperusöngvari. „Að mínum dómi
ætti það að vera hægt. Ég álít að
með því móti höfðaði húsið til
stærri hóps og nýttist fleirum.
Með því að hafna óperu, hversu
mörgum er þá verið að hafna?
Sinfóníuhljómsveitin hefur rétt
á húsnæði fyrir sig en þá nýtist
húsið takmarkaðri hópi manna.
Allur gangur er á því hvernig
þetta er leyst erlendis. Þar eru
tónlistarhús bæði til tónleika- og
óperuflutnings. Sérstök tónleika-
og óperuhús þekkjast ekki nema
hjá milljónaþjóðum. Verði af því
að tónlistarhúsið nýtist bæði til
BM~, iiiy ffffff——JBf
m marmmr
Ný þjónusta sem tryggir skjótan flutningá mikilvægum
ÆmIn&v:',' póstsendingum
milli landa.
Með forgangspósti Pósts
og síma sendir þú skjöl, varahluti, lyf,
mikilvæg gögn og vaming á stysta mögulega tíma milli
landa. Við tökum við forgangspósti í póstmiðstöðinni í
Múlastöð við Suðurlandsbraut. Þar er hann sérstaklega
merktur og aðgreindur frá öðrum pósti, sendingin er skráð
og kvittað fyrir móttöku. Því næst er forgangspóstinum
komið beint á næsta flug til viðkomandi áfangastaðar.
Erlendis taka sérstakir sendimenn póstþjónustunnar við
ogflytja forgangspóstinn rakleiðis stystu leið til viðtakanda.
Fyrst um sinn getur þú sent forgangspóst til Stóra-Bretlands,
Frakklands, Hollands, Luxemborgar, Svíþjóðarog Finnlands
en fljótlega bætast fleiri lönd í hópinn.
Til þess að þessi nýja þjónusta
nýtist sem best tökum við
á móti forgangspósti alla daga
vikunnar:
Mánud.-föstud. 07:30-20:00
Laugard. 07:30-13:00
Sunnud. 13:30-17:00
^FORGfíNGS
ÆSsðPÚSTUIt
TIL ÚTLANDA
POST-OG SÍMAMÁLASTOFNUNIN
Sýning á verkum
Sveins Stefánssonar
í verzlun Kristjáns Siggeirssonar við Laugaveg stendur yfir sýning á verkum
Sveins Stefánssonar. Er þetta fyrsta sýning Sveins og stendur hún yfir í þrjár
vikur.
Húsfreyjan með grein
um ísl. brúðarbúning
HÚSFREYJAN, rit Kvenfélaga
sambands íslands, er komið út
meft greinum af ýmsu tagi, smá-
sögu, ýmislegum fróðleik varð-
andi heimilið, fréttum um félags-
mál og blaftauka, sem er ýtarleg,
myndskreytt grein um íslenskan
brúðarbúning í útlegð eftir
Oddnýju Thorsteinsson og Elsu E.
Guftjónsson. Er forsíftumyndin í
lit af þeim merka búningi.
Menningarmálaráðherra
Dana, Mimi Stilling Jakobsen
skrifar Norræna bréfið 1985,
Andri ísaksson skrifar um
kennslu afburðagreindra nem-
ena og Laufey Steingrímsdóttir
dósent skrifar greinina Borðið
og grennist. En jafnframt er að
finna í matreiðsluþætti Ingi-
bjargar Þórarinsdóttur upp-
skriftir af gómsætum fisk- og
kjötréttum með freistandi lit-
myndum. Ritið er sýnilega fjöl-
breytt.
Góóan daginn!